Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 49

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 49 FRETTIR Byggingadagar ’97 um helgina SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir árlegum byggingardögum um helgina. Kjörorð Byggingadaga 1997 er Hús skulu standa. 30 félög og fyrirtæki taka þátt í Byggingadög- um að þessu sinni og kynna nýj- ungar í þjónustu og framleiðslu. Mörg þeirra hafa opið hús um helg- ina, auk þess sem Samtök iðnaðar- ins standa að sýningu í Perlunni. Þar verður haldin sameiginleg sýn- ing byggingafyrirtækja á vinnu- lyftum, málningaraðferðum, vinnufatnaði, innihurðum, gleri, Síðustu sýningar á Latabæ BARNALEIKRITIÐ Áfram Lati- bær hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í 45 sýningar. Um tuttugu þúsund manns hefa séð sýninguna. Síðasta sýning verður 25. maí og er uppselt á hana en allra síð- asta sýning verður laugardaginn 31. maí. Leikarar í sýningunni eru Magnús Scheving, Magnús Ólafs- son, Selma Björnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Siguijón Kjartansson, Pálína Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Jón Stefán Kristjánsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Ari Matthí- asson, Þórhallur Ágústsson og Guðmundur Andrés Erlingsson. útileiktækjum og fleiru. Sýningin verður opin almenningu 24. og 25. maí frá klukkan 13 til 17. Einnig bjóða byggingafyrirtæki upp á faglega ráðgjöf til gesta sinna á Byggingadögum. Arkitekt- ar og meistarar veita ráð, m.a um ióðahönnun og frágang, en Bygg- ingadögum er ætlað að koma til móts við þarfir fólks sem er að leita sér að húsnæði, vantar þjón- ustu iðnlærðra meistara eða hefur einhvers konar framkvæmdir, end- urbætur á húsi eða tiltektir í garð- inum sínum í undirbúningi. Hægt að fylgjast með frönsku kosningunum FRANSKA sendiráðið og Alliance Fran?aise í Reykjavík vilja koma því á framfæri að í tilefni af kosn- ingunum í Frakklandi verður skrif- stofa Alliance Francaise í Austur- stræti 3 opin almenningi svo fylgj- ast megi með kosningasjónvarpi sjónvarpsstöðvarinnar TV5 í beinni útsendingu. Opnunartími verður sem hér segir: Sunnudaginn 25. maí frá kl. 17.30-22, fyrri umferð, sunnu- daginn 1. júní frá kl. 17.30- 22.30, seinni umferð. Sýning í Seljahlíð OPNUÐ verður hin árlega vor- sýning á handverki íbúa í Selja- hlíð í Reykjavík í dag, laugar- dag, kl. 14. Á sýningunni verða leirmunir, gólfteppi, tauþrykk, útsaumur og prjónles. Sýningin, sem sett er upp í húsakynnum Seljahlíðar í Hjallaseli 55, stendur í þrjá daga, laugardag, sunnudag og mánudag, og er opin frá klukkan 14-17 alla dagana. LEIÐRÉTT Fleiri í kórnum AF MYNDATEXTA með frásögn af „Þriggja ættliða sópran" í Morg- unblaðinu í gær mátti ráða, að þar færi allur kirkjukór Tjarnarkirkju. Hið rétta er, að kórinn skipa 15 manns af Vatnsnesi og úr Vestur- hópi. Beðist er velvirðingar á þessu. Frá Arnarhóli í FRÉTT í blaðinu í gær um gæð- ingakeppni Fáks segir að Farsæll sé frá Árnarholti. Hið rétta er að gæðingurinn er frá Arnarhóli í Vestur-Landeyjum. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Ljósmyndasýningu ekki lokið í FRÉTT í blaðinu í gær sagði að ljósmyndasýningu Magdalenu M. Hermanns í Galleríi Horninu lyki nú um helgina. Hið rétta er að henni lýkur miðvikudaginn 28. maí. Beð- ist er afsökunar á þessu. Ekki nýstárleg getnaðarvörn í GREIN í blaðinu í gær var skosk getnaðarvörn fyrir kindur sögð ný- stárleg. Þessari aðferð, eða svip- aðri, hefur hins vegar verið beitt hér á landi í lengri tima. íslenskir sauðfjárbændur eru beðnir velvirð- ingar á þessu mishermi. Boja nudd- námskeið HALDIÐ verður Boja nuddnám- skeið á vegum Félags íslenskra snyrtifræðinga helgina 24. og 25. maí að Ingólfstræti 5 í risinu kl. 10-17 báða dagana. Hingað til lands hefur verið feng- inn kennari að nafni Robert Jaalt- ink. Hann er þýskættaður en hefur unnið mikið í Suður-Afríku, Norð- ur- og Suður-Ameríku, Kanada, Spáni, Póllandi, ísrael, Mið-Austur- löndum, Kína og á Norðurlöndun- um. OPIÐ ÖLL KVÖLD VIKUNNARTIL KL 21.00 HRINGBRAUT I 19, -VIÐ ]L HÚSIÐ. Opiö aita daga vikunnar -22 LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 IÐNAÐARHURÐIR FEILIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR ISVaXL-íjORGA ehf HÓFDABAKKA 9,112 REYKJAVIK SIMI 587 8750 - FAX 587 8751 Bílheimar ehf. ■e Sœvarhöföa 2a Sími:S2S 9000 SAAB er sænsk gæðavara SAAB býður 210.OOO.-kr. afslátt á nýjum SAAB 900. Nýttu þér þetta einstaka tilboð á nýjum SAAB 900 fýrir 3. júní. Saab á tilboði til 3« f / . jum 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.