Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jarðfræðirannsóknir út af Norðurlandi
66 milljóna króna jarð-
skjálftamælum sökkt í sjó
VARÐSKIPIÐ Óðinn kom í fyrradag
úr nokkurra daga ferð þar sem 22
jarðskjálftamælum var komið fyrir
á hafsbotni frá Öxarfirði og vestur
í mynni Skagafjarðar og norður fyr-
ir Kolbeinsey. Einnig var ætlunin
að koma fyrir jarðskjálftamæli í
Kolbeinsey sjálfri, en vegna mikils
brims reyndist það ókleift.
Mælarnir, sem samtals eru um
66 milljóna króna virði, eru japönsk
hönnun, en mælingarnar eru sam-
starfsverkefni Veðurstofunnar,
Landhelgisgæslunnar og háskólanna
í Sapporo og Tókýó í Japan. Jarðeðl-
isfræðingarnir Ragnar Stefánsson
og Gunnar Guðmundsson eru fulltrú-
ar Veðurstofunnar.
Prófessor Hideki Shimamura við
Hokkaido-háskóla í Sapporo er
frumkvöðull rannsókna af þessu tagi
og hefur hannað tækin. Ferð hans
og þriggja nemenda hans, sem starfa
við háskólann í Tókýó, er styrkt af
japönskum stjórnvöldum. Kostnaður
af ferð þeirra, með tækjum og vinnu,
er um sjö milljónir króna. Kostnaður
Veðurstofunnar er u.þ.b. ein milljón
króna, en Rannsóknarráð ríkisins
styrkir einnig verkefnið. Þá er ótalið
framlag Landhelgisgæslunnar.
„Samkvæmt kenningu okkar
heldur Mið-Atlantshafshryggurinn,
sem ísland situr á, áfram í gegnum
norðurheimskautið og til Japans.
Það er okkur því mikilvægt til skiln-
ings á atburðum þar að rannsaka
jarðfræðina í kringum ísland,“ segir
Shimamura.
Hann hefur farið víða með jarð-
skjálftamælana, meðal annars til
Azoreyja, í Biscayaflóa og á Suður-
heimskautið. Einnig hefur hann
stundað mælingar í nágrenni Noregs
í samvinnu við Norðmenn. Þetta er
fimmta rannsóknarferð Japananna
til íslands. Aður hefur mælunum
verið sökkt í sjó þrisvar á Reykjanes-
hrygg og einu sinni fyrir Norður-
landi.
Kolbeinsey verði notuð
til vísindarannsókna
Ragnar Stefánsson segir að í
samtölum hans við Shimamura
hafí komið fram að við Japan sé
klettur sem sé mjög svipaður Kol-
beinsey, sem bæði hafi gildi varð-
andi lögsögu landsins og mögu-
leika á rannsóknum. Japanir hafa
lagt mikið í að vemda klettinn, og
sagðist Shimamura mundu senda
íslenskum starfsbræðrum sinum
upplýsingar um hvemig farið hafi
verið að því.
Ragnar segir að íslendingar
ættu að fara að fordæmi Japana
í því að líta ekki aðeins til verndun-
ar lögsögunnar þegar hugað sé að
því að vernda Kolbeinsey. „Ástæð-
an fýrir því að við höfum áhuga á
því að setja mæli í Kolbeinsey í
þennan mánuð er að kanna hvort
gagnlegt sé að koma upp fasta-
mælingum á jarðskjálftum þarna
í framtíðinni. Það hefur komið til
tals að nota Kolbeinsey sem eftir-
litsmiðstöð með jarðhræringum,
veðri, straumum og hafís. Gagn-
legt væri einnig að koma þar upp
vita. Mitt álit er að þegar talað
er um vemdun Kolbeinseyjar eigi
að huga að þessum atriðum, ekki
síður en varðveislu iögsögunnar."
Morgunblaðið/Þorkell
DOKTOR Masashi Mochizuki frá háskólanum í Tókýó, Vilbergur
Magni Óskarsson skipherra á Óðni, Aya Kamimura frá háskólanum
í Tókýó, Gunnar Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, doktor Tomoki
Watanabe frá háskólanum í Tókýó, Ragnar Stefánsson jarðeðlis-
fræðingur og Hideki Shimamura frá háskólanum í Sapporo.
Ljósmynd/Gunnar Guðmundsson
JARÐSKJÁLFTAMÆLI sökkt í sjóinn. Akkeri heldur mælinum föst-
um, en að mánuði liðnum verður hann sóttur. Merki er sent niður
í djúpin og losnar þá mælirinn sjálfkrafa og flýtur upp á yfirborðið.
Fyrirspurn-
ir í borgar-
ráði vegna
kostnaðar-
hækkana
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram fyrirspurn-
ir í borgarráði vegna hækkunar á
kostnaði vegna ráðstefnu og ferða
til útlanda á vegum Reykjavíkur-
borgar milli áranna 1994-1996.
Stj órúnarkostnaður
jókstum 11,7%
Jafnframt er óskað eftir skýring-
um á hærri kostnaði vegna sér-
stakra athugana og úttekta á veg-
um borgarinnar og hærri niður-
greiðslum til Strætisvagna Reykja-
víkur. Loks er óskað eftir skýringu
á kostnaði við stjórnun borgarinnar
á föstu verðlagi ársins 1996, úr 315
mill. árið 1994 í 392 millj. árið
1996 eða um 11,7%.
Ferðakostnaður
hefur aukist
í fýrirspurn sjálfstæðismanna
segir að í ársreikningi borgarinnar
fyrir árið 1996 komi fram að kostn-
aður við ráðstefnur og ferðir til
útlanda hafi verið 18,5 millj. árið
1994 en sé 31,1 milljón árið 1996.
Óskað er skýringa á hækkun ársins
1996.
Spurt er hver skýringin sé á að
kostnaður vegna sérstakra athug-
ana og úttekta hafi hækkað en
hann hafi verið rúmar 11,7 millj.
árið 1994 en er rúmar 18,3 millj.
árið 1996.
Jafnframt er óskað skýringa á
niðurgreiðslum úr borgarsjóði til
SVR, sem voru 190 millj. árið 1994
en eru 309 millj. árið 1996 miðað
við verðlag það ár en það er 62%
hækkun á tímabilinu. Bent er á að
á sama tíma sé hækkunin á far-
gjöldum þrátt fyrir það 17%.
Niðurstaða stærðfræðiprófs á fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík
Fallhlutfall
aldrei jafnhátt
45% nemenda í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík féllu á
stærðfræðiprófí í vor. Fallhlutfall í greininni hefur aldrei veríð
jafn hátt og nú þó það hafí farið nærri því sl. ár. Fall í íslensku
var mun minna eða um 20 nemendur á móti 100 í stærðfræði.
I öðrum framhaldsskólum virðist málum vera líkt háttað.
STÓR hluti þeirra nemenda sem
falla á stærðfræðiprófi í MR munu
ná því á endurtekningarprófí síðar
í vor að sögn Yngva Péturssonar
konrektors og hann tekur fram að
þau geti gert lokaatrennu til prófs
í haust.
Yngvi bendir einnjg á að sam-
setning nemendahópa sem teknir
eru inn á hvetju haust geti verið
breytileg. Menntaskólinn í Reykja-
vík taki við nemendum af svæði
101 og hafi stærðfræðieinkunn
þeirra verið alit niður í 4 á sam-
ræmdu prófi á meðan nemendur
utan skólahverfisins séu ekki tekn-
ir inn nema þeir sýni 8,50 í meðal-
einkunn úr grunnskóla. í hópi nem-
enda séu engu að síður margir
með mjög góðan undirbúning.
Nemendum með undir
8 gengur illa
„Fyrri gögn benda eindregið til
þess að nemendum með undir 8 á
samræmdu prófí gangi mjög illa
og það er mjög hátt hlutfall þeirra
sem þurfa að þreyta próf aftur og
jafnvel falla,“ segir Yngvi. „Meg-
inókostur bekkjakerfisins er sá að
falli nemandi í einni grein þá er
allur bekkurinn undir.“ Hann segir
að með einhveiju móti verði að
reyna að koma til móts við þessa
nemendur. Einn möguleikinn væri
sá að halda undirbúningsnámskeið
að hausti með svipuðu sniði og
Háskólinn stendur fyrir. „Við höf-
um alltaf verið að teygja okkur
neðar og erum komin með inn í
byijunaráfanga hjá okkur það sem
áður var kennt í grunnskólum og
t.d. er algebran orðin stór þáttur
í stærðfræðikennslu 3. bekkjar,"
segir Yngvi.
Magnús Þorkelsson, kennslu-
stjóri Menntaskólans við Sund,
segir fall í stærðfræði fyrsta bekkj-
ar skólans ekki hafa aukist í ár.
Að öllu jöfnu sé þó mest fall í
stærðfræði af greinum skólans. í
ár hafi 37 af 218 nemendum náð
öllu nema stærðfræði. 50 nemend-
ur hafi fallið á prófum og hluti
þeirra eflaust í stærðfræði. „Okkur
er fullljóst að einhvert misræmi er
á milli kennslu hér og samræmdra
prófa því nemendur koma ekki vel
út úr fyrsta bekk og þorri þeirra
sem fellur er með 6 í einkunn eða
lægra,“ segir Magnús. Boðið er
upp á stuðningskennslu og svokall-
aða hægferð í námi.
Breyting á námi
nauðsynleg
Tryggvi Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, segir
fall mest í byijunaráföngum við
skólann og að um 25% nemenda
þar falli á prófum. Viðmiðunartölur
tók hann af sl. haustönn og sýna
þær að meðaleinkunn nemenda
eftir upphafsáfanga í stærðfræði
var 5,9 en hafði verið 7,25 að lokn-
um samræmdum prófum. Til
samanburðar voru nemendur með
meðaleinkunnina 7,1 í íslensku en
hún hafði verið 7,2 eftir samræmd
próf. Meðaleinkunn nemenda sem
teknir eru inn í skólann er 7,5.
Erfiðleikar nemenda undir
8 á samræmdu prófi
„Það er spurt mikið um það
hvort ekki þurfi að breyta stærð-
fræðikennslu vegna niðurstöðu
TIM-könnunarinnar og vegna
árangurs af samræmdum prófum.
Auðvitað þarf að breyta henni en
það er ekki síst vegna þess að
breytingar á tækni og viðhorfum
til menntunar eru svo miklar,“
sagði Tryggvi.
Að sögn Hildigunnar Halldórs-
dóttur, stærðfræðikennara í
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
nægir einkunnin 5 á samræmdu
prófi í stærðfræði ekki nemendum
skólans. Enda sé það svo að stærsti
hópur nemenda við skólann er með
einkunnina 8 eða yfir. Fall í fyrsta
stærðfræðiáfanga skólans er yfir-
leitt á milli 30 og 40%. Könnun
hafí verið gerð á forspárgildi sam-
ræmds prófs í stærðfræði á gengi
nemenda í greininni á fyrstu önn-
um skólans og þar hafí komið fram
að nemendur með slakar einkunnir
í stærðfræði ættu einnig erfitt
uppdráttar í öðrum fögum. Þar
hafi jafnframt sýnt sig að af þeim
nemendum sem eru með einkunn-
ina 8 ná einungis 55% þremur
stærðfræðiáföngum í röð án þess
að falla.
Sl. haust hafi nemendum með
einkunnina 5 í stærðfræði verið
boðið upp á fornám áður en þeir
tóku fyrsta stærðfræðiáfangann á
vorönn og jafnvel þá hafi árangur
ekki verið góður. Á vorönn voru
teknir inn nemendur sem sótt
höfðu fornám í öðrum skólum og
var fallhlutfall þeirra í stærðfræði
65%. „Fornám virðist því ekki duga
til og einhver hluti nemenda virðist
ekki hafa forsendur til að stunda
nám við skólann," sagði Hildigunn-
ur. Töluvert fall er einnig í íslensku
og hlutfall nemenda sem falla í
fyrstu áföngum þar og í stærð-
fræði virðist vera svipað.
50-60% nemenda
í FB falla
Þorgeir Sigurðsson, deildarstjóri
í stærðfræði við Fjölbrautaskólann
í Breiðholti, segir 50-60% nemenda
falla í fyrstu stærðfræðiáföngum
skólans. Nemendur með háa ein-
kunn á samræmdu prófi komi yfir-
leitt vel út en stórt hlutfall nemenda
sýni slakan stærðfræðiárangur.
„Nemendur með 5 og 6 í ein-
kunn eiga mjög erfitt með alge-
bruna og þessir nemendur fá fleiri
kennslutíma á viku í greininni,“
segir Þorgeir. „Það hefur áreiðan-
lega mikið að segja hvað áfanga-
kerfið er ólíkt bekkjarkerfí grunn-
skólanna og brottfall er mikið þar
sem strax eru gerðar miklar kröfur
til nemenda,“ segir Þorgeir. Tekin
hefur verið upp kennsla í einingar-
lausum áföngum þar sem námsefni
eldri bekkja grunnskóla er endur-
tekið.