Morgunblaðið - 30.04.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 30.04.1997, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ f LAIMDIÐ Framkvæmdir á bryggjtmni á Rifi Ólafsvík - Nýlega hóf fyrirtækið Lava hf., sem er dótturfyrirtæki Aðalverktaka hf., framkvæmdir á bryggjunni á Rifi. Lava hf. keypti sl. haust fyrirtækið Nesvíkur hf. °g hyggst hefja útflutning á vikri úr vikurnámum Snæfellsjökuls. Framkvæmdir á Rifi er liður í því. Er verið að steypa 2.500 fm plan ætlað sem útflutningsaðstaða fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið hyggur á meiri fram- kvæmdir, t.a.m. ætlar það að byggja upp aðstöðu_ á svokallaðri Breið sem er á milli Ólafsvíkurenn- is og Rifs. Einnig er fyrirhuguð vegalagning sem tengir veginn frá fyrrverandi aðstöðu Nesvíkur, sem er við Gufunesmóðulækinn. Er þetta liður í umhverfismati og kemur vegurinn til með liggja sunnan við Búrfellið og tengjast við hafnarsvæðið á Rifi. Styttist vegalengdin frá því sem var um 20 km og ekki verður lengur ekið á aðalvegum með vikurinn. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum FRA framkvæmdum við bryggjuna á Rifi. Morgunblaðið/Egill Egilsson KARL Aspelund kennir grunnskólabörnum úr Súðavík sund í sundlauginni á Flateyri. Sundkennari í 4 6 ár Flateyri - Hann heitir Karl Aspelund og er sund- kennari. Undanfarið hefur hann fengist við að kenna 7-11 ára börnum úr Grunnskóla Súðavíkur sund í sundlauginni á Flateyri. I Súðavík er engin sundlaug, og á Isafirði komst skólinn ekki að með sundkennslu sína. Því lá beinast við að sækja sund- kennsluna til Flateyrar. Karl hefur fengist við sundkennslu í 46 ár og hóf fyrst kennslu á Flateyri í gömlu sundlauginni sem var þá. Meðal nemenda hans þá var Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður. Karl kenndi síðan sund á Isafirði um langt skeið og sagðist eiginlega hafa verið hættur að kenna þegar hann var beðinn að kenna sund við Grunnskólann í Súða- vík. Hann gat ekki vikist undan þeirri áskorun, þar sem sundkennsia barna er hans ær og kýr. Karl segist njóta þess að kenna börnum því að þau séu áræðnari og allsendis óhrædd. Þó segir hann mun á því að kenna börnum i dag miðað við fyrir 46 árum þegar hann hóf kennslu. Þá ríkti agi en í dag virðist ríkja agaleysi í uppeldi barna á öllum sviðum. Karl segist ætla að halda áfram að kenna sund, því að það gefi sér mikið að vera innan um börn. A AU ÐLIND H F. Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. Sölutímabil: Nafnverð hlutabréfanna: Sölugengi: 30. apríl 1997 til 30. október 1997 200.000.000 2,46 Söluaðilar: Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf og afgreiðslur sparisjóðanna. Skráning: Eldri hlutabréf Auðlindar hf. eru skráð á Verðbréfaþingi Islands og hefur félagið einnig óskað eftir skráningu á hlutabréfunum sem verða gefin út í þessu útboði. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing hf. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF LöM’ilt veriibréfufyrirtœki Armúla 13 A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, telefax 515-1509 Morgunblaðið/Gunnar NEMENDUR úr Lýðskóla Reykjavíkur ásamt Oddi Albertssyni skólastjóra og Soffíu Vagnsdóttur kennara. Lýðskólanemendur í heimsókn á Vestfjörðum Bolungarvík - 18 nemendur úr Lýð- skólanum í Reykjavík voru í heim- sókn á Vestfjörðum í síðustu viku en heimsóknin er liður í skólastarf- inu sem byggir á vali nemenda á viðfangsefnum. Með ferð sinni til Vestfjarða vildu nemendur kynna sér lífið í byggðum Vestfjarða og athuga hvort byggð þar sé í raun að fjafa út. Lýðskólar eru mjög frábrugðnir öðrum skólum því þar þreyta nem- endur ekki próf heldur vinna þeir sameiginlega að verkefnum sem þeir velja sjálfír. Lýðskólar eru val fyrir þá sem ekki finna sig í hefð- bundnu skólakerfi. Að sögn Odds Albertssonar, skólastjóra Lýðskói- ans, er þetta þriðja önnin sem skól- inn er starfræktur en hann er til húsa í húsnæði Reykjavíkurborgar við Bústaðaveg. Oddur sagði skólann í húsnæðisbasli en það kæmi ekki niður á reglubundnu starfi. „Við vorum að líta á húsakostinn á Núpi og kannski við kaupum Núpsskóla fyrir lítið, mér er sagt að þar sé gott að vera,“ sagði Oddur. Fallegt en ógnvekjandi Fréttaritari átti stutt spjall við fjórar frískar stúlkur úr hópnum, þær Brynhildi, Jónu, Guðbjörgu og Berg- lindi, um heimsókn þeirra til Vest- fjarða. Þær sögðu að það væri búið að vera meiriháttar gaman og að móttökurnar hefðu verið frábærar. Þær sögðust hafa farið víða og rætt við fjölmarga. Þær stöllur sögðu þetta lands- svæði ekki mega fara í eyði því hér væri svo friðsælt og fallegt þótt fjöll- in þættu ógnvekjandi með tilliti til snjóflóðahættu en um leið veittu þau vissa vernd. Guðbjörg sagðist hafa komið til Bolungarvíkur fyrir nokkrum árum en þá var hún á kafi í vímuefna- neyslu og á þvælingi. „Mér fannst staðurinn og umhverfið lítt aðlað- andi þá en nú horfir allt annað við og upplifi ég staðinn og ekki síður umhverfið á allt annan og jákvæðari hátt.“ Þær stöllur sögðu að sú neikvæða umræða um birtist í fjölmiðlum um að Vestfirðir væru landssvæði sem ekki væri byggilegt gefa mjög skakka mynd af mannlífinu á þess- um landshluta. Hér væri heilmikið að gera og fólkið mjög viðkunnan- legt. Þær sögðust hafa verið að skoða frystihúsið hjá Bakka í Bol- ungarvík og það væri eins og að koma í höfuðstöðvar NASA, allt svo hreint og fágað, og sögðust þær vel geta hugsað sér að vinna á slíkum vinnustað. í í L ( I t I t í - t C c I í í í í. < í i ( <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.