Morgunblaðið - 24.05.1997, Side 30

Morgunblaðið - 24.05.1997, Side 30
30 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvað er sjálfræði? ALÞINGI hefur sam- þykkt ný lögræðislög sem m.a. hækka sjálf- ræðisaldur frá 16 í 18 ár. Heyrst hefur að með því hafí ungmenni verið svipt öllum rétti til að ráða málum sínum til lykta. Eftirfarandi eru hugleiðingar um hvað felst í því að vera ósjálfráða. Foreldrar barns sem er ósjálfráða ráða per- sónulegum högum þess og kallast það að hafa forsjá barns. Forsjá barns er ekki nákvæm- lega skilgreind í lögum enda eru lög óheppileg- ur rammi um uppeldisaðferðir. Þó má telja ljóst að hér er ekki um fullkomin og óskoruð völd að ræða heldur öðlast börn smám saman ýmis réttindi sem hafa áhrif á per- sónulega hagi þeirra og stöðu. Börn ráða í sumum tilvikum er lögbundið að böm ráði málefnum sínum að meira eða minna leyti sjálf, t.d. ræð- ur ólögráða einstaklingur yfír sjálfs- aflafé sínu sem hann hefur þegar unnið fyrir, svo og gjafafé, skv. ættleiðingarlögum má ekki ættleiða bam sem orðið er 12 ára án sam- þykkis þess, skv. Iögum um manna- nöfn er breyting á kenninafni bams háð samþykki þess hafi það náð 12 ára aldri og í lögum um fóstureyð- ingar o.fl. segir að sé kona sem sækir um fóstureyðingu yngri en 16 ára eða svipt sjálfræði, skuli foreldr- ar eða lögráðamaður taka þátt í umsókn með henni nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Þá er það grundvallarregla í íslenskum barna- rétti að það sem bami er fyrir bestu skuli alltaf hafa forgang þegar tekn- ar eru ákvarðanir sem varða böm. Fjölmörg dæmi eru um að böm eigi rétt óháð foreldrum sínum og að taka eigi tillit til sjónarmiða barna við ákvarðanatöku um málefni þeirra. Þannig segir í barnalögum að foreldrum beri að gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum sem best hentar hag og þörfum bams og að hafa beri samráð við böm áður en persónulegum málefnum þeirra er ráðið til lykta. Bæði í barnalögum og lögum um vemd barna og ung- menna em ákvæði um skyldu yfír- valda til að leita eftir sjónarmiðum bama og rétt barna til að tjá sig við ákveðnar aðstæður. Þá er í samn- ingi Sameinuðu Þjóðanna um rétt- indi bamsins að fínna ýmis ákvæði sem tryggja rétt bama, s.s. ákvæði um að tryggja bami sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós, að tekið skuli réttmætt til- lit til skoðana bams í samræmi við aldur þess og þroska og að bami skuli veita tækifæri til að tjá sig við hveija þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem bamið varðar. Þar segir að barn eigi rétt til að láta skoðanir sínar í ljós, að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmynd- um að eigin vali. Skv. samningnum eiga böm rétt til þess að mynda félög og koma saman með friðsamlegum hætti og böm eiga rétt á vemd laga fyrir gerræðislegum eða ólögmætum af- skiptum af einkalífi þeirra. Samn- ingurinn endurspeglar einnig sívax- Böm, segir Hrefna Friðriksdóttir, eiga rétt, óháð foreldrum sínum. andi réttindi barna, en þar er fjallað um að virða rétt bams til fijálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar og jafnhliða fjallað um rétt og skyldur foreldra til að veita bami leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess. Börn sem foreldrar Þegar bam eða ungmenni eignast bam getur vaknað spurning hvort hún fari með forsjá barnsins eða hvort það sé sú tegund réttinda eða ábyrgðar sem ósjálfráða einstakling- ur getur aldrei borið. Ljóst er af lagaákvæðum bæði bamalaga og laga um vemd barna og ungmenna, að foreldrar fara með forsjá barna sinna ef þeirra nýtur við og þeir hafa ekki verið sviptir forsjánni. Hvergi er að fínna í lögum þessum nokkurn fyrirvara um sjálf- ræði foreldra þegar rætt er um rétt og skyldur foreldranna og bama þeirra. Þá er jafnframt ljóst að það að svipta einstakling sjálfræði og að svipta hann forsjá bams em mjög ólíkar aðgerðir, teknar af mismun- andi úrskurðaraðilum og við mis- munandi aðstæður. íslensk löggjöf um málefni bama byggir ennfremur á þeirri grundvallarreglu að barni sé fyrir bestu að alast upp hjá for- eldrum sínum. Að þessu gefnu þykir mega fullyrða að böm og ung- menni, sem og aðrir foreldrar, fari með forsjá bama sinna eftir þeim reglum sem fyrir er mælt í bamalög- um, nema þeir hafí verið sviptir for- sjánni skv. ákvæðum laga um vemd barna og ungmenna. Oft er nefnt að við sjálfræðisaldur öðlist einstaklingar rétt til þess að ráða dvalarstað sínum. Auðvelt er að rökstyðja að þessi réttur fylgi ekki óskorað hinu formlega sjálfræði heldur ráðist af fjölmörgum atriðum. Með vísan til þess sem að ofan var nefnt um réttindi bama má segja að böm ráði mjög miklu um dvalar- stað sinn, a.m.k. frá 12 ára aldri, hvort svo sem um er að ræða val milli þess að dvelja hjá öðru foreldri sínu en ekki hinu, val um hvem skuli umgangast og hvernig eða val um hvar skuli dveljast utan foreldra- húsa. Almennt grípa stjómvöld ekki til aðgerða gegn vilja barna sem náð hafa ákveðnum aldri eða þroska nema að bamið sé í hættu vegna eigin hegðunar eða annarra. Afmörkun á rétti lögráðamanna til afskipta af persónulegum högum ósjálfráða einstaklinga má einnig fínna í hinum nýju Iögræðislögum. Þar segir að lögráðamaður sjálfræð- issvipts manns hafi einungis heimild- ir til að taka nauðsynlegar ákvarðan- ir um þá persónuhagi hins sjálfræð- issvipta sem hann er ófær um að taka sjálfur og takmarkaður er rétt- ur lögráðamanns til að ákveða vistun hins sjálfræðissvipta á stofnun gegn vilja hans. Þrátt fyrir að heimildir foreldra séu væntanlega eitthvað rýmri þá má væntanlega draga þá ályktun að hér er aldrei um óskomð völd að ræða. Niðurlag Börn og ungmenni hafa umtals- verð mannréttindi sem þau eiga rétt til að beita án samþykkis foreldra sinna og jafnvel án afskipta þeirra enda er það grundvallaratriði í góðu uppeldi að foreldrar beri virðingu fyrir börnum sínum. Sjálfræðisald- urinn hefur ekki og mun ekki hafa úrslitaáhrif á það hver þessi réttindi eru og því er mikil einföldun að halda því fram að hækkun sjálfræð- isaldurs hafí í för með sér að böm séu svipt völdum sem þau ella hefðu eignast yfír nótt. Hækkun sjálfræð- isaldursins mun hafa áhrif á það með hvaða hætti böm beita rétti sínum og fyrst og fremst tryggja bömum vemd þegar ljóst er að þau þurfa á því að halda. Höfundur er lögfræðingur Barnavemdarstofu. Hrefna Friðriksdóttir Hagnast um hálfa milljón við skilnað BREYTING sem stjórnvöld gera á lífeyrisgreiðslum almanna- trygginga nú þegar ákveðið var að hækka greiðslurnar vegna launahækkana á almennum mark- aði, mismunar ein- staklingum sem búa einir og hjónum eða sambýlisfólki enn meir en áður. Ráðgert er að bætur hækki, 1997 til 1999. Um leið em lögð niður ákveðin hlunnindi sem þeir verst settu höfðu. Það er niðurfelling á fastagjaldi af síma og niðurfelling á afnota- gjaldi Ríkisútvarpsins. Þetta á við alla sem hefja töku lífeyris nú og síðar. Allir lífeyrisþegar verða nú að greiða þessi gjöld, sama hversu háar tekjur þeir em með, en þeir fá 20% afslátt af afnota- gjaldinu af Ríkisútvarpinu. Há- launalífeyrisþeginn sem þurfti að greiða þessi gjöld að fullu fær nú 20% afslátt á afnotagjaldi RÚV, en umönnunarsjúklingurinn sem fékk þau niðurfelld þarf nú að greiða. Ef hann er í sambúð með öðmm eða í hjónabandi fær hann þau útgjöld ekki bætt. Aðeins einbúum bætt hlunnindaskerðingin Til þess að bæta lífeyrisþegum upp þá kjaraskerðingu sem þeir verða fyrir nú þegar þeir þurfa að fara að greiða fyrir símann og afnotagjald RÚV er bótaflokkur hækkaður sem einungis þeir sem búa einir fá, þ.e. heimilisuppbótin. í dag er það ekkert síður hjóna- fólk sem nýtur þeirra hlunninda að fá niðurfellingu á þessum gjöld- um. Hjónin og þeir sem ekki búa einir fá það í engu bætt að nú era hlunnindin úr sögunni. Bilið milli kjara einstaklings, sem býr einn og þess sem er í sambúð eða hjóna- bandi eykst því til muna. Sama gildir um lífeyrisþega sem býr með bami sínu eða foreldmm. Dæmi: í lok ársins 1996 var greiðslan til einbúans 52.095 krón- ur á mánuði, en þess í hjónabandi 36.640. Það þýðir að einbúinn fær 185.460 krónum hærri greiðslur á ári en lífeyrisþeginn, sem býr með öðram. Nú eftir ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar mun þetta bil aukast vemlega og þegar allar hækkanir hafa orðið árið 1999 fær einbúinn 63.460 krónur á mánuði en sá í sambúðinni eða hjónabandinu 41.898 krónur. Einbú- inn fær nú 258.744 krónum hærra en ann- að hjónanna á ári. Bilið milli einbúa og hjóna eykst verulega Fjárhagslegur hagnaður ellilífeyris- þega af hjónaskilnaði er eftir þessa eðlis- breytingu á lífeyris- trygginunum yfir hálf milljón króna eða 517.488 krónur á ári. Áður en breyting rík- isstjórnarinnar var gerð hefðu hjónin hagnast um 370.920 krónur við skilnaðinn. Öldmð hjón munu hagnast um á sjötta hundrað þúsund á ári við Hér er enn einu sinni verið að veitast að fjöl- skyldunni sem stofnun, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, og auki mis- munun lífeyrisþega eftir sambýlisformi. að skilja þegar þessar hækkanir og breytingar em orðnar að vem- leika. Þær munu einnig hafa í för með sér að einhleypir elli- eða ör- orkulífeyrisþegar stofni síður fjöl- skyldu. Árstekjur lífeyrisþega minnka um hundmð þúsunda við það. Tilraun stjórnvalda til að minnka jaðarskatta kemur niður sem aukin misskipting. Hér er enn einu sinni verið að veitast að fjölskyldunni sem stofn- un og verið að auka mismunun fólks eftir sambýlisformi. Þetta era gjörsamlega óþolandi vinnubrögð, sem ýta undir að þeir sem verst eru settir grípi til þess örþrifaráðs af fjárhagsástæðum sem skilnaður er. Höfundur er alþingismaður. ÁstaR. Jóhannesdóttir Jarðgöng á Austurlandi FYRIR nokkram dögum heyrði ég úr endurtekinni dagskrá síðdeg- isútvarps Rásar 2, þar sem verið var að fjalla um hvar næstu jarðgöng á íslandi ættu að koma. Nokkrir sveit- arstjómarmenn vítt og breitt um landið vom spurðir hvar þeir teldu að ætti að bora næst. Siglfírðingar, Vopnfirðingar, Norðfírðingar, Seyð- fírðingar, Fáskrúðsfírðingar, Mýr- dælingar o.fl. töldu að sjálfsögðu að það ætti að bora næst á þeirra heimaslóðum og leiddu fullgild rök að því. Við Austfírðingar teljum að sjálfsögðu eðlilegt að næstu jarð- göng verði bomð á Austurlandi. Logi Kristjánsson, þáverandi bæj- arstjóri í Neskaupstað, og Jónas Hallgrímsson, þáverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, byijuðu að láta þessi mál til sín taka upp úr 1980. Það tengdist meðal annars umræðum um samgöngumál á landsvísu, þar var sett í forgangsröð lagfæring hættu- legustu vega landsins, þ.e. Ólafs- víkurennis, Óshlíðar og Ólafsfjarðar- múla, en síðan var rætt um að ijúfa vetrareinangrun byggða. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað á Aust- urlandi og telur Stein- unn Lilja Aðalsteins- dóttir það veigamestu röksemdina fyrir því að næst eigi að bora þar. í sameiginlegri för Vestfirðinga, Austfírðinga o.fl. til Færeyja 1986 vom menn sammála um að með bættum samgöngum væri hægt að hafa áhrif á byggðaþróun í landinu og var talið brýnna að byija að bora fyrir vestan en austan miðað við þróun mála á þeim tíma. Þama voru lögð drög að munnlegu samkomulagi á milli aðila og voru þingmenn sér meðvitandi um það. Flestir þessir þingmenn em enn á þingi en það em jú þingmenn sem deila út fram- kvæmdafé til vega- mála. Jarðganganefnd sem skipuð var 1988 var ætlað horfa til þess hvemig ijúfa mætti vetrareinangmn Nes- kaupstaðar, Seyðis- fjarðar og Vopnafjarð- ar. Nefndin skilaði af sér 1993. í hennar til- lögum em drög að lang- tímaáætlun og gert ráð fyrir að verkbyrjun verði árið 1998. Nú er árið 1997 og engin lang- tímaáætlun í jarðganga- gerð hefur litið dagsins Ijós. Nefndin lagði til að gerð jarðgangna til samgöngubóta á Austurlandi yrði skipt í þijá áfanga. Svokölluð T-göng milli Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar um Mjóaflörð til Héraðs, í öðmm áfanga göng milli Vopnafjarðar og Héraðs, milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar og í þriðja áfanga milli Fáskrúðsijarðar og Stöðvaríjarðar, og milli Stöðvarfjarðar og Breiðdal- svíkur. Nefndin tekur einnig undir þær hugmyndir sem em komnar fram á þeim tíma hjá m.a Byggðastofnun, að átak í samgöngumálum sé ein af þeim opinbem aðgerðum, sem líkleg- astar em til að hafa áhrif á búsetu í landinu. Nauðsynlegt sé, að sam- göngubætumar tengi saman byggðarlög með þeim hætti að úr verði allfjölmenn atvinnu- og þjónustusvæði. Á nýaf- staðinni ráðstefnu á Akureyri um þróun byggðar á íslandi kom mjög greinilega fram hjá flestum sem þar vom með framsögu nauðsyn þess að sam- eina sveitarfélög stór og smá, mynda sterka mið- kjama og stækka at- vinnusvæði, en það má segja að góðar sam- göngur séu undirstaðan i því að það geti gerst. Það virðist vera stefna stjórnvalda að klifa á því að Austfirðingar geti aldrei komið sér saman um það hvar eigi að bora, þess vegna verði þeir ekkert næstir í röðinni. Það er sjálfsagt rétt að það er ekki einhugur í mönnum á Austurlandi um hvar þörfín er brýn- ust fyrir jarðgöng í dag en flestir geta þó verið sammála um að brýn- ast er að leysa vetrareinangrun þeirra þriggja staða sem áður vom nefndir (Neskaupstaður, Seyðis- fjörður og Vopnafjörður.) Eitt er það atriðið sem er einhver veigamesta röksemdin hvers vegna það eigi að bora næst á Austur- landi. Hér hefur verið mikil upp- sveifla í uppsjávarfiskveiðum og mun verða svo á næstu ámm. Gríð- arleg uppbygging hefur átt sér stað í sjávarplássum á Austurlandi og hafa útgerðarfélög m.a. af Norður- landi verið að koma sér fyrir hér fyrir austan. Það er því varla erfitt að reikna arðsemi af þeim göngum sem sett yrðu hér fyrir austan miðað við öll þau verðmæti sem hér verða til. Haustið 1994 samþykkja sveitar- stjómarmenn á Austurlandi að fela þingmönnum kjördæmisins að taka þá ákvörðun fyrir þeirra hönd. For- maður samgöngunefndar SSA, Jón- as Hallgrímsson, hefur ítrekað kom- ið þessu á framfæri við fjölmiðla, en samt klifa menn endalaust á því að það sé ekki samhugur á Austur- landi um hvar eigi að bora. Sam- þykkt þessa fundar er ennþá í fullu gildi. Nú þegar líður að þinglokum er ekki seinna vænna fyrir þingmenn Austurlands að hrista af sér slenið og taka þessa ákvörðun svo sam- göngumálaráðherra geti ekki sagt einn ganginn enn að Austfirðingar geti ekki komið sér saman um hvar eigi að bora. Höfundur er bæjarfulltrúi í Neskaupstað ogí framkvæmdaráði Sambands austfirskra sveitarfélaga (SSA). Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.