Morgunblaðið - 24.05.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 21
Ned Gillette
HÆTTURNAR á Everest-fjalli eru margar eins og sést á þessari mynd, sem tekin er rétt við tind-
inn og sýnir fjallgöngumenn klifra eftir mjóum hrygg með snarbrattar hlíðar á báða bóga.
þar af nokkrir reyndustu fjallgöngu-
menn heims, fórust. í suðurhlíðum
Everest eru sjö hópar og norðan
megin tólf. Uppgangan norðanmegin
er talin hættulegri, en kostnaður við
að fara þá leið er minni.
Vegna þess hve veðrið hefur verið
slæmt í efstu hlíðum Everest, hefur
för fjallgöngumannanna upp seinkað
mjög, og séð var fram á örtröð við
tindinn, ef veðrinu slotaði. í gær
komust 22 á tindinn en flestir voru
þeir fjörutíu á einum degi árið 1993.
Lík nokkurra fjallgöngumanna,
sem fórust í fyrra og í ár, eru við
tindinn, og þurftu t.d. indónesísku
fjallgöngumennimir sem fyrstir
komust á tindinn í ár, að klífa fram-
hjá líki eins þeirra. Illmögulegt er
að koma þeim niður af tindinum,
vegna þess hve máttfamir fjall-
göngumennirnir eru í svo mikilli hæð.
Metfjöldi hyggur á uppgöngu og
ekki eru allir þeirra þrautþjálfaðir
fjallamenn. Bandaríkjamaðurinn Jon
Krakauer, sem skrifaði bókina „Into
Thin Air“, um atburðina á síðasta
ári, sagði að sér hefði hreinlega „orð-
ið illt“ þegar hann frétti af láti sjö
fjallgöngumannanna nú. Flestir
hefðu verið sammála um að ástæða
harmleiksins í fyrra hefði verið vont
veður, óvenjumikill fjöldi fjallgöngu-
manna og óvant fólk sem var í fylgd
atvinnuflallamanna. Menn hefðu
ekki látið sér þetta að kenningu
verða, síður en svo. „Í kjölfarið hellt-
ust fyrirspumir yfir leiðsögumenn:
„Jeminn, ég vissi ekki að maður
gæti fengið leiðsögn upp á Everest!
Hvenær kemst ég?“ spurði fólk,“
segir Krakauer. „En Everest fer ekki
í manngreinarálit, hann drepur hina
sterku rétt eins og hina veikbyggð-
ari og vanmáttugri." Fyrir að kom-
ast upp á Everest greiða hinir auð-
ugu og óvönu um 65.000 dali, um
4,6 milljónir ísl.kr.
Óvanir fari ekki á tindinn
Krakauer er þeirrar skoðunar að
ekki eigi að aðstoða óvant fólk til
að klífa hæsta fjall heims, því að það
geti kostað allt of mörg mannslíf. í
fyrra hafi t.d. vanir ijallamenn farist
vegna þess að þeir vom að reyna
að bjarga lífi viðskiptavina sinna.
Enginn gerir sig líklegan til að
stöðva ferðir fólks upp, þeir sem
greiða nepölskum stjómvöldum
10.000 dali, rúmar 700.000 kr., í
leyfi, geta farið upp. Todd Burleson,
einn leiðangursstjóranna, kvaðst fyrr
í vikunni óttast að tilraunir manna
til að komast á tindinn kynnu að
snúast upp í björgunaraðgerðir,
vegna þess hversu margir óvanir
væm á ferð. Þá væri ástæða til að
óttast örtröð efst uppi, þar sem menn
gætu ef til vill ekki komið sér saman
um í hvaða röð ætti að fara, eins
og gerst hefði í fyrra, við svokallað
Hillary-þrep, rétt fyrir neðan tindinn,
þar sem myndast hefði teppa.
Ljóst er að menn era mjög misjafn-
lega undirbúnir til að fara á tindinn,
ekki er langt síðan einn hópurinn
auglýsti á alnetinu eftir veðurfræð-
ingi til að lesa af veðurkortum úr
gervitunglum. Annar hefur stært sig
af því að ætla að koma 68 ára göml-
um manni á tindinn og sá þriðji,
hópur Japana, gafst upp eftir að for-
stjóri fyrirtækisins sem styrkti þá,
komst ekki upp Kumbu-ísfallið.
„Everest lagði
Ííf mitt í rúst“
Bók Krakauers um Everest er afar
umdeild, enda fer hann hörðum orð-
um um það hvemig staðið var að
atlögunum á fjallið og gagmýnir
m.a. leiðsögumennina harðlega.
Sjálfur var Krakauer í hlíðum Ever-
est í fyrra. „Fjölskyldum sumra leið-
sögumannanna sem fómst fannst ég
sparka í þá, ekki aðeins liggjandi,
heldur látna,“ segir Krakauer. Hann
segist hins vegar furðu lostinn yfir
því að hörð gagnrýni hans skuli ekki
hafa hrætt fólk frá því að ganga á
fjallið. „Ég ætla aldrei aftur þangað
upp,“ segir Krakauer, en hann hefur
einu sinni komist á tindinn. „Ég tel
að það hafi lagt líf mitt í rúst að
klífa Everest. Tilfinningalega, and-
lega ... ég er enn miður mín.“
Bandaríkjaher
Rekín vegna
ástarsam-
bands
Minot, Washington. Reuter.
The Daily Telegraph.
FYRSTA konan, sem flogið hefur
B-52 sprengjuflugvélum, hefur enn
ekki tekið ákvörðun um viðbrögð
sín við úrskurði
herdómstóls í
Bandaríkjunum,
sem vék henni úr
hemum en þó ekki
með vansæmd, í
stað þess að rétta
í máli hennar.
Konan, hin 26 ára
gamla Kelly Flinn,
var sökuð um að
eiga í ástarsambandi við kvæntan
mann, fyrir að ljúga um það við
yfirheyrslur og óhlýðnast skipun-
um. Mál Flinn hefur verið mikið
hitamál í Bandaríkjunum en mörg-
um þótti herinn taka of hart á henni
þar eð fjöldi karlkyns hermanna
hefði fengið að komast upp með
svipaðar sakir.
Flinn óskaði eftir því að fá að
segja sig úr hernum með sæmd,
en þá hefði hún átt kost á því að
fljúga fyrir bandaríska þjóðvarðliðið
og varalið hersins. Brottvikningin
kemur í veg fyrir það, nema Flinn
óski eftir niðurfellingu fyrir dómi.
Hefði verið dæmt í máli hennar
hefði hún átt yfir höfði sér fanga-
vist og brottrekstur með vansæmd,
sem hefði dregið enn frekar úr
vinnumöguleikum að afplánun lok-
inni. Flinn má fljúga þotum og flug-
vélum í farþegaflugi og hafa henni
þegar borist atvinnutilboð.
SUNNUDAGINN 25. MAI KL10-17.
ALLIR LANDSMENN VELKOMNIR
í STRAUMSVÍK
Svæðiö opnar kl. 10 með leik Lúðrasveitar
Hafnarfjarðar. Allan daginn eru skipulagðar
sýningarferöir um álverið. Möguleikhúsið
sýnir barnaleikþáttinn Áslákur í Álveri
nokkrum sinnum yfir daginn. Kl. 11 og 15
þreyta 7-13 ára krakkar ISAL-míluhlaupið
eftir endilöngum kerskála 3, skráning á
staðnum. Tónlistaratriði verða fjölmörg,
auk Lúðrasveitar Hafnarfjarðar syngur
Karlakórinn Stefnir, Léttsveit Kvennakórs
Reykjavíkur og Kammerkór Grensáskirkju.
Landsmenn eru hvattir til að nýta sér
þetta einstaka tækifæri til að koma og
skoða atvinnufyrirtæki á borð við álverið,
sem alla jafna er ekki opið almenningi.
ISAL
i
i