Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 FRÉTTIR Dánarbætur ekknanna Ekki skrá fundar TRYGGINGARÁÐI hefur ekki borist kæra eða erindi vegna synj- unar Tryggingastofnunar ríkisins á því að greiða ekkjum mannanna tveggja sem fórust með Dísarfell- inu dánarbætur. Málið var ekki tekið til meðferð- ar á fundi ráðsins, að sögn Bolla Héðinssonar, formanns ráðsins. Þrátt fyrir að erindi hafi ekki borist er þegar farið að kanna málið nánar á vegum tryggingar- áðs, að sögn Bolla, og biðja um greinargerðir frá Tryggingastofn- un um afgreiðslu málsins, for- dæmi, og um það svigrúm sem löggjöfin veitir. Eins og fram kom í Morguriblað- inu í gær hyggjast Samskip kæra úrskurð stofnunarinnar til ráðsins og tryggja ekkjunum bæturnar, rúmar 17.000 kr. á mánuði í 8 ár, án tillits til niðurstöðu Trygginga- ráðs. Næsti reglulegi fundur Trygg- ingaráðs verður haldinn eftir hálf- an mánuð en Bolli sagði hugsan- legt að málið fengi umíjöllun fyrr. ------».---------- Sala á eignum Fáfnis FISKVEIÐASJÓÐUR og Lands- banki íslands gerðu í gær fram- kvæmdastjóra fisksölufyrirtækis og fiskverkanda sem gert hafa til- boð í eignir Fáfnis á Þingeyri skrif- legt gagntilboð og er frestur til að svara því til 4. júní næstkom- andi. Fiskveiðasjóður, Landsbanki ís- lands og Byggðastofnun auglýstu til sölu þær eignir Fáfnis hf. sem stofnanirnar yfirtóku á Þingeyri. Nokkir aðilar sýndu áhuga og var ákveðið að ganga til viðræðna við Eyþór Haraldsson framkvæmda- stjóra fisksölufyrirtækisins Nor- fisk hf. í Reykjavík og Ketil Helga- son eiganda Bolfisks hf. í Bolung- arvík, fyrir hönd væntanlegs hluta- félags. Aðilum gert gagntilboð Kannanir Féiagsvísindastofnunar: py|gj stjórnmálafiokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnun síðan: Hlutfallslegt fylgi flokkanna hjá þeim sem taka afstöðu 427 u 37.1 38,3 73174 238 23^ 212 20J i 14,4 139 144 184 173 ^^§363 Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur 148 188 168 188 i n 1 1 1 _ 1 Alþýðubandalag 41 fliilitt Kvennalisti Kosningaúrslit þann 8. apríl 1995 Skoðanakönnun í nóvember 1995 Skoðanakönnun í maí 1996 Skoðanakönnun í nóv.l des. 1996 Skoðanakönnun i febrúar 1997 Skoðanakönnun nú, í maí 1997 Þaraffékk Jafnaðarmanna- flokkur“ 4,4%, 3,8% og 3,7% í þremur síðustu könnunum 4,8 12 37 Þjóðvaki SsttQDö Aðrir flokkar Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið Sjálfstæðisfiokkur fengi 36% atkvæða - Alþýðubandalag 20% LITLAR breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna síðustu mánuði, miðað við niðurstöður skoðanakönnunar, sem Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í síðari hluta síðustu viku og fyrri hluta þessar- ar. Engar tölfræðilega marktækar fylgissveiflur hafa orðið frá því í síðustukönnun stofnunarinnar í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar fengi Sjálfstæðisflokkur- inn 36% atkvæða ef gengið væri til alþingiskosninga nú, ef tekið er mið af þeim, sem tóku afstöðu í könnuninni. Þetta er örlítið minna en í síðustu könnun, en þá hafði flokkurinn því sem næst sama fylgi og í síðustu kosningum árið 1995. Alþýðubandalagið er með næst- mest fylgi, 20,1%, en hafði 18,2% í febrúar og 14,3% í kosningunum. Alþýðuflokkurinn fær 17,4%, hafði 17,8% i síðustu könnun og 11,4% í kosningunum. Framsóknarflokkurinn er sam- kvæmt niðurstöðunum fjórði stærsti flokkurinn, með 17,3% fylgi. í febrúar naut flokkurinn 18,4% stuðnings og kjörfylgið var 23,3%. Út frá niðurstöðum könnunarinnar er þó ekki hægt að fullyrða annað með vissu en að fylgi Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandaíags er á svipuðu róli. Kvennalistinn nýtur nú stuðnings 4,8% þeirra, sem afstöðu taka. Það er heldur meira en í febrúar (3,1%) og svipað fylgi og í kosningunum. Fylgi Þjóðvaka samanstendur af Qorum einstaklingum í úrtakinu, sem samsvarar 0,7%. í síðustu könnun var fylgi Þjóðvaka 0,4%, en í kosningunum fékk flokkurinn 7,2%. Þótt enn sé ekkert sameiginlegt framboð jafnaðarmanna til, nefna 3,7% þeirra, sem afstöðu taka í könnuninni, ,jafnaðarmannaflokk“ þegar spurt er hvað menn myndu kjósa í alþingiskosningum. Þessi hópur kaus einkum Þjóðvaka, Al- þýðubandalag, Alþýðuflokk og Kvennalista í síðustu kosningum. Fleiri hlutlausir gagnvart ríkisstjórninni í könnuninni var jafnframt spurt um fylgi við ríkisstjórnina. Bæði stuðningsmönnum hennar og fylg- ismönnum fækkar frá því í febrúar, en hópur hlutlausra stækkar. Af þeim, sem svöruðu spurningunni, segjast 40,2% styðja stjórnina, 32,2% segjast henni andvígir og 27,6% hlutlausir. Stuðningsmenn stjórnarflokk- anna eru einnig hlynntir ríkisstjórn- inni upp til hópa; þannig styðja 79,5% af kjósendahópi Framsókn- arflokksins hana og sama hlutfall stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins. í stjórnarandstöðuflokkunum er hlutfall andstæðinga stjórnarinn- ar lægst í hópi stuðningsmanna Alþýðuflokks (60%) og Kvennalista (61,9%) en hæst í hópi fylgismanna Hvort mundip þú segja að þú væpip stuðningsmaðup píkisstjópnapinnap eða andstæðingup? Hlutfall þeirra sem svara Feb.1997 Maí1997 Jituðnings- menn Alþýðubandalags (85,7%). Þegar niðurstöður könnunarinn- ar eru greindar frekar vekur at- hygli að konur eru fjölmennar í stuðningsmannahópi Alþýðuflokks, þannig segjast 22% kvenna styðja flokkinn en 13,7% karla. Karlar eru hins vegar fjölmennari í stuðnings- mannahópi Sjálfstæðisflokks og segjast 39% karla ætla að kjósa flokkinn en 32,7% kvenna. Sama á við um Framsóknarflokkinn, sem nýtur fylgis 20% karla og 13,7% kvenna. Mikill meirihluti fylgis Kvennalistans er úr röðum kvenna en hjá Alþýðubandalagi er hlutfall kynjanna frekar jafnt. Framkvæmd og heimtur Könnunin fór fram dagana 22.-29. maí. Stuðzt var við slembi- úrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.200 manna á aldrinum 22-75 ára, af öllu landinu. Úrtök í könnun- um stofnunarinnar ná yfirleitt til aldurshópsins 18-75 ára, en að þessu sinni urðu mistök hjá þeim aðila, sep finnur úrtakið fyrir stofn- unina. Óvíst er að þetta hafi áhrif á niðurstöðurnar. Nettósvarhlutfall, þ.e. þegar látnir, erlendir borgarar og þeir, sem búsettir eru erlendis, hafa ver- ið dregnir frá úrtakinu, er 72%, sem telst ágætt í könnun af þessu tagi. Félagsvísindastofnun telur að úr- takið endurspegli þennan aldurshóp meðal þjóðarinnar allrar nokkuð vel. Spurt var hvað menn myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu á morgun. Þeir, sem sögðust ekki vita það, voru spurðir aftur hvað þeir teldu líklegast að þeir kysu. Segð- ust menn enn ekki vita, voru þeir spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern vinstri flokkanna og þeim, sem sögðust myndu kjósa vinstri flokka, deilt niður á þá í hlutfalli við svörin við fyrri spurningum. Með þessu fer hlutfall óákveðinna úr 32,4% eftir fyrstu spurninguna niður í 6,3%. Alls segjast 10,3% skila auðu eða kjósa ekki og 12,8% neita að svara. Mótmæla aukinni umferð við Langholts- og Vogaskóla 2.155 skrífuðu undir Morgunblaðið/Halldór KRISTINN Gestsson, formaður foreldrafélags Vogaskóla, Óskar Isfeld Sigurðsson, formaður foreldrafélags Langholtsskóla, Lilja Sigxún Jónsdóttir, umferðarnefnd foreldrafélags Vogaskóla, Árni Geirsson, umferðarnefnd, afhenda Guðrúnu Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar, undirskriftalistann. FULLTRÚAR foreldrafélaga Lang- holts- og Vogaskóla og umferðar- nefndar Vogaskóla afhentu í gær Guðrúnu Agústsdóttur, forseta borgarstjórnar, lista með 2.155 und- irskriftum íbúa í hverfunum með andmælum við aðalskipulag Reykja- víkur 1996 til 2016. Þá var afhent stuðningsyfirlýsing frá kennarafélagi Vogaskóla, þar sem segir að ónæði sé nú þegar verulegt frá umferð um Skeiðarvog, en þó sé hætta vegna umferðar enn verri og illskiljanleg sú áætlun að auka hana. Einnig var afhent stuðningsyfir- lýsing frá Reykjavíkurdeild Sjálfs- bjargar, þar sem þeirri spurningu er varpað fram hvort ekki megi loka Skeiðarvogi við Sæbraut. Umferð í gegnum skólastofur „Við höfum barist fyrir umbótum í umferðarmálum í hverfinu í 2 til 3 ár,“ sagði Óskar ísfeld Sigurðs- son, formaður foreldrafélags Lang- holtsskóla, af þessu tilefni. „Við höfum fengið einhverjar úrbætur, en teljum þær ekki nægar. Við viljum að Álfheimar, Holta- vegur og Skeiðarvogur verði flokk- aðar sem safnbrautir en ekki tengi- brautir til þess að hægt sé að ná niður umferðarhraða. Einnig að Skeiðarvogur verði mjókkaður vegna þess að umferð um hann sé alltof mikil. Loks að Ósabraut og aðrar nýjar stofnbrautir verði tengd- ar við Sæbraut, þannig að engin bein leið verði af þeim inn á Skeiðar- vog, Holtaveg eða aðrar götur í hverfinu. Kröfur okkar eru í beinu samræmi við umferðarkafla nýja aðalskipu- lagsins, þar sem kveðið er á um það markmið að stuðla að öruggari og vistvænni umferð í borginni. Ástand- ið í Skeiðarvoginum er agalegt. Mér liggur við að segja að umferðaræð- arnar liggi beint í gegnum kennslu- stofumar. Það er óþolandi. Skólastjóri hefur tekið fram við okkur að ekki sé hægt að hafa glugga opna á kennslustofum sem snúa að Skeiðarvogi vegna umferð- arhávaða. Þeir verða að vera lokað- ir. Þetta er mjög slæmt, sérstaklega þar sem þetta er í sólarátt og þarna eru komnir saman um 20 til 30 nem- endur í hverri stofu. Við fórum af stað með undir- skriftasöfnun um miðjan mánuðinn og var alls staðar mjög vel tekið. Fólk sýndi þessu mikinn skilning. Áður höfðum við dreift blaði til kynningar á þessu máli, með teikn- ingu og góðri greinargerð um hvað máiið snerist." Umferð um Skeiðarvog ófýsilegur kostur „Ég lít ekki á þetta sem andmæli eða mótmæli heldur sem meðmæli," sagði Guðrún Ágústsdóttir, „með þeirri stefnu sem við erum að marka að draga úr umferð um götur borg- arinnar." Hún sagðist vera fylgjandi því að taka eina akrein af Skeiðarvogi í hvora átt vegna þess að skólabörn- um væri beint þar yfir. Ekki þó fyrr en búið væri að byggja þau umferð- armannvirki sem unnið væri að og loka Suðurlandsbraut fyrir umferð framhjá Steinahlíð. Þá væri hægt að beina allri þunga- umferð sem kæmi úr vestri og færi í gegnum Skeiðarvog inn á nýja slaufu sem unnið væri að. Þær fram- kvæmdir sem yrðu í sumar myndu því létta á umferð um Skeiðarvog. Að öðru leyti þyrfti að hanna gatna- mót þannig að gegnumakstur um Skeiðarvog yrði mjög ófýsilegur kostur. Hvað varðar Ósabraut sagði hún að viðræður stæðu yfir við Vegagerð ríkisins um hvar hún ætti að liggja. Ekki lægju fyrir endanlegar niður- stöður, en ljóst væri að ef Kleppsvík- urtengingin yrði norðarlega, nálægt Skeiðarvogi, félli Ósabraut niður eða flyttist til árs í fjarlægri framtíð. „Hins vegar er talað um að á aðalskipulagi þurfi að halda inni svona möguleikum," sagði hún og bætti við að lokum: „Ég vonast til þess að aðalskipulagið verði afgreitt endanlega í haust.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.