Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 47

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 47
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 47 MYNDIN er tekin á síðasta ári þegar nokkrir meðlimir úr stjórn félagsins afhentu yfirmönnum deildarinnar vönduð hljómflutn- ingstæki. F.v. Páll Asmundsson, yfirlæknir blóðskilunardeildar, Jón Sveinsson ritari, Dagfríður Halldórsdóttir formaður og Regína Aðalsteinsdóttir, gjaldkeri í stjórn Félags nýrnasjúkra. Lengst til hægri er Björk Finnbogadóttir, deildarstjóri blóðskil- unardeildar Landspítala. Opið hús 1 íStraums- vík ISAL og starfsfólk þess býður landsmönnum í heimsókn í álverið í Straumsvík sunnudaginn 25. maí | kl. 10-17. Undanfarið ár hefur verið mjög I' annasamt hjá ISAL. Ber þar hæst stækkun verksmiðjunnar sem kom- in er á lokastig. Stefnt er að gang- setningu fyrstu keranna í nýjum kerskála í júlíbyrjun. Þar sem ekki er búið að gangsetja nýja kerskál- ann býðst einstakt tækifæri til að skoða skálann og fræðast um það starf sem unnið er í álverinu. Þess vegna hefur verið ákveðið að halda upp á þessi tímamót með því að bjóða til veislu sem er kölluð: Opið i hús í Straumsvík, segir í fréttatil- * kynningu. Margt verður í boði fyrir gesti. Verksmiðjusvæðið fær hátíðarbrag. Tívolíleiktæki, leiksýning gerð af Möguleikhúsinu fyrir börn verður sýnd margoft yfir daginn, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, Kammer- kór Grensáskirkju og Karlakórinn I Stefnir syngja í nýja kerskálanum og Lúðrahljómsveit Hafnarfjarðar ! spilar. ^ Míluhlaup fyrir börn og unglinga 7-13 ára verður hlaupið tvisvar yfir daginn ki. 11 og 15 en þá verð- ur hlaupið fram og til baka eftir kjallara nýja kerskálans. Gestum verður boðið á sýningu um ál og álframleiðslu og að þiggja veiting- ar. Sérstök kynnisferð verður í gangi allan daginn um álverið. Þá ! verður ekið í strætisvögnum í gegn- um kersmiðju, skautsmiðju og I steypuskála. Gengið verður inn í j nýja kerskálann og horft inn í ker- skála í vinnslu. Leiðsögumenn úr röðum starfsmanna fylgja öllum hópum. Álverið í Straumsvík er heill heim- ur út af fyrir sig sem e.t.v. hefur verið hulinn fyrir of mörgum hingað til. Þó gestkvæmt hafi verið í álver- inu í gegnum árin hefur slíkt tæki- | færi til þess að skoða innviði álvers- ins ekki boðist almenningi, þá sér- * staklega bömum, áður. Þess má einnig geta að nýverið staðfesti svissneska vottunarfyrir- tækið SQS að umhverfisstjómun hjá ISAL er að öllu leyti í samræmi við kröfur alþjóðastaðals um umhverfis- stjórnunarmat, ISO 14001. ISAL er fyrst íslenskra fyrirtækja til að ná þessum árangri hér á landi og er þannig í fararbroddi á vettvangi | umhverfismála á íslandi. Má því | mað sanni segja að hér sé komin enn ein ástæðan til þess að gera sér ’ glaðan dag, segir í fréttatilkynningu. Gjafir Félags nýrnasjúkra FÉLAG nýrnasjúkra fagnaði 10 ára afmæli sínu þann 30. október á liðnu ári. Félagið er öllum opið en félagsmenn eru einkum nýrna- sjúklingar, aðstandendur þeirra og fólk úr heilbrigðisstéttum sem hefur áhuga á málefnum nýrna- sjúkra. Meðal markmiða félagsins er að safna fé til styrktar fræðslu- starfi og bættri þjónustu við nýrnasjúka og eru helstu tekju- lindir félagsins sala minningar- og jólakorta félagsins. Félagið hefur verið ötull styrktaraðili blóðskiiunardeild Landspítalans og gefið deildinni margar gjafir svo sem blóðskil- unarvél, meðferðarstóla, mynd- bandstækki, hljómflutningstæki og margt fleira auk þess að styrkja útgáfu fræðslubæklinga fyrir deildina og viðhaldsmennt- un starfsfólks. I fréttatilkynningu þakkar starfsfólk og sjúklingar blóðskilunardeildar félaginu góða gjafir á liðnum árum. Vordagar í Hafnarfjarðar- sókn EFNT verður til Vordaga í Hafnar- fjarðarsókn fyrir átta ára börn (fædd 1989) frá þriðjudeginum 27. maí til sunnudagsins 1. júní nk. Vordagamir eru kristilegt leikjanámskeið þar sem fram fer kristnidómsfræðsla, föndur, íþróttir og leikir. Vordagamir em nánast eins og leikjanámskeið eða sumarbúðir í þéttbýli, segir í fréttatil- kynningu. Vordagamir fara fram í Hafnar- fjarðarkirkju, safnaðarheimili Strandbergi og umhverfis það. Að- standendur Vordaganna em Hafnar- íjarðarkirkja, Handknattleiksdeild Hauka og Æskulýðs- og tómstunda- ráð Hafnarfjarðarbæjar. Ekkert þátt- tökugjaid er á Vordögunum en for- eldrar þurfa að nesta bömin fyrir hvern dag. Sérstök Vordagarúta mun sjá til þess að bömin í Setbergs- og Hval- eyrarhverfum og einnig Öldutúns- skólahverfi komist til og frá heimili sínu þessa daga. Hún mun aka frá Hvaleyrarskóla kl. 8.45, Öldutúns- skóla kl. 8.50 og Setbergsskóla kl. 8.55 og til skólanna aftur eftir hvern Vordagsmorgun. En reiknað er með því að böm í Lækjarskólahverfi þurfi síður á rútuferð að halda til að kom- ast í kirkju vegna þess hve þau em nærri kirkjunni. Meginefni Vordaganna nú verður kærleikur og vinátta. Á vordögunum em börnin til skiptis inni í safnaðar- heimilinu í kristilegri fræðslu og verk- efnavinnu og úti í leikjum og íþrótt- um. Einn daginn verður farið í ferða- lag. Vordögunum lýkur sunnudaginn 1. júní, sjómannadag, með Guðsþjón- ustu þar sem Vordagabörnin taka virkan þátt með söng, lestri texta og leikrænni tjáningu. Sýning á teikn- ingum og verkefnum þeirra verður í Strandbergi og eftir guðsþjónustuna verður efnt til grillveislu á kirkjuhlað- inu sem er lokapunktur Vordaganna. Safna fé til að styrkja mæðg- urnar í Neðsta- leiti 1 FORMAÐUR Hundaræktarfélags íslands, Guðmundur Helgi Guð- mundsson, hefur stofnað reikning í íslandsbanka við Hlemm til styrkt- ar þeim mæðgum, Kristínu og Dag- björtu Ingu Olsen, svo þær geti staðið straum af lögfræðikostnaði vegna atviksins í Neðstaleiti 1. Málarekstur þeirra mæðgna hef- ur nú þegar höggvið stórt skarð í fjárhag fjölskyldunnar og þessi reikningur mun aðstoða þær við að ná fram rétti sínum, segir í fréttatil- kynningu. Númer reikningsins er 517-26- 680 og heitir hann HRFÍ vegna söfnunar. Fjárgæsluaðili söfnunar- innar er Hundaræktarfélag Islands. Stuðningur við vestfirskt verkafólk MORGUNBLAÐINU hafa borist eft- irfarandi ályktanir stjórnar BSRB og Verkalýðsfélags Húsavíkur: „Stjórn BSRB sendir launafólki á Vestfjörðum, sem á í verkfalli, bar- áttukveðjur og lýsir áhyggjum yfir því ástandi sem hefur skapast hjá einstaklingum og fjölskyldum. Það er löngu tímabært að hækka veru- lega lægstu laun og með ólíkindum hve íslenskir atvinnurekendur hafa staðið gegn réttmætum kröfum iág- launafólks. Þegar til lengri tíma er litið er það öllu samfélaginu til tjóns að bjóða upp á laun sem fólk getur ekki framfleytt sér á.“ „Fundur haldinn í Verkalýðsfélagi Húsavíkur, fimmtudaginn 22. maí, skorar á verkafólk um land allt að ganga ekki í störf félaga sinna á Vestíjörðum sem eiga í vinnudeilum við viðsemjendur sína. Verkalýðsfélag Húsavíkur mun ekki líða að landað verði úr vestfirsk- um togurum á Húsavík, meðan verkafólk á Vestfjörðum á í vinnu- deilum. Þingeyskir verkamenn munu ekki ganga í störf vestfirskra verka- manna.“ Fjölskyldukaffi Siglfirðinga- félagsins ÁRLEGT „fjölskyldukaffi“ Siglfirð- ingafélagsins í Reykjavík og ná- grenni verður haldið að Kirkjuhvoli i Garðabæ [safnaðarheimili Vída- línskirkju] á morgun, sunnudag 25. maíj og hefst klukkan þijú miðdeg- is. Á undan kaffisamsætinu verður guðsþjónunusta í kirkjunni, sem hefst klukkan tvö. Sr. Bragi Frið- riksson predikar. Fræðslufundur um gróður- kortagerð SÍÐASTI fræðslufundur Hins ís- lenska náttúrufræðifélags á þessari vorönn verður haldinn mánudaginn 26. maí kl. 20.30. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Lög- bergi, lagadeildarhúsi Háskólans. Á fundinum flytur Guðmundur Guð- jónsson, landfræðingur á Náttúru- fræðistofnun íslands, erindi sem hann nefnir Gróðurkortagerð. Kortlagning gróðurs á Islandi hófst að marki upp úr 1960 á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins, þá Búnaðardeildar Atvinnudeild- ar Háskóla íslands. Upphaflegur til- gangur með gróðurkortagerðinni var að afla upplýsinga er verða mættu grunnur að ákvörðun um beitarþol og nýtingu þeirrar auðlindar sem gróður og jarðvegur landsins er. Gróðurkortin sýna fyrst og fremst gróið land, hvar gróðurinn er, hvern- ig gróður er um að ræða miðað við ríkjandi tegundir og hversu mikil gróðurþekjan er. Við flutning gróðurkortagerðar- innar frá RALA til Náttúrufræði- stofnunar 1995 og vistunar undir Umhverfisráðuneytinu hafa opnast ný sóknarfæri í gerð gróðurkorta af íslandi. Þótt þörfin fyrir gróður- kort við mat á beitarþoli sé nú minni en áður vegna minni fjárfjölda og minnkandi beitarálags sauðfjár, þá hefur þörfin fyrir gróðurkort líklega aldrei verið meiri en nú. Gróðurkort eru nú snar þáttur í gerð skipulagsá- ætlana og þykja einnig nauðsynleg við mat á áhrifum mannvirkjagerðar og annarrar landnotkunar á náttúr- una. Ofbeitin er enn til staðar, ekki hvað síst á láglendi vegna hrossabeit- ar og samkvæmt lögum ber að styðj- ast við gróðurkort þegar gerð er ít- ala í beitiland, segir í fréttatilkynn- ingu. Fræðslufundir félagsins eru öll- um opnir og aðgangur ókeypis. Bíóborgin 10 ára FORTÍÐARSTEMMNINGIN verð- ur ríkjandi í Sambíóunum á Snorra- ( braut laugardaginn 24. maí. Þá , verða liðin tíu ár frá því að Sambíó- in opnuðu þar kvikmyndahúsið Bíó- borgina, eftir gagngerar endurbæt- ur og breytingar á hinu sögufræga Austurbæjarbíói. I fréttatilkynningu segir: „Bíó- borgin féll strax í kramið hjá ís- lenskum kvikmyndahúsagestum enda voru þar kynntar til sögunnar ýmsar þær nýjungar sem sjálfsagð- ar þykja í dag. Nægir þar að nefna l hið heimsþekkta THX hljóðkerfi sem nýtur sín svo vel í stóra sal Bíóborgarinnar, að sérfræðingar THX fyrirtækisins útnefndu hann sem einn af bestu kvikmyndasölum Evrópu. Að auki má svo geta þess til gamans að það var í Bíóborginni sem fyrst var boðið upp á heitt og nýlagað popp í íslensku kvikmynda- húsi en áður hafði lengi tíðkast að selja popp í plastpokum." I tilefni afmælisins verður allar kvikmyndasýningar þennan dag á því verði sem gilti á opnunardeginum fyrir tíu árum. Þá kostaði 250 kr. í bíó og mun það verð gilda á laugar- daginn í alla sali á allar sýningar. Æskulýðssamband kirkjunnar og Reiðskólinn Þyrill kynna Sutnarúúðir í borq oq reiðnámskeið Sumarbúðir í borg Spennandi og uppbyggjandi námskeið í Árbæjarkirkju fyrir börn fædd 1988 1989- Ævintýra- og rannsóknarferðir, söngur, sund o.fl. 1. flokkur 2. júní-13.júní 2. flokkur 16. júní-27. júní 3. flokkur 30. júní—1. júlí 4. flokkur l4.júlí—25. júlí. Allur dagurinn (kl. 9-16) kostar 5.509.- Hdlfur dagurinn (kl. 9-13 eða 13-16) kostar 3.000. Reiðskólinn Þyrill. Reiðskólinn Þyrill er starfræktur í Reiðhöllinni í Víðidal á sama tíma og Sumarbúðir í borg. Börnunum verður fylgt frá Reiðhöllinni að Árbæjarkirkju (og öfugt). Reiðskólinn er einnig starfræktur 28. júlí-8. ágúst og 11. ágúst—22. ágúst. Reiðnámskeiðið kostar kr. 13-000,- Skráning fer fram x Reiðhöllinni í Víðidal í dag kl. 13-18 og í Hallgrímskirkju dagana 26.-30. maí kl. 10-17 (eða í síma 510-1033). Sumarbúðirnar í Ölveri Sumarbúðirnar í Ölveri í Borgarflrði eru fyrir drengi og stúlkur frá sjö ára aldri. Börnunum er boðið upp á fjöibreyrta útiveru, leiki, íþróttir og gönguferðir. Daglega er fræðsla úr Biblíunni og hver dagur endar með kvöldvöku. 1. fl. 2. júní-9. júní drengir kr. 14.600. 2. fl. 9- júnf-13.júnf drengir kr. 10.500. 3. fl. 13.júní-19-júní stúlkur kr. 12.800 4. fl. 19.júní-27.júní stúlkur kr. 16.700 5. fl. 2. júlí-9-júlí stúlkur kr. 14.600 6. fl. 9.júlí-l6.júlx stúlkur kr. 14.600. 7. fl. 16. júlí-23-júlí drengir kr. 14.600. 8. fl. 23-júlí-31.jxilí stúlkur kr. 16.700 9-fl- 6.ágúst-13.ágúst stúlkur kr. 14.600. Skráning fer fram á skrifstofu KFUM og K í síma 588 8899. Æskulýðssamband kirkjunar í Reykjavíkurprófastdæmum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.