Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ í Tryggvaskála á Selfossi. Þar kynntist hún manni sínum Róbert Georg Jensen, dönskum mjólkur- fræðingi. Þau giftust 4. júlí 1938, en Jensen lést 21. maí 1987. Um áratugi deildu ég og Guðrún kona mín húsi með þeim Jónu og Jensen. I húsinu Múla að Eyrarvegi 9 á Selfossi bjuggu þau á neðri hæð og við á efri. Síðar bjuggum við lengi á Sunnuvegi 3 og þá voru Jóna og Jensen okkar næstu ná- grannar á Sunnuvegi 1. - Róbert var ágætismaður og þau Jóna reyndust okkur Guðrúnu miklar hjálparhellur. Við glímdum bæði við veikindi á tímabili og þurftum þá hjálpar við. Þá stóð ekki á hjálp- inni, sem aldrei verður fullþökkuð. Fátt veitti Jensen meiri gleði en að renna fyrir físk og oft fékk hann dtjúgan afla úr Öflusá. Stundum var veiðin dræm, rétt eins og geng- ur, en aldrei svo lítil að hann skipti henni ekki á milli systranna og fjöl- skyldna þeirra. Hans stærsta gleði var að gleðja aðra. Slíkt er fallegt hugarfar. Það sem einkenndi Jónu mest var fágun og hreinleiki. Jafn- an var heimilið hreint og fágað og þótt oft væri þröng var alltaf til staður fyrir hvern hlut, og þá allt á sínum stað. Nú er komin kveðjustund og ég þakka Jónu Guðbjörgu fyrir sam- fylgd í nærfellt sex áratugi. Nú á vordögum, þegar birtu og sólar nýtur sólarhringinn allan, kveður þessi látna sómakona og það eru töfrar þessarar árstíðar sem mér finnast vera einkennandi fyrir minningu hennar og lífshlaup allt. Sigursteinn Ólafsson. hefði verið sér svo góð. Með virð- ingu Gunnar fyrir börnum og þeirra skoðunum í huga ákvað ég að leyfa henni það þótt mér þyki hún ósköp ung. A þennan hátt, sem á svo margan annan, veit ég að Gunnur heldur áfram að hafa áhrif á mín viðhorf. Þótt ég geti ekki lengur spurt hvað leikskólakennarinn segi nú við þessu og hvaða ráð hann hafí að gefa mér þegar ég lendi í ógöngum með barnauppeldið þá mun ég samt velta því fyrir mér hveiju Gunnur hefði svarað. Það er vægt til orða tekið að fjöl- skylda mín hafi verið heimagangur hjá Gunni, Gunnlaugi, Sigurði og Melkorku með tilheyrandi kaffi- drykkju, spjalli og ómældu veiði- leyfi á kökuboxin. Þetta var gagn- kvæmt þótt sjaldnast væri á mínu heimili kökur að hafa. Ef þeim hjón- um fannst of langt liðið frá því að ég hefði boðið þeim í mat í tilrauna- eldhúsið þá var hringt og kurteis- lega bent á að tími væri kominn til — þess að hræra í pottunum fyrir fjöl- skylduna i Miðtúni. Þannig hafa samskiptin alltaf verið, afslöppuð og óþvinguð. Þess vegna vorum við dálítið vængbrotin eftir að við flutt- um frá Höfn til Reykjavíkur og ég veit að það var gagnkvæmt. Hvað áttum við eiginlega að gera af okk- ur seinni hluta aðfangadagskvölds, en þá vorum við vön að hittast heima hjá okkur og njóta góðgætis, kyrrðarinnar, hátíðleikans en fyrst og fremst þeirrar vináttu sem við áttum saman. Síðast þegar ég faðmaði Gunni að mér var hún um margt eins og lítill hræddur fugl, og nú er hún flog- in. Alla mína samúð eiga Gunnlaug- ur, Sigurður, Melkorka, foreldrar og tengdaforeldrar. Einnig vil ég biðja guð að veita Jónu og Onnu systrum hennar styrk því að þær hafa bæði misst systur og góða vinkonu. Halldóra Gunnarsdóttir. Buxur frá kr. 1.690. Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður LAUGARDAGUR 31. MAÍ1997 43 veldu gæði og ábyrga þjónustu FLYMO ^ MULTITRIM Rafknúið orf sem hentar vel til að slá kanta, grasbrúska og illgresi þar sem sláttuvélin nær ekki til. Fæst í þremur stærðarflokkum. 250w - verð kr. 6.891 350w - verð kr. 7.254 450w - verð kr. 8.651 I Flymo L47 Létt loftpúðavél. Notuð af atvinnumönnum. Hentug fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. 4 hp tvígengismótor. I Verð kr. 49.613 Husqvarna Rider 850-12 Hagkvæm aksturssláttuvél með sjálfvirkri kúplingu. Fimm gírar áfram og einn aftur. Vélinni má snúa við á 20 sm bletti. Sláttubreidd 85 sm með þriggja blaða sláttuhaus. Sláttuhæð stillanleg. 12.5 hp mótor. Verð kr. 369.871 FLYMO MULTITRIM CT250 Rafknúið 12v orf sem er þráðlaust og hentar vel til þess að slá grasþrúska og illgresi á litlum og meðalstórum lóðum. Hleðslutæki með veggfestingu fylgir. Verð kr. 11.285 Flymo Turbo Compact 300 Rafdrifin loftpúðavél með 128 Iftra grassafnara. Sláttubreidd 30 sm. Sláttuhæð stillanleg (12-32mm). 1250wmótor. Verð kr. 26.842 FLYMO MAXITRIM Bensínknúin vélorf sem henta vel til þess að slá kanta, grasbrúska og illgresi og þar sem sláttuvélin nær ekki til. _ Fæst (tveimur stærðarflokkum. * FL380 28cc - verð kr. 18.941 FL430S 32cc - verð kr. 20.614 / Flymo E300 Létt loftpúðavél. Hentug fyrir litlar lóðir Létt og meðfærileg. 950W rafmótor. Verð kr. 18.598 Komatsu Zenoah BC435 Fyrir atvinnumanninn. Bensínknúin vélorf sem ' henta vel til þess að slá kanta, grasþrúska og illgresi. 41.5 cc mótor. Val um tveggja eða fjögurra linu sláttuhaus. Verð kr. 46.772 MTD GES53 Sláttuvél með grassafnara. Sláttubreidd 53 sm. Sláttuhæð stillanleg. Drif á afturhjólum. 5 hp Quantum mótor. Verð kr. 77.200 MTD T035 Garðtætarar. Verð frá kr. 36.225 Gerðu góð kaup og fáðu garðáhöld í kaupbætir Gildir á meðan byrgðir endast MTD SD042 Sláttuvél með sláttubreidd 53 sm. Sláttuhæð stillanleg. 3.5 hp Briggs & Strattonmótor. Verð kr. 14.940 G.A. PETURSSON ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580 Raðgreiðslur. Góð varahluta- og viðgeröaþjónusta. Hressir söiumenn! 0 (AjHusqvarna óð kaup - komdu beint til okkar! Gerðu kröfur um Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.