Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ
26 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
Hvammur
er happa-
Formaður Handknattleikssambands
/ ✓
Islands er Guðmundur Agúst Ingvarsson,
einn af framkvæmdastiórum Ingvars
Helgasonar. Sigmundur Ó. Steinarsson og
Einar Falur Ingólfsson komust að bví að
hann er ekki aðeins með bíladellu, heldur
mikill dellumaður begar beir buðu honum
út að borða í Kumamoto.
Guðmundur Ágúst var í sjö-
unda himni með árangur
landsliðsins þegar við vorum
á leiðinni að snæða - mánudags-
kvöldið 26. maí kl. 17.20. ísland hafði
tryggt sér efsta sætið í riðli sínum og
átti að leika gegn Noregi kvöldið eft-
ir. Það má segja að það hafí verið
þegjandi samkomulag, að ræða ekk-
ert um leikinn við Norðmenn við
matarborðið.
Við fórum að sjálfsögðu úr skónum
og okkur var vísað til sætis við borð
út við gluggann á tólftu hæð á veit-
ingastað á Kumamoto Washington
Hotel. Útsýnið var yfir miðborg
Kumamoto - ljósadýrðin var mikil.
„Þetta er eins og Grillið á Hótel
Sögu,“ varð einum að orði. Þjónninn
kemur og þar sem Guðmundur Ágúst
er gestur okkar, kemur það í hans
hlut að velja matinn. „Sukiyaki," seg-
ir hann og þjónninn brosir og hugs-
aði eflaust: „Mínir menn.“
Þeir sem þekkja ekki Sukiyaki, þá
er rétturinn samansettur af þunnum
nauta- og svínakjötssneiðum, sem
eru steiktar á pönnu sem er á miðju
borði. Hringlaga lok á borðinu er tek-
ið af, gashella kemur þá í ljós. Græn-
meti er einnig steikt með kjötinu. Að
sjálfsögðu eru hrísgrjón með réttin-
um og soyasósa, sem er einnig í
steikingarleginum. Þjónustustúlkan
bar fram skál með hráu eggi. Við átt-
um að taka kjöt og grænmeti af
pönnunni og setja í skálina sem eggið
var í - hræra öllu saman.Guðmund-
ur pantar japanskt Sapporo-öl og við
gátum ekki verið minni menn.
Eftir að að búið var að koma með
.. Morgunblaðið/Einar Falur
JAPONSK þjónustustúlka útbýr sukiyaki fyrir
Guðmund Ingvarsson formann HSÍ.
þurrkur, heitar og vel soðnar, tókum
við þær og renndum þeim yfir andlit
og hendur. Þjónustustúlkan bar fram
forréttinn, sem var skál með þangi og
ofan á því voru fiskihrogn.
- Hvernig bragðast?
„Rétturinn er mjög góður, eins og
japanskur matur er gjarnan. Mér
finnst japanskur matur ljúffengur."
- Þú handleikur prjónana af mikilli
list. t
„Ég hef lært það í gegnum tíðina
að snæða með prjónum hér í Japan.
Ég get ekki sagt að ég sé mikill
prjónamaður, en ég svelt ekki með þá
í höndunum. Það er nú alltaf svo þeg-
ar maður er búinn að vera að heiman
í nokkurn tíma, þá bíður maður
spenntur eftir að komast heim til að
snæða gamla góða íslenska lamba-
kjötið og þorsk. Það fyrsta sem ég
geri þegar ég kem heim er að fá mér
físk og vatn.“
- Við erum á eyju eins og heima, sem
hefur mörg góð fískimið í kringum
landið, þannig að hér er mikið um
fískrétti -hæði hráa, soðna og
steikta.
„Hér eru alit aðrar fiskitegundir
en við eigum að venjast og meðhöndl-
aður á annan hátt en við gerum.
Fiskurinn hér er mjög góður. Alltaf
þegar ég kem til Japans borða ég
nær eingöngu fisk, þó svo að ég hafi
nú valið mér kjöt.“
- Hefiir þú oft komið hingað til
Japans?
„Ég hef komið hingað fimm eða
sex sinnum, vegna starfs míns.“ Guð-
mundur Ágúst er sonur Ingvars
Helgasonar og einn af framkvæmda-
stjórum fyrirtækisins, sem flytur inn
japanskar bifreiðar eins og Nissan,
Subaru, Isuzu. Því var rétt að spyrja
hann hvort hann sé með mikla bíla-
dellu?
„Fyrstí bíilinn
minn var Trabantíá
„Já, óneitanlega - ég hef mikinn
áhuga á bifreiðum enda vinn ég við
að flytja inn bifreiðar til Islands og
selja þær. Ég var mjög ungur þegar
ég fékk áhuga á bílum, enda ólst ég
upp í bifreiðaumhverfi. Pabbi byrjaði
að flytja inn bfla til íslands 1963, þeg-
ar ég var þrettán vetra. Karl faðir
minn byrjaði þá að flytja inn
Trabant, áður hafði hann rekið heild-
verslun frá 1958.
Trabantinn var og er góður bfll.
Hann var mjög ódýr þegar hann kom
á markaðinn á Islandi. Fyrsti bfllinn
minn var Trabant og það yljar mér
alltaf um hjartaræturnar þegar mað-
ur sér Trabant á ferðinni, þeir eru þó
fáir í umferð heima nú.“
- Fyrsti bíllinn Trabant; hvernig bíl
átt þú nú - það hlýtur að vera jap-
anskur bíll?
„Jú, mikið rétt. Nú er ég orðinn
jeppadellumaður. Undanfarin ár hef
ég ekið um á Nissan Patrol og líkað
það mjög vel. Það er gaman að fara á
honum út á landsbyggðina - sama
hvort ég er á ferðinni á þjóðvegum,
eða þá á troðningum."
- Ertu útivistarmaður?
„Já, það má segja það. Ég hef mjög
gaman af að ferðast um landið og vera
úti í guðs grænni náttúrunni. Ég hef
verið að leika mér á vélsleðum á vet-
uma og fer á skíði með konunni og
bömunum. Reyndar er ég ekki mikill
skíðamaður, þau sjá um það. Á sumrin
er afar ijúft að fara í sveitasæluna.
Fjölskylda mín hefur aðstöðu vestur á
Snæfellsnesi, konan er austan af
fjörðum og að við fómm þangað
einnig. Þá á ég bændur sem vini.“
- Hefur þú notað tímann hér til að
skoða bíla?
„Jú, ég tók smá yfirreið um dag-
inn, til að skoða bfla og forvitnast.“
- Hér eru margar tegundir af bílum
sem aldrei fara til Evrópu, ekki satt?
„Jú, það em margar tegundir. Jap-
anir framleiða miklu fleiri bíla en
menn halda. Það em margar fallegar
gerðir af bílum í Japan, sem ég hefði
gjarnan viljað sjá á götunum heima.
En bílarnir henta margir ekki okkur
Islendingum. Hér er vinstriumferð
eins og var heima, stýrið er hægra
megin og þá er ýmislegt annað í
byggingu bílanna, sem hentar okkur
ekki,“ sagði Guðmundur.
„Tvöfalt áiag ng
ánægjaáá
Eiginkona Guðmundar heitir Guð-
ríður Stefánsdóttir, sem er fædd og
uppalin á Breiðdalsvík. Þau eiga þrjú
böm, Stefán Níels, sextán ára og Sig-
ríði og Ingvar Júlíus, fjórtán ára tví-
bura. Þegar Guðmundur var spurður
hvort ekki hafi verið erfitt að ala upp
tvíbura, sagði hann svo ekki vera.
„Það hefur verið mjög gaman. Það er
ekki hægt að neita því að suma dag-
ana hefur komið tvöfalt álag, en aðra
tvöföld ánægja.“
Þegar hér er komið sögu koma
þjónustustúlkur með réttinn, hita
upp pönnuna og byrja að steikja kjöt-
ið og síðan er bætt við soyasósu á
pönnuna og grænmetið steikt með
kjötinu. „Þetta er glæsilegt - kjötið
er vel fitusprengt. Hrísgrjónin em
borin fram og eggjasúpa. Þá em
bomar fram lokaðar súpuskálar með
fiskisoði og þangi. „Rétturinn er
mjög bragðgóður," segir hann.
- Hvar kynntist þú konunni þinni?
„Ég hitti hana fyrst í Hvammi í
Landsveit, hjá sæmdarhjónunum
Eyjólfi og Dúnu. Eyjólfur er látinn í
dag, en hann var mikill höfðingi og
vinur minn. Móðir Guðríðar er uppal-
in í Hvammi. Ég hitti Guðríði 'fyrir
tilviljun, er ég átti þar leið um.“
- Var það ást við fyrstu sýn ?
„Það er óhætt að segja það. Það
var mikil heppni fyrir mig að vera á
Hvammi á réttum stað og tíma.
Hvammur hefur alltaf verið happa-
staður fyrir mig.“
Ákvað aé) slá tíl
Við ræddum um handknattleik og
heimsmeistarakeppnina, ekki leikinn
við Norðmenn, og í kjölfarið spurðum
við Guðmund hvort hann hafi æft og
leikið handknattleik á yngri árum.
„Nei, ekki get ég sagt það. Ég æfði
lítillega með Vfldngi."
- Hvenær byrjaðir þú að starfa fyrír
handknattleikssambandið?
„Ég hóf að starfa í landsliðsnefnd
1993. Eftir HM á íslandi var óskað
eftir því við mig að ég gæfi kost á mér
sem formaður sambandsins. Ég tók
mér umhugsunarfrest, enda var
ástandið ekki gott - HSÍ var skuld-
um vafið. Ég ræddi við konuna og við
gerðum okkur grein fyrir að starfið
kallaði á aukna vinnu. Eftir þær við-
ræður ákvað ég að slá til að hef ekki
séð eftir því. Það hefur gengið vel hér
í Japan - og það er alltaf gaman þeg-
ar vel gengur. Við vitum að við erum
með lið á heimsmælikvarða og „strák-
arnir okkar“ eiga alltaf ákveðnar ræt-
ur í íslensku þjóðinni, eins og sést nú.
Fólk vaknar um miðjar nætur til að
sjá strákana keppa.
Við sjáum að það er nú að rofa til,
en gerum okkur fyllilega grein fyrir
því að það eru erfiðir tímar framund-
an. Ég hef gott fólk við hliðina á mér,
sem er tilbúið að gera sitt til að við
náum að rétta úr kútnum.
Það hefur verið erfitt að fá fyrir-
tæki til að styðja okkur, en sem betur
fer fengum við góðan stuðning til að
geta komið hingað til Kumamoto
skammlaust. Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna hefur staðið mjög vel við
bakið á okkur, einnig Póstur og sími,
Flugleiðir, Landsbankinn og VÍS.
Landsliðið hefur náð góðum árangri
hér, sem sýnir að við verðum að hlúa
meira að okkar bestu leikmönnum.
Vonandi fáum við fleiri styrktaraðila
í kjölfarið, til að auka flotmagnið á
skútunni, sem var óneitanlega farin
að halla mikið. Ef okkur tekst það þá
er bjart framundan."
Þjónustustúlkan kom og bætti
meira kjöti og grænmeti á pönnuna
og við spyrjum Guðmund hvort hann
sé ekki hrifinn af handbragði
stúlkunnar með pijónana. „Hún hef-
ur greinilega gert þetta áður. Þetta
Þú komst íhlaðið
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frfmanns
ANIMUS, prins drauma, kemur til
kvenna í svefni á hvítum gæðingi
draumsins. Hann er fylgisveinn
konunnar til góðra verka í lífi henn-
ar, leiðbeinandi, leiðsögumaður og
líkamningur þess besta í sálu henn-
ar. Það var austurríski drauma- og
sálgreinandinn Carl Gustav Jung
(1875-1961) sem um miðja þessa
öld komst að þeirri niðurstöðu gegn-
um rannsóknir sínar á draumum og
sálarlífi fóiks, að konur ættu sér
draummann (karlar draumkonu),
gerving góðra eiginleika þeirra sem
birtist í karleigindum konunnar, því
öll höfum við andstæður til að bera.
Jung gaf honum gríska nafn sálar-
innar; Animus, þvi hann væri hluti
af sálinni og skipting draumveranna
á kynin væri spegill á eðli hvors
kynsins um sig sem styddi aðra eðl-
isþætti til dáða. Hann áttaði sig á að
þessi fylgdarmaður konunnar um
draumalandið var ein af arkitýpun-
um sem hann nefndi svo eða frum-
gerð, ímynd ómeðvitaðra eðlisþátta
sem væri sameiginlegir öllum
mönnum hvar sem væri á jörðinni. í
íslenskum sögum og sögnum er hlið-
stæða Animusar: Draummaður (og
draumkona) sem kemur í drauma
beggja kynja og segir dreymanda
fyrir um dulda eða óorðna hluti.
Draumaprinsinn er ekki beint
áþreifanlegur eða áberandi í draum-
inum þótt hann sé í aðalhlutverki og
hann bregur yfir sig ólíklegustu
gervum til að tjá hug sinn. Það get-
ur verið kunningi, faðir, ástmaður,
leikari, stjómmálamaður, drengur
eða stúlka, jafnvel dýr, allt eftir eðli
draumsins. En með því að skoða vel
persónur drauma sinna og setja sig í
spor þeirra, opnast smám saman
hurðin að höll draumsins og hjarta
prinsins verður þitt.
Draumar lesenda
í draumi „Lopa“ kemur Animus
fyrir sem ímynd karlmannlegra eig-
inleika sem dreymandinn er að
missa en í draumum „írisar" eru
bæði duldar persónuíegar meiningar
og boð um óorðna hluti.
„Lopi“ sendir draum
„Mig dreymdi að ég væri staddur
niðri í miðbæ Reykjavíkur á helgar-
kvöldi ásamt kunningjum mínum og
við ætluðum að taka leigubíl heim.
En við gátum eiginlega ekki verið að
skilja Gorbatsjov eftir og höfðum
mildar áhyggjur af honum, þar sem
hann var nú án lífvarða. Mesta
áhyggjuefnið var að einhverjir
grínistar myndu ganga að Gorbat-
sjov og þurrka blettinn af hausnum
á honum.
Ráðning
Af draumi þínum að ráða virðist
þú á vissum krossgötum í lífi þínu og
það sem var þér tamt og eðlilegt er
það ekki lengur. Þessi breyting sem
virðist tengjast breyttum lífsháttum
er þér um margt ánægjuefni en
skapar þó visst óöryggi og áhyggjur
um álit annarra. Þær áhyggjur eru
óþarfar því allt á sér orsök og til-
gang og því er þessi breyting sjálf-
sögð. Til að skilgreina drauminn bet-
ur er ráð fyrir þig að setja þig í spor
Gorbatsjovs og sjá hvaða gildi hann
stendur fyrir í huga þínum. Blettur-
inn á haus Gorbatsjovs bendir til að
þú eigir að standa á þínu, hvað sem
aðrir vilja.
HANN kemur inn í draum þinn.
Draumar „írisar“
janúar 1997
„Ég og ákveðinn maður vorum
hvort á sínum bíl og hittumst á bíla-
stæði. Ég veitti því athygli að hann
var með lítinn bakpoka og ég spurði
hann út í pokann. Þá tók hann pok-
ann af sér og upp úr honum kom lít-
ið, vesælt og nakið stúlkubarn sem
var innan við eins árs. Ég og dóttir
mín tókum strax barnið en þá fékk
það mikinn niðurgang. Við sluppum
við bununa en hún fór beint niður.
Mér fannst eins og þetta væri dóttir
hans og spurði hversu gömul hún
væri. Hann sagði að hún væri tví-
tug.“
Mars ‘97
„Mér var sagt að þessi maður
væri dáinn og hefði verið það frá frá
unglingsárum. Ég varð hissa þvi ég
hafði umgengist hann undanfarin ár.
Til að vera viss fékk ég lögreglu-
skýrslur þar sem fram kom aðhann
hefði dáið í bílslysi 14-15 ára. Ég
trúði þessu varla því við kynntumst
fyrir 4 árum og þá taldi ég og aðrir
að hann væri á lífi. Ég ákvað að fara
í þjóðskrá og athuga kennitölu og
það kom á daginn að hann var talinn
lifandi.“
Apríl ‘97
„Ég var á jeppa og ók niður brött-
ustu brekkuna í bænum sem reynd-
ist kolófær, gatan var full af snjó og
það hafði skafið í skafla. Ég hugsaði
að sennilega kæmist ég aldrei upp
en fór þó niður. Svo gekk ég upp
brekkuna, þá hafði snjóa leyst að
nokkru en gangan upp reyndist erf-
ið. Ég var þreytt og máttlaus í fót-
um og hélt að ég myndi ekki hafa
þetta af. Mér fannst að ég væri á