Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 38
38 1AUGARDAGUR 31. 'M'AÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Ráðgjöf í
orgelkaupum
ÞAU tíðindi gerðust nýlega að
Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar,
Haukur Guðlaugsson, sagði sig úr
biskupsskipaðri orgelnefnd. í kjöl-
farið á því lýsti annar nefndarmað-
ur því yfir að hann hefði ekki
áhuga á setu í nefndinni við þessar
aðstæður. Eftir var þá aðeins einn
fulltrúi sitjandi, en síðar hefur hið
i sama komið í ljós með hann.
Söngmálastjóri gerði þá grein
fyrir úrsögn sinni, að vegna síend-
urtekinna blaðaskrifa um störf
hans að orgelkauparáðgjöf frá
Björgvin Tómassyni orgelsmið,
teldi hann rétt að víkja sæti.
Vegna þessa boðaði stjórn Fé-
lags íslenskra organleikara til al-
menns félagsfundar, einkum til að
ganga úr skugga um hug félags-
manna um þörfina á slíkri nefnd
og þá jafnframt framtíðarskipan
hennar.
Fundurinn var haldinn 2. maí
sl. í safnaðarheimili Dómkirkjunn-
ar.
Málshefjandi var
ritari félagsins, Hörð-
ur Áskelsson og flutti
hann greinargott er-
indi um hvemig staðið
var að málum þegar
orgel Hallgrímskirkju
var valið og viðraði
jafnframt sínar hug-
myndir um hvernig að
þessu mætti standa.
Spunnust um þetta
gagnlegar umræður á
faglegum gmnni en
félagið hyggst alls
ekki og hefur ekki
blandað sér í upp-
komnar deilur.
FÍO, sem tilnefni tvo
fulltrúa og frá emb-
ætti Söngmálastjóra
er tilnefni einn full-
trúa. Tilnefning full-
trúa FÍO fari fram á
aðalfundi félagsins.
3. Kirkjuráð og
kirkjuþing setji orgel-
nefnd starfsreglur og
tryggi henni fjárhags-
legan grundvöll.
4. Félagsfundur
FIO fagnar því að
menntaður orgelsmið-
ur skuli starfa hér-
lendis og telur að hann
hafi sannað hæfni sína
Kjartan
Sigurjónsson
I fundarlok var svo eftirfarandi sem orgelsmíðameistari
ályktun samþykkt:
„Félagsfundur í FÍO haldinn í
safnaðarheimili Dómkirkjunnar 2.
maí 1997 ályktar:
1. Skipuð verði ný orgelnefnd.
2. Biskup íslands skipi orgel-
nefnd að fengnum tillögum frá
Fundurinn telur að hann skuli
sitja við sama borð og erlendir
samkeppnisaðilar og fá tækifæri
til að bjóða í nýsmíði orgela fyrir
íslenskar kirkjur.
Jafnframt óskar FÍO eftir góðu
samstarfí við Björgvin Tómasson
1
ÍSLENSKT MAL
Ég held við séum öll á einu
máli um að segja kynjamunur
og kynjakvóti, ekki ?kynamun-
ur eða ?kynakvóti. Þetta er því
rifjað upp, að þáttagerðarmaður
í Ríkisútvarpinu var mjög óviss
um beygingu orðsins kyn, sagði
stundum réttilega kúakynja, en
því miður líka „kúakynanna",
og sömuleiðis „af öðrum kyn-
um“ í stað kynjum. Viðmælend-
ur þessa þáttagerðarmanns
kunnu hins vegar að beygja orð-
ið kyn, eins og ekkert væri.
Nokkur hvorugkynsorð hafa
frá öndverðu bætt við sig j-i í
þágufalli og eignarfalli flt. svo
sem ber, sker, kyn, fen, flet,
men, nes, sel, stef, gil, fyl,
kið, rif og skegg. Þess vegna
rennur okkur eitthvað til rifja.
Hugsið ykkur þetta j-laust. Þess
vegna búum við til samsetningar
eins og fenjamýri, ekki ?fena-
mýri, sem hljómar eins og út-
lenska, skeijagarður, ekki
?skeragarður, stefjahreimur,
ekki ?stefahreimur, Giljagaur,
ekki ?Gilagaur.
J-lausu myndirnar eru blátt
áfram ömurlegar. Og því segjum
við auðvitað frá öðrum kynj-
um, þegar við fjöllum um mis-
mun kynjanna.
★
Bjarni Sigtryggsson sendir
mér svofellt bréf, og eru tillögur
hans „að bestu manna yfírsýn"
góðar og meðmælanlegar:
„Þótt til sé á íslensku orð
yfir allt, þá verður ekki komist
hjá nýyrðum vegna tækninýj-
unga. Ég aðhyllist þá skoðun
Sigurðar Nordal að ekki sé þörf
á því að nýyrði geri grein fyrir
sér sjálf en finnst þó ekkert
skaða að þau hafi einhveijar
rætur eða skyldleika við önnur
orð og þekkt.
Af þessum ástæðum fannst
mér í lagi á sínum tíma að nota
enska nýyrðið „fax“ (facsimile)
í íslensku, þar sem orðið lagast
vel að samfélagi orðanna og á
skemmtilegan skyldleika við
þarfasta þjóninn, en sumum
finnst faxtækið vera þarfasti
þjónninn í nútíma athafnalífi.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
903. þáttur
En tækninni fleygir fram og
nú er þess að vænta að tölvu-
póstur geti orðið jafn mikilvæg
leið til tjáskipta. Það skemmti-
lega er að þessar tækninýjungar
eru á góðri leið _með að gera
hina pennalötu íslendinga að
ritþjóð á nýjan leik.
Én tillaga mín um íslenskt
heiti enska nýyrðisins „e-mail“
er þó ekki orðabókarþýðingin
„tölvupóstur“ — heldur vildi ég
kalla það rafrit. Einn af megin-
kostum rafrits er hve auðvelt
er og fyrirhafnarlítið að veita
„rafsvar" — hvort sem það er
þó afsvar eða ekki. Á ensku
mætti jafnvel hugsa sér svipað-
an orðaleik og kalla svarið „e-
piy“-
Islenskan getur sannarlega
verið lifandi mál og það er eng-
in þörf á því að ný orð sem fylgja
nýrri tækni þurfí endilega að
gera til hlítar grein fyrir sér eða
vera orðrétt þýðing hins erlenda
uppruna.
Með bestu kveðju.“
★
Niðurlönd áttu auð,
arfur sá jók mér starf,
víða, með vígreift blóð,
völdin tók kalvínsk fjöld.
Frakkar óvinaflokk
fylltu með stjómmál spillt.
Hund-Tyrkinn jafnvel hönd
hreimdimmur rétti þeim.
(Magnús Jónsson Hafnarf.; dróttkv., hálf-
hneppt.)
Þetta er úr kvæðinu Eintal
einvaldans og mælt fyrir munn
Filippusar II. Spánarkonungs.
★
Þá er hér með þökkum birtur
bréfkafli frá Veturliða Óskars-
syni, og hefur hans fyrr í þáttum
þessum verið að góðu getið:
„Fyrir 1—2 árum fór ég að
athuga elstu dæmi um sögnina
ske. Ég hafði fundið dæmi um
hana í fornbréfum frá 1473 og
síðar, en rakst síðan á hana í
Gibbons sögu og gömlum rímum
sem eru líklega frá lokum 14.
aldar (m.a. Króka-Refs rímum).
Ég hef einnig leitað uppi um-
sagnir um sögnina og dæmi um
hana í ritum góðskálda og fræði-
manna nú á dögum. Smám sam-
an hefur þessi athugun undið
upp á sig og er nú á allgóðri
leið með að verða að tímarits-
grein. Ef þessi athugun mín birt-
ist einhvern tíma á prenti, kann
að vera að einhveijum þyki ég
vera að hlaða of mikið undir
þessa litlu sagnarskömm sem
menn hafa ýmist reynt að bola
burt úr málinu eða þegja í hel
síðustu 100 árin. Ég ætla mér
ekki að fella dóma um fegurð
þessarar sagnar eða gildi, en
því er ekki að neita að með-
aumkun með lítilmagnanum
hefur gert það að verkum að
mér er farið að þykja ofurlítið
vænt um þennan litla einstæð-
ing, sem hefur verið gestur í
íslensku máli í 600 ár.“
Við þetta bætir umsjónar-
maður því einu, að hann hefur
orðið þeim mun minni andstæð-
ingur sagnarinnar að ske sem
fleiri ár hafa færst yfir hann.
★
Það er ólíku saman að jafna,
þar sem eru upphrópanirnar, hæ
og bæ. Hin fyrri er gömul og
gild, en hin síðari enskusletta
frá okkar dögum.
Senn er klukkan orðin átta,
er því mál að klæða sig.
Svona er að fara seint að hátta,
sofa lystir ennþá mig.
Gæti eg samt á fætur farið,
fengi _ég kaffí og brennivín.
Hæ! Á dymar hægt er barið.
Eg held það rætist óskin mín.
★
Hlymrekur handan kvað:
Sá nýriki Niflfjarðar-Jón
keypti sér þernu og þjón,
það var tignarlegt staff
eins og W,-
og talaði í gullsleginn fón.
★
„Maðkaflugan er kanarífugl
öreigans".
(Halldór Laxness: Kristnihald
undir Jökli.)
I síðasta þætti var ekki al-
staðar skipt rétt milli lína, og
leturtákn komust ekki öll rétt
til skila. Beðist er velvirðingar
á þessu.
Eins og ályktun okkar
ber með sér, segir
Kjartan Sigrirjónsson,
bera organleikarar fullt
traust til Björgvins
Tómassonar sem
orgelsmiðs.
vegna viðhalds orgela í kirkjum
landsins.“
Söngmálastjóri sat þennan fund
en hann er félagi í FIO.
Framanrituð fundarályktun var
síðan kynnt biskupi sem tók tillög-
um þessum vel.
Af ástæðum mér ókunnum birti
ríkissjónvarpið síðan frétt í seinni
fréttatíma 26. maí sl., en þar var
m.a. sagt: „Talsverðar deilur hafa
staðið um starfssvið nefndarinnar
að undanförnu milli félagsins og
söngmálastjóra, sem hefur sagt sig
úr orgelnefndinni.“
Með því að ég kannaðist ekki
við neinar slíkar deilur milli félags-
ins og söngmálastjóra hafði ég
samband við fréttastjóra sjónvarps
sem bauðst til að láta hafa við
mig viðtal í ellefufréttum 27. maí
sl. Ég þáði þetta og taldi mig hafa
komið öllum leiðréttingum að, en
brá heldur en ekki í brún þegar
ég heyrði útsendinguna.
Var þá sem sé búið að klippa
allt burt sem máli skipti en eftir
stóð samhengislaust snakk sem lít-
ið þjónaði tilgangi viðtalsins.
Það sem ég vildi að fram kæmi
í téðu viðtali, og sagði réyndar, er
þetta: Söngmálastjóri hefur átt
þátt í vali margra góðra hljóðfæra
en ég þekki ekkert orgel sem allir
eru jafn ánægðir með. Milli félags-
ins og söngmálastjóra hafa jafnan
legið gagnvegir og hefur hann
stutt okkur með ráðum og dáð og
við reynt að svara í sömu mynt.
Eins og í ályktun okkar kemur
fram berum við fullt traust til
Björgvins Tómassonar sem orgel-
smiðs og hörmum að æstar tilfinn-
ingar skuli hafa orðið til þess að
hafnar voru á opinberum vettvangi
ómaklegar árásir á Söngmála-
stjóra Þjóðkirkjunnar. Nær væri
að „ ... senda sundurlyndisfjand-
ann út á sextugt djúp“.
Þegar upplýsingar um afstöðu
félagsins vegna misskilnings eða
einhverra annarra ástæðna eru
þannig rangfærðar ber mér sem
formanni að leggja spilin á borðið
eins og ég nú þykist hafa gert.
Höfundur er organistí í
Seljakirkju og formaður FÍO.
Sameinuð um
tóbakslausa j örð
MEIRA en fiórir
áratugir eru nú liðnir
frá því að fyrst varð
ljóst hve tóbaksneysla
er hættuleg. Vísinda-
legar sannanir um
þetta hafa síðan hlað-
ist ört upp og nú leik-
ur ekki lengur vafi á
því að tóbaksnotkun
er gríðarlega veiga-
mikil orsök sjúkdóma
og dauða. Frá miðri
tuttugustu öld hefur
tóbakið dregið rúm-
lega 60 milljónir
manna til dauða í iðn-
ríkjunum einum. Ef
þessi óheillavænlega þróun verður
ekki stöðvuð má gera ráð fyrir að
svo verði komið eftir þijá áratugi
að um 10 milljónir látist þar á
hveiju ári vegna tóbaksnotkunar
Milljónir manna bíða
ótímabæran dauða, seg-
ir Hiroshi Nakajima,
vegna tóbaksnotkunar,
en í dag er alþjóðlegur
reyklaus dagur.
og 70% þessara dauðsfalla verði í
þróunarlöndunum. Dauðsföll
vegna tóbaksnotkunar eru mikið
alþjóðlegt heilbrigðisvandamál og
mikilvægt er að gripið sé til að-
gerða þegar í stað til þess að draga
úr þessari ógn við heilbrigði al-
mennings.
Baráttan gegn tóbaksnotkun er
á hinn bóginn ekki sambærileg við
baráttuna gegn öðrum heilbrigðis-
vanda í samfélaginu, því hún felur
í sér að takast þarf á við hags-
munaaðila og sérfræðinga í al-
mannatengslum sem veija gífur-
legu fjármagni til þess að ónýta
aðgerðir er stuðla að almennu heil-
brigði. Auk þess er algengt er að
almenningur vanmeti þá hættu
sem stafar af tóbaksnotkun og á
það jafnvel við þá sem starfa að
heilbrigðis- og forvarnarmálum.
Þess vegna sjáum við oft áhrifa-
litla stefnumörkun í tóbaksmálum
og margir þeirra, sem
gætu unnið veigamik-
ið forvamarstarf í
þessum efnum halda
að sér höndum.
Sem betur fer sjáum
við einnig um allan
heim vaxandi fiölda
áhugasamra einstakl-
inga, hópa og ríkis-
stjórna sem hafa náð
lofsverðum árangri í
tóbaksvörnum.
Árangur þessi lýsir sér
í færri ótímabærum
dauðsföllum og aukn-
um lífsgæðum fyrir
ótölulegan íjölda ein-
staklinga. Hann ber þess glöggt
vitni að unnt er að breyta stefn-
unni í sögu almenningsheilbrigðis.
Við alvarlegum vanda verður
að bregðast af fullri alvöru. Tób-
aksnotkun hefur áhrif á alla ein-
staklinga og samfélög. Milljónir
manna bíða ótímabæran dauða
vegna tóbaksnotkunar. Enn fleiri
milljónir þjást að óþörfu vegna
sjúkdóma sem rekja má til tóbak-
snotkunar. Einstaklingar, sem
reykja ekki og eiga vini, ættingja
eða samstarfsmenn sem reykja,
horfa fram á að geta misst þá
vegna sjúkdóma sem tengjast tób-
aksneyslu. Aðrir verða að þola
óþægindi, vanheilsu eða jafnvel
dauða af völdum óbeinna reyk-
inga. Stjórnvöld eyða stórfé í
meðferð sjúkdóma sem rekja má
til tóbaksnotkunar og miklir fiár-
munir tapast auk þess við það að
tóbaksneysla skerðir starfsgetu
eða sviptir menn starfi.
Einn síns liðs getur enginn ein-
staklingur, samtök eða ríkisstjórn
stöðvað þennan ógnvekjandi far-
aldur. Til þess að unnt sé að koma
á varanlegum og viðamiklum tób-
aksvörnum þarf víðtækt samstarf
og stuðning almennings. Þegar
samfélagið í heild tekur höndum
saman við Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunina (WHO) undir kjörorð-
inu „Sameinuð um tóbakslausa
jörð“ getum við sigrast á tóbaksf-
araldrinum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar WHO.
Hiroshi
Nakajima