Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORG UNBLAÐIÐ
JÓN TRA USTI
VALDIMARSSON
+ Jón Trausti
Valdimarsson
fæddist á Brand-
skarði í A-Húna-
vatnssýslu 11. jan-
úar 1921. Hann lést
á Sjúkrahúsi Sauð-
árkróks 22. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Valdimar
Benediktsson og
Kristín Sigfúsdótt-
ir. Valdimar
drukknaði árið
1925, þá flutti
Kristín í Blöndu-
hliðina og var Jón
Trausti þar allar götur síðan
en hann bjó á Úlfsstöðum í
Skagafirði. Jón Trausti átti
þrjú systkini, tvær systur eru á
lífí, Lilja, búsett í Reykjavík,
og hálfsystir hans Erla Einars-
dóttir, búsett á Akureyri.
Jón Trausti verður jarðsung-
inn frá Miklabæ í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Kæri vinur. Ekki áttum við von
á því er við komum saman fyrir
um það bil mánuði að það yrði
okkar síðasta samverustund. En
eins og þú hafðir svo
oft á orði þá „liggja
vegir til allra átta“.
Reyndar hafði vetur-
inn verið þér erfiður
og þú stundum ansi
veikur, en alltaf
hresstist þú aftur og
varðst óðar en ekki
orðinn gamli góði
Trausti á ný. Enda var
það ekki að þínu skapi
að láta aðra hafa of
miklar áhyggjur af
þinni heilsu.
Einnig var sauð-
burður í hámarki og
annir sumarsins á
næsta leiti. Þetta var sá tími sem
þú varst svo sannarlega í essinu
þínu og þó svo þú værir að mestu
hættur útiverkunum þá fylgdistu
með öllu af mikilli athygli og var
þá ekki ónýtt að eiga glæsilegan
útsýnisglugga, þar sem þú gast
fylgst með hverri hreyfingu. Þú
vissir alltaf upp á hár hvað hver
og einn hafði fyrir stafni, jafnvel
þótt fjölmennt væri á Úlfsstöðum,
einkum yfir sumartímann. Þetta var
þín árstíð sem þú elskaðir öðrum
fremur.
En enginn veit sína ævi fyrr en
öll er.
Það verður erfitt að þurfa að
sætta sig við að þú ert ekki lengu
til staðar eins traustur hlekkur og
þú varst í hugum okkar allra í fjöl-
skyldunni enda hafðir þú verið sam-
ferðarmaður okkar í aldarfjórðung
eða allar götur frá því mamma og
pabbi keyptu Úlfsstaði árið 1972.
Reyndar hafðir þú hálfpartinn fylgt
með í kaupunum þar sem þú hafðir
verið lausamaður hjá fyrri ábúend-
um. Það var því ekki ónýtt fyrir
hina nýaðfluttu fjölskyldu að geta
notið liðsinni þinnar þar sem þú
varst öllum hnútum kunnugur á
jörðinni og hjálp þín ómetanleg. Það
fór líka svo, að það sem upphaflega
átti að verða nokkurra mánaða að-
stoð varð að áratuga samfylgd.
Okkur leið öllum vel í návist þinni
þar sem þín létta lund, smitandi
hlátur, lítillæti og listin að sjá björtu
hliðar tilverunnar fóru fremst í
flokki.
Það verður líka einkennilegt fyrir
barnaböm mömmu og pabba að
fínna þig ekki lengur í herberginu
þínu. En það var fastur punktur
hjá smáfólkinu að banka uppá hjá
þér og spumingin, Hvar er Trausti?
heyrist oft hjá þeim núna, og þegar
stórt er spurt er oft fátt um svör.
Nú, þegar að leiðarlokum er kom-
ið, langar okkur að þakka þér allar
góðu stundimar sem við áttum með
þér, þær munum við geyma í minn-
ingasjóði okkar um ókomin ár. Nú
þegar þú ert kominn á æðri staði
þar sem þú munt eflaust hella uppá
kaffíð með reisn, biðjum við Guð
að styrkja mömmu og pabba því
missir þeirra er mikill.
Blessuð sé minning þín.
Sigríður Jónína og
Qölskylda.
Helsingjarnir koma. Það vorar.
Hægt en örugglega. Sunnanáttin
kemur. Helsingjamir fara. Og
Trausti okkar er farinrn
Ég hugsa til baka. Ég sé hann
standandi á tröppunun á Ulfsstöðum
er við rennum í hlað. Á vinnuskyrtu
í gallabuxum, lágvaxinn, grannur,
með hendur í vösum og eilítið sposk-
ur á svip. „Blessaður góði,“ sagði
hann er við heilsuðumst, bölvaði
veðrinu örlítið, sneri sér að bömun-
um og heilsaði þeim með meiri virkt-
um og öðrum athugasemdum og
dreif okkur síðan í bæinn. Ef húsráð-
endur voru ekki heima dró hann
fram veitingar, við annað var ekki
komandi. Svo var drukkið kaffí og
spjallað. Sagðar vom nýjustu fréttir
úr fjölskyldunni og sagt frá uppá-
tækjum bamanna. Trausti hlustaði
og sagði ,já, ég veit það,“ og svo
hló hann. Með augun full af §öri
hló hann þessum skemmtilega hlátri
og allir hlógu. Og hann sagði okkur
fréttir úr sveitinni. Og hló meira.
Stóð svo skyndilega á fætur og gekk
um gólf, raulaði fyrir munni sér
gömul vísubrot. Spjallaði við bömin
og virtist hafa gleymt fullorðna fólk-
inu. Og skyndilega vom bömin orð-
in þæg eins og lömb. Það hafði ver-
ið eitthvað gott í skúffunni hjá
Trausta. Ef lítið var í skúffunni var
Trausti hálfeyðilagður og fengu
bömin þá skotsilfur sem hefði nægt
til að fylla skúffuna góðu.
Og það var dmkkið mikið kaffi
í eldhúsinu á Úlfsstöðum. Þar vildi
hann vera. Hjá fjölskyldunni sem
hugsaði svo vel um hann. Hann var
heima. Og er við horfum niður að
Vötnunum og ræðum veiðiskapinn
þá segi ég við hann: „Jæja Trausti
minn. Nú kemur þú bara með okk-
ur suður og verður hjá okkur í
nokkra daga.“ „Hvaða bölvuð vit-
leysa er í þér,“ segir hann hvasst.
„Láttu ekki svona, ég kem ekki
neitt.“ Lét ekki stjórna sér, lét ekki
segja sér fyrir verkum. Siðaði mann
bara til í staðinn. En kannski eftir
nokkra mánuði var hringt og sagt:
„Ég er að koma.“
Við hittum Trausta okkar í síð-
asta skipti núna um páskana. Vet-
urinn hafði verið honum erfíður.
Spurðum um heilsufarið. Hann
sagðist vera óttalega lélegur. Það
hafði ég ekki heyrt áður. Hann
vinkaði til okkar í gegnum
gluggann er við fómm. Ekki með
látum, bara ein sveifla. Horfði svo
á eftir okkur niður veginn.
Eyþór, Sigríður og börn.
SIGURÐUR
GUTTORMSSON
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR
fyrmm húsfreyja
á Haligilsstöðum,
Brekkugötu 29,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 29. maí á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Stefán Jónsson,
Jósefína Stefánsdóttir,
Birgir Stefánsson, Sigrún Stefánsdóttir,
Guðrún Stefánsdóttir, Finnur V. Magnússon,
barnabörn og barnabarnaböm.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁRNI BALDUR BALDVINSSON
frá Þórshöfn,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 2. júní kl. 13.30.
Grétar Árnason,
Þráinn Árnason,
Petrfna Bára Árnadóttir,
Hrönn Árnadóttir,
Elinóra Ágústa Conway,
Arnþrúður B. Árnadóttir,
Þórdís Herbertsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir,
öm Randrup,
Charies Conway,
Óskar Bjami Ingason,
barnabörn og barnabamabörn.
+
Þökkum af alhug alla samúð, hlýhug og
virðingu við andlát og útför
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
bifreiðastjóra,
Dynskógum 26,
Hveragerði.
Helga Baldursdóttir.
Margrét Björg Sigurðardóttir, Ingvar Geir Guðbjörnsson.
Baldur Sigurðsson, Vigdís Heiða Guðnadóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Jón Ögmundsson,
Guðmundur Sigurðsson, Sigríður Björk Sigurðardóttir,
Hulda Sigurðardóttir.
barnabörn og barnabamabarn.
+ Sigurður Gutt-
ormsson fædd-
ist á Stuðlum í
Reyðarfírði 6. júní
1921. Hann lést á
Sjúkrahúsi Nes-
kaupstaðar 20. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þórey Stefánsdóttir
og Guttormur Ein-
arsson búfr. á Reyð-
arfirði. Systkini
hans eru Stefán,
látinn, og Elín-
björg, búsett á
Reyðarfirði. Hálf-
systkini hans eru Einar, Sigfús,
Guðlaugur og Bergjjót Gutt-
ormsbörn, öll látin.
Hinn 11. febrúar 1947 giftist
Góðvinur minn til margra ára er
af heimi horfínn. Ennþá hefur gest-
urinn me_ð ljáinn gist garð sveitunga
minna. Á einu misseri hafa fímm
kærir samferðamenn kvatt. Nú er
það Sigurður minn Guttormsson
sem hefur lífsgöngu lokið, en aðeins
eru rúmir tveir mánuðir frá því að
bróðir hans Stefán var allur.
Enn einu sinni leitar því hugur
á heimaslóð og margt góðra minn-
inga sækja muna heim, horfin tíð
verður svo hugumkær. Heima
þekktu allir alla og hver burtkvaðn-
ing snart streng í bijósti allra bæj-
arbúa.
Allt það fólk sem á þessu eina
misseri hefur horfið okkur sjónum
yfír móðuna miklu átti ævigöngu
sína alla eða nær alla heima á Reyð-
arfírði og lét þar eftir sig lífsgöngu
góða, allt aldrað fólk á okkar mæli-
kvarða, en þó höfðu þrjú þeirra
ekki náð áttræðisaldri, Sigurður
yngstur þeirra og allt þar til nú
Sigurður eftirlif-
andi konu sinni
Helgu Sveinsdóttur.
Þau eignuðust finun
börn sem eru á lífi:
1) Guðlaugur
Sveinn, f. 30.7.1947.
2) Anna Þórey, f.
23.9. 1948. 3) Hulda
Björg, f.18.12. 1951.
4) Arndís, f. 20.11.
1960. 5) Guttormur,
f. 27.3. 1962. Bama-
börnin eru 11 og
barnabarnabörnin
eru fimm.
Sigurður ól allan
sinn aldur á Reyðarfirði. Útför
hans fer fram frá Reyðarfjarð-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
fyrir skömmu hress og hraustur að
sjá. En skjótt skipast veður í lofti
og við skæðan meinvald háð örðug
barátta unz yfír lauk.
Sigurður var einn þessara manna
sem var óijúfanlegur þáttur í til-
veru manns heima. Ég fékk að
kynnast honum afar vel er hann
sinnti húsvörzlu í skólanum hjá mér
og ók skólabömum sveitarinnar til
og frá skóla. Hann gekk vasklega
fram í verkum sínum og vildi láta
hlutina ganga. Hann átti heitt skap
svo sannarlega, en skugga bar aldr-
ei á samskipti okkar sem eðlilega
voru þó mikil. Hann reyndist trúr
í verkum sínum fyrir skólann, hafði
þann metnað að allt skyldi verða
eins og bezt varð á kosið sem hann
átti að annast. Sveiflur í örri skap-
gerð hans voru vissulega til, en
okkur gekk ætíð jafnvel að jafna
öll mál á æskilegan veg, sáttfýsi
hans mikil og gjarnan í lokin á létt-
ara hjal brugðið. Hann reyndist mér
+
Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
JÓN EIRÍKSSON
fyrrv. yfirlæknir I Reykjavík,
lést I Landspítalanum fimmtudaginn 29.maí.
Ásdis V. Jónsdóttir,
Þyrf Ágústa Jónsdóttir,
Sigurður Þór Jónsson,
barnabörn og
Frfða Ástvaldsdóttir,
barnabamabam.
verkadijúgur og góður drengur í
hvívetna. Við áttum oft langar sam-
ræður um daginn og veginn og Sig-
urður var viðmælandi góður, opinn
og hlýr greindi hann mér frá ýmsum
áformum sínum og minnisstæður
er mér metnaður hans fyrir hönd
eldri sonarins að honum mætti vel
famast í því sem hann var þá að
taka sér fyrir hendur.
Hann sagði mér og frá sínum
æskuvonum sem ekki hefðu allar
gengið sem skyldi, en þó taldi hann
sig mann mætrar gæfu. Hann var
glaðsinna í innsta eðli sínu og sagði
skemmtilega frá ýmsu skoplegu í
umhverfí okkar, þessum smáu við-
burðum sem eru eins og krydd í
tilveruna þegar þeir eru færðir í
búning léttrar gamansemi einnar
enda hlógum við oft dátt saman.
Sigurður var maður vasklegrar
framgöngu, myndarlegur á velli og
fríður sýnum. Hann hafði afar
ákveðnar skoðanir og fyrir kom að
í létta brýnu sló um landsmálin en
Sigurður var mikill sjálfstæðismað-
ur og fylgdi þeim flokki af einlægni.
Lengst fékkst hann við bifreiða-
akstur og famaðist þar vel, óvílinn
í vetrarferðum, sem margar voru í
ófærð og illviðri famar, snarpur í
átökum öllum, ötull og vel verki
farinn. Ég hefí oft hugsað til þess
að verðugt væri að rita samgöngu-
sögu Austurlands á bílaöld, en þar
yrði hlutur reyðfirzkra bifreiðastjóra
einstaklega góður og þar hefði Sig-
urður sinn vísa og verðuga sess.
Hann sagði mér oft að sér þætti
vænt um þessa farkosti sína, fynd-
ist oft sem ekki væri sama hvemig
vikið væri að þeim, hvað þá hversu
þeir væru meðhöndlaðir og um þá
hirt. Oft hefði hann enda þurft að
eiga á þeim allt sitt traust, þegar
torleiði var mest og óveðrið þyrlaði
upp fönninni, svo vart sást út úr
augum.
Sigurður fékkst við fleira m.a.
átti hann ágætan fjárstofn sem
hann sagðist njóta vel að mega
annast, sagði stundum að líklega
hefði hann orðið bóndi ef bifreiðin
hefði ekki heillað. Auðna fylgdi
einkalífí. Hann átti afbragðskonu
góðra eiginleika og fimm efnisbörn.
Gengin er á enda braut þessa
jarðlífs og eftir það eitt að þakka
fyrir samfylgd þekka um árabil.
Við Hanna sendum Helgu, þeirri
traustu og dugmiklu konu, svo og
börnum þeirra og aðstandendum
öðrum okkar einlægustu samúðar-
kveðjur. Sjálfur þakka ég samskipti
góð og sendi þökk í háa himinsali.
Megi Sigurður vinur minn eiga ódá-
insdvöl sem allra bezta.
Blessuð sé minning hans.
Helgi Seljan.