Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 60

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 60
60 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖN D/KVIKM YN DIR/ÚTVARP-S JÓNV ARP LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ^21.05 - Sjá umfjöll- un í ramma. Sjónvarpið ►23.00 Kona nokkur fer úr öskunni í eldinn í þýsku spennumyndinni í greipum óttans (Kreis der Angst, 1995), þegar hún flýr undan manni sínum inn á æsku- heimili sitt en þar taka afar slæmar minningar á móti henni. Umsagnir finnast ekki en í aðalhlutverkum eru Katja Flint, Martin Umbach og Sandra Speichert. Leikstjóri Thomas Jauch. Stöð 2 ►15 .00 Leikarinn aulalegi Daniel Stem (Home Alone) þreytir frumraun sína sem leikstjóri í fjöl- skyldumyndinni Nýliði ársins (Ro- okie OfThe Year, 1993) ogtekst vel upp. Thomas Ian Nicholas leikur 12 ára strák sem handleggsbrotnar en fyrir kraftaverk grær handlegg- urinn svo vel að stráksi verður hafnaboltahetja. Stem leikur sjálfur aukahlutverk, sem og Gary Busey og fleiri. Fyndin og hlýleg skemmt- un. ★ ★★ Stöð 2 ^21.05 Nýstirnið og „megabeib“ ailra „megabeiba" Alic- ia Silverstone slær i gegn í unglinga- kómedíunni Glórulaus (Ciueless, 1995), sem hvort sem þið trúið því eða ekki er nútímaútgáfa á sögu eftir Jane Austen. Amy Heckerling leikstjóri og handritshöfundur hittir oft á hláturtaugar í lýsingu á lúxus- lífí ungmennastóðs í Beverly Hills - en myndin heldur þó ekki dampi til enda. ★ ★ 'h Stöð 2 ►22.45 Feigðarkossinn (Kiss of Death, 1995) er endurgerð samnefndrar sakamálamyndar Henrys Hathaway frá 1947, þar sem Richard Widmark vakti á sér at- hygli sem flissandi illmenni. Engin slík afrek em unnin í endurgerð Barbets Schroeder; hún er vand- virknisleg afþreying en skortir ein- Aftur afturábak og áfram aftur EINHVER pottþéttasti smellur Hollywood á síðasta áratug var hinn glaðbeitti og hugkvæmi vísinda- skáldskapur Roberts Zemeckis Aft- ur til framtíðar (Back To The Fut- ure, 1985, Sjónvarpið ►21.05). Handrit Zemeckis og Bobs Gale er tímaflakksævintýri fyrir táninga þar sem hinn eilífí táningur Michael J. Fox flýr dauflega vist í foreldrahús- um í félagsskap „geggjaðs" vísinda- manns - Christopher Lloyd í góðu formi. Sá sendir hann aftur í tímann þegar foreldrar hans em að draga sig saman en væntanleg móðir hans laðast óþægilega mikið að væntan- legum syni sínum fremur en væntan- legum föður hans. Þetta er skondin flækja sem höfundar greiða úr af mikilli fimi - bæði tæknilega og efnislega. Sjaldan hefur heimspekin um tímann, afstæðið og söguna fengið viðlíka afgreiðslu; hér birtist Christopher Lloyd á elleftu stundu í tímaflakki sínu. hún í liki amerískrar unglingamynd- ar og verður bráðskemmtileg fyrir vikið. ★★★'/2 hver fjörefni. David Camso er aðeins of veikur í hlutverki krimma sem vill heíja nýtt líf en fær ekki frið fyrir fortíð sinni. Nicolas Cage nær að stela myndinni. ★ ★ 'h Stöð 2 ►0.25 Cheryl Ladd og Ed Marinaro em fastagestir í tæplega miðlungsmyndum og eiga því bæri- lega heima í spennumyndinni Hættuspil (Dancing With Danger, 1994), hann sem einkaspæjari, hún sem rannsóknarefni hans. Stuart Cooper leikstjóra lánast þó að draga upp skýra umhverfísmynd, þar sem er leigudansklúbbur. ★ 'h Sýn ►21.00 Vísindaskáldskapur- inn sem kenndur er við Apaplánet- una fann sem betur fer lyktir sínar en þó ekki fyrr en í fimmta kafla. í Apaplánetan 5 (Battle For The Planet Of The Apes, 1973) er Roddy greyið McDowall enn að svitna í apagervinu og reynir að bjarga framtíð mannkyns og apakyns eins og hún leggur sig. Honum tókst í það minnsta að bjarga framtíðar- áhorfendum frá fleiri Apaplánetu- myndum í bili. Leikstjóri J. Lee Thompson. ~k'h Árni Þórarinsson -T Bragi Kristjónsson Sögumaður fer á kostum Einkavíðtal Mannlífs við Johnny Depp dögum Tíl varnar h & mjálmið í f takasaga Stöð-var 2 og hvernig óti Ólafsson varð einn 'amesti maður landsins JODIE Foster og Matthhew McConaughey reyna að ná sambandi við geimverur í „Contact". Heilmikið framboð SPENNA, hasar og ævintýri verða í miklu framboði frá draumaverk- smiðjunni amerísku í sumar. Sumar- myndimar koma á markaðinn í Bandaríkjunum strax í lok maí og koma síðan hver á fætur annarri fram á haust. Hér á íslandi fáum við að sjá flestar þessar myndir þeg- ar líða tekur á sumarið. Kvikmyndaáhugamenn hafa þeg- ar heyrt um The Lost World: Ju- rassic Park, Con Air, Speed 2: Cm- ise Control, Batman and Robin, Tit- anic, og Men in Black, en hvað fleira er í boði? í Addicted to Love reynir Meg Ryan víst að komast undan því að vera krúttleg og fyndin. Samkvæmt leikstjóra myndarinnar, leikararnum Griffin Dunne, leikur hún sjálfstæða og frekar ógnvekjandi konu í þess- ari gamanmynd um vonbrigði í ást- armálum. í Ulee’s Gold leikur Peter Fonda hlutverk sem er eins og það hafi verið skrifað fyrir föður hans, Henry Fonda. Peter leikur eldri mann sem sér um uppeldi barnabarna sinna vegna þess sonurinn er glæpamaður og tengdadóttirinn er eiturlyfjaneyt- andi. Disney heldur teiknimyndaaðdá- endum við efnið með Hercules, þrí- tugustu og fímmtu teiknimynd fé- lagsins í fullri lengd. Goðsögnin gríska um Herkúles er sögð á gam- ansaman hátt og að sjálfsögðu er sungið líka. Óskarsverðlaunahafínn Alan Menken samdi tónlistina fyrir myndina og James Woods talar fyr- ir illmennið, konung undirheimanna. í Face Off er Nicholas Cage aft- ur á ferðinni. í þetta skipti leikur hann á móti John Travolta í hasar- mynd leikstýrt af John Woo, en Tra- volta og Woo unnu síðast saman að „Broken Arrow“. Julia Roberts leikur aðalhlutverk- ið í rómantísku gamanmyndinni My Síminn er 562 23 62 ...ef þig langar til að a IA.KJARGÖTU 4*101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2362 • NETFANG: aupair@slcima.i$. JULIA Roberts leitar að ást- inni í „My Best Friend’s Wedding". HARRISON Ford í „Air Force One“. Best Friends Wedding. Leikstjóri „Muriel’s Wedding", P.J Hogan, heldur áfram að hugleiða órannsak- anlega vegi ástarinnar í myndinni. Mótleikarar Roberts eru Dermot Mulroney, Cameron Diaz, og Rupert Everett. Contact er einnig um samskipti við geimverur en á mun alvarlegri nótum. Jodie Foster og Matthew McConaughey leika aðalhlutverkin og Robert Zemezkis leikstýrir. Nothing to Lose er hasargaman- mynd með Tim Robbins og Martin Lawrence. Leikstjóri er Steve Oede- kerk en hann stýrði seinast „Ave Ventura: When Nature Calls“. Grínið heldur áfram í George of the Jungle. Brendan Fraser leikur aðalhlutverkið í þessari mynd sem er byggð á teiknimyndasögum Jay Ward frá fímmta áratugnum. Conspiracy Theory hefur Juliu Roberts og Mel Gibson í aðalhlut- verkunum. Roberts leikur blaða- mann sem fellur fyrir leigubílstjór- anum Gibson sem trúir því að hann hafi komist að samsæri um að myrða forseta Bandaríkjanna. í Air Force One leikur Gary Old- man illmenni sem rænir forseta Bandaríkjanna (Harrison Ford). Glenn Close leikur varaforsetann og Wolfgang Peterson leikstýrir. Sylvester Stallone er þéttvaxinn og heyrnarskertur lögreglustjóri í Copland. Lýsingin hljómar mjög ólíkt því sem maður á að venjast hjá vöðvatröllinu. James Mangold leikstýrir og Robert De Niro sést í aukahlutverki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.