Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 31

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 31 AÐSENDAR GREINAR Vitlausir gagnrýnendur ÉG VERÐ að gera nokkrar athug- asaemdir við gagnrýni sem birst hefur um Tunglskinseyjuna, óperu mína og Sigurðar Pálssonar, sem fram kom í fjölmiðlum 22. maí sl. Ragnar Bjömsson skrifar mjög lofsamlegan dóm í Morgunblaðið, en misskilur samt veiga- mikil atriði. Hann segir m.a.: „... Það sem olli mér helst vonbrigðum var texti óperunnar. Efni textans er í sjáifu sér ekki afar merkilegt, þótt fallega ortir hlutir séu fyrir hendi. En miki- ar endurtekningar á stundum óskáldlegum hendingum geta virkað dálítið væmnar og gera allavega tónskáldinu erfitt fyrir...“ Endur- tekningar em allar mín- ar, og menntaður mað- ur sem Ragnar ætti að vita að það em tón- skáldin sem endurtaka orð og hendingar, taka sér það skáldaleyfi eins og ég gerði í þetta sinn, raunar með fullu samþykki Sig- urðar. Ég er Ragnari aígjörlega ósammála um að texti Sigurðar sé óskáldlegur eða væminn. Þvert á móti er hann bæði fagur og gagnorð- ur, fellur vel að söng. Efni óperunnar er að mínu mati merkilegt, einföld og falleg saga er sögð með nýjum og gömlum miðlum ópemleikhússins. Sigfríður Bjömsdóttir skrifar dellu- greiníDV. Þarsegirm.a.: „... Texta- höfundurinn, Sigurður Pálsson, fæst við hina hefðbundnu örlagasögu elsk- enda en sögusviðið er við upphaf landnáms á Islandi. Þessi staðsetning atburðanna í tíma reynist þó vera einhvers konar tímaskekkja, því meg- inviðfangsefni verksins er einmitt lausn frá tíma okkar inn í „tímann á bak við tímann “ svo vitiiað sé í lí- brettóið... Hlutverk sögumannsins er umdeilanlegt. Hann stríðir í texta sínum við að koma mælitækjum tímans við í framvindunni: Þetta var í árdaga..." „í þá daga“, „liðu svo árin“, „og sumarið leið og haustið“, svo einhver dæmi séu nefnd. Þessir töluðu annálar vinna eins og áður var ýjað að gegn eðli verksins sem felst eftir því sem tónskáldið segir í innhverfri ígrundan við sálarkviku persónanna. Ferðalög sögumannsins um sviðið eru auk þessa ósannfær- andi og óþægilegt brot á hinum ýkta stíl uppsetningarinnar..." Allt er þetta rangt. Það er engin tímaskekkja í textanum og engir talaðir annálar. Sigríður er ólæs á ljóð og líbrettó. Tíminn á bak við tímann er augljós metafóra um end- urminninguna, dauðann og eilífðina. I verkinu er sögð ævi persónanna, og þannig líður tíminn. Sigfríður þyrfti að skólast árum saman í bók- menntum. Svo er stíll uppsetningar- innar ekkert ýktur. Þvert á móti. Allar staðsetningar sögumanns er réttar og yfirvegaðar. Hún segir ennfremur:.....Þó var eins og tónlistin vildi gleymast í þessum mót- og líkingjaleikjum, jafnvel líka í löngum millispilum. Röð hljóða verður ekki tónlist nema þau tengist á einhvern hátt, myndi heild. Að framvinda eigi sér stað og form heyrist. ..“ Þetta er bull, merkingarlausir orðaleppar, að hætti hálfmenntaðra manna. Auðvitað tengjast hljóðin, þau mynda heild, framvinda á sér stað og form heyr- ast. En allt gerist þetta á annan hátt en Sigfríður er vön. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hún gagn- rýnir flest nýtt með andúð. Hið gamla, þekkta, útjaskaða hefur hún oftast meðtekið gagnrýnislaust. Sig- fríður er þröngsýn, og þess vegna vondur gagnrýnandi. Hún lýkur grein sinni svona: „... Eftir hina hægferðugu nánd við sálarkviku ólánsfólks Tunglskinseyj- unnar stigu menn léttfættir út í sitt eigið daglega líf. Líf sem nú í nýju Ijósi virðist þrátt fyrir allt bæði spennandi og skemmtilegt. Tíminn bak við tímann verður að bíða enn um sinn!..." Sigfríður virðist skopast að óperu minni. Það snertir mig ekki. Tungl- skinseyjan fjallar ekki um ólánsfólk. Þvert á móti. Þegar ég var ungur skrifaði einhver kona í Tímann um tónverka- flutning eftir mig. Sagði að hún hefði verið glöð að komast að því að Esjan væri enn á sínum stað eftir þau ósköp. Og svipað virðist Sigfríði vera innanbijósts nú. Afturhaldið er enn á sín- um stað og ekki er and- ríkinu fyrir að fara. Ævar Kjartansson, þulur, fjallaði um óper- una sama dag á Rás 1 í Víðsjá Ríkisútvarps- ins. Hann las upp það neikvæðasta úr skrifum Ragnars og Sigfríðar, tók þó fram að eitthvað jákvætt hefði fylgt með líka og er það allt í lagi. En hann sagði verkið vera Efni óperunnar er að mínu mati merkilegt, segir Atli Heimir Sveinsson, einföld og falleg saga er sögð með nýjum og gömlum miðl- um óperuleikhússins. langdregið og drungalegt, fimbulf- ambar að ég geti kannski sett sam- an lítil lög, en það sé annað en 120 mínútna ópera. Hann eiginlega var- aði þjóðina við þessu verki. Sleggju- dómar Ævars snerta mig ekki. En mér finnst það lítilsvirðing við þjóð- ina, listamenn alla, þegar RÚV læt- ur ekki hæfa menn fjalla um flóknar og fagmannlegar óperusýningar. Þess í stað er þjóðinni ætlað að hlýða á ruglaða meinfýsni atvinnufúskara. Nýlega las ég í Morgunblaðinu að söngkonan okkar góða Rannveig Fríða Bragadóttir hefði full „aftur- stæðan framburð“ að mati Ríkarðs Arnar Pálssonar tónlistargagnrýn- anda. Rannveig leggur þetta vænt- anlega á minnið og reynir að fara eftir ábendingum Rikka þegar hún syngur í Frankfurtaróperunni næst. í gamla daga sagði einn gagnrýn- andi að „endatónar" Guðrúnar Á. Símonar væru ekki nógu góðir. Svona er margt bullað, kannski meinlaust, stundum skondið, en oft- ast fremur hvimleitt. Á þessu stigi er tónlistargagnrýni hér. Ríkarður veit ekkert hvað orða- leppar hans merkja. Sama er að segja um Ævar og Sigfríði. En þjóð- in tekur ekkert mark á þessum gagn- rýnendum. Hún lætur ekki illa ritfær merkikerti plata sig. Höfundur er tónskáld. Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónustajyrir brúðkaupið SILFURBÚÐIN '-X-/ Kringlunni 8-12-Sími 568 9066 - Þar fceröu gjöfina - Atli Heimir Sveinsson Practical 3ja dyra Hatcback. verð kr. 1.249.ooo Kynntu þér einnig hinar 3 gerðirnar í MAZDA 323 fjölskyldunni! ítarlegar upplýsingar um MA2DA eru á heimasíðu okkar: www.raesir.is Umboðsmenn: Akranes: Bílás sf. * ísafjörður: Bílatangi ehf. * Akureyri: BSA hf RXE^SIR MF Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bflasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs skúlagötu 59, s(mi 561 9550 I dqh opnum vtð mjög ovenjulegt fyrirt -----J—------------- Aögangur að tölvum og fylgibúnaöi - aðeins 40 TÖLVUSTÚDÍÓ Úrval hugbúnaðar á hverri nettengdri tölvu. 0 TOLVUSKOLI I INTERNETÞJONUSTA VEITINGAR Aðgangur að tölvum og fylgibúnaði - aðeins 400 krónur tíminn Úrvai hugbúnaðar á hverri nettengdri töivu. Office 97, Internetið, tölvuleikir, Hæstaréttardómarnir teikniforrit, tónlistarforrit og ótal margt fleira... Tölvuprentarar, skannar - texti, Ijósmyndir, teikningar. CD ritarar - búðu til eigin geisladiska með gögnum og tónlist, og auðvitað Ijósritun - A4 og A3. Tveggja tima námskeið - aðeins 1400 krónur Yfir 30 námskeið í boði i hverri viku Xnet grunnnámskeið, Windows, Word, Excel, Internetið, ircið, E-mail og ótal margt fleira... Ótakmarkaður aðgangur að Internetinu um 128k link Netfang með E-mail hólfi - aðeins 500 kr. á mánuði Heimasíðuvistun - 2mb fyrir einstaklinga aðeins 500 kr. á mánuði Intemetsími - hringdu hvert sem er í heiminum alveg hræódýrt Ircið, Netscape, Reai Player, 0Z virtual o.fl. o.fl. o.fl. Kaffi, Pepsi og léttar veitingar Gluggaðu i tölvublöðin, Internetblöðin, tónlistarblöðin o.fl. ±. UTVARPSSTOÐ SJONVARPSSTOÐ Beint útvarp allan daginn - vertu með eigin útvarpsþátt. Beint sjónvarp allan daginn - vertu með eigin sjónvarpsþátt. NETLEIKIR MIDI HLJOÐSTUDIO og keppnismót í hverri viku í frábærri þrívídd - Red Alert, Diablo, Quake, Duke Nukem 3D, NFR o.fl. o.fl. Auglýsingagerð, leiga á stúdíói, tónlist fyrir kvikmyndir, útvarpsþættir og önnur hljóðvinnsla. Námskeiðahald: Kennsla á notkun MIDI tóla og tækja. Útleiga skrifstofu og tundarherbergis í klukkutíma, dag, viku.... Vönduð húsgögn, tæknibúnaður, ritaraþjónusta ef óskað er Video conferencing um allan heim Netfang, póstfang, símsvörun - þú þarft ekki aðra skrifstofu... Kíktu við - sjón er sögu ríkari! Opið allo daga fró kl. 10-01 Nóatúni 17 - sími 562 9030 - netfang www.xnet.is ISKRIFST0FUÞJ0NUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.