Morgunblaðið - 24.05.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 41
upp þjónustu- og upplýsingamiðstöð
fyrir náms- og starfsráðgjafa. Meðal
starfsmanna þar er Hulda A. Arn-
ljótsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.
4. Stefnt verði að því að námsráð-
gjafar á öllum skólastigum hafi
hlotið sérmenntun í námsráðgjöf
innan lands eða utan til viðbótar
við kennaranám eða annað sam-
bærilegt nám.
Námsbraut í námsráðgjöf var sett
á laggimar í Háskóla íslands haustið
1991. Um er að ræða 32ja eininga
nám að loknu B.Ed. prófí (frá Kenn-
araháskóla íslands), eða B.A. námi
í sálar- eða uppeidisfræðum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá HÍ hafa alls
52 lokið námi í námsráðgjöf. Flestir
starfandi námsráðgjafar í gmnn- og
framhaldsskólum hafa þetta nám að
baki og þó nokkrir námsráðgjafar
hafa lokið mastersnámi erlendis.
Lokaorð
Nú er í tísku á tyllidögum að sýna
tengsl hagvaxtar og menntunarstigs
þjóða. Það er auðvelt (jafnvel fyrir
þá sem lært hafa stærðfræði hér á
Fróni en ekki í Singapoor) að reikna
út ávinning af því að undirbúa nem-
endur vel undir þá stóru ákvörðun
sem náms- og starfsval er. Fjölmarg-
ir nemar í framhaldsskólum og há-
skólum „flakka" á milli deilda og
eyða dýrmætum tíma og fjármunum
í ómarkvisst nám.
í nágrannalöndum okkar eru
unglingar annaðhvort í námi eða
starfi til 18 ára aldurs. Langstærst-
ur hluti þeirra (um og yfír 90%) lýk-
ur formlegu prófí og útskrifast úr
skóla með einhvers konar prófgráðu
í vasanum. Á sama tíma eru allt of
margir unglingar í reiðileysi á ís-
landi og allt of margt ungt fólk sem
lýkur ekki formlegu prófi af ein-
hveiju tagi. Hætt er við að sjálfs-
mynd þessa unga fólks sé ekki í
samræmi við raunverulega getu þess
og hæfíleika, þar sem það hefur
ekki fengið nauðsynleg tækifæri til
þess að sýna sig og sanna.
Með því að efla náms- og starfs-
fræðslu innan og utan skólakerfís-
ins, hjálpum við ungu fólki til þess
að taka markvissa ákvörðun um
framtíð sína, byggða á þekkingu á
sjálfum sér (hæfíleikum sínum og
áhuga) og þekkingu á þeim fjölda
náms- og starfsmöguleika sem í
boði eru.
Höfundur er náms- og
starfsráðgjafí.
AÐSEIMDAR GREINAR
Bílastæðamálin eru að gera út af
við verslunina í miðborginni
MIKIL óánægja ríkir
hjá hagsmunaaðilum
og almenningi varðandi
stefnu borgaryfirvalda
í bílastæðamálum í
miðborg Reykjavíkur.
Margar verslanir eru
þegar famar úr Kvo-
sinni og nýjasta dæmið
er ein elsta starfandi
verslunin, Egill Jacobs-
en í Austurstræti, sem
er að hætta starfsemi.
í viðtölum við fjölmiðla
hafa forsvarsaðilar
verslunarinnar lýst
ábyrgðinni á hendur
borgaryfirvalda vegna
stefnu þeirra í bíla-
stæðamálum. Bílastæðasjóður
Reykjavíkur tekur nánast aliar sínar
tekjur í miðborg Reykjavíkur og
hvergi er til á landinu verslunar-,
veitinga- og viðskiptasvæði sem býr
við sambærilega skattheimtu og
þetta. Þetta ástand skapar óeðlilega
samkeppnisstöðu á milli verslunar-
svæða í Reykjavík og borgaryfirvöld
verða að ráða bót á þessu í góðu
samstarfi við hagsmunaaðila í mið-
borginni. Núverandi stefna í málum
miðborgarinnar mun skila sömu
þróun og hefur orðið í mörgum öðr-
um Evrópuborgum, að miðborgin
breytist í það sem sumir kalla rautt
hverfí með mikla glæpatíðni og
venjulegt fólk forðist að fara þang-
að.
Skattastefna rekin í
bílastæðamálum
Sú stefna borgarinnar að nota
stöðumæla í miðborginni sem tekju-
lind er alröng, en þeim var upphaf-
lega ætlað að þjóna þeim tilgangi
að auka nýtingu á bílastæðum. A
árinu 1995 tók núverandi meirihluti
upp gjaldskyldu í bílastæði á laugar-
dögum og fer ekki á milli mála að
þar var um skattastefnu að ræða.
Einnig hafa gjaldmælar verið settir
niður við flestar götur næst mið-
borginni til að fyrirbyggja að fólk
geti nokkurs staðar lagt án gjald-
töku. Sektir hafa verið hækkaðar
og vafalaust líður ekki
á löngu þar til gjöld í
stöðumæla verða
hækkuð í eitt hundrað
krónur. Það er pólitísk
ákvörðun borgaryfír-
valda hvort reka eigi
þjónustustefnu í bíla-
stæðamálum miðborg-
arinnar, stefnu sem
gerir miðborgina aðlað-
andi til verslunar, veit-
ingasölu og viðskipta
eða hvort fylgja eigi
skattastefnu þar sem
markvisst er verið að
leggja álögur á þá sem
heimsækja miðborgina.
Það er líka pólitísk
ákvörðun hvort starfsmenn bíla-
stæðasjóðs starfi samkvæmt þjón-
ustustefnu eða sem harðir rukkarar
á bílastæðasektum. Bjóða þarf upp
á ódýr eða ókeypis bílastæði fyrir
þá sem stunda vinnu í miðborginni
(t.d. uppi á Faxaskála) og um leið
mundi rýmkast um skammtíma-
stæði fyrir almenning. Kostnaður
við að leggja einkabíl alla virka
daga í miðbænum er 30-60.000
krónur á ári eða hátt í mánaðarlaun
einstaklings.
Endur Q ármagna þarf lán
vegna bílastæðahúsa
Bílastæðasjóður hefur hátt í þrjú
hundruð milljónir í tekjur af stöðu-
mælum, bílastæðum, bílastæðahús-
um og sektum í miðborginni. Miðað
við það að hagnaður fyrir fjár-
magnsliði sé um sjötíu milljónir
mætti ætla að hagsmunaaðilar og
viðskiptavinir í miðborginni séu að
greiða vel umfram almennan kostn-
að og þjónustustýring ætti að ráða
ferðinni. Búið er að byggja nokkur
bílastæðahús í miðborginni og eru
þau góður kostur fyrir fólk sem vill
Ieggja í langtímastæði. Bílastæða-
hús eru dýr i byggingu og greiðslu-
byrði lána vegna byggingar á þeim
þarf að dreifa á það langan tíma
að notkunin geti staðið undir henni.
Endurfjármagna og lengja þarf því
framkvæmdalán til bílastæðahúsa
Næstum allar tekjur
bílastæðasjóðs, segir
Guðmundur G. Krist-
insson, eru úr miðborg
Reykjavíkur og sektir
stór hluti þeirra.
(þau eru í dag til 10-12 ára) til að
geta lækkað gjaldtökuna. Það er
fullkomlega óeðlilegt að láta þá sem
nota hefðbundin bílastæði greiða
byggingarkostnað af bílastæðahús-
um, að ekki sé talað um að láta
„öfgakenndar" sektargreiðslur upp
á hundruð milljóna standa undir
byggingakostnaðinum. Það er eng-
inn vafi á því að breytt stefna í bíla-
stæðamálum mundi efla miðborg-
ina, fjölga fyrirtækjum, efla við-
skipti og auka tekjur í borgarsjóð.
Miðborgarsamtök Reykjavíkur
taki yfir rekstur bílastæða,
bílastæðahúsa og stöðumæla
Hagsmunir þeirra sem reka
fyrirtæki í miðborginni eru það
mikið tengdir stöðumælum og bíla-
stæðum að athuga þarf hvort Mið-
borgarsamtök Reykjavíkur geti
tekið að sér rekstur Bílastæða-
sjóðs. Með því fyrirkomulagi gætu
hagsmunaaðilar unnið samkvæmt
stefnu sem best þykir henta við-
skiptavinum sínum á hveijum tíma.
Flest ef ekki öll verslunarsvæði á
landinu eru með þessi mál í sínum
höndum og eðilegt að svo sé einnig
í miðborg Reykjavíkur.
Tillögur að breytingum
Umferðar-, bílastæða- og skipu-
lagsnefnd Miðborgarsamtaka
Reykjavíkur hefur lagt fram tillögur
um fyrstu úrbætur í bílastæðamál-
um.
1. Felld verði niður gjaldskylda á
stærri bílastæðum á laugardögum
og eftir kl. 16.00 virka daga.
2. Gefínn verði sveiganleiki upp á
5-10 mínútur áður en sektarseðill
er settur á bíla og bílastæðaverðir
setji áminningarmiða á bílana um
að tíminn sé runninn út. Bílstæða-
verðir geti skipt í rétta mynt í
mælana. Þessi tilhögun mundi vafa-
laust bæta samskipti bílastæða-
varða og almennings.
3. Greiðslukvittun á stærri bíla-
stæðum gildi á öll stærri stæði svo .
fólk geti farið á milli staða.
4. a) Tengja bílastæðahús betur
samgöngulega (t.d. með minni al-
menningsvögnum í hringakstri í
miðborginni).
b) Auðvelda aðkomu að bílastæða-
húsum, t.d. breyta Vitastíg í tví-
stefnugötu til að auðvelda aðkomu
að bílastæðahúsi við Vitatorg og
leyfa vinstri beygju að t.d. Smiðju-
stíg og Klapparstíg.
c) Bjóða upp á lægra verð á iang-
tímastæðum á efstu og neðstu hæð-
um bílastæðahúsa (hafa götuhæðir
lausar fyrir skammtímastæði).
d) Efla öryggisþjónustu í bíla-
stæðahúsum og á stærri bílastæðum
t.d. með myndavélum. ^
e) Lengja opnunartíma bílastæða-
húsa um helgar til að þjóna kvik-
myndahúsum, leikhúsum og veit-
ingastöðum.
5. Fjölga bílastæðum i samræmi við
væntanlega aukningu verslana s.s.
á Laugavegi og Hverfisgötu. Gjöld
vegna niðurfellingar bílastæða-
kvaða verði notuð til uppbyggingar
á bílastæðum í næsta nágrenni.
6. Bjóða upp á ódýr bílastæði fyrir
fólk sem stundar vinnu í miðborg-
inni og byija á að taka þakið á
Faxaskála í notkun í þessum til-' ■*
gangi.
Huga þarf að verulegri fjölgun
bílastæða í Kvosinni og athuga þar
með t.d. byggingu bílastæðahúss á
milli Geirsgötu og Hafnarstrætis og
bílastæðakjallara undir Austurvelli.
Einnig þarf að huga að stæðum
fyrir langferðabíla á nokkrum stöð-
um í Kvosinni og á austanverðu
miðborgarsvæðinu.
Höfundur er formaður
Miðborgarsamtaka Reykjavíkur.
Guðmundur G.
Kristinsson
Yfirlýsing vegna atburða
í Neðstaleiti 1
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið
beðið að birta eftirfarandi yfírlýs-
ingu Kjartans Ragnars hrl. f.h. Ól-
afs Guðmundssonar, Neðstaleiti 1,
Reykjavík.
„Vegna fréttaflutnings um síð-
ustu helgi og nú síðast í dag, 22.
apríl, um meinta líkamsárás og dráp
á hundi í Neðstaleiti 1, Reykjavík,
föstudaginn 16. maí, óska ég hér
með eftir að koma á framfæri eftir-
farandi athugasemdum fyrir hönd
umbjóðanda míns, Ólafs Guðmunds-
sonar, Neðstaleiti 1, Reykjavík:
Húseignin Neðstaleiti 1 er fjöl-
eignarhús. íbúðir eru þar 9, en íbú-
ar í húsinu öllu 14 talsins. Sam-
kvæmt 11. gr. húsreglna er hunda-
og kattahald með öllu bannað nema
með sérstöku leyfi allra íbúa húss-
ins. Með viðbót við húsreglur, sem
samþykktar voru á aðalfundi 28.
mars 1996, var jafnframt samþykkt
sú viðbót við 11. gr., að óheimilt
væri að koma með hunda og ketti
„sem gesti í húsið“, eins og það er
orðað í húsreglum.
Tveir íbúar í húsinu, Kristín 01-
sen og Dagbjört Inga Olsen, sem
saman búa í íbúð í húsinu á 3.
hæð, hafa þrátt fyrir ákvæði 11.
gr. húsreglna óskað eftir því að fá
að halda hund í húsinu. Ógerningur
er að rekja gang þessa máls alls í
stuttri tilkynningu, en í sem stystu
máli eru málavextir þeir, að Húsfé-
lagið í Neðstaleiti 1 óskaði eftir því
með bréfí 17. október 1995 til Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur, að leyf-
ishafi hundsins yrði sviptur leyfi til
hundahalds í Neðstaleiti 1. Tilefni
þessa bréfs voru mörg, en hundur-
inn hafði valdið ýmsum íbúum húss-
ins margvíslegu ónæði og fjölmarg-
ar kvartanir, skriflegar sem munn-
legar, höfðu borist formanni húsfé-
lagsins, sem þá var ekki Ólafur
Guðmundsson. Borgarstjórn
Reykjavíkur samþykkti 18. septem-
ber 1996 að afturkalla leyfi Kristín-
ar Olsen til hundahalds í Neðsta-
leiti 1. Þessari ákvörðun borgar-
stjórnar skaut Kristín Olsen til
Hollustuverndar ríkisins, sem úr-
skurðaði í málinu 13. desember
1996, og hafnaði kröfu Kristínar
Olsen. Þessum úrskurði skaut Krist-
ín Olsen til úrskurðarnefndar sam-
kvæmt 26. gr. laga nr. 81/1988,
um hollustuhætti og heilbrigðiseft-
irlit, sem úrskurðaði í málinu 16.
apríl sl. Úrskurður nefndarinnar var
sá, að staðfest var ákvörðun Holl-
ustuverndar ríkisins. Við framan-
greinda málsmeðferð var margvís-
legra gagna aflað og málið skoðað
mjög rækilega frá öllum hugsanleg-
um hliðum. Málsaðilar lögðu fram
rækilegar greinargerðir. Ekki er um
fleiri úrskurðaraðila að ræða innan
stjórnsýslunnar. Þess skal getið, að
úrskurðarnefnd samkvæmt 26. gr.
laga nr. 81/1988 hafnaði einnig
kröfu Kristínar Olsen um að fresta
réttaráhrifum greindra ákvarðana.
Þá hafa engin bréf borist húsfélag-
inu frá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur um, að Kristín Olsen megi
hafa hund í heimsókn, hvorki til
lengri né skemmri tíma.
Þessi málarekstur allur, svo og
umíjöllun um hann í fjölmiðlum,
hefur valdið verulegri truflun á
húsfriði í Neðstaleiti 1 mörg undan-
farin ár og spillt þar sambýli íbúa
hússins. Þeir, sem verið hafa á
móti hundahaldi, töldu, að með úr-
skurðinum frá 16. apríl 1997 væri
hundahaldi Kristínar Olsen í
Neðstaleiti 1 loks lokið. Ekkert
breyttist hins vegar að þessu leyti
í húsinu, þó að endanlegur úrskurð-
ur stjórnvalda væri ótvíræður. Það
er rangt, sem fram hefur komið í
ijölmiðlum, að hundurinn hafí að-
eins verið í heimsókn eftir úrskurð-
inn eða að undanförnu; hundahaldið
var algerlega óbreytt og ekki að
sjá, að umráðamenn hundsins ætl-
uðu að virða vilja íbúa í fjöleignar-
húsinu eða úrskurði stjórnvalda.
Með bréfi, dags. 14. maí 1997, rit-
aði ég sem lögmaður húsfélagsins
bréf til Heilbrigðiseftirlits Reykja-
víkur, og vakti á þessu athygli f.h.
húsfélagsins og krafðist þess, að
úrskurðum stjórnvalda yrði fram-
fylgt þegar í stað. Lagði Ólafur
Guðmundsson, sem nú er formaður
húsfélagsins, mikla áherslu á það
við mig, að ég ritaði þetta bréf.
Föstudaginn 16. maí sl., er Ólaf-
ur Guðmundsson var á leið út úr
íbúð sinni á 2. hæð, mætti hann
Dagbjörtu Ingu Olsen, sem þá var
á leið upp stigann með hundinn í
ól. Ákvað Ólafur nú, að taka hund-
inn af Dagbjörtu og koma honum
út úr húsinu. Ólafur taldi sig vera
í fullum rétti til að gera svo, þar
sem úrskurðir stjórnvalda, um bann
gegn þessu hundahaldi í Neðstaleiti
1, lágu fyrir. Einnig hafði Ólafur
verið hvattur til þess af embættis-
mönnum Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur að kveðja til lögreglu
og láta fjarlægja hundinn úr hús-
inu, ef hann jyrði hans var. Aldrei
hvarflaði að Olafi að vinna hundin-
um mein, enda beinist gremja Ólafs
og annarra íbúa í húsinu, sem eru
á móti hundahaldi, ekki að hundin-
um, heldur að eigendum hans og
umráðamönnum, sem ábyrgð báru
á veru hundsins í húsinu. Dagbjört
brást illa við þessum tilburðum Ól-
afs og bjóst til varnar. Ólafur náði
þó ólinni af Dagbjörtu með þeim
afleiðingum, að hundurinn, sem
hræddist mjög við þessi átök, slapp
inn í íbúð Ólafs. Ólafur fór þá á
eftir hundinum inn í íbúð sína og
læsti hurðinni á eftir sér. Dagbjört
brást hin versta við þessu og reyndi
nú að komast inn í íbúðina og tók
að lemja með handleggjum á hurð-
ina og sparka í hana. Við þessar
barsmíðar brotnaði gler í gægjuga-
ti hurðarinnar, og er hurðin stór-
skemmd eftir þessar barsmíðar.
Hundurinn trylltist nú vegna þess-
ara láta á hurðinni í íbúð Olafs, sem
reyndi að hemja hann þar. Tókst
honum eftir talsverða fyrirhöfn að
ná ól hundsins og festi hana þá við
hurðarhúninn. Ekki róaðist hundur-
inn við það, enda héldu barsmíðar^..
á hurðina og spörk áfram. Er Ólaf-
ur hafði fest ólina í hurðarhúninn,
fór hann rakleiðis í símann og
hringdi á lögreglu. Hundurinn var
þá á lífi. Talsvert var þó af honum
dregið, enda hafði hundurinn rekist
á miðstöðvarofn og vegg, er lætin
og tryllingurinn var sem mestur.
Hundurinn var af lögreglu úrskurð-
aður dauður, er lögregla kom á
vettvang. Líklegt er, að hundurinn
hafí hengt sig í ólinni. Krufning
mun væntanlega leiða það í ljós.
Það er rangt að Ólafur hafi banað
hundinum, — hafði hann enga til-
burði til þess, og harmar hann mjög,
að svo skyldi hafa farið fyrir hund-
inum. Það er enn fremur rangt, að#—
Ólafur hafi beitt Dagbjörtu Ingu
ofbeldi við þetta tækifæri eða
endranær og að hann hafí haft í
hótunum við hana; hann hefur aldr-
ei hótað eigendum eða umráða-
mönnum hundsins, hvorki fyrr né
síðar. Ólafur er enda maður stilltur
og yfirvegaður, eins og allir vita,
sem til hans þekkja. Hann ætlast
hins vegar til þess af eigendum og
umráðamönnum hundsins, að þeir
virði húsreglur og úrskurði stjórn-
valda.
Mál þetta sætir nú opinberri*—
rannsókn hjá lögreglustjóranum í
Reykjavík. Ekki er að efa, að sú
rannsókn verði vönduð, og málsat-
vik réttilega upplýst, eftir því, sem
unnt er. Æskilegt væri, að umíjöll-
un fjölmiðla um mál þetta, — a.m.k.
umfjöllun af því tagi, sem var um
hvítasunnuhelgina í fjölmiðlum og^
nú síðast í dag, — linni, meðan
málið sætir opinberri rannsókn."