Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 36
36 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Það er aldrei of
snemmt að læra
MARGIR þekkja
kenningar Bowlbys
varðandi tengsl móður
og barns um að ungt
barn beri skaða af því
að fara frá móður. Inn-
an þroskasálfræði í dag
er ekki aðeins einblínt
á samband móður og
* barns, heldur einnig
samband þess við föð-
ur, systkini og vini.
Barbara Tizard félags-
sálfræðingur telur að
allt frá fæðingu tengist
bamið umfangsmiklu
félagslegu neti, þar
sem samband móður og
barns er aðeins hluti
af netinu. Tizard gagnrýnir kenn-
ingu Bowlbys en telur jafnfram að
það hafi verið rétt og mikilvægt hjá
honum að einblína á tengslin, en það
sem hann hafi gert rangt sé að draga
aðeins fram tengsl móður og barns
sem þau mikilvægustu.
Rudolf Schaffer hefur unnið að
mörgum rannsóknum um ung börn.
Hann telur að þroski barna sé svo
samþjappaður af mörgum áhrifa-
þáttum að jafnvel þurfi að athuga
hvort sálfræðin hafi lagt of mikla
áherslu á mikilvægi foreldra fyrir
þroska barns. Öll reynsla sem ungt
barn öðlast flytur barnið með sér inn
í næstu reynslu sem hefur síðan
áhrif á það hvernig sú reynsla verð-
ur. Þetta er óendanlegt mynstur.
Það er óumdeilanlegt að foreldrar
eru aðaluppalendur barna sinna og
bera meginábyrgð á uppeldi þeirra.
Engin uppeldis- og menntastofnun
kemur þar í stað. Heimili og skóli
bæta hvort annað upp, hvorugt kem-
ur í stað hins. Leikskó-
lauppeldi er og á að
vera viðbót við foreldra-
uppeldi.
Bengt Erik Anders-
son hefur unnið lang-
tímarannsókn á því
hvernig börnum sem
höfðu verið í leikskóla
gekk síðan í grunn-
skóla. Börnunum var
fylgt eftir til 13 ára ald-
urs. Niðurstöður rann-
sóknarinnar sýna að því
yngri sem börnin byrj-
uðu í góðum leikskóla
þeim mun betur gekk
þeim í grunnskóla.
Börn sem byijuðu eins
árs í leikskóla komu best út bæði í
félags- og þekkingarlegri færni.
Því yngri sem börn byrja
í leikskóla, segir Guðrún
Alda Harðardóttir,
þeim mun betur gengur
þeim í gi-unnskóla.
Anne Stonehouse hefur gert sér
í hugarlund hvernig gott starf í leik-
skóla yngri barna liti út, útfrá sjón-
arhóli 0-3 ára barns:
Óskalisti 0-3ja ára barns um leik-
skólann sinn. Svona vil ég hafa hann!
* Akveðnir einstaklingar eru alltaf
hér, þó að þeir séu ekki alltaf til
staðar, en annað fólk kemur og fer.
* Fólk þekkir mig og sérkenni mín.
Það sem mér líkar og mislíkar er
virt eða viðurkennt. Komið er fram
Guðrún Alda
Harðardóttir.
við mig sem sérstakan, viðurkennd-
an og fullgildan einstakling.
* Ég hef eitthvað í leikskólanum
sem ég á ein/n.
* Stundum get ég verið út af fyrir
mig, stundum með öðrum.
* Stundum gerum við hluti saman,
en við erum oft að vinna að eigin
smá verkefnum.
* Síðan ég fór að þekkja mig vel
hér, þá er ég örugg/ur og líður vel
gagnvart fólki.
* Hér eru notalegar en fastákveðnar
venjur sem eru sveigjanlegar. Það
verða ákveðnar breytingar í herberg-
inu, hlutum og venjum, en reynslan
veitir mér öryggi og traust.
* Umhverfið er fjölbreytt og það
hvetur mig til að eiga frumkvæði
að því að gera eitthvað. Hér eru
margir fínir hlutir sem má bera hing-
að og þangað og góðir staðir til að
skríða inní og fela sig. Það er nóg
pláss til þess að ég fái möguleika á
að prófa hreyfingar sem ég var að
læra. Hér hef ég nógan tíma til þess
að gera það sem mig langar. Af
ákveðinni ástæðu er ég stundum
látin/n velja á milli alls þess sem
umhverfið býður upp á með fullorð-
inn mér við hlið sem faðmar, kemur
með tillögur og hefur áhuga. Ég er
ekki trufluð/aður af óþarfa vegna
einhvers sem þeim fullorðnu hefur
dottið í hug.
* I leikskólanum eru margir mis-
munandi staðir þar sem ég get verið.
* Stundum erum við inni, stundum
úti.
* í leikskólanum má maður fara
með dót og hluti milli herbergja.
* Við gerum mismunandi hluti
vegna þess að það er gaman eða
vegna þess að það verður að gera
þá. Við lærum og gerum hluti sem
hafa tilgang. Fólk talar ekki við mig
til þess örva málþroska minn heldur
vegna þess að það hefur eitthvað
að segja mér.
* Fullorðnir eru hér vegna þess að
þeir vilja það!
Höfundur er Ieikskólakennari.
Hjólaðu veginn staðreynd, segir
til bættrar heilsu " héilsuræktin er í
ÞÚ ERT rétt búin(n)
að koma þér í þægilega
stöðu á hjólinu þegar
leiðbeinandinn kallar
„upp brekkuna" svo þú
rykkir upp stillingunni á
stýrinu og „vegurinn"
fer úr flatlendi í bratta
brekku. „Ennþá bratt-
ara“ veinar leiðbeinand-
inn mínútu síðar og yfir-
gnæfir taktfast vin-
sældarlistalag Tracy
Chapman. Þú stillir
þynginguna í botn og
þér finnst þú vera að
hjóla upp Kambana. Á
þessari stundu er þrennt
sem kemur í veg fyrir að þú gefst upp:
1. Fimmtán jafn sveittir og þreyttir
hjólagarpar deila með þér þjáningun-
um.
2. Þér finnst þú finna þessa fjóra
auka sentimetra af fitu á hvoru læri
brenna af og
3. það eru aðeins 19 mínútur og 13
- nei 12 sekúndur þar til þessi tími
er miskunnarlega á enda.
Verða hóptímar á þrekhjólum bóla
eins og diskótímabilið eða munu vin-
sældir þeirra endast eins og vinsæld-
ir hjólreiða almennt? Manstu, það
er ekki svo langt síðan að hjól voru
með bananasætum og
spilum í teinunum og
ef sást til manneskju
eldri en 20 ára á hjóli
var það annaðhvort
keppnisharðjaxl eða
einhver skrýtinn út-
lendingur.
Hjólatímarnir eru
orðnir óhemju vinsælir
í Bandaríkjunum og
víða í Evrópu og vin-
sældimar aukast sífellt.
Dæmi eru um að banda-
rískar heilsuklúbbakeðj-
ur séu að kaupa allt að
þúsund hjól hver. ís-
lendingar eru að venju
fljótir að taka við sér og hjólatímar
eru nú í boði á nokkrum líkamræktar-
stöðvum og njóta mikilla vinsælda.
Það geta næstum allir verið með,
þú þarft ekki einu sinni að kunna
að hjóla! Það er með ólíkindum hve
fljótt líkaminn bregst við, og hve
fljótt fólk finnur aukningu í þoli,
styrk og fitutapi. Fyrir þá sem eru
með „tvo vinstri fætur“ og hafa átt
erfitt með að fylgja sporum eftir í
þolfimitímum eru hjólatímarnir kær-
komnir. Hjólatimar eru líka vænir
fyrir liðamótin. Sumir fá í hnén af
skokki og hlaupum og eru þá hjóla-
stöðugri sókn.
tímarnir ákjósanlegur kostur því þar
fæst þolþjálfun með svo til engu
álagi á liðamót. Önnur ástæða fyrir
hinum miklu vinsældum er að
tímarnir eru aðeins 40-45 mínútur
að lengd. í hinu hraða nútímaþjóðfé-
lagi er kostur að geta fengið árang-
ursríka þjálfun á aðeins 45 mínútum.
Konur fá fínan rass og karlar
losna við danssporin
í hjólatímum ert þú með þitt hjól
og ræður þinni mótstöðu. Það getur
verið byrjandi öðrum megin við þig
og íþróttakempa hinum megin og
það er bara hið besta mál. Fólk á
öllum getustigum getur haft gagn
af hjólatímum. Konur eru ánægðar
með hvað hjólatímarnir gera fyrir
lærin og rassinn og þeim líkar vel
að æfa í vingjarnlegu samkeppnis-
lausu umhverfi þar sem þær ráða
sjálfar hraðanum. Karlmenn eru
óðum að átta sig á kostum hjólatím-
anna. Þeir eru hæstánægðir með að
þurfa ekki að láta reyna á fótafim-
ina en geta samt notið þess að æfa
í hvetjandi hópstemmningu við
skemmtilega og drífandi tónlist.
Munu hjólatímarnir verða eins
vinsælir og hjólreiðar almennt? Hver
veit? Þessa stundina vitum við að
þeir sem stunda hjólatímana eru
ánægðir, þeir ná árangri - án um-
ferðar, púströramengunar og mót-
vinds.
En það sem er e.t.v. ánægjulegast
er sú staðreynd að heilsuræktargeir-
inn er í stöðugri sókn, því nýjungar
halda sífellt áfram að skjóta upp
kollinum sem eru þess valdandi að
sífellt fleiri finna löngun hjá sér til
að fara að stunda reglulega þjálfun.
Höfundur er ACE-ráðgjafi í
þyngdarstjórnun.
V
%/fáÁrtftarm en if)
14k gullmen með ekta perlu,
skemmtileg útskrifrargjöf.
Fallegur skartgripur sem alltaf
er hægt ao nota.
Verð með duble festi aðeins
kr. 5*700,-
^ull Laugavegi 49
I. Símar 551 7742
in og 561 7740.
Ágústa Johnson
Að auðga til-
veruna - eður ei
NÚ heyrum við oft, að góð mennt-
un sé besta fjárfestingin. En ekki
aðeins það. Hún stuðlar mjög að því
að auðga líf hvers manns sem henn-
ar nýtur. Og mér er nær að halda
að sá þáttur sé sá sem mestu máli
skiptir. Sá sem mennt-
ast hefur, segjum í
tungumálum, hefur þar
með hlotið aðgang að
ýmsum þeim mennta-
og lífsins lindum sem
auðga tilveruna það
stutta skeið sem við
erum hér ofan moldar.
Það er vitanlega
ómetanlegt. Nú eiga
fleiri kost á menntun
en nokkru sinni. Þar af
leiðir að fleiri lifa ríku
lífí en áður. Allt of
margir láta sér hins
vegar nægja fátæklega
tilveru, sökum úrræða-
leysis og framtaksleys-
is. En hvað er að lifa
fátæklegu lífi? Er það kannske það
að leyfa sér aldrei að lyfta sér eitt-
hvað upp? Jú, það er angi af því,
en ekki það sem mestu máli skiptir.
Allt of margt eldra fólk lætur sig
vanta margmiðlunartæki, eins og
hljómbandstæki. Þau eru nauðsynleg
Stofnun félaga eldri
borgara, segir Auðunn
Bragi Sveinsson, var
þörf framkvæmd.
þeim, sem teknir eru að eldast og
tapa sjón. Með hjálp þeirra má fá
not af hljómsnældum, en úrval efnis
á þeim er orðið mikið og margþætt
hjá Blindrafélaginu. Ég benti öldruð-
um hjónum sem ég þekkti á þennan
möguleika. Hann hefði getað gert
þeim kleift að hlusta á margt efni,
sem iesið hafði verið inn á snældur,
en þau gátu ekki sökum sjóndepru
lengur lesið bækur. Þessi ábending
mín bar því miður engan árangur.
Konan sagði að þau væru orðin það
gömul, að þau gætu örugglega ekki
lært að setja snældurnar í tækið og
því síður spilað þær. Þetta væri það
flókið og vandasamt. Mikil dómadags
vanmáttarkennd er þetta!
Mikils fóru þessi ágætu hjón á
mis, og eingöngu vegna þess að þau
trúðu því að þau kynnu engin tök
á tækninýjungum. Það er alveg
ótrúlegt hvað við getum, ef við trú-
um því að eitthvað sé okkur fært.
Á hinn bóginn er vantrú á eigin
getu orsök þess, að við getum ekki
neitt. Aumingja hjónin fóru mikils
á mis við að láta sem þau gætu
ekki notfært sér þá tækni, sem að
framan er á drepið.
Fyrir rúmum áratug var stofnað
félag eldri borgara hér í Reykjavík,
og í því eru nú milli 6 og 7 þúsund
félagar. Þyrftu að vera helmingi
fleiri, því að það margir eða fleiri
eru á ellilífeyrisaldri hér í borg.
Svipuð félög hafa verið stofnuð víðs-
vegar um landið, svo að nú eru þau
44 alls í Landssambandi aldraðra.
Félagsskapur þessi hefur stuðlað
að auðugra lífi hjá mörgum, sem
þar eru innan vébanda, en ella hefði
orðið. Mér finnst ástæða til að hvetja
fólk sem orðið er sextugt, og ég
tala nú ekki um þau sem orðin eru
67 ára og eldri, að ganga í félög
eldri borgara. Við það fá þau aukna
lífstrú og orku. Þau sem kjósa að
vera utan við félagsskap lifa óneit-
anlega fátæklegra lífí en hin. Ég
veit um margt fólk, sem gengið
hefur í endurnýjun Iífdaganna við
að starfa í félagsskap eldri borgara.
Það er heimskulegt að óttast þennan
félagsskap. Hann gerir engum nema
gott. Sumir vilja ekki viðurkenna
að þeir séu orðnir aldraðir eða á
efri árum. En þetta er nú einu sinni
óhjákvæmilegt, ef við lifum nógu
lengi, og ekki nema gleðilegt að
geta náð háum aldri, ef heilsa og
ytri aðstæður eru hagstæðar.
í Félagi eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni fer fram margvísleg
starfsemi, sem hentar eldra fólki.
Má þar nefna dans, danskennslu,
félagsvist, brids,
gönguferðir, leikstarf-
semi, ferðalög innan-
lands og utan, bók-
menntakynningar,
upplestrarkennslu, auk
margvíslegra mann-
fagnaða. í seinni tíð
hefur félagsskapur
þessi meir og meir snú-
ið sér að því að veija
efnahagsleg réttindi
félagsmanna sinna,
sem þótt hafa verið
nokkuð sniðgengin.
í upphafí þessarar
ritsmíðar var minnst á
nauðsyn þess að njóta
þessa lífs eftir því sem
aðstæður leyfa. Mörg
hafa við inngöngu í Félag eldri borg-
ara hlotið nýja trú á lífið, fundið lífí
sínu nýjan tilgang. Fólk á áttræðis-
aldri, og sem áður var talið í hárri
elli, sækir nú dansleiki og tekur þátt
í margs konar félagsstarfsemi. Man
ég frá æskuárum, er aldrað fólk fór
helst ekki út af heimili sínu og var
fullt af minnimáttarkennd. Nú er
roskið fólk almennt talað vel á sig
komið. Það dansar, það gengur, að
vísu ekki hratt, en öruggt. Algengt
er, að fólk á efri árum ferðist til fjar-
lægra ianda. Hefði þótt saga tii
næsta bæjar í mínu ungdæmi, fýrir
60 árum, og þó langtum skemur, sé
haldið til baka í tímanum.
Ferðalög eru mikil upplifun öllum
og ekki síst þeim sem komnir eru
á efri ár. Það er þess vegna þakkar-
vert að fiugfélög og ferðaskrifstofur
skuli bjóða eldri borgurum fargjöld
til útlanda á hagstæðu verði. Þeir
sem aldraðir eru hafa minni fjárráð
en þeir yngri. Það er þess vegna
rétt að stefna að því að gera sem
flestum eldri borgurum fært að
skreppa út fyrir pollinn. Með því
auðgar fólk líf sitt. Og sem betur
fer er eldra fólk nú sér þess meðvit-
andi að það er hluti af þjóðinni, en
ekki einhver afgangsstærð, líkt og
fyrr var oft talið og að ekki þyrfti
að taka tillit til þess.
Þegar félög eldri borgara voru
stofnuð fyrir rúmum áratug, var það
meðal annars gert til að ijúfa ein-
angrun þessa hóps, sem sífellt fer
stækkandi vegna hærri meðalald-
urs. Mun verkalýðshreyfingin hafa
átt þar frumkvæði. Þetta var þörf
framkvæmd og var vel tekið. Talað
var um að verið væri að hafa ofan
fyrir aldraða fólkinu, svo að því
leiddist ekki. En var það ekki út af
fyrir sig af hinu góða að ijúfa fé-
lagslega einangrun eldra fólks?
Nú er kominn upp nýr flötur á
félagsmálum eldra fólks. Það er
hagsmunabaráttan. í seinni tíð hef-
ur þessum fjölmenna hópi fundist
að sér sneitt. Þar vega þyngst svo-
nefndir jaðarskattar. En hvað eru
þeir? Þeir tengja saman tekjur og
bætur; þær fyrrnefndu hafa áhrif á
ijárhæð bóta. Sá, sem fer framúr
ákveðnum tekjum, fær skerta eða
enga tekjutryggingu.
Mér fínnst að vel þurfí að búa
að aldra fólki. Það hefur lagt veginn
og þar með búið í haginh fyrir þá
sem á eftir koma. í ljóði sem ég
flutti á aðalfundi Félags eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni að
Hótel Sögu, sunnudaginn 2. mars
sl., segir í lokin:
Já, kæru vinir, kátt er ennþá geðið,
þó kvöldi að og nálgist aldamót.
Nú langt að baki liggur ævistreðið.
Við lögðum veginn - bæði karl og snót.
Við fdrum ei að kvarta eða klaga
né kalla á þakkir fyrir unnin verk,
en ellilaunin ætti samt að laga.
- Og okkar samtök munu verða sterk.
Hötundur er rithöfundur.
Auðunn Bragi
Sveinsson