Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 30
r o YPPt-ÍAT/1 T P W1 *' a r 'c i W1 30 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐÍÐ ' ALFAR Fóa feykirófa NÝLEGA opnaði verslunin Fóa feykirófa á Skólavörðu- stíg la. Þar eru til sölu leik- föng, bæði íslensk og erlend. Islenska framleiðslan er að stærstum huta úr smiðju Fóu sjálfrar og er hún trédýr af ýmsu tagi, íslenskir fuglar, húsdýr og þjóðsagnaverur, samtals 30 tegundir. Þjóð- sagnaverurnar, t.d. draugar, tröll, mardvergar og englar eru auk þess gerðar sem mjúk- dýr og handbrúður. Fóa fram- leiðir leikhús, virki, dúkkur, dúkkurúm, kubba og ýmislegt fleira. Leitast er við að nota sem mest náttúruleg efni í framleiðslunni. Hjá Fóu fást líka tréleikföng frá Laugalandi, tágavöggur og fíflar af Vesturgötunni og pijónadúkkur úr Ljósheimum. Þá eru leikföng flutt inn af Fóu, vísindadót, tindátar, þrautir og leikir. Fóa feykirófa er með opið frá 11-18 á virkum dögum og frá 10-14 á laugar- dögum. Eigandi Fóu feykirófu er Sigrún Kristjánsdóttir. Nýtt Nýjung hjá Efnaverk smiðjunni Sjöfn hf. EFNAVERKSMIÐJAN Sjöfn hf. býður nú fyrst málningarframleið- enda upp á þá nýjung, að húseig- endur geta komið með mynd af húsi sínu og séð það málað í tölvu í þeim litasamsetningum sem þeir óska. Með því geta húseigendur séð fyrirfram hvemig hús þeirra mun líta út í ákveðnum litum. Ennfremur verður hægt að koma með teikningu af húsi og sjá það í þeim litasamsetningum sem ósk- að er eftir. Þessi nýjung mun auð- velda fólki mjög val á litum áður en húsið er málað. Ef húseigendur sjá sér ekki fært að koma með mynd af húsinu getur fulltrúi Sjafnar komið á staðinn og tekið mynd af húsinu. Tekið verður á móti myndum á flestum sölustöðum Sjafnar, en síð- ar verður auglýst hvenær fulltrúi Sjafnar verður í hverri verslun til að velja liti á hús með húseigend- um. Efnaverksmiðjan Sjöfn vonar að fólk kunni að meta þessa nýjung og eigi eftir að nýta sér hana í framtíðinni. AÐ FORNU OG NÝJU Dagskrá stakra fyrirlestra á íslenska söguþinginu laugardaginn 31. maí í Hátíðarsal Háskóla íslands. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. 9:00-10:00 Jesse L. Byock prófessor við UCLA: Egils saga and Social Memory 10:15-11:00 Guðmundur Hálfdanarson dósent Þjóð og minningar 11:15-12:00 Steian Karlsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar íslensk bókagerð á miðöldum 13:30-14:15 Þórhallur Vilinundarson prófessor emeritus Örnefni og saga 14:30-15:15 Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur Konur og kirkja. Menningarheimur og trúarsýn bændakvenna á 19. öld 15:30-16:30 Jóhannes Nordal fv. seðlabankastjóri Um efnahagslegt sjálfstæði íslendinga V NEYTENDUR Nýgræðingar í flórunni Innfluttar plöntur - saga, áhrif, framtíð DAGANA 21. og 22. febrúar síðastliðin stóð Félag garðyrkju- manna fyrir ráð- stefnu um innfluttar plöntur — sögu, áhrif og framtíð. Ráðstefn- una sóttu 200 manns og hlýddu á 22 fyrir- lesara. í framhaldi af henni var ákveðið að vinna rit sem inni- heldur alla fyrirlestr- ana og pallborðsum- ræður sem fram fóru á ráðstefnunni. Ritið ber heitið Nýgræð- ingar í flórunni. Að sögn Auðar Ottesen, garðyrkjufræðings og rit- stjóra blaðsins, var áberandi í máli allra fyrirlesara hversu mikil- vægt þeir teldu aukið samstarf aðila innan græna geirans vera. Flestir vildu þeir sjá meiri samvinnu í gerð landnýtingaráætlana, hvort sem þær áætlan- ir miðuðu að landbún- aði, skógrækt, virkj- anaframkvæmdum, vegagerð og fleiru. „Flestir voru sammála um að við allar stærri framkvæmdir ætti skilyrðislaust að fara fram umhverfismat, þar sem aukin gróður- setning og innflutning- ur plantna kæmi til með að breyta um- hverfi okkar og hafa ófyrirséð áhrif á gróð- ur- og dýraiíf í landinu," sagði Auður. Þetta framtak Félags garð- yrkjumanna mæltist vel fyrir. „Ráðstefnan gekk afar vel og voru Auður Ottesen garðyrkjufræðingur allir sammála um að löngu væri orðið tímabært að taka á þessum málum og samræma vinnu þeirra stofnana sem standa að innflutn- ingi plantna og ásýnd íslands," sagði Auður. Morgunblaðið/Ásdís EIGENDUR Herragarðsins við opnun verslunarinnar. Herragarðurinn opnaður á Laugavegi HERRAFATAVERSLUNIN Herragarðurinn er flutt á Lauga- veg 13, þar sem Habitat var til húsa. Húsnæðið er 230 fm og er það á tveimur hæðum. Húsið var allt tekið í gegn „þetta er glæsileg- asta herrafataverslun landsins“, að sögn Siguijóns Arnar Þórsson- ar, en hann er einn af þremur eig- endum Herragarðsins. Á efri hæð- inni býður Herragarðurinn uppá mikið úrval af vönduðum herra- fatnaði. Meðal vörumerkja Herra- garðsins eru heimsfræg ítölsk merki svo sem Armani Jeans, Nino Danieli, Reporter og Cerutti frá Ítalíu. Frá Þýskalandi koma meðal annars hinar þekktu og vinsælu Gardeur herrabuxur, straufríu bó- mullarskyrturnar frá Eterna og síðast en ekki síst Stellson herra- fatnaður. Á neðri hæð verslunarinnar verður boðið upp á herrafatnað á góðu verði. Glæsileg skódeild er í búðinn og er þar boðið uppá allt það nýjasta í skófatnaði, meðal annars Mortons skó, Vagabound frá Þýskalandi og Durness frá Spáni. Eigendur verslunarinnar kappkosta að standa fyrir vöru- gæðum og góðri þjónustu. Bónus opnar nýja búð í Grafarvogi I DAG, laugardag, verður opnuð ný Bónusverslun í Grafarvogi. „Þetta er 600 fm verslun við Borg- arholt," sagði Jón Ásgeir Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Bónusverslananna. Verslunin verður með svipuðu sniði og aðrar Bónusverslanir. „í tilefni dagsins bjóðum við mjög góð opnunartilboð og margt verður til gamans gert, Svalabræður ætla að mæta á svæð- ið og fjöldi kynninga verður í gangi,“ sagði hann. í kringum 20. júní næstkomandi ætla Bónusmenn að opna Apótek á Seltjarnarnesi. „Við verðum með lágt vöruverð fyrir vesturbæinga," sagði Jón. IMýtt Bitflugnavörn ÍSLENSKA Innflutningsfélagið ehf. er þessa dagana að kynna bitflugnavörn sem heitir Mosqui- tex. Mosquitex er borið á húðina þar sem bitvargsins er von. Efnið verður lyktarlaust 2-3 mínútum eftir að það er borið á og heldur flugunum í burtu í allt að 12 klukkustundir. Mosquitex fæst í öllum apótekum. Neytendablaðið er komið út NEYTENDABLAÐIÐ 2. tbl. 1997 er komið út. í blaðinu er fjöl- breytt efni og má þar nefna Markaðskönnun á ryksugum, upplýsingalögin og upplýsinga- skylda stjórn- valda, nikótín- lyfín, erfða- breytt matvæli og margt fleira. Landbúnaðarráðuneytið út á land Vestlendingar athugið Landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjamason, verður til viðtals ásamt starfsmönnum landbúnaðarráðuneytisins í heimavist Bændaskólans á Hvanneyri, þriðjudaginn 3. júní kl. 16.00-19.00. Einstaklingar og aðrir sem érindi eiga við landbúnaðarráðuneytið erú hvattir til að nýta sér þessa þjónustu og koma og ræða málefni sín við ráðherra eða starfsmenn ráðuneytisins. Um kvöldið, þriðjudaginn 3. júní, boðar landbúnaðarráðherra til fundar í Félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit, kl. 20.30. Allir velkomnir. Landbúnaðarráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.