Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 55
BREF TIL BLAÐSINS
MESSUR A SJOMANNADAG
Nauðganir í
tónlistarheiminum
Frá Páli Ármanni
Pálssyni:
I GEGNUM árin hafa hinar ýmsu
hljómsveitir, sem sjá sér ekki fært
að semja sín eigin lög, tekið upp
annarra manna
lög, breytt þeim
örlítið og svo
hugsanlega orðið
frægar á því.
í mjög mörg-
um tilfellum
koma þessi
gömlu og góðu
og nú nýhljóð-
blönduðu lög hálf
illa út hjá þessum
oft bjánalegu ný-
græðingum í tónlistarheiminum sem
eru að reyna að „meikaða."
Þetta kalla ég hreint og beint
nauðgun á oft mjög góðum lögum.
Bohemian Rhapsody
Á áttunda áratuginum kom fram
hljómsveit í Bretlandi að nafninu
Queen. Eftir að hafa verið vinsælir
í einhvern tíma gáfu þeir Queen-
menn út lagið Bohemian Rhapsody.
Þetta lag hefur verið kallað einhvers
konar rokk-ópera og aldrei gengið
úr gildi, heldur er það orðið klass-
ískt í heimi rokktónlistar.
En á síðasta ári kom fram hljóm-
sveit fyllt kvenmönnum. Þegar ég
heyrði þeirra útgáfu af laginu
Bohemian Rhapsody langaði mig til
að gráta því þetta var hrein nauðgun
á slíku meistaraverki.
Snemma á síðasta ári sendi hljóm-
sveitin The Fugees frá sér lagið
„Killing me softly". Þetta lag náði
gífurlegum vinsældum um heim all-
an og kom hljómsveitinni til veru-
legra vinsælda. Eins og líklega flest-
ir vita samdi hljómsveitin ekki þetta
lag og hafa margir sungið þetta lag
í gegnum tíðina og á meðal þeirra
er Engilbert Humperdinks. Sú út-
gáfa er alveg undurfögur, sérstak-
lega þó söngur Engilberts. Og það
kom bersýnilega fram í útvarpsþætt-
inum Helstirnið á X-inu þegar þeir
Þossi og Simmi spiluðu þetta lag í
útgáfu Engilberts að útvarpshlust-
endum líkaði mun betur við þá út-
gáfu en „One time, two times" út-
gáfu Fugees.
Fröken Torrini
Að nauðga hinum ýmsu lögum
hefur einnig komið inn á verksvið
íslenskra tóniistarmanna. Besta
dæmið mun líklega vera Emiliana
Torrini, en hún hefur náð töluverð-
um vinsældum með ófrumsömdum
lögum. Stór hluti þeirra laga sem
hún hefur orðið fræg fyrir eru
ófrumsamin. En mér finnst það
hreint hörmulegt að tónlistarmaður
(eða kona) komist upp með það að
verða vinsæl með annarra manna
lögum.
Helstigi
Ég er sjálfur mikill aðdáandi
hljómsveitarinnar Led Zeppelin og
finnst mér lagið „Stairway to Heav-
en“ það flottasta sem nokkurn tím-
ann hefur verið samið og flest allir
sem hafa eitthvert vit á tónlist segja
að þetta lag sé með þeim flottari.
Fyrir u.þ.b. þremur vikum varð
ég fyrir hreint rosalegu áfalli þegar
ég heyrði á einni ónefndri útvarps-
stöð hér í bæ einhverja hörmulega
popp-rap útgáfu af þessu lagi. Þegar
ég heyrði þessa útgáfu fannst mér
að hún ætti frekar að heita „Sta-
irway to hell“ heldur en „Stairway
to heaven“.
Það ætti hreinlega að setja í út-
varpslög að banna ætti spilun á
hreint viðbjóðslegum nauðgunum
fyrst það er í landslögum að nauðg-
anir yfir höfuð séu bannaðar.
ílok
Nú vil ég endilega skora á alla
útvarpsmenn á landinu að hætta að
spila þessar nauðganir í útvarpinu
og fylgja mér svo í baráttunni í að
bæla niður og koma í burtu svona
fíflum úr tónlistarheiminum.
PÁLL ÁRMANN PÁLSSON,
atvinnulaus tónlistarunnandi.
Skógræktarritið 1996
Frá Magnúsi H. Gísiasyni:
FYRIR nokkru barst mér í hendur
Skógræktarritið fyrir árið 1996, en
það er ársrit Skógræktarfélags Is-
lands. Þar minnist Jón Loftsson,
skógræktarstjóri, 50 ára afmælis
norska skógræktarsambandsins. í
tilefni afmælisins var svo efnt til
skógræktarráðstefnu á íslandi á sl.
sumri. Birt er ræða Vigdísar Finn-
bogadóttur, fyrrverandi forseta, sem
hún flutti á afmæli skógræktarsam-
bandsins og ræða J.P. Kimmins,
prófessors í Vancouver í Kanada,
sem hann flutti við sama tækifæri.
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir ritar
um skógartré og sníkjusveppi. Sig-
urður Blöndal, fyrrverandi skóg-
ræktarstjóri, á þarna tvær greinar.
Fyrri greinin fjallar um sitkagrenið,
vöxt þess og góðan viðgang hérlend-
is. I síðari greininni, Fyrr og nú,
rekur Sigurður sögu Kjarnaskógar
við Akureyri, en til hans var stofnað
1946 og segir frá landgræðsluskóg-
inum í skólalundinum í Undirhlíðum
við Hafnarfjörð.
Ásgeir Svanbergsson rekur í stór-
um dráttum 50 ára sögu Skógræktar-
félags Reykjavíkur. „Tré ársins" er
lerkitré, sem séra Sigtryggur Guð-
laugsson plantaði í garði sínum Skrúð
á Núpi í Dýrafírði er er „eitt af elstu
og fallegustu tijém á landinu", segir
Brynjólfur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags íslands.
Birt eru ljóð þeirra Steinunnar Sig-
urðardóttur, Þorsteins frá Hamri,
Einars Más Guðmundssonar, Péturs
Gunnarssonar og Sigurðar Pálssonar,
sem þau fluttu á skógardegi á Hall-
ormsstað 20. júlí í sumar en formála
ritar Ólafur Oddsson. „Skógrækt og
landgræðsla til að nema koltvísýring
úr andrúmslofti" nefnist grein eftir
þá Þorberg Hjalta Jósefsson og Ulf
Óskarsson. Þorvaldur S. Þorvaldsson
segir frá tijálundi, sem Ólafur Jens-
son og Margrét Guðmundsdóttir hafa
ræktað í landi Eyrar í Kjós. Birtar
eru myndir af ýmsum munum, sem
smíðaðir hafa verið úr heimaræktuðu
birki. Greinir Kristján Jóhannesson
frá því hvemig farið skuli með timbr-
ið áður en úr því er smíðað. Ingileif
Steinunn Kristjánsdóttir og Aðal-
steinn Sigurgeirsson benda á leiðir til
þess að finna tré með mikla hæfni til
vaxtar við lágt hitastig. í skemmti-
legri grein segir Örlygur Hálfdánarson
frá bemskuárum sínum í Viðey og
hvemig hann varð „ofurölvi af skóga-
rást“ þegar hann leit skógræktina í
Hallinu á Þingvöllum í fyrsta sinn.
Guðjón Jónsson á þarna fróðlega
grein um Bæjarstaðaskóg „í 140
ár“. „Frostþol og vaxtartaktur"
nefnist grein eftir Brynjar Skúlason.
Kjall Danielsen segir frá íslandsför
þeirra hjóna 1994 og Brynjólfur
JÓnsson og Leó Kristjánsson greina
frá höfðinglegri gjöf Vestur-Islend-
ingsins Aðalsteins Kristjánssonar tii
skógræktar á íslandi og Jón Geir
Pétursson tíundar „framleiðslu
plantna, gróðursetningu og jól-
atijáatekju á landinu á árinu 1995“.
Minnst er fjögurra látinna skóg-
ræktarfrömuða: Brynjólfur Gíslason
ritar um Guðrúnu Einarsdóttur frá
Sellátrum, Hólmfríður Pétursdóttir
um Friðgeir Jónsson frá Ysta-felli
og Sigurður Blöndalum Stefán Ey-
jólfsson frá Mjóanesi og Ásgrím
Halldórsson frá Höfn í Hornafirði.
Birt er skýrsla Rannsóknarstöðv-
ar Skógræktar ríkisins 1995, eftir
Árna Bragason og loks er sagt frá
aðalfundi Skógræktarfélags íslands
1995, en hann var haldinn á Egils-
stöðum. Fjölmargar ágætar litmynd-
ir prýða Skógræktarritið.
MAGNÚS H. GÍSLASON,
Frostastöðum, Skagafírði.
Guðspjall dagsins:
Ríki maðurinn og
_________Lasarus____________
(Lúk. 16.)
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta á
Hrafnistu kl. 10.30. Guðsþjón-
usta í Áskirkju kl. 14.00. Fermd
verður Sigríður Ösp Arnarsdóttir,
Selvogsgrunni 20. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BUSTAÐAKIRKJA: Sjómanna-
dagsmessa kl. 11.
Prestur sr. Guðný Hallgrímsdótt-
ir.
DÓMKIRKJAN: Sjómannaguðs-
þjónusta kl. 11. Herra Olafur
Skúlason, biskup íslands, prédik-
ar. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson
þjónar fyrir altari. Sjómenn lesa
ritningarorð. Dómkórinn syngur.
Organleikari Marteinn H. Frið-
riksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 10.15. Organisti
Kjartan Ólafsson. Sr. Gylfi Jóns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Tónleikar kl. 17.00 á vegum
Kirkjulistahátíðar. Tveir kórar
syngja, Dómkórinn í Reykjavík og
Skólakór Kársness.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ingileif Malmberg.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Ferming. Fermdur verður Andri
Thor Birgisson, Drápuhlíð 40.
Organisti Pavel Manasek. Sr.
Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Hestamessa
kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórar-
insson. Organisti Jón Stefánsson.
Gradualekór Langholtskirkju
syngur. Hljóðfæraleikarar og les-
arar koma úr röðum hestamanna.
Súpa og meðlæti eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Vegna
sumarleyfa er minnt á guðsþjón-
ustu í Áskirkju.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Prest-
ur Guðmundur Óskar Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11.00. Prestur sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11.00. Organleikari Krist-
ín G. Jónsdóttir. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa
með altarisgöngu kl. 11.00.
Æskulýðsfélagar sem halda til
Akureyrar á æskulýðsmót taka
þátt í messunni. Brottför strax
að messu lokinni. Samkoma ungs
fólks með hlutverk kl. 20. Gísli
Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl.
11.00. Altarisganga.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 20.30 (ath.
breyttan messutíma). Prestur sr.
Guðmundur Karl Ágústsson.
Organisti Lenka Mátéová. Prest-
arnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Félagar í æsku-
lýðsfélagi kirkjunnar taka þátt í
guðsþjónustunni. Unglingar sem
fara með æskulýðsfélaginu í flug-
ferð til Akureyrar mæti til kirkju
kl. 10.30. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Vorferð Hjalla-
sóknar á vegum Safnaðarfélags
Hjallakirkju. Brottför frá kirkjunni
kl. 11. Messa verður að Hruna í
Hrunamannahreppi kl. 14. Nesti
snætt eftir messu. Leiðsögumað-
ur frá leiðsögumannafélaginu
verður með í för. Áætluð heim-
koma um kl. 18. Allir hjartanlega
velkomnir. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Kópavogskirkju
syngur. Organisti Örn Falkner.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20. Seljur, kór kvenfélags Selja-
kirkju syngur undir stjórn Kristín-
ar Pjeturs. Sr. ValgeirÁstráðsson
predikar. Altarisganga. Organisti
Kjartan Sigurjónsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæna-
stund kl. 19.30. Hjálpræðissam-
koma kl. 20. Turid og Knut Gamst
stjórna og tala.
MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Kirkjudagur Hesta-
mannafélagsins Harðar. Jón Þor-
steinsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Sunnudag: Messa kl. 10.30 (há-
tíðleg skrúðganga í lok messu),
kl. 14 og á ensku kl. 20. Föstu-
dagur 6. júní: Stórhátíð Heilags
hjarta Jesú: Messur kl. 8 og 18.
Helgistund kl. 17 (fyrir kvöld-
messu). Virka daga og laugar-
daga: Messur kl. 8 og 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Messa kl. 11 á sunnudögum.
Virka daga og laugard.: Messa
kl. 18.30.
GARÐABÆR, Holtsbúð 87:
Messa sunnudag kl. 10 á þýsku.
Laugardag og virka daga messa
kl. 7.15 á þýsku.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30.
Messa virka daga og laugardaga
kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnar-
firði: Messa sunnudag kl. 8.30.
Virka daga og laugard: Messa kl.
8.00.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Messa sunnudag kl. 14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu
7: Messa sunnudag kl. 10. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
KFUM og KFUK við Holtaveg:
Samkoma á morgun kl. 20. Sr.
Kjartan Jónsson talar.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelf-
ía: Almenn samkoma kl. 20.00.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Athugið breyttan samkomutíma.
KLETTURINN: Kristið samfélag,
Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam-
koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór
Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á
meðan á samkomu stendur. Allir
velkomnir.
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár-
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20 og fimmtudag
kl. 20. Altarisganga öll sunnu-
dagskvöld. Prestur sr. Guðmund-
ur Örn Ragnarsson.
ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8.
Almenn samkoma kl. 11. Ræðu-
maður Ásmundur Magnússon.
Fyrirbænaþjónusta/bænaklútar.
Allir hjartanlega velkomnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM-
ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14.00. Bragi Friðriksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Börn
úr vordagastarfinu taka þátt.
Barnakór kirkjunnar syngur. Full-
trúar sjómanna lesa texta.
Organisti og kórstjóri Hrönn
Helgadóttir. Prestur sr. Þórhallur
Heimisson. Eftir guðsþjónustuna
er grillveisla vordagabarna fyrir
framan kirkjuna. Allir velkomnir.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta á sjómannadag kl. 11 árd.
Einsöngur: Sigurður Skagfjörð
Steingrímsson. Kór Víðistaða-
sóknar syngur. Organisti: Úlrik
Ólason. Sigurður Helgi Guð-
mundsson.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs-
þjónusta kl. 11. Fermd ferður
Hildur Biström Guðjónsdóttir frá
Bandaríkjunum. Organisti Þóra
Guðmundsdóttir.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl.
10.30. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Hátíðarmessa
á sjómannadaginn kl. 11 f.h.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa
kl. 11. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
REYKHOLTSKIRKJA: Messa kl.
11. Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sjómanna-
messa kl. 11. Prestur: Ólafur
Oddur Jónsson. Ræðuefni: Trúar-
líf nútímamannsins og sjómanns-
ins. Kór Keflavírkurkirkju syngur.
Organisti: Einar Örn Einarsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14.30. Sjómenn sjá um kirkju-
bænir og ritningalestra. Helgi-
stund í Garðvangi kl. 16.
HVALSNESKIRKJA: Sjómanna-
guðsþjónusta kl. 13 á bryggjunni
í Sandgerði. Sjómenn sjá um ritn-
ingarlestra. Vordagabörn ásamt
kirkjukór Hvalsneskirkju syngja.
ODDAKIRKJA, Rangárvöllum:
Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfund-
ur að messu lokinni. Sóknarprest-
ur.
LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum:
Sjómannaguðsþjónusta kl. 13.
Fulltrúar sjómanna flytja ritning-
arlestra. Að lokinni guðsþjónustu
verður athöfn við minnismerkið
um hrapaða og drukknaða.
Messu dagsins útvarpað á ÚVaff
(FM) 104.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta verður í Þingvallakirkju kl.
14. Organleikari Ingunn Hildur
Hauksdóttir. Sr. Heimir Steins-
son.
AKRANESKIRKJA: Stutt helgi-
stund við minnismerki týndra í
kirkjugarðinum kl. 10.00. Sjó-
mannaguðsþjónusta í kirkjunni kl.
11. Aldraðir sjómenn heiðraðir.
Minnst drukknaðra sjómanna.
Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Sam-
kirkjuleg guðsþjónusta kl. 11 í til-
efni af ársfundi Norræna kirkna-
sambandsins. Séra Georg
Múller, yfirmaður kaþólsku kirkj-
unnar í Niðarósi predikar. Fulltrú-
ar annarra kirkjudeilda taka þátt
í guðsþjónustunni. Þorbjörn Hlyn-
ur Árnason.
Ferming
1» p p
.jum
Ferming í Knappstaðakirkju
í Fljótum sunnudaginn 1.
júní kl. 15. Prestur sr. Bragi
J. Ingibergsson. Fermdur
verður:
Rúnar Þór Númason,
Reykjarhóli í Fljótum,
Skagafirði.
0
*
Hercules
HÖGGDEYFAR
Höfum úrval höggdeyfa í margar gerðir bifreiða.
Leiðbeinum einnig við val á höggdeyfum í breyttar bifreiðar.
f
Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550.
Bílavörubúðin
FJÖDRIN
I fararbroddi
SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550
fl
-ár
• V
-T