Morgunblaðið - 24.05.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 24.05.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 17 Umhverfisvottun sjávarafurða Misjafnar undir- tektir hér á landi Morgunblaðið/Þorkell FUNDARGESTIR hlýða á ræðu formanns Félags rælg'u- og hörpudisksframleiðenda. Arsins 1996 minnst sem árs verðlækkana SÉRSTÖK umhverfisvottun sjávarafurða fær misjafnar undir- tektir hér á landi. Sjávarnytjaráð alþjóðlega fyrirtækisins Unilever og World Wide Fund for Nature, Marine Stewardship Council, hefur kynnt starfsemi sína hér lendis að undanförnu, en það hefur Norræni laxasjóðurinn, NASF, einnig gert. Orri Vigfússon, formaður sjóðs- ins, segir mjög brýnt að hrinda í framkvæmd áætlun til að kynna skynsamlega stjómun fiskveiða og það er hægt að taka undir margt í verkefnum MSC. Samt séu blikur á lofti. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist ekki sjá þörfina á vottun með þeim hætti sem Uni- lever og MSC eru að kynna. Sér sýnist að ýmsir annmarkar gætu reynzt á samstarfi við þessa aðila. Sé ekki þörf á slíkri vottun „ÉG SÉ ekki þörfina á vottun með þeim hætti sem Unilever og MSC eru að kynna. Mér lízt í það minnsta ekki á uppbygginguna hjá þeim og sýnist að ýmsir annmark- ar gætu reynzt á samstarfi við þessa aðila,“ segir Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals hf. „Hvaða þekkingu þykist fyrir- tæki eins og Unilever hafa fram yfír aðra á stjómun fískveiða og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafs- ins. Ætli þeir sér að fara að votta eitthvað hjá okkur íslendingum, er það eina sem þeir geta vottað aðgerðir stjómvalda við stjórnun fiskveiða við íslandi. Þar með er „Alþingi götunnar" farið að ráða málunum. Ætla þeir sér kannski að votta eitt skip en annað ekki þó þau stundi bæði veiðar á sömu slóðinni. Ég sé ekki hvemig þetta eigi að verða framkvæmanlegt, nema þeir ætli sér að veita stjóm- völdum aðhald. Varfærnar viðmiðanir Það er vitnað í samþykktir og reglur alls konar alþjóðastofnana og síðan ætla þeir sér að túlka þessar reglur. Hætt er við að sú túlkun verði ekki okkur í hag. Þótt þeir séu hér að hæla íslend- ingum fyrir góða fiskveiðistjómun, sem reyndar má draga í efa á ýmsum sviðum, er ég nokkum veginn samfærður um að viðmið- anir af þeirra hálfu verði svo var- fæmar að það verði ekki hægt að stunda neinar fiskveiðar. Erfitt að hætta svona samstarfi Þá er einnig sú hætta á ferðum, að verði farið í samstarf með þess- um aðilum, en það reynist ekki ganga upp, að í raun verði nær ómögulegt að draga sig út úr því aftur. Þá muni þeir ráðast á okkur fyrir óábygra afstöðu fyrir að hætta samstarfinu. Ég efast um að framtíðin feli sér víðtæka vottun af þessu tagi. Ég hef ekki trú á því að almenningur í hinum stóra heimi hafi svo miklar áhyggjur af nýtingu auðlinda hafsins, að hann krefjist vottunar sem þessarar," segir Kristján Loftsson. Standa þarf saman um sérstöðu norðurslóða „MJÖG brýnt er að hrinda í framkvæmd áætlun til að kynna skynsamlega stjórnun fiskveiða og það er hægt að taka undir margt í verkefnum MSC. Samt em blikur á lofti. Ýmis samtök umhverfis- verndarmanna hafa að ástæðu- lausu svert ímynd fiskveiða í Norð- urhöfum með því að höfða til til- finninga en ekki skynsemi í áróðri sínum. Það er auðvelt að benda Orri Kristján Vigfússon Loftsson fólki á hval í Norðurhöfum sem tákn óspilltrar náttúru, ekki sízt því fólki sem hefur mengað um- hverfi sitt hvað mest með lifnaðar- háttum sínum á iðnvæddri öld,“ segir Orri Vigfússon, formaður Norræna laxasjóðsins, sem beitir sér fyrir vottun um gæði og ábyrga fískveiðistjómun á fiskafurðir af norðurlsóðum. „Vandamálið, eins og það snýr að okkur sem búum hér á norður- slóðum er að ekki er hægt að skipta viðskiptavinum okkar á erlendum mörkuðum í vel upplýsta og illa upplýsta viðskiptavini. Ekki ber að líta á umhverfísviðskipti sem ógn- un, heldur eru hér þvert á móti tækifæri til markaðssóknar og ávinningurinn mikill ef rétt er hald- ið á málum. Gleymum innbyrðis erjum Hugmyndir mínar eru að íslend- ingar gleymi innbyrðis eijum eitt augnablik og standi saman að bar- áttu fyrir sérstöðu norðurslóða. Umhverfismál setja í síauknum mæli svip sinn á markaðinn og við eigum að draga fram sérstöðu fisk- afurða okkar. Við getum tekið undir margar hugmyndir í MSC og gert enn betur og við eigum alls ekki að vera undir sama hatti og t.d. Norðursjórinn og Eystra- saltið þar sem ríkir ógnaröld. Sjáv- arútvegsstefna ESB hefur gjör- samlega mistekist og eðlilega hafa stórfyrirtæki á borð við Unilever af því áhyggjur. Hærra verð fyrir gæðafisk Auk þess að leggja áherslu á sjálfbærar fiskveiðar gefst nú tækifæri til að kynna strangar kröfur okkar um gæði og hrein- læti við veiðar og vinnslu afurð- anna. Þetta gerum við t.d. með því að standa að okkar umhverfis- merki með nágrannalöndunum við norðurhafið þ.e. Grænlandi, Fær- eyjum og sennilega Noregi og Kanada. Fyrir Unilever er um að ræða að tryggja sér gott hráefni og hagnaðarvon til lengri tíma. Fyrir gæðafísk verða þeir að greiða hærra verð. Með þannig sérstöðu á iðnaðurinn, stjómvöld og hóg- værir umhverfisvemdarsinnar að standa saman, vinna að metnaðar- fullum umhverfisáætlunum, hafa forystuhlutverk í stjómun físk- veiða og efla skilning alþjóðasam- félagsins á því hvemig lifa á í sátt og samlyndi við umhverfið. Verður að kynna málefni norðurslóða betur Við sem vinnum að umhverfis- málum verðum að kynna betur málefni norðurslóða. Því miður skortir alþjóðlegan skilning á stað- reyndum. Fólk suður í Evrópu, austur í heimi, vestur í álfu veit ekki hvað skilur á milli feigs og ófeigs í lifnaðarháttum okkar. Það hefur einungis óljósar hugmyndir um lífshætti manna á norðurhveli, veit einungis að þar er ís og norður- ljós þar synda hvalir og selur sólar sig á jaka. Þetta era falleg dýr sem ekki má deyða," segir Orri Vigfús- son. AFURÐAVERÐ á skelflettri rækju lækkaði um 18,52% á síðasta ári samkvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar. Miðað við 23.000 tonna ársframleiðslu hefur rækjuvinnslan í landinu því orðið af um 4,3 millj- örðum króna vegna verðlækkan- anna. Sjávarútvegsráðherra segir að þrátt fyrir erfiðleika rækjuiðnað- arins, sé hann um margt fyrirmynd þess hvemig aðrar greinar sjávarút- vegsins geti aðlagað sig að breytt- um efnahagsaðstæðum. Þetta kom fram á aðalfundi Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda sem hald- inn var í gær. Alls veiddu íslendingar um 88.638 tonn af rækju á síðasta ári, sem er um 5.000 tonna meiri afli en árið áður. Alls voru flutt út um 23.500 tonn af rækjuafurðum í fyrra, sem er mesti útfjutningur á einu ári frá upphafi. Útflutnings- verðmæti rækjunnar var á síðasta ári rúmir 15,9 milljarðar króna, eða um 17,2% af heildarútflutnings- verðmæti sjávarafurða á árinu. Það er um 550 milljóna króna aukning frá árinu 1995. Hráefnisverð oft óraunhæft Láms Ægir Guðmundsson, for- maður Félags rækju- og hörpu- disksframleiðenda, sagði á fund- inum að ekki væri auðvelt að finna skýringar á þeim gríðarlegu verð- sveiflum sem ættu sér stað á rækju- markaðnum. Hann sagði ekki hægt að fullyrða að botninum væri enn náð. Hann gagnrýndi rækjufram- leiðendur fyrir að kaupa hráefni á svo háu verði að úr því verði ekki unnið nema með tapi. Því miður væri það svo að alltaf væri einhver framleiðandi innan greinarinnar sem beinlínis tæki forystu í óraun- hæfum yfírboðum á hráefni sem neyddu aðra til að hegða sér óskyn- samlega með tilheyrandi afleiðing- um fyrir einstök fyrirtæki og grein- ina í heild. „Þegar verð á rækju er orðið hærra en neytendum finnst eðlilegt, hætta þeir að kaupa og þá lækkar verðið hratt og ánægja góðrar afkomu í háu verði er á ör- skammri stund horfin bak við dimm ský, því reynslan kennir okkur að slæmi tíminn stendur lengur en sá góði,“ sagði Lárus. Láms benti einnig á að framboð og gæði heitsjávarrækju hefðu auk- ist verulega og framboð kaldsjávar- rælq'u væri nú ekki nema um 10-12% af heildarframboði á rækju. Þá minnti hann á að rækjuframleið- endur hefðu til þessa verið n\jög hráefnislega sinnaðir og þyrftu í auknum mæli að komast nær neyt- Aðalfundur Félags rækju- og hörpudisks- framleiðenda andanum með því að skapa verð- mætari vöm. „Rækja er einnig mjög verðteygin vara og margt getur komið í hennar stað. Til dæmis er hún mikið notuð í allskonar forrétti en þar keppir hún við til dæmis lax en oft er mikið framboð af laxi á lágu verði.“ Samstaða í baráttunni gegn verðlækkunum Láms hvatti sölufyrirtækin til að standa saman í baráttunni gegn verðlækkunum og þá söluaðila sem selja nánast alla rækju og hörpu- disksframleiðslu hérlendis að hafa með sér fasta fundi og fara sameig- inlega yfír stöðu mála. Taldi hann að aðeins þyrfti fmmkvæði einhvers söluaðilans hér á landi til að koma á slíku samstarfi. Ennfremur benti Láms á hvort ekki væri jafnframt hægt að koma á meira og nánara sambandi við helstu seljendur í Noregi og Grænlandi með það fyrir augum að hafa betri stjóm á verð- þróuninni. Þar gæti Félag rækju- og hörpudisksframleiðenda dregið vagninn enn frekar én gert hefur verið. Rækjuiðnaðurinn gott dæmi um breytingar í efnahagslífi Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í ávarpi sínu á fund- inum að miklar breytingar hefðu orðið í íslenskum sjávarútvegi á síð- ustu ámm. Sagði hann Félag rækju- og hörpudisksframleiðenda vera gott dæmi um breytingar og framfarir síðustu ára. Benti hann á að kreppan í rækjuiðnaðinum fyrir sex árum hefði lent á tímapunkti í umskiptum íslensks efnahagslífs, horfið hafi verið frá miðstýringu og opinberam afskiptum í sjávarút- vegi en í stað þess byggt á markaðs- lögmálum. í því sambandi gerði ráðherrann stöðu bolfískvinnslunn- ar í landinu að umtalsefni. Sagði hann að þrátt fyrir ýmis áföll byggi íslenskur sjávarútvegur við nokkuð góða afkomu þegar á heildina væri litið. Hefðbundin botnfiskvinnsla væri hinsvegar rekin með vemleg- um halla. Þar þyrfti að leggja áherslu á hin almennu markmið í efnahagsmálum sem byggt hafi verið á síðustu ár. Breytingar verið til góðs „Bent hefur verið á að í rækju- vinnslu og í vinnslu uppsjávarfíska hafí orðið miklar breytingar. Fyrir- tækin sjálf hafa endurskipulagt vinnsluna, tæknivæðst og náð þannig meiri árangri og meiri fram- leiðni. Á þessum sviðum hafa menn á undanfömum áram, á grundvelli þeirrar almennu efnahagsstefnu sem mörkuð hefur verið, náð gífur- lega miklum árangri. Ég er sann- færður um að miðað við það verðlag sem rækjuiðnaðurinn stendur frammi fyrir í dag, stæði hann í öðmm sporam ef þessi framleiðni- aukning hefði ekki átt sér stað,“ sagði Þorsteinn og benti á að slíkt hið sama þyrfti einnig að eiga sér stað á öðmm sviðum fiskvinnslu. Horfa þyrfti á skipulagsbreytingar, ná niður kostnaði og ná fram betri nýtingu fjárfestinga. Sagði hann rækjuiðnaðinn um margt fyrirmynd þess hvernig til hefði tekist með tilliti til þessara þátta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.