Morgunblaðið - 24.05.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 53
I DAG
Árnað heilla
GULLBRÚÐKAUP eiga í dag, laugardaginn 24. maí,
hjónin Ragnheiður Bjarman og Marteinn Friðriksson,
Naustahlein 26, Garðabæ. Þau halda uppá þessi tímamót
og jafnframt 70 ára afmæli Ragnheiðar, ásamt íjölskyldu
sinni og vinum, seinnipartinn í dag, heima hjá Ragnari
syni sínum, Löngumýri 5, Garðabæ.
Qr|ÁRA afmæli. í dag, laugardaginn 24. maí, er níræð-
wv ur Dr. Gwyn Jones, fyrrverandi prófessor í
ensku og enskum bókmenntum við University College
of Wales. Hann hefur skrifað fjölda bóka um víkingatíma-
bilið og þýtt margar íslendingasögur þ.á m. Egils sögu.
Dr. Gwyn Jones var sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorð-
unnar fyrir fræðistörf sín árið 1987. Á myndinni er hann
ásamt Mair eiginkonu sinni, en þau eiga fjölda íslenskra
vina. Heimilisfang þeirra er Castle Cottage Sea View
Place Aberystwyth, Ceredigion, SY23 IDZ í Wales.
BgjDS
limsjón Guómundur l’áli
Arnarson
BRÓÐIR Lúkas er rökvís
spilari, en hann er alls
óhræddur við að láta borð-
tilfinninguna ráða ferðinni
þegar það á við. Fýlusvipur-
inn á ábótanum leyndi sér
ekki þegar vestur kom út
með tromp gegn fjórum
spöðum. Það var vísbending
um að ábótinn „þyldi“ önnur
útspil.
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♦ 983
V K98
♦ ÁK942
♦ G4
Vestur Austur
♦ G10 ♦ 652
♦ 10653 IIIIH V ÁD
♦ G1063 111111 ♦ 85
♦ Á97 ♦ K108632
Suður
♦ ÁKD74
♦ G742
♦ D7
♦ D5
Vestur Norður Austur Suður
Pass Pass Pass 1 spaði
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Spaðagosi.
Lúkas tók þrisvar tromp,
síðan þtjá hæstu í tígii og
henti laufi. Rökrétta spila-
mennskan er nú að trompa
tígulinn frían og spila hjarta
að kóngnum. Þá vinnst spilið
ef vestur á hjartaás.
En Lúkas taldi víst að
ábótinn væri með hjartaás
og spilaði því litlu hjarta úr
borði í stað þess að trompa
tígul. Ábótinn tók á hjarta-
drottningu og skipti yfir í
lauf. Suður trompaði annað
laufið og spilaði síðan litlu
hjarta á níu blinds! Ábótinn
var inni í þessari stöðu og
spilaði laufi af augljósi
ástæðu:
Norður
♦ -
♦ K
♦ 94
♦ -
Vestur Austur
♦ - ♦ -
f 106 ♦ G II ▼ - ♦ -
♦ - ♦ 1083
Suður
♦ 7
♦ G7
♦ -
♦ -
Bróðir Lúkas í suður
trompaði og leit svo glað-
beittur á vestur. Tígul mátti
vestur ekki missa, svo hann
henti hjarta. „Hjartakónginn,
takk,“ sagði bróðir Lúkas,
og tók síðan tvo síðustu slag-
ina á G7 í hjarta.
„Hvers á maður að
gjalda," andvarpaði ábótinn.
ÁRA afmæli. í dag,
laugardaginn 24.
maí, er fimmtugur Gísli
Guðmundsson, Hraunbæ
62, Reykjavík. Hann er að
heiman í dag.
pTQÁRA afmæli. Fimm-
tlUtug er í dag, laugar-
daginn 24. maí Sóley
Ragnarsdóttir, mynd-
listarkennari, Logafold
76, Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Guðmundur
Bogason, grafískur hönn-
uður og leigubilstjóri. Sól-
ey tekur á móti vinum og
vandamönnum í hádeg-
is/morgunverð eftir kl. 11
árdegis.
pfQÁRA afmæli. Á
O U morgun, sunnudag-
inn 25. maí, verður fimmtug
Jóhanna Elisabet Vil-
helmsdóttir, Disarási 5,
Reykjavik. Eiginmaður
hennar er Siguijón Bolli
Siguijónsson. Þau hjónin
verða með opið hús í Sunnu-
sal, Hótel Sögu, á afmælis-
daginn milli kl. 17 og 19.
Pennavinur
ÁTJÁN ára sænsk stúlka
með áhuga á bókmennt-
um, ferðalögum, tónlis og
kvikmyndum:
Jessica Dymen,
StrSkvagen 23,
183 40 Táby,
Sweden
ÞESSAR duglegu stúlk-
ur héldu tombólu á dög-
unum og færðu Rauða
krossi Islands ágóðann
sem varð 7.039 krónur.
Þær heita Bryndís
Þórðardóttir og Jó-
hanna Siguijónsdóttir.
Með þeiin á myndinni
er gjaldkeri Rauða
kross Islands, Kristin
Kristjánsdóttir, sem
veitti gjöfinni viðtöku.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þér lætur betur að ráð-
leggja öðrum ífjármálum,
en sjálfum þér. Þér hættir
til að vera öfgafullur.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) IP$
Þú þarft að gefa þér tíma
til að takast á við verkefni
sem skipta þig máli. Fjöl-
skyldan styður við bakið á
þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú átt auðvelt með að kom-
ast að samkomulagi við sam-
starfsfólk þitt í dag og verð-
ur líklega beðinn um að taka
ábyrgð í hópstarfi.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) 9»
Einhver minniháttar von-
brigði gætu komið upp í dag,
varðandi ættingja þinn.
Taktu skynsamlega á málinu
og sýndu þolinmæði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlf)
Einhver nákominn reynist
þér erfiður, og gæti það
hindrað eðlileg samskipti.
Þín bíður rómantísk stund í
návist ástvinar.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Þú klárar ýmislegt í dag, sem
hefur þurft að bíða. Sjálfs-
traust þitt fer vaxandi og
gefur þér kraft til félags-
legra samskipta.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þetta er góður dagur til að
hefjast handa, en vertu ekki
of ákafur. Nú fer að birta
yfir í peningamálunum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú ert á réttri leið í viðskipt-
um og félagi þinn er sam-
mála þér um hvemig best
sé að nýta ágóðann. Einhver
heimsækir þig seinnipartinn
í dag.___________________
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það er margt skemmtilegt
að gerast hjá þér og allar
líkur á að þú verðir ástfang-
inn. Þú ert jákvæður og vin-
sæll í félagahópi.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Vertu rólegur, því þú munt
finna á þér hvenær rétt er
að hefjast handa. Félagsleg
samskipti koma sér vel í við-
skiptum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þetta verður skemmtilegur
dagur, og þú hittir áhuga-
vert fólk. Nú fara hlutirnir
að gerast hjá þér og þú ætt-
ir að fá þér fallega flík.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Einhver reynist þér hjálplegur
er þú þarft að taka verkefnin
með þér heim af skrifstof-
unni. Þú ert í skapi til að
sökkva þér í verkefnin núna.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Félagar vinna vel saman
núna og þú tekur bæði á þig
ábyrgð og vinnu við að
skipuleggja hlutina. Þú ert á
réttri leið.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegra staðreynda.
Trjáplöntur - runnar
túnþökur - sumarblóm
Tilboð á eftirtöldum tegundum:
Runnamura kr. 340. Gljámispill kr. 160-180. Alparife kr. 190.
Blátoppur kr. 220-380. Birld kr. 240-290. Hansarós kr. 390.
Rifeberjarunnar kr. 650. Fjallafúra kr. 1.200. Birkikvistur kr. 290.
Sírena kr. 390. Yllir kr. 350. Sólbroddur kr. 300. Skriðmispill kr. 340.
Rauðblaðarós kr. 300. Himalayaeinir kr. 900-1.600. Gljávíðir kr. 85-110.
Dökk viðja kr. 79. Brekkuvíðir kr. 79. Hreggstaðavíðir kr. 79-110.
Aspir kr. 490. Verðhrun á Alaskavíði, brúnn, (tröllavíðir) kr. 69.
Einnig túnþökur, sóttar á staðinn kr. 80 eða
fluttar heim kr. 110. Mjög hagstætt verð.
Veríð velkomin.
Trjáplöntu- og túnþökusalan, Núpum, Ölfusi.
(Beygt til hægri við Hveragerði). Sími 892 0388 og 483 4388.
Tré og runnar t.d.
berjarunnar
og rósir.
Fjölærar plöntur.
Sumarblóm,
lífrænt ræktaðar
kálplöntur
og fleira og fl..
íslensk ræktun
Sími 567 3295
Við eigum 5 ára afmæli og bjóðum þér lágt
vöruverð á öllum trjám og runnum.... gríptu
plöntuna meðan hún gefst...........
ö
ð
STEINAR WAAGE
/" SKÓVERSLUN N
Sandalar og heilsutöflur ú hörnin
í miklu úrvali
Tegund: Big tree
Verð: 2.495,
Litir: Rauðir og bláir
Stærðir: 18-26
Tegund: Bio step
Verð: 2.495,
Litir: Rauðir og bláir
Stærðir: 23-35
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
V
SlMI 551 8519
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 568 9212