Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
VEIÐISUMARIÐ FRAMUNDAN
MORGUNBLAÐIÐ
AMORGUN sunnudag
þreyta laxveiðimenn vænt-
anlega fyrstu laxana á
veiðisumrinu, er Norðurá og Þverá
opna og ég finn á mér, vinum mín-
um og kunningjum að gamalkunnur
veiðifiðringur hefur gert vart við sig
og færist heldur í aukana. Þegar
Morgunblaðið spurði mig hvaða
heilræði ég ætti tii handa veiði-
mönnum í vertíðarbyrjun, kom mér
fyrst í hug nafnið á júróvisionlaginu
hennar Höllu Margrétar um árið,
Hægt og hljótt og svo auðvitað kapp
er best með forsjá.
Veiðimennska er afar víðfeðmt
hugtak, en kjarninn er auðvitað að
færa björg í bú og á þessu sviði er
eðli og kapp manna jafn breytilegt
og þeir eru margir. Ég hef á rúmum
30 árum veitt með flestum gerðum
veiðimanna og einnig fylgst með því
mér til ánægju hvemig stangaveiði-
íþróttin hefur fengið á sig miklu já-
kvæðara yfirbragð samfara aukinni
umhyggju fyrir náttúrunni. Auðvit-
að vitum við að veiðitúrar eru fyrst
og fremst frí, oftast langþráð frí,
þegar menn slaka á í góðra vina
hópi frá erli dagsins og hafa oftar
en ekki greitt fyrir ærið fé til að
komast á bakka eftirlætisár sinnar.
En undir öllu tifar dulúðug og
mögnuð spenna og þrá eftir að
takast á við konung laxfiskanna.
Þessi tilfinning veldur því að menn
fá örari hjartslátt og kikna næstum
í hnjáliðunum þegar komið er niður
á árbakkann ekki hvað síst í fyrstu
ferð sumars. Það er spennan eftir
að finna fyrir nartinu, eða sjá ólg-
una á eftir flugunni og það er löng-
unin til að veiða vel, helst meira en
allir hinir, að verða fremstur meðal
jafningja. Veiðimennsku fylgir
kapp. Þeir sem skara fram úr eru
umtalaðir og næstum settir á
goðastall. Menn eru að taka upp í 80
laxa á dag og við hinir segjum „vá“
og hristum höfuðið og þökkum fyrir
okkar eina. En nú gætir vaxandi
hófsemi í hópi veiðimanna og marg-
ir farnir að sleppa verulegum hluta
sinna laxa. Þetta helst í hendur við
að senn sér fyrir endann á laxveið-
um í sjó í N-Atlantshafi fyrir tilstilli
Orra Vigfússonar. Þannig á að vera
tryggt að komandi kynslóðir fái að
njóta góðs af öflugum veiðiarfi.
Það hillir undir fyrstu ferðina
og tími til kominn að fara
yfir stangir, hjól, línur, flug-
ur, öngla og þyrlbeitur. Sumir eru
auðvitað löngu búnir að þessu og
þurfa aðeins að setja saman, skella
sér í vöðlurnar og rölta niður á ár-
bakkann. Almennt eru gæði veiðar-
færa orðin slík að hægt er að nota
þau árum saman. Þannig kaupa
menn sér 25 ára ábyrgð í verði há-
gæðaveiðistanga og er ekki spurt
hvemig stöng skemmdist, ef hefja
þarf ábyrgðina. Menn mega hins
vegar ekki trassa að draga línurnar
út af hjólunum og sjá hvort nokkurs
staðar örlar á hnjaski, einkum á
v ;§
Hægt og hljcrtt
á árbakkanum
Vetrarlöng bið veiðimanna er á enda og á morgun má búast við að
fyrstu spegilfogru laxarnir liggi á bökkum Norðurár og Þverár.
Nær uppselt mun í bestu árnar og fiskifræðingar þokkalega
bjartsýnir á góða veiði en veiðimenn fullir bjartsýni. Ingvi Hrafn
Jónsson setti á blað ráð og hugleiðingar í tilefni morgundagsins.
** Yfirfara ~
Ea
^ «ara vöa/Mr a fcr6*a
Q» ^U°a eftírsn*r®s ',fða"aÞ.aa
£ ‘9a9°ttúrva?< Þott*
^ lZdU°a hn*t e», IfUtauma
(a ' dUn- Wrh''ería
sannkallaða Guðsgjöf fyrir þá sem
stunda veiðar á norðurslóðum. Ef þú
fannst fyrir einhverjum raka í síð-
astu veiðiferð, er auðvelt að skella
sér í þær og setjast í fullt baðkar og
sjá hvort einhvers staðar þarf að
þétta. Til eru efni sem auðvéld eru í
notkun, en mér hefur gefist best að
fara til Skósmiðsins á Dunhaga til
að vera öruggur með allt.
Morgunblaðið/Halldór
samskeytum flugulínu og undirlínu.
Margan mann hef ég séð niðurlútan
á árbakkanum eftir að sá stóri var
búinn slíta og sjá mátti á línuendan-
um að þar hafði verið veikleiki.
Öruggasta leiðin er að draga línuna
gegnum fingurna því að þá finnur
maður strax ef einhveijar ójöfnur
eru á henni. Og ef svo er, þá ráðlegg
ég mönnum að gleyma því að klippa
bút í burtu og hnýta saman aftur.
Endurnýja heldur línuna alla.
Ráðin eru líka einfóld er kemur
að agninu, flugu, spún eða
maðkönglum. Kannið hvort nokkurs
staðar er ryðblett að sjá, brotið agn-
ald eða boginn krók. Öllu sem ber
minnsta vott um slfkt á umsvifa-
laust að henda. Ekki freistast til að
geyma skemmda flugu í boxinu,
jafnvel þótt hún hafi verið þitt upp-
áhald og gefið þér marga laxa. Þú
gætir orðið fyrir því að hnýta hana
á í hugsunarleysi og þá er ekki að
sökum að spyrja. En það er ekki allt
algott þótt nýtt sé og keypt í virtri
verslun. Fyrir tveimur árum var ég
að veiða í Laxá í Aðaldal með Stein-
ari J. Lúðvíkssyni vini mínum.
Breskur vinur minn hafði fært mér
nokkrar flugur úr Farlow|s í
London, sem voru sérstaklega „létt-
klæddar og langleggjaðar" til að
nota við Portlandsbragðið, eða
gáruhnútinn, sem er falleg íslensk
þýðing á „hitchinu“.
Þetta voru afar fallegar flug-
ur, einkrækjur og ég hugs-
aði mér gott til glóðarinnar
að reyna þær á Hagabökkum nyrðri.
Skemmst er frá því að segja að ég
setti fljótlega í vænan lax á hefð-
bundnum tökustað. Eftir u.þ.b. 40
mínútna viðureign og ég við það að
ná yfirhöndinni, búinn að koma lax-
inum upp undir Hólmavaðsbrúna,
var allt laust. Það er svo sem alvana-
legt félagi, eins og einhver góður
maður sagði, en þegar flugan var
skoðuð var bara hálfur leggurinn
eftir. Nú hafði ég tekið fremur fast á
laxinum, en samt ekkert tíl að valda
slíku broti. Tveimur dögum seinna
vorum við að kasta á Breiðuna vest-
an frá og ég með systurflugu hennar
á, Collie dog að því er mig minnir.
Fallegur 14-15 punda hængur kom
allur upp úr til að grípa hana, en eft-
ir 15 mínútur var hann farinn og nú
fékk ég fiuguna til baka brotna rétt
fyrir ofan agnaldið. Ég tók restina
af þessum bresku flugum og sturt-
aði þeim í næstu ruslatunnu. Auðvit-
að á svona lagað ekki að geta gerst,
en framleiðslugallar eru enn til stað-
ar í hátækniþjóðfélagi. Ég held þó
að óhætt sé að fullyrða, að allar
veiðiverslanirnar hér á landi bjóða
aðeins upp á úrvalsvörur, enda sam-
keppnin slík að enginn myndi þora
að bjóða upp á annað.
Snúum okkur þá að vöðlunum.
Þeir eru ekki margir veiðimennimir,
sem ekki nota neopranevöðlurnar,
Fyrsta veiðiferðin er runnin
upp. Við erum komin í veiði-
húsið, gamlir félagar hafa
heilsast og faðmast með þeim inni-
leik sem fylgir því sem skipar sér-
stakan og jafnvel heilagan sess í
hugum manna. Nýir félagar eru
hálffeimnir og svolítið utanveltu.
Það er búið að bera inn á herbergin
og búið að draga um skiptingu veiði-
svæða. Menn velta vöngum yfir
hverjir hafi fengið „gullið“ og hvar
eigi að byrja. Búið að skoða veiði-
bækurnar til að sjá hvar menn hafa
helst verið að fá|ann. Svo skella
menn í sig kaffisopa og leggja af
stað. Árniður og fuglalíf hjala við
hlustirnar og gera úr öllu svo stór-
kostlegt sjónarspil að við liggur að
veiðifélagarnir hvíslist á. Nú ríður á
að koma ekki að ánni með gösla-
gangi og hávaða heldur hægt og
hljótt. Þeir eru enn ótrúlega margir
veiðimennirnir, sem halda það að áin
sé lokaður heimur og laxinn sjái
ekki neitt. Ekkert er fjær sannleik-
anum. Við ákveðin skilyrði þarf ekki
nema örlítinn skugga á vatnið til að
skapa sprengjuáhrif og öll von um
veiði er úr sögunni.
Ég hef séð allar útgáfur af um-
gengni manna við veiðistaði, en sú
sem ég tel vænlegasta til árangurs,
er að ganga afar rólega að hylnum
ofanverðum, helst nokkra tugi
metra ofan við fyrsta tökustað. Taka
nokkur stutt köst frá bakkanum, því
að stundum liggur laxinn ótrúlega
nærri landi. Vaða síðan hægt og ró-
Spumlng: Hvað er fjölvöðvagigt
og hvernig er hún læknuð?
Svan Til er sjúkdómsástand sem að
ýmsu leyti er óljóst og er kallað
verkjaheilkenni eða langvinnir verk-
ir. Flestir eru sammála um að skipta
megi verkjaheilkenni í nokkra að-
skilda en tengda sjúkdóma og má
þar helst nefna vefjagigt, fjölvöðva-
gigt, festumein og síþreytu. Allir
þessir sjúkdómar lýsa sér með
verkjum hér og hvar f stoðkerfinu
(vöðvum, sinum og liðum), svefn-
truflunum, truflunum á húðskyni,
ristilkrampa, þreytu og þunglyndi.
Ekki þurfa öll þessi einkenni að vera
til staðar hjá sama einstaklingi. Al-
gengast er að sjúklingarnir séu kon-
ur (9 af hveijum 10) á aldrinum 25
til 55 ára. Þrátt fyrir talsverðar
Hvað er fjölvöðvagigt?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
rannsóknir hefur ekki tekist að finna
orsakir þessara sjúkdóma. Að ýmsu
leyti minna einkennin á sýkingu en
eftir viðamiklar rannsóknir á fjölda
sjúklinga verður að telja nokkuð ör-
uggt að hvorki sé um að ræða sýk-
ingu af völdum veira né sveppa.
Stundum koma þessir sjúkdómar í
kjölfar sýkinga, slysa eða andlegra
áfalla en jafn oft er ekkert slíkt til
staðar. Verkjaheilkenni getur verið
eitt sér eða í tengslum við aðra sjúk-
dóma, oft gigtsjúkdóma. Öfugt við
gigtsjúkdóma er ekki um að ræða
hægfara vefjaskemmdir sem smám
saman skemma liði, sinar, vöðva og
taugar heldur er eingöngu um verki
og lækkun á sársaukaþröskuldi að
ræða. Einkennin eru mjög mismun-
andi frá einum einstaklingi til ann-
Fjölvöðvagigt
ars og stundum versna þau við há-
vaða, veðrabreytingar eða streitu.
Ekki er hægt að greina þessa sjúk-
dóma með blóðrannsókn, röntgen-
myndatöku eða öðru slíku heldur
verður að byggja greiningu á
sjúkrasögu og með því að útiloka
aðra sjúkdóma. Við vefjagigt eru
hvellaumir blettir á líkamanum sem
eru staðsettir við olnboga, axlir, hné,
mjaðmir, hnakkagróf og bringubein.
Alls eru þessir punktar 18 talsins og
flestir miða við að við vefjagigt þurfi
minnst 11 af þessum punktum að
vera hvellaumir viðkomu. Meðferð
er að mestu undir sjúklingnum kom-
in og byggist á fræðslu um sjúkdóm-
inn, minnkun streitu, hæfilegri lík-
amsþjálfun og lyfjum. Fræðsla er
mikilvæg sem fyrsta skref og miðar
að því að sjúklingurinn öðlist skiln-
ing á eðli sjúkdómsins og einkenn-
um hans. Það er t.d. slæmt ef sjúk-
lingurinn hættir að vinna og hlífir
sér við áreynslu, þó svo að hann þjá-
ist af verkjum og þreytu er mikil-
vægt að hann haldi áfram að lifa líf-
inu. Streita og hvernig hægt er að
draga úr henni er mjög einstakling-
bundið og þess vegna ekki hægt að
gefa almennar ráðleggingar. Hver
og einn verður að finna einhver ráð,
upp á eigin spýtur eða með hjálp
annarra. Hæfileg líkamsþjálfun er
mikilvæg og má þar nefna sund,
hjólreiðar, göngu og skíðagöngu.
Þeir sem eru illa haldnir verða að
byrja rólega en geta bætt við smám
saman og gott er að stefna að 30
mínútna æfingum á dag, 4-5 daga
vikunnar. Verkjalyf, hvort sem þau
eru veik eða sterk, gera yfirleitt
ekkert gagn. Sú lyfjameðferð sem
mest gagn gefur gert eru þunglynd-
islyf (þríhringlaga þunglyndislyf) og
dugir oftast að gefa litinn skammt
fyrir svefn.
Annar sjúkdómur sem einnig er
stundum nefndur fjölvöðvagigt
(polymyalgia rheumatica), en er allt
annars eðlis, kemur oftast fyrir í
sjúklingum eldri en 50 ára og lýsir!
sér með verkjum og stirðleika í og
umhverfis háls, handleggi, axlir og
mjaðmir. Orsakir þessa sjúkdóms