Morgunblaðið - 24.05.1997, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Óformlegur leiðtogafundur ESB í Noordwijk
Evrópusambandið búið
undir kröfur nýrrar aldar
Noordwyk. Reuter.
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins,
ESB, komu saman í hollenzka bæn-
um Noordwijk í gær til að undirbúa
jarðveginn fyrir leiðtogafund ESB í
Amsterdam 16.-17. júní næstkom-
andi, þar sem til stendur að ljúka
ríkjaráðstefnunni svokölluðu og
ganga frá endurbótum á stofnsátt-
mála sambandsins. Þessar endur-
bætur eru nauðsynlegar ekki sízt til
að hægt verði að taka ný aðildarríki
í hópinn og tryggja að Evrópusam-
bandið verði í stakk búið til að tak-
ast á við verkefni 21. aldarinnar.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, þreytti á fundinum frum-
raun sína á vettvangi ráðherraráðs
ESB. Örugg framkoma hans og skýr
boðskapur tryggði honum óskipta
athygli annarra fundargesta, sem
sögðu Blair bera nýtt andrúmsloft
að samningaborði leiðtoganna.
Á hinum óformlega fundi leiðtoga
og utanríkisráðherra Evrópusam-
bandsríkjanna fimmtán bar í gær
mest á deilum vegna mismunandi
hugmynda um breytingar á at-
kvæðavægi aðildarríkjanna og á
Ijölda meðlima í framkvæmdastjórn
ESB þegar að stækkun sambandsins
kemur.
Engar ákvarðanir voru teknar á
fundinum, sem stóð aðeins í hálfan
dag. Hollenzka ríkisstjórnin, sem
gegnir nú forsæti í ráðherraráði
ESB, kallaði til fundarins til að leið-
Reuter
WIM Kok, forsætisráðherra Hollands (t.v.), hollenzki utanríkisráð-
herrann Hans van Mierloo (í miðju) og Jean-Claude Juncker, forsæt-
isráðherra Lúxemborgar, hlýða af athygli á boðskap Tonys Blair,
sem í gær mætti í fyrsta sinn á leiðtogafund ESB eftir að hann
tók við embætti.
togarnir gætu skipzt óformlega á
skoðunum svo að hægara væri að
meta möguleikana á að ná farsælli
niðurstöðu á Amsterdam-fundinum
eftir þijár vikur.
Endurbæturnar á stofnsáttmál-
anum miða að því að gera Evrópu-
sambandinu fært að hleypa ríkjum
eins og Póllandi, Ungveijalandi og
Tékklandi inn í raðir sínar á næstu
10 árum og með tímanum alls 10
fyrrverandi kommúnistaríkjum Mið-
og Austur-Evrópu auk Möltu, Kýpur
og fleiri ríkja sem sótt hafa um að-
ild að sambandinu eða munu gera
það á næstu árum.
Deilt um hugmyndir um
breytt valdahlutföll
Frakkar og Þjóðverjar viðruðu í
gær hugmyndir um að auka at-
kvæðavægi stóru ríkjanna innan
sambandsins á kostnað hinna
smærri. Jacques Chirac Frakklands-
HEIMSKYNNING
Forbo kynnír nýja linoleum línu
sem gildir næstu 5 árin,
til ársins 2002.
Laugardaginn 24.maí n.k.
kl. 14.00 að Síðumúla 14.
VERIÐ VELKOMIN!
KJARAN
GÓLFBÚNAÐUR
SlÐUMÚLt 14,108 REYKJAVlK, SlMI 5813022
Umhverfisvæn byggingarlist“
Sydney
Taltinn
Tokyo
Toronto
Vancouver
ber '97
97
Tseptember '97
12. september '97
30. september '97
2. október '97
5. september '97
10. september '97
4. september '97
Jón Kristinsson,
Arkitekt og
prófessor flytur
erindi um
umhverfisvæna
byggingariist.
ífedb©
KROMMENIE
http ://w\a w. marmoleum.com
forseti hvatti ennfremur til þess að
tala meðlima í framkvæmdastjórn-
inni yrði minnkuð um helming - úr
20 í 10. Hlutu þessar hugmyndir
dræmar viðtökur hjá fulltrúum
smærri ríkjanna, sem óttast um áhrif
sín ef slíkar hugmyndir næðu fram
að ganga.
„Við munum tryggja að Evrópa
breyti um áherzlur, að Evrópa beini
sjónum að þeim hlutum sem skipta
mestu máli, eins og atvinna, sam-
keppnishæfni, umhverfíð, réttindi
neytenda, grundvallaratriði sem al-
menning varðar mest um,“ sagði
Tony Blair við komu sína til No-
ordwijk.
Þeim jákvæðu orðum sem hann
lét falla um evrópsku samrunaþró-
unina var vel tekið af öðrum leiðtog-
um á fundinum, en hann tók einnig
skýrt fram að það væri ekki á dag-
skrá að gefa neitt eftir af yfirráðum
Breta yfir landamærum eyríkisins.
Ný stjórn Verkamannaflokksins
undir forsæti Blairs hefur lýst yfir
breyttri stefnu gagnvart samstarfí
Bretlands innan Evrópusambands-
ins, sem á að vera uppbyggilegri en
sú stefna sem stjórn Ihaldsflokksins
fylgdi og mörgum samstarfslöndum
þótti spilla fyrir þróun sambandsins.
Á þetta mun sannarlega reyna þegar
að því kemur að semja endanlega
um endurbæturnar á stofnsáttmá-
lanum.
Reuter
Átök á síðasta
degi kosninga-
baráttu
Réttarhöldin vegna sprengju-
tilræðisins í Oklahoma
Komið að máls-
vörn McVeighs
Denver. Reuter
SAKSÓKNARI hefur nú lokið
málflutningi sínum við réttar-
höldin í Denver í Bandaríkjunum
vegna sprengingarinnar í alrík-
isbyggingunni í Oklahoma City
árið 1995. Eini sakbomingur
réttarhaldanna er Timothy
McVeigh, hægri öfgamaður sem
saksóknari segir hafa skipulagt
og framkvæmt tilræðið í hefnd-
arskyni gegn alríkislögreglunni.
Samkvæmt vitnisburði systur
McVeighs var hann æfur vegna
framgangs lögreglunnar, er 80
manns létust eftir umsátur um
sértrúarsöfnuð í Waco í Texas
árið 1993.
ásökun sína um alþjóðlegt sam-
særi heldur lagt áherslu á léleg
vinnubrögð rannsóknaraðila svo
og það að ákæruvaldinu hafi
mistekist að sanna að McVeigh
hafí verið í Oklahoma umrædd-
an dag. Þannig treystir t.d. kon-
an, sem afhenti bifreiðina, sér
ekki til að segja til um hvort
McVeigh sé umræddur Kling.
Óvissa um
sendiferðabílinn
Neitar
sakargiftum
McVeigh, sem er 29 ára og
fyrrum hermaður úr Persaflóa-
stríðinu, hefur neitað sakargift-
um en verði hann fundinn sekur
eru mestar líkur á að hann hljóti
dauðadóm.
Sprengjunni var komið fyrir
í sendibifreið sem lagt var í
Alfred P. Murrah alríkisbygg-
ingunni í Oklahoma 19. apríl
1995. Kenning ákæruvaldsins
er sú að tvéimur dögum fyrir
tilræðið hafí McVeigh, sem
nefndi sig Robert Kling, tekið
sendiferðabifreið á leigu ásamt
öðrum manni. Hann hafi síðan
skilið hana eftir hlaðna sprengi-
efni í byggingunni og þannig
orsakað sprenginguna sem varð
168 manns að bana.
Veijendur McVeighs hófu
málsvörn sína á fimmtudag.
Þeir hafa ekki endurtekið fyrri
Sendill, sem kom á hótelher-
bergið þar sem saksóknari segir
McVeigh hafa dvalið, segir að-
eins einn mann hafa verið í her-
berginu ogjþað hafi ekki verið
McVeigh. Önnur vitni segjast
hafa séð sendiferðabíl, eins og
þann sem McVeigh á að hafa
tekið á leigu, utan við hótelið
þremur dögum fyrir sprenging-
unna, þ.e. áður en McVeigh á
að hafa leigt bílinn.
Veijendur hafa einnig lagt
áherslu á vinstri fót, sem ekki
hafa verið borin kennsl á og
fannst í rústum byggingarinnar.
Leiða þeir rök að því að hann
hafí verið af óþekktum tilræðis-
manni.
Verjendur í vanda?
Sérfræðingar segja vörnina
ótrúverðuga. „Það er nú að
koma í ljós hversu sterkt mál
saksóknara er og það er ljóst
eftir fyrsta dag varnarinnar að
henni muni reynast mjög erfitt
að sannfæra kviðdóminn um
nokkurn hlut,“ sagði David
Japha réttarsérfræðingur.
UNGUR stuðningsmaður Samein-
aða Framfaraflokksins (PPP) í
Indónesíu veifar flokksfánanum
á hlaupum fram hjá brennandi
hjólbörðum í miðborg höfuðborg-
arinnar Djakarta í gær. Hópum
stuðningsmanna andstæðra
stjórnmálafylkinga lenti saman í
ofbeldisfullum óeirðum á síðasta
degi kosningabaráttunnar í land-
inu, en þingkosningar fara þar
fram hinn 29. þessa mánaðar.
Samkvæmt indónesískum kosn-
ingalögum lýkur kosningabar-
áttu fimm dögum fyrir kosningar
og er sá tími ætlaður til að „kæla
kjósendur niður“ áður en þeir
ganga að kjörborðinu.
f
b
L
§
»
I
r
f