Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 31 ikið tirval af vögnum EstcreL fel I ih j ó I h ý s i TRIGANO Skrautrannar IHimalajabláeinir GRÓÐRARSTÖÐIN Hansarós STJÖRNVGRÓF18, SÍMl 581 4288, FAX 581 Sækið sumarið til okkar f>MorK ^30 Velkomin í Mörkina Barrtré Hjartasteinbijótur Opnunartímar: • Virka daga kl. 9-21 • Um helgar kl. 9-18 FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA MENNTUN MH tekur upp nýja alþjóðlega námsbraut, IB-nám Amerískar fléttimottur Lokað á laugardögum frá 1. júní -1. sept. VIRKA /.;M Mörkinni 3, i\ 568 7477 Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og Hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öli helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpur er góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. * m. 1 n s j JJPJD UM HELGINA í TJALDVAGNALANDI, SÉRVERSLUN MEÐ TJALDVAGNA, FELLIHÝSI OG FELLIHJÓLHÝSI í 440 fm SÖLUTJALDI VIÐ EYJASLOÐ 7 I REYKJAVIK OG HJÁ HÖLDUR V/TRYGGVAGÖTU Á AKUREYRI. Amerísku fellihjólhýsin eru sérlega vönduð og heppileg fyrir greiðsiukjör. SEGLAGERÐIN ÆQIR EYJASLÓÐ 7 107 REYKJAVÍK Sími 5112203) NÁMIÐ tekur tvö ár og því lýkur með lokaprófi, sem yfirfarið er af er- lendum prófdómurum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka inn 22-25 nemendur í undir- búningsár næsta haust og er það öllum opið. IB-gráða er alþjóðleg og veitir inngöngu inn í háskóla víða um heim, m.a. Oxford, Cambridge, Harvard, Yale og Sor- bonne. Að sögn Wincie Jó- hannsdóttur konrekt- ors MH hefur Háskóli Islands þegar veitt nemendum með IB- próf aðgang að skól- anum. „Þar er prófið litið svipuðum augum og stúdentspróf, þannig að það gefur almennan rétt. Hins vegar gera vissar deildir innan HÍ kröfur um sérstakan undir- búning, sem gæti þýtt að nemendur þyrftu að bæta sam- hliða við sig nokkrum áföngum í þeim greinum." Sex hefðbundnar greinar Hún segir að námið henti þeim sem hafi tileinkað sér góðar náms- venjur og búi yfir góðri námsgetu almennt, góðri enskukunnáttu miðað við jafnaldra sína og einlæg- um vilja til að stunda nám af kappi. Félagsþroski, áhugi, ákveðni, vel mótuð framtíðaráform og skilvirkt vinnulag séu ekki síður mikilvægir eiginleikar en góðar einkunnir. Samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðherra verða nemendur að taka þátt í aukakostnaði sem fylg- ir náminu, sérstaklega vegna sam- ræmdra prófa. Engin viðbótargjöld verða á undirbúningsárinu en um 30-35 þúsund krónur á öðru og þriðja ári. Nemendur velja aðeins sex hefð- bundnar námsgreinar til IB-prófs og stunda þær í fjórar annir, þ.e. úr flokki móðurmáls, samfé- lagsgreina, raun- greina, í stærðfræði, erlendu máli og listum eða viðbótarvali úr hinum fímm flokkun- um. „Þetta er ólíkt stúdentsprófi að því leyti að greinarnar eru færri en í staðinn er farið mun dýpra í hverja grein. Þetta er því öðruvísi nám og samþjappaðra. Kannski eru vinnuað- ferðirnar skrefi nær þeim vinnubrögðum sem tíðkast í háskóla," sagði Wincie. Nemendur ljúka rannsóknarrit- gerð og námskeiði í þekkingar- fræði, sköpun, h'kamsþjálfun auk þess að stunda sjálfboðavinnu í þágu annarra. „í náminu er auk sterkra akademískra krafna lögð áhersla á að þroska og þjálfa alla þætti manneskjunnar (global) en ekki einungis þann vitræna." Undirbúningsárinu svipar til náms annarra nemenda í MH með örlitlu breyttu sniði. Felst það m.a. í því að nemendur taka jafnvel áfanga á fyrstu önn sem aðrir taka Wincie Jóhannsdóttir konrektor MH Áfangar í IB-náminu munu einnig koma núverandi nemendum til góða, því þeir hafa aðgang að þeim, þó svo að þeir stefni ekki á að ljúka IB-gráðu. Þannig hefur nemandi sem ákveðinn er í að stunda nám t.d. í náttúruvísindum í HÍ hag af því að taka þriðja og fjórða áfanga í líffræði með IB- nemendum. Innihaldið er það sama en þar fengi hann aukaþjálfun í ensku í sinni grein. „í tungumála- námi er gert ráð fyrir algjörri blöndun meðal IB-nema og ann- arra,“ sagði Wincie. Hún tók einn- ig fram að IB-námið kæmi ekki einungis nemendum til góða heldur einnig kennurum, þvi það gæfi ákveðna innspýtingu eða hvatn- ingu. MH fékk í maí 1997 fyrstur ís- lenskra skóla aðild að IBO (Inter- national Baccalaureate Organisati- on), sem eru alþjóðasamtök skóla. Aðildarskólar IBO á framhalds- skólastigi eru um 700 í rúmlega 90 löndum. Þeir sem standa að samtökunum vinna saman að nám- skrárþróun og allir skólarnir vinna samkvæmt sömu námskrá, þ.e. á hvaða sviði skuli kennt. Skólunum er þó í sjálfsvald sett hvaða kennsluefni þeir velja til að ná markmiðunum. NÝ UNDIR- FATALÍNA Kringlunm S. 553 7355 PARTAR BÍLAPARTASALA KAPLAHRAUNI 11 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 565 3323 • FAX 565 3423 EIGUM FYRIRLIGGJANDI NÝJA OG NOTAÐA VARAHLUTI í FLESTAR GERÐIR BÍLA HÚDD - BRETTI - STUÐARA HURÐIR - LJÓS - GRILL AFTURHLERA - RÚÐUR Meirihluti náms fer fram á ensku Menntaskólinn við Hamrahlíð er að fara af stað með nýja námsbraut, þar sem fram fer svokallað IB-nám (Intemational Baccalaureate). Allt námið fer fram á ensku utan þess sem kennt er í íslenskuáföngum og öðrum tungumálum. síðar, s.s. íslandssögu. „í lok fyrstu annar ákveða nemendur síðan hvaða fög þeir ætla að taka í IB- náminu. I ljósi þess verður þeim gert að taka vissar greinar á vor- önn, að hluta vegna undirbúnings á IB-náminu og að hluta til að bæta upp það sem á vantar. Lík- legt er því að einhver raungrein verði fyrir valinu á vorönn.“ Kemur öllum til góða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.