Morgunblaðið - 24.05.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 24.05.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 37 AÐSENDAR GREINAR * Ohagstæður rekstur þjóðarbúsins GETUR það verið að alþingis- mennirnir okkar og ríkisstjórn séu að vinna leynt og ljóst að því að menga landið og stuðla að hærri rekstrarkostnaði fyrir þjóðina en nauðsynlegur er? Ailavega er ekkert sem bendir til þess gagnstæða. Astæða þess að ég nefni þetta, er að þegar skoðuð eru atriði sem snúa að einu mikilvæg- asta atriði í samfélag- inu, þ.e. samgöngun- um, mætti halda að alþingi hafi hag af því að auka rekstrarkostn- að þjóðfélagsins og setji það ekki fyrir sig þótt mengun verði auk- in afleiðing af því. Þarna er ég að vísa til eldsneytisins sem við notum á samgöngu- tæki okkar. Þess utan virðist sem svo að ríkis- stjórnin sé að koma óorði á þjóðina, sem kennir sig við hreinleika og ferskleika (allavega þegar kemur að matvælaframleiðslu), með því að draga lappirnar oft og iðulega hvað varðar alþjóðlega samninga í stað þess að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig varða náttúru- vernd og önnur slík göfug málefni. Eldsneyti Það er vitað mál að bensín er afskaplega slæmur kostur þegar leitað er eftir eldsneyti með sem minnstri mengun og koma þar aðal- lega til eitraðar lofttegundir sem myndast við brunann, en þarna stendur t.a.m. dísilolía mun betur að vígi þótt ekki virðist vera mikill munur á þessu tvennu við fyrstu sýn. Þótt dísilolía sé kennd við þykk- an reykjarmökk og vonda lykt myndast verulega minna af eitruð- um lofttegundum við bruna dísilolíu og náttúran á tiltölulega auðvelt með að eyða mengun frá dísilvél. Það sama er ekki hægt að segja um mengun bensínvéla. Ég hef lengi verið aðdáandi raf- magnsnotkunar sem orkugjafa i far- artækjum, ekki síst í bilum, en ég geri mér samt fulla grein fyrir ann- mörkum slíkrar notkunar. Hún var fyrst og fremst bundin við geymslu orkunnar, því það vafðist fyrir mönn- um að finna leið til að geyma raf- magnsorkuna án þess að þyngja bíl- ana verulega, en á því hafa nýlega orðið breytingar til hinns betra. Það sem hins vegar kveikti verulega í mér til þess að setjast niður og skrifa þessa grein var önnur grein sem birt- ist í DV Bílablaði laugardaginn 25. janúar sl., en hún fjallaði um það, hvað það er óhagstætt að eiga dísil- bíl samanborið við bensínbíl (á ís- landi en ekki erlendis), en rökin bens- íninu í hag eru engin, ekki í dag, e.t.v. fyrir einhveijum áratugum, en ekki í dag. Málum er nefnilega þann- ig farið að það er dísilbílnum allt í hag ef bera ætti saman kostina. Engu að síður leggur alþingi og ríkis- stjórnin ekkert upp úr því að auð- velda aðgengi að dísilorkunni með hóflegri skattlagningu heidur gerir dísiiolíuna dýrari í notkun en bensín (munar verulegu eins og kemur fram í greininni í DV) en þó eru kostir dísilolíunnar verulega fleiri en meng- unin ein og sér og skal ég nefna nokkra þeirra en aðeins af takmark- aðri þekkingu því ég er áhugamaður um þessi mál en ekki sérfræðing- ur. Kostir dísilvélarinnar í fyrsta lagi ber að skoða annars vegar hvernig dísilvél vinnur og svo hinns vegar bensínvél. Til að brenna eldsneyti þarf þrennt til: Hita, súrefni (loft) og að sjálfsögðu elds- neytið. Það eru alla- vega tvær leiðir til að Þorvaldur brenna eidsneytinu eft- Geirsson ir að Því hefur verið blandað saman við súr- efni (loft). Annars vegar að leggja til hitann með eldi eða neista eins og bensínvélin (þar er ókosturinn að bæta þarf við flóknu rafkerfi til að bruninn eigi sér stað á réttum tíma) eða hins vegar sú leið að nota eðlisfræðina til að hjálpa okkur við að mynda hitann, en hún segir okk- ur að hægt sé að mynda hita með þrýstingi og það er sú leið sem far- in er með dísilvélar og þar af leið- Hættuleg mengun kem- ur frá bensínbílum. Þor- valdur Geirsson telur dísilolíu vænlegri kost. andi þarf ekkert rafkerfi (kostur dísilolíunnar). Þessari aðferð er ekki hægt að beita með bensínvélar vegna þess að olían myndar meiri hita við þrýsting en bensín og að- ferðin virkar ekki á bensínvélum, þetta er ástæða þess að olía má aldrei koma nálagt súrefnis þrý- stikútum. En kostir dísilvélarinnar eru fleiri, brennslumark olíunnar er lægra en bensíns og þar af leiðandi hitnar dísilvélin minna - og hveiju skiptir það nú? Minni hiti veldur því að slit vélarinnar verður minna, en einnig er snúningshraði vélarinnar minni og þ.a.l. endast dísilvélar u.þ.b. tvisvar sinnum lengur en bensínvélar (mælt í km), og eru þ.a.l. ódýrara fyrir þjóðfélagið. M.ö.o. allt í samanburði dísil- og bensinvéla er dísilvélinni í hag. Samt virðist þetta ekki ná eyrum hæstv- irtra alþingismanna og ráðherra sem setja lög um að greiða skuli fyrir bensínnotkun. Hvernig lög setja alþingis- menn og ráðherrar? Rafmagnsbílar hafa líka verið í mikilli þróun og það er kostur sem ég undrast að hafi ekki fengið meiri meðbyr hér á landi en raun ber vitni (í landi rafmagnsins) en ástæða þess að þessir bílar eru ekki þróaðir hraðar en raun ber vitni i heiminum Handrið, stálstigar, stálsmíði, álsmíði, rústfrí stáismíði og stálmannvirkjagerð. BLÁEY EHF Álafossvegi 40, 270 Mosfeilsbæ, sími 566 8999, fax 566 8833 Gerum verðtilboð. er sú að fá lönd hafa eins gott að- gengi að rafmagnsframleiðslu og Islendingar. Hér er kjörið tækifæri til að nýta sér þetta og spara gjald- eyri við að kaupa olíu og ýmsa vara- hiuti sem fylgja bensín- og dísilbíl- um (rafmagnsmótorar endast mun lengur en dísilvélar, auk þess sem mengun er verulega minni bæði í eldsneyti og smurningu), en í stað þess gera alþingismenn og ráðherr- ar enga tilraun til að marka ein- hveija stefnu í þessum málum held- ur stuðla frekar að bensinnotkun á allan hátt og það virðist ekki vera í deiglunni að breyta þessari stefnu ef marka má súrdoðaeinkenni þeirra manna sem stjóma landinu. Hvar spörum við mest? Það er þó nokkuð dýrara að reka og eiga dísílbíl samanborið við bens- ínbíl á íslandi miðað við núverandi aðstæður og ef taka má mið af af- köstum alþingismanna og ráðherra síðastliðinn áratug verða lög og reglur um þessi mál óbreytt að minnsta kosti næsta áratug. Ég velti því fyrir mér hvort þessir menn hafi hag af núverandi ástandi bæði hvað varðar þetta mál og reyndar líka hvað varðar innflutning eitur- lyfja, en það er önnur saga og kannski efni í aðra grein síðar. Það sem vekur furðu mína er, að í löndum eins og Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Kaliforníufylki, er búið (fyrir nokkrum árum) að sam- þykkja lög þess efnis að mengunar- laus farartæki (rafmagn eða vetni) eigi að vera orðin 10% af fólksbíia- flota þar fyrir árið 2000, en engu slíku er til að dreifa í lögum hér á landi. Satt að segja er ekki hægt að segja annað en að alþingismenn- imir okkar dragi fæturna í þessu máli svo ekki sé meira sagt og ekki liggur fyrir nein áætlun um breyt- ingar á þessum málum (að því ég best veit). Á meðan hendum við gjaldeyri í dýrasta eldsneytið og annan óþarfa kostnað. Stendur þetta til bóta? Stjómvöld hafa klifað á því árum saman að þau ætli að setja þunga- skattinn á dísilbílum inn í verð dísil- olíunar, en það hefur ekki fylgt sög- unni hvort þeir ætli að nota tækifær- ið og iaga stöðu dísilolíunar, sem hefur verulega minni mengunar- og kostnaðaráhrif fyrir þjóðfélagið eða hvort þeir ætli sér að ná í auknar skatttekjur þegar þeir útfæra þessi atriði, ef nokkuð verður úr fyrirheit- inu. Ég skora á þá alþingismenn og ráðherra sem leggjast svo lágt að lesa þessa grein að gera sjálfum sér (með augljósum atkvæðagróða) og þjóðinni greiða og skoða þessi mál málefnalega með vænlegri nið- urstöðu að takmarki en nú er. Að lokum vil ég segja að eftir höfðinu dansa limimir eins og kveð- ið var til forna og það segir allt um verk alþingismanna og annarra svo- kallaðra ráðamanna í þjóðfélaginu. Er spurningunni Hver ræður ferð- inni enn ósvarað? Kannski, það kemur í ljós. Höfundur er áhugamaður um umhverfisvernd. Tíu kerti á köku Hjallasafnaðar UM ÞESSAR mundir heldur Hjalla- söfnuður í Kópavogi upp á tíu ára afmæli sitt. Á þeim árum sem liðið hafa hefur sóknin vaxið hratt og safnað- arstarfið tekið örum breytingum. Fyrstu árin fór safnaðarstarf- ið fram í húsakynnum Digranesskóla og hélst það til ársins 1993 er Hjallakirkja var form- lega vígð. Þá var að vísu einungis aðalhæð kirkjunnar tekin í notkun en tæpum þremur árum síðar var neðri hæð safnaðarheimilisins formlega opnuð. Við þær breyting- ar breyttist starfsaðstaða presta og starfsfólks kirkjunnar til munu og jók möguleika á enn öflugra safnaðarstarfi. Enn er ýmsu ólokið innan kirkjunnar sem þó kemur ekki í veg fyrir að safnaðarstarfið vaxi og dafni. Það hefur ætíð verið stefna sóknarnefnda, presta og starfs- fólks kirkjunnar að koma upp öflugu starfi meðal bama, ungl- inga og fullorðinna og reyna þann- ig að ná til sem flestra með fagnað- arerindi kristinnar trúar. Gott að- hald í fjármálum og rekstri kirkj- unnar hefur gert henni kleift að halda uppi starfi á þessum vett- vangi með góðum árangri. í kirkj- unni fer fram öflugt barna- og æskulýðsstarf fyrir alla aldurs- hópa. Yfir vetrartímann mæta a.m.k. 250 börn í hverri viku í kirkjuna, í barnaguðsþjónustur, tíu til tólf ára starfið og æskulýðsfélag Hjallakirkju. Markmiðið er að ná til barnanna með boðskap Krists og láta hann móta líf þeirra frá fyrstu stundu. í hverri guðsþjón- ustu og á hveijum fundi fer fram boðun sem reynir að miða við skiln- ing og getu hvers aldurshóps fyrir sig. Þar gefst börnunum einnig tækifæri til að fá útrás fyrir at- hafnaþrá sína og er reynt að virkja orku þeirra í leiki og skemmtun af ýmsu tagi. Ný aðstaða á neðri hæð kirkjunnar hefur hentað ein- staklega vel fyrir fundi með eldri bömum og unglingum og er ljóst að þessi bætta aðstaða gefur mikla möguleika í öllu starfi. Ekki er langt síðan sú er þetta ritar kom til starfa í Hjallakirkju, en sá tími hefur reynst ákaflega lærdómsríkur. Það er ómetanlegt fyrir nývígðan og ungan prest að hefja störf sín við góðar aðstæður, góð vinnuskilyrði og með góðu samstarfsfólki. Allt þetta hef ég fengið að upplifa á nýafstöðnum vetri. Það er ósk mín að Hjallasöfn- uður fái einnig notið kirkju sinnar íris Kristjánsdóttir B.törgunarskip í hvern landshluta Tvö ný björgunarskip Slysavarnarfélags fslands, sem staðsett verða á fsafirði og Siglufirði, verða til sýnis við Ægisgarð, Reykjavík, í dag frá kl. 11-16. Slysavarnarfélag íslands á þennan hátt og kynni sér starfsemi hennar nú á þessum merku tímamótum, er Hjallasöfnuður heldur upp á tíu ára afmæli sitt. Kirkjan er ekki einungis staður fyrir börn og unglinga og eldra fólk - hún er ætluð öllum mönnum, á öllum aldri, á öllum tímum. Fjölbreytni í guðsþjónustu- og messuformi sýna að ailir geta í kirkjunni fundið eitthvað við sitt hæfi. Hjallakirkja hef- ur á liðnum vetri reynt að sýna fjölbreytni á þessu sviði með því að hafa almennar guðs- þjónustur og messur samhliða fjöl- Hjallasöfnuður boðar til afmælistónleika í dag, segir íris Kristjáns- dóttír, og jafnframt eru þeir stofnhátíð orgel- sjóðs kirkjunnar. skylduguðsþjónustum og popp- messum. Með því móti er reynt að mæta ólíkum viðhorfum og vænt- ingum til kirkjunnar og brúa bilið milli hefðbundins messuforms og nýrra áherslna. í dag boðar Hjallasöfnuður til ■ afmælistónleika í Hjallakirkju. Tónleikarnir eru hluti af þeim há- tíðarhöldum sem fram fara um helgina og eru þeir einnig stofnhá- tíð orgelsjóðs við kirkjuna. Á morg- un er eiginlegur afmælisdagur safnaðarins og hefst hann með hátíðarmessu kl. 11 og veislu að henni lokinni. Síðar sama dag, kl. 16, verður poppmessa og er gest- um hennar boðið til pylsuveislu á eftir. Eins og sjá má er mikið um að vera og hvet ég safnaðarfólk til að taka fullan þátt í þessum hátíðarhöldum. Ég óska söfnuðin- um innilega til hamingju með tíu ára afmælið og bið þeim Guðs blessunar um alla framtíð. Höfundur er aðstoðarprestur í Hjallaprestakalli. Stúdentamyndir Passamyndir PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍO LAUGAVEGI 24 • SlMI 552 0624

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.