Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 JÓNA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR + Jóna Gissurar- dóttir fæddist í Votmúla í Sand- víkurhreppi hinn 22. september 1908. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands hinn 25. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Björnsdótt- ir, f. 1. september 1882, d. 18. nóv- * ember 1963, og Gissur Gamalíels- son, f. 15. nóvember 1872, d. 12. desem- ber 1942. Systir Jónu var Guð- rún, f. 30. nóvember 1910, d. 8. nóvember 1990. Hinn 4. júlí 1938 giftist Jóna Robert G. Jensen mjólkurfræðingi, f. 16. ágúst 1910, d. 21. maí 1987. Börn Jónu og Ro- berts eru: 1) Björn rennismiður.f. 6.4. 1939, eiginkona hans er Guðrún A. Halldórsdóttir og eiga þau tvo syni. 2) Gissur mjólkur- fræðingur, f. 12.1. 1944, eiginkona hans er Hansína A. Stefánsdóttir og eiga þau tvo syni. 3) Jóhanna banka- maður, f. 17.8. 1946, eiginmaður hennar er Svavar Bjarnhéðinsson og eiga þau tvær dætur og einn son. Barna- barnabörnin eru níu. Útför Jónu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Heiðurskona er gengin. Mig langar í fáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Jónu Gissurardóttur sem lögð er til hinstu hvílu í dag. Það var á jólum 1961 sem við --j. sáumst fyrst, en þá skyldi ég kynnt sem verðandi tengdadóttir hjá Ijöl- skyldunni á Selfossi. Ég, feimin sveitastelpan, kveið þessu auðvitað, en sá kvíði reyndist ástæðulaus, þegar á hólminn var komið, því hjónin Jóna og Robert tóku svo inni- lega vel á móti mér, strax. Þó að við þekktumst ekki á þeirri stundu þá entist þetta hlýja viðmót þeirra beggja til mín allt þeirra líf. Þegar þetta var, bjó fjölskyldan í Múla við Eyrarveg og þrátt fyrir að húsið væri lítið, vakti það eftir- tekt mína hvað þeim virtist öllum líða þar vel, en móðir Jónu, Katrín Björnsdóttir var hjá þeim og svo voru systkinin Björn, Gissur og Jó- hanna. Ég sá strax að Jóna var myndarleg húsmóðir. Allt svo hreint og fágað og allur matur svo vel tilbúinn hjá henni og góður. Hún hafði yndi af handavinnu og prýddu heimili hennar margir góðir munir sem hún hafði unnið. Haustið 1962 byrjuðum við Björn búskap uppi á lofti í Múla. Ég hafði nú lesið í bókum að það væri ekki heppilegt að búa svona nálægt tengdaforeldrunum. Sú kenning afsannaðist nú þama. Þetta varð ekki nema einn vetur því þá seldu þau hjón húsið í Múla og keyptu sér hús á Sunnuveginum en þar var þá í byggingu okkar hús. Bjuggum við þar í góðu nábýli næstu 20 ár- in. Ómetanlegt var það fyrir syni okkar að alast upp í nálægð ömmu og afa og margar voru ferðirnar milli heimilanna. Þessi ár þeirra á Sunnuveginum voru án efa þeim góð ár, þá fæddust barnabörnin eitt af öðru og veittu þau öll ömmu og afa ómælda gleði og ánægju. Fyrir þetta nábýli okkar hér á Sunnuveginum er ég þakklát. Fvrir mér var Jóna yndisleg kona, svo hlý og nærgætin, um- hyggjusöm og góð. Fjölskyldan var henni allt. En hún stóð ekki ein. Sem ung stúlka var Jóna í vist á góðum heimilum í Reykjavík og þótti það á þeim tíma á við dvöl í húsmæðraskóla. Síðar vann hún í Tryggvaskála og þar munu þau hafa kynnst hún og Robert Jensen eiginmaður hennar. Þau giftu sig 4. júlí 1938. Þá var vor í lofti, sagði hún mér eitt sinn og brosti. Hann var mjólkurfræðingur hjá Mjólkur- búi Flóamanna. Kom hingað til ís- lands vorið 1935 frá Alaborg í Danmörku. En á þessum árum var lítið um atvinnu í Danmörku og ungi maðurinn til í að prófa eitt- hvað nýtt. Robert var sterkur persónuleiki, hlýr, opinn og skemmtilegur. Hann hafði yndi af útiveru og veiðiskap. Árið 1982 fluttu Jóna og Robert í Háengi 15 og áttu þar nokkur góð ár. Robert lézt 21. maí 1987. Jóna fluttist vorið 1988 á dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka, þar sem hún naut góðrar aðhlynningar síðustu árin. Þessi ár voru Jónu oft erfið vegna veikinda og þurfti hún oft að gangast undir erfiðar aðgerðir, og sýndi hún sérstakt þolgæði í þessum erfíðleikum. Fjölskylda Jónu þakkar starfsliði dvalarheimil- isins á Sólvöllum og hjúkrunarliði Sjúkrahúss Suðurlands fyrir alla umhyggju og hjúkrun. Kærri tengdamóður þakka ég af heilum hug samfylgdina og bið Guð að varðveita hana. Blessuð sé minning mætrar konu. Guðrún Á. Halldórsdóttir. Á öðrum degi aprílmánaðar 1908 drukknaði á Stokkseyrarsundi bóndinn í austurbænum á Votmúla í Sandvíkurhreppi. Jón Gamalíels- son, giftur Guðbjörgu Aradóttur, ættaðri úr Gaulveijabæjarhreppi. Bróðir Jóns var Gissur og kona hans var Katrín Björnsdóttir frá Bollastöðum í Flóa. Þau höfðu þá um hríð leitað jarðnæðis en ekki fengið. Við sviplegt fráfall varð hins vegar úr að Gissur og Katrín tóku við búskap á Votmúla. Guðbjörg Aradóttir var þar þó áfram með nokkrar kindur, en starfaði að öðru leyti utan heimilis við það sem til £611. Hinn 22. september þetta sama ár fæddist þeim Gissuri og Katrínu dóttir sem skírð var Jóna Guðbjörg eftir frænda sínum og konu hans. Þá konu kveðjum við í dag, 88 ára að aldri. Dætur hjónanna á Vot- múla urðu tvær. Haustið 1910 fæddist þeim dóttirin Guðrún Dag- björt, sem varð eiginkona þess sem þetta skrifar. Árið 1916 tóku Gissur og Katrín í fóstur unga stulku, Eyrúnu Ólafíu Rafnsdóttur. Öllum þótti mikið til þess koma að fá lítið barn í bæinn og þessari stúlku sem þurfti að fá gott heimili var ekki í kot vísað. Á Votmúla var henni opinn allra faðmur og þar fékk hún ómælda ást. En sorgin gleymir engum, seg- ir máltækið og spænska veikin sem geisaði á haustdögum 1918 tók litlu stúlkuna á Votmúla. Ljósið sem skærast lýsti upp hug og hjörtu fjöl- skyldunnar á Votmúla var ailt í einu slökkt. Myrkrið varð mikið, tárin hrundu og það þótt árin liðu. Það var alla tíð eins og systurnar fengju kökk í hálsinn ef talið barst að fóst- ursystur þeirra og sama mátti segja um móður þeirra. Við útför litlu stúlkunnar í Laug- ardælakirkju sagði presturinn að þar væri jarðsett eitt af olnbogabörnum heimsins. Aftur þyrmdi yfír fjöl- skylduna og ný holskefla gekk aftur yfír sálarlíf ijölskyldunnar. úr þeirri átt þaðan sem huggunar var vænst kom það sem þyngdi sorgina sáru. En áfram hélt lífíð. Sem ung kona starfaði Jóna Guðbjörg í vist- um í Reykjavík en síðar nokkur ár ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR + Þorbjörg Jóns- dóttir fæddist á Tröllanesi á Norð- firði 13. ágþíst 1917. Hún lést 19. maí síð- astliðinn á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Foreldr- ar hennar voru Jón Sveinsson og Lilja Jóhannesdóttir. Systkini Þorbjargar voru Hallgrímur, Sveinn, Jóhann og Ari og var Þorbjörg yngst. Sambýlismað- ur Þorbjargar var t Ólafur Einarsson, f. 10. mars 1911, d. 12. september 1979. Dætur Ólafs og Þorbjargar eru Lilja, f. 17. september 1939, og Ósk, f. 15. desember 1949. Útför Þorbjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hún elsku amma okkar er dáin. Við ætlum að minnast hennar með örfáum orðum. Elsku amma, mikið eigum við margar minningar um skemmtilegar stundir saman. Þú varst alltaf svo dugleg og hjálpsöm og vildir allt fyr- ir alla gera. Alltaf var borð þitt hlaðið pönnu- kökum, kleinum og öðr- um kræsingum. Það var svo gott að vera hjá þér og kúra í rúminu þínu og horfa á sjónvarpið og stundum var svo þröngt þar því allir vildu vera í rúminu hjá þér. Við vitum að englar himinsins hafa fylgt þér á betri stað og þú munt verða fyrst til að taka á móti okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu ömmu okkar. Þorbjörg Heidi, Hildur, Hrönn og Guðbjörg. JÚLÍUS GÍSLASON + Júlíus Gíslason fæddist á Hóli á Langanesi 3. október 1938. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 22. maí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 30. maí. Vinur er fallin frá. Þrátt fyrir að Júlli hafí lengi ekki gengið heill til skógar og nú seinustu vikur legið illa haldinn á sjúkrahúsi datt okkur aldrei í hug að tími væri kominn til -wr'iö kveðja. Það er erfítt að hugsa sér að í framtíðinni eigum við ekki eftir að njóta umhyggu Júlla en hann var lífsförunautur móður minnar. Júlli var sjómaður, dáðadrengur. Það var honum sárt þegar hann heilsu sinnar vegna varð að hætta þeirri atvinnu og fá sér vinnu í landi. m Júlíus var rólegur og yfirvegaður og ' ætíð viljugur til að rétta fram hjálp- arhönd. Það voru ófáar ferðirnar sem hann fór til að sækja okkur bræðurna þegar við vorum að koma frá útlöndum. Eða þá að keyra okk- ur fyrir allar aldir á morgnana. Og alltaf með glöðu geði gert. Hann var fróður maður, einkum um sjávarút- veg og bar hag sjómanna fyrir bijósti. Áttum við ófáar rökræður um þau mál. Júlli var sérlega barngóður og litu börnin mín á hann sem afa sinn. Þau eiga eftir að sakna hans sárt. Því miður munu nýfæddu synirnir ekki njóta þeirra forréttinda að fá að kynnast honum. Mestur er miss- irinn þó fyrir móður mína og er erf- itt að setja sig í hennar spor. Ég bið góðan Guð að styrkja hana á þessum erfíðu tímum. Kæri vinur, við kveðjum nú í hinsta sinnv Blessuð sé minning þín. Ólafur og fjölskylda. GUNNUR HANNA ÁGÚSTSDÓTTIR +Gunnur Hanna Ágústsdóttir fæddist á Vopna- firði 23. júlí 1954. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 22. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnar- kirkju 29. mai. Þegar ég sit hér með pennann í hönd og ætla að skrifa nokkur orð um vinkonu mína, þá veit ég varla hvar skal byija. Það var árið 1981 að við Gunnur bjuggum í sama stigagangi ásamt fjölskyldum okkar, að við kynnt- umst. Hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd, lá ekkert á skoðunum sínum, en fyrir mig 5 árum yngri var hún mikil stoð og stytta. í janúar ’82 átti ég mitt annað barn, Rakel Ösp. Það var sama hvort var að degi eða að kvöldi, alltaf gat maður bankað upp á hjá Gunni og beðið hana að passa, það var ekki ósjaldan að hún leit eftir börnunum fyrir okkur og hafði þau líka einu sinni yfir helgi, á meðan að við skruppum til Reykja- víkur. Það var svo þegar dóttir mín var orðin 4 ára fæddist þeim Gulla og Gunni dóttirin Melkorka en fyrir áttu þau Sigurð sem þá var orðinn 9 ára. Dóttirin var þeim mikil gleði og sótti hún mikið í Rakel Ösp þeg- ar hún varð eldri. Gunnur var mjög heilsteyptur persónuleiki, gekk að öllu sem hún tók sér fyrir hendur af heilum hug. Mér fínnst sárast, þegar maður flytur búferlum, hvað samskiptin verða oft minni en maður ætlar sér. Það var fyrir 5 árum að við fluttumst suður, og höfðum við allt- af samband af og til. Það sýnir nú hvaða persónu hún hefur að geyma, þau komust ekki í bæinn þegar Rakel Ösp var fermd fyrir ári en bönkuðu upp á nokkrum vikum seinna til að færa henni ferming- argjöf og aðeins að kíkja í kaffi. Núna í vetur, þegar að ég frétti að Gunnur væri orðin veik, hugsaði ég að það gæti nú ekki staðið lengi, hún sem alltaf var svo hraust og mikil reglumanneskja og ekki voru nú auka- kílóin að þvælast fyrir henni. Ég sagði einmitt við sjálfa mig í síðustu viku, best að hringja nú í Gunni og vita hvernig hún hefur það! En því miður, það varð aldrei úr því símtali. Það var ég sem fékk símtal með þessum sorgarfréttum, sem ég nú viku seinna er ekki enn búin að átta mig á. Maður spyr alltaf hvað almættið sé að hugsa að taka frá okkur unga konu sem á yndislegan mann og tvö mjög vel gerð börn. Elsku Gulli, Siggi, Melkorka, for- eldrar, systkini og tengdaforeldrar, ykkar sorg er mikil og sagt er að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð, við vitum það að minningin um góða konu mun hjálpa ykkur í framtíðinni. Elsku vinkona, hafðu þökk fyrir allt. Guðmunda; Rakel Ösp og Rúnar Örn. „Eigum við ekki að skreppa yf- ir?“ Ósjaldan hljómar þessi setning í heimsóknum okkar í Miðtún 9 á Höfn. Móttökurnar í Miðtúni 11 voru heldur aldrei af Iakari taginu og alltaf svo stutt í kímnina og fjör- ið. Gunnur ákveðin og röggsöm eins og hún var, alltaf með skoðun á öllum mögulegum hlutum. Það var eins og henni félli aldrei verk úr hendi, hvort sem var í garðinum eða inni við. Ef börn voru annars vegar voru líka fáir betri en Gunn- ur. Þessi einstaka þolinmæði og elja er alls ekki öllum gefin. Ævi- starfíð tengdist líka börnum en eft- ir að hafa sjálf staðið í barnaupp- eldi undrumst við allt það þrek sem Gunnur átti eftir þegar heim úr vinnu var komið. Til er sá sjúkdómur sem er sjúk- dóma verstur. Lækningar bera ekki alltaf árangur og bataskrefin eru stutt og oft illmerkjanleg. Elsku Gunnur, við héldum alltaf í vonina um að þú gætir höndlað lífið á ný, h'fið sem í raun hafði fjarað út á síðustu mánuðum. Þó blundaði innra með okkur óttinn um að fara kynni sem fór. Við viljum að lokum þakka þér fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, því miður urðu þær ekki fleiri. Gulli, Melkorka, Siggi og íris, við munum halda áfram að skreppa yfir til ykkar þegar við komum austur og gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur þá erfiðu tíma sem framundan eru. Megi minningin um hina glaðværu Gunni lifa með okk- ur öllum. Þrándur og Rakel. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davið Stef.) Gunnur var kvik í hreyfingum, hafði fastmótaðar skoðanir, þó ekki óhagganlegar, og var ljúf í viðmóti. Þó var ekki auðvelt að kynnast Gunni náið, það tók sinn tíma því að skrápurinn hennar var dálítið þykkur. En þegar búið var að hnýta bönd vináttu mátti treysta því að þar var öruggt skjól sama á hveiju dyndi. Gunnur reyndist þeim traust sem klettur sem á það létu reyna. Ég þekkti Gunni í mörgum hlutverk- um. Hún var mér vinur, hún var samstarfsmaður og hún var fóstra dætra minna, fóstra því hún vakti ekki einungis yfír þeim á leikskólan- um heldur áttu þær oft hjá henni innhlaup og vist þess utan. Á öllum sviðum var hún heilsteypt og sönn. Í vinnu var hún nokkuð föst fyrir, allt að því þrá, en þegar hún tók að sér að hrinda einhveiju í fram- kvæmd þá var það ætíð gert af heilum hug og af mikilli nákvæmni og natni. í starfí leikskólastjórans bjó hún einnig yfír því sem er nauð- synlegast; ómældri virðingu fyrir bömum og sjónarmiðum þeirra. Þegar ég færði sjö ára dóttur minni þær fréttir að Gunnur væri dáin var henni mjög brugðið. Hún sagði þó strax að hún vildi kveðja hana, vildi fara í jarðarförina því hún hefði þekkt Gunni svo vel, hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.