Morgunblaðið - 24.05.1997, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Rússar og Hvít-Rússar gera banda-
lag um pólitísk réttindi og umbætur
Reuter
ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, og Borís
Jeltsín Rússlandsforseti skála eftir að hafa undirritað samning
um bandalag ríkjanna.
Ekki stefnt að
sambandsríki
Moskvu. Reuter.
Óblíður
Everest
Aldrei hafa jafnmargir reynt að komast á tind
Everest og í ár. Hluti hópsins er ekki vanur
fjallgöngum og treystir á leiðsögumenn, og
válynd veður hafa gert mönnum erfítt fyrir.
DJAJIC, t.h., og
verjandi hans.
Stríðs-
glæpa-
dómur í
Þýskalandi
ÞÝSKUR dómstóll dæmdi í
gær Bosníu-Serbann Novislav
Djajic, sekan um aðild að
íjöldamorðum á 14 múslimum
í Bosníustríðinu og var maður-
inn dæmdur í fímm ára fang-
elsi. Þetta eru fyrstu stríðs-
réttarhöldin í Þýskalandi frá
því í lok heimsstyijaldarinnar
síðari en þýsk dómsmálayfir-
völd voru fengin til að rétta í
málinu vegna álags á stríðs-
glæpadómstólinn í Haag.
Lögreglu-
menn drepnir
í Albaníu
FIMM albanskir lögreglumenn
létu lífið í byssubardaga við
hóp vopnaðra glæpamanna,
sem höfðu tekið lögreglustöð-
ina í bænum Cerrik herskildi.
Enn eru stórir hlutar Albaníu
á valdi vopnaðra sveita.
ESB sendir
mattil
N-Kóreu
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins lýsti því
yfir í gær að hún hygðist veita
Norður-Kóreumönnum mat-
vælaaðstoð að verðmæti 46,3
milljónir ECU, um 3,7 millj-
arða ísl. kr. M.a. er um að
ræða um 155.000 tonn af hrís-
gijónum en ESB sendi um
200.000 tonn í apríl sl.
Portillo vill
taka við af
Bildt
BRESK stjórnvöld upplýstu í
gær að fyrrverandi varnar-
málaráðherra landsins, Mich-
ael Portillo, sem féll út af þingi
í síðustu kosningum, sæktist
eftir því að verða eftirmaður
Carls Bildts, sem stýrir upp-
byggingarstarfi í Bosníu. Bildt
lætur af því starfi á næstu
mánuðum en heimildarmenn
Reuter innan utanríkisþjón-
ustunnar sögðu að möguleikar
Portillo á því að hreppa hnoss-
ið, væru takmarkaðir, margir
fleiri yrðu um hituna.
FleiriTyrkir
til Iraks
TYRKIR sendu í gær fleiri
hermenn yfír landamærin við
Norður-írak til að ráðast gegn
Kúrdum, sem stunda skæru-
hernað yfir^ landamærin til
Tyrklands. Áhlaup tyrknesks
herliðs í írak hefur staðið í tíu
daga og hillir ekki undir lok
þess.
FORSETAR Rússlands og Hvíta-
Rússlands undirrituðu í gær nýjan og
útvatnaðan samning um bandalag
ríkjanna þar sem þeir skuldbinda sig
til að standa vörð um pólitísk réttindi
þegnanna og efnahagsumbætur.
Samningurinn byggist á málamiðlun
og ljóst er að hann leiðir ekki til þess
að löndin sameinist í sambandsríki.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
og Alexander Lúkashenko, forseti
Hvíta-Rússlands, féllust í faðma eft-
ir að hafa undirritað samninginn við
hátíðlega athöfn í Kreml. „Þetta er
sérstakur dagur í lífí þjóðanna,"
sagði Jeltsín.
Forsetamir undirrituðu samning
um bandalag ríkjanna 2. apríl en
orðalag hans var loðið og mörgum
spumingum var ósvarað. Nýja samn-
ingnum er ætlað að fylla upp í götin
og ljóst er að hann markar ekki jafn-
mikil tímamót í sögu ríkjanna og
útlit var fyrir.
Breytir í reynd litlu
Jeltsín tók skýrt fram að ríkin tvö
myndu ekki lengur stefna að sam-
runa en sagði að samningnum væri
ætlað að efla „bræðralag, vináttu og
samvinnu Rússlands og Hvíta-Rúss-
lands“. Lúkashenko sagði að í reynd
myndi samningurinn litlu breyta.
„Með því að undirrita samninginn
erum við aðeins að skjalfesta það
samrunaferli sem er þegar hafíð,“
sagði hann.
Samkvæmt samningnum verður
komið á fót yfírþjóðlegum stofnunum
og ákvarðanir þeirra verða bindandi
fyrir bæði ríkin. Sérstakt ráð, undir
forystu forsetanna tveggja, á að
stjóma þessum stofnunum og
ákvarðanir þess verða háðar sam-
þykki leiðtoganna beggja. Þetta
ákvæði þykir draga mjög úr mikil-
vægi ráðsins.
Viðhorfskannanir benda til þess
að meirihluti Rússa og Hvít-Rússa
sé hlynntur nánu bandalagi ríkjanna
og Jeltsín hefur lagt mikla áherslu
á að auka tengsl þeirra í von um að
geta þannig hrist af sér ímynd sína
sem mannsins er leysti Sovétríkin
upp.
Þing ríkjanna eiga eftir að stað-
festa samninginn og hann hefur
mætt andstöðu úr ólíkum áttum.
Þjóðemissinnaðir andstæðingar Lúk-
ashenkos í Hvíta-Rússlandi eru and-
vígir bandalaginu og líta á það sem
tilraun af hálfu Rússa til að endur-
llfga heimsveldi sitt og svipta Hvít-
Rússa sjálfstæðinu sem þeir öðluðust
eftir hran Sovétríkjanna.
Frjálslyndir embættismenn í
Kreml leggjast hins vegar gegn
bandalaginu á þeirri forsendu að það
geti skaðað lýðræðið í Rússlandi og
ímynd landsins erlendis. Þeir komu
í veg fyrir að hugmyndin um sam-
bandsríki næði fram að ganga þar
sem þeir óttuðust að það gæti orðið
til þess að Lukashenko næði fótfestu
í stjómkerfinu f Moskvu, en hann
hefur verið sakaður um einræðistil-
burði og reynst tregur til að koma
á efnahagsumbótum.
„EVEREST hefur verið okkur óblíð-
ur síðustu tvö ár,“ segir Todd Burle-
son, einn leiðangursstjóranna, sem
bíða þess að komast upp á hæsta
fjall heims. Rúmlega 300 manns eru
I tjaldbúðum I hlíðum Everest, 170
manns sunnanmegin og 150 norðan-
megin, og stór hluti þeirra hyggur á
uppgöngu. Veður hafa verið válynd
og það var ekki fyrr en í vikulok sem
skriður komst á málið. Á fimmtudag
hafði aðeins tveimur hópum tekist
að komast upp, íslensku þremenning-
unum með breskum leiðangursstjóra
og hópi Indónesa, sem komst upp
við illan leik. í gær komust 22 menn
á tindinn en sjö fjallgöngumenn hafa
farist I fjallinu í ár og I grein í nýj-
asta hefti Newsweek era raktar
skuggahliðarnar á ásókn manna I
að komast á tindinn.
Sherpamir, sem fylgja fjallgöngu-
mönnunum á tindinn, hafa haft á
orði að gyðjan Chomolunga, sem tíb-
eskir búddistar trúa að búi í Everest,
sé reið. Það sem hafí vakið reiði henn-
ar hafi verið framkoma fjallgöngu-
manna nú og fyrir ári. í fyrra töldu
sherpamir það afar illan fýrirboða er
tveir fjallgöngumenn höfðu samfarir
í grannbúðum, nokkram dögum áður
en átta manns fórast á tindinum. í
ár báðu nokkrir vestrænir fjallamenn ,
sherpa um að matreiða svínakjöt, og
varð hann við beiðninni þótt hann !
teldi það vita á illt, og væri I fímm }
daga að „hreinsa" líkamann af hinu ;
óhreina kjöti. Skömmu síðar fórast
sjö manns er þeir reyndu að komast
upp á tindinn norðanmegin.
Aldrei fleiri í grunnbúðum
Hvorki andamir né veðrið hafa
verið fjallgöngumönnunum hliðholl,
þótt nú virðist vera að rofa til. Hins .
vegar hafa aldrei jafn margir hópar
hugað á uppgöngu og nú, þrátt fyrir {
harmleikinn fyrir ári, er átta manns, |
Frakkar ganga að kjörborðinu á sunnudag
Hunsa bann um að
birta kannanir
París. Reuter.
FJÖGUR frönsk dagblöð og útvarps-
stöð, sem virtu vettugi bann við birt-
ingu skoðanakannana viku fyrir
kosningarnar um helgina, eiga nú
yfír höfði sér stefnu frá opinberri
nefnd, sem hefur með höndum eftir-
lit með skoðanakönnunum.
Frakkar ganga að kjörborðinu á
sunnudag og hefur kosningabaráttan
að miklu leyti snúist um Evrópusam-
bandið og Efnahags- og myntbanda-
lag Evrópu. Hægrimenn hafa sagt
að kostimir séu tveir, að evróið verði
innleitt á réttum tíma eða ringulreið
verði í Evrópu.
Jacques Chirac forseti hefur þrá-
faldlega varað kjósendur við að veita
vinstrimönnum meirihluta á þingi og
gera þeim kleift að mynda ríkisstjóm,
sem hann mundi þá þurfa að starfa
með.
Skoðanakannanir, sem birtar vora
á miðvikudag, gætu dregið dilk á
eftir sér. Blaðið Liberation hefur birt
kannanir á alnetinu til að kanna hvort
armur laganna seilist inn á brautir
þess. Frakkar geta hins vegar ekkert
gert þótt erlendir íjölmiðlar birti nið-
urstöður kannana. Frakkar eiga
greiðan aðgang að erlendum fjölmiðl-
um á alnetinu og hefur verið bent á
að lögin um að ekki megi birta skoð-
anakannanir viku fyrir kosningar séu
því orðin úrelt.
Yfirmaður rússneska kjarnorkuheraflans skipaður varnarmálaráðherra
Þykir vel til þess fallinn að
framfylgja stefnu Jeltsíns
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, setti í gær ígor
Sergejev formlega í embætti varnarmálaráðherra
og fól honum það erfíða verkefni að breyta hem-
um, sem hefur verið I íjárþröng og þótt þungur
í vöfum, og byggja upp þunnskipaðri og sveigjan-
legri herafla, skipaðan atvinnumönnum. Sergejev
hefur verið yfírmaður kjarnorkuheraflans og þyk-
ir vel til þess fallinn að gegna embættinu og fram-
fylgja þessari stefnu forsetans.
Talsmaður forsetans sagði að Jeltsín hefði einn-
ig skipað Anatolí Kvashnín hershöfðingja sem
formann rússneska herráðsins og hann verður
því þriðji æðsti yfirmaður hersins, á eftir forsetan-
um og varnarmálaráðherranum.
Sergejev tekur við af ígor Rodíonov, sem Jelts-
ín vék úr embætti varnarmálaráðherra í fyrra-
dag. Forsetinn rak einnig Viktor Samsonov, for-
mann herráðsins, og sakaði þá báða um að hafa
verið dragbítar á umbótastefnu sinni.
Nýi ráðherrann hefur verið yfirmaður kjarn-
orkueldflaugaheraflans frá árinu 1992 og borið
ábyrgð á 756 langdrægum eldflaugum með 3.535
kjarnaodda. Hann hefur lýst kjarnorkuheraflanum
sem meginstoð rússneskra varna og sagt að hann
sé mjög hagkvæmur á tímum samdráttar og
sparnaðaraðgerða.
Sergejev er sagður náinn bandamaður Júrís
Batúríns, helsta ráðgjafa Jeltsíns I vamarmálum.
Batúrín sagði að Jeltsín hefði ekki ákveðið að
víkja Rodíonov fyrr en á fundi vamarmálaráðs
Rússlands í fyrradag. Forsetinn hefði reiðst þegar
í ljós kom að Rodíonov vissi ekki hversu margir
óbreyttir borgarar störfuðu fyrir herinn.
Jeltsín lofaði í kosningabaráttunni í fyrra að
afnema herskylduna ekki síðar en árið 2000 og
byggja upp nútímalegan her, sem yrði liðfærri og
skipaður atvinnuhermönnum. Illa hefur gengið að
framfylgja þessari stefnu vegna fjárhagserfiðleika
hersins og áhugaleysis.
„Helsta markmiðið er... að byggja upp skil-
virkt landvamakerfi, fyrst og fremst nýja gerð af
hreyfanlegum og vel þúnum her og flota,“ sagði
Jeltsín við Sergejev þegar hann var settur í emb-
ættið. „Rússneski heraflinn... verður að vera
samanþjappaður en reiðubúinn til hemaðarátaka
ef þörf krefur, í fullu samræmi við efnahagslega
möguleika ríkisins, og tryggja traustar landvarnir."
Ljóst er að verkefni ráðherrans verður erfítt
þar sem tekjur ríkisins era minni en vænst hafði
verið og stjórnin þarf að draga úr útgjöldunum
og framfylgja strangri aðhaldsstefnu í fjármálum.