Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mikið tjón varð í Laugardalslauginni þegar vatn flæddi um lagnaganga
Morgunblaðið/Ásdís
ALLT var á floti við suðurhlið laugarinnar í gær.
ir nokkrum árum. Laugin var full
af vatni þegar rúðan gaf sig og
vatnið streymdi undir laugarbakk-
ana þar sem öll stjórntæki laugar-
innar eru, þ.á m. rafmagnstæki og
töflur og nýr vélarsalur sem gerður
var fyrir grunnu laugina til þess
að halda meiri hita á vatni í henni.
Um miðjan dag í gær var enn verið
að dæla vatni úr lauginni og því
ekki farið að kanna skemmdir.
„Þetta gerist á versta tíma. Það
var allt tilbúið undir Smáþjóðaleik-
ana,“ sagði Kristján.
Omar Einarsson, framkvæmda-
stjóri íþrótta- og tómstundsaráðs
Reykjavíkur sagði í gærkveldi að
menn væru frekar bjartsýnir á að
hægt yrði að halda Smáþjóðaleik-
ana samkvæmt áætlun í Laugar-
dalslaug. í nótt átti að prófa allt
rafmagn í húsinu ogbyija að hleypa
vatni í laugina. „Útlitið var ekki
bjart hér í morgun, en allir starfs-
menn hafa í dag lagt hönd á plóg-
inn og unnið geysimikið og gott
starf. Sundmótið sjálft á ekki að
hefjast fyrr en á miðvikudag og þá
er stefnt að því að allt verði komið
í lag,“ sagði Ómar.
Rúðan átti að
þola fjórfald-
an þungann
TALIÐ er að um 700 tonn af vatni
hafi flætt úr Laugardalslauginni í
lagnakerfi laugarinnar í kjallara.
Næturvörður varð var við að vatns-
borð laugarinnar hafði lækkað upp
úr kl. sjö í gærmorgun og gerði
hann forsvarsmönnum laugarinnar
viðvart. Kristján Ögmundsson for-
stöðumaður sundlaugarinnar segir
að rúða í suðausturhorni laugarinn-
ar, sem átti að þola fjórfaldan
þunga þess vatns sem í lauginni er,
hafi gefið sig. Ekki er vitað um
orsakir þess. Óhappið getur sett
strik í reikning Smáþjóðaleikanna
en keppni í sundi á að hefjast í
Laugardalslaug næstkomandi mið-
vikudag en leikamir verða settir á
þriðjudag.
Hátt í eitt hundrað manns unnu
í gær við að dæla vatni úr kjallara
laugarinnar og lagfæra skemmdir.
Kristján segir að mikið sé í húfi því
sundæfingar hjá landsliðum sem
taka þátt í Smáþjóðaleikunum áttu
að vera á morgun, sunnudag og
keppni átti að hefjast þriðjudag.
Skotið var á neyðarfundi í gær með
þátttöku fulltrúa frá borgarverk-
fræðingi, íþrótta- og tómstundaráði
og fleiri aðilum.
Gerist á versta tíma
Kristján segir að rúðan hafi ver-
ið heil og engin sprunga í henni.
Hún hafi verið sett í gluggann fyr-
SLÖKKVILIÐ beitti stórum dælum til þess að koma vatni út
úr lagnakerfi laugarinnar.
Tillögur stefnumótunarnefndar um veigamiklar breytingar á íslenska skólakerfinu
STEFNUMÓTUNARNEFND sem
skipuð var í tengslum við endurskoð-
un aðalnámskráa grunn- og fram-
haldsskóla hefur skilað ráðherra til-
lögum um stefnumörkun sem gæti
haft veigamiklar breytingar í för
með sér á íslensku skólakerfi ef til-
lögur nefndarinnar ná fram að
ganga.
Veigamestu tillögurnar kveða á
um að samræmd próf í grunnskóla
verði haldin tvisvar á ári, í enda
haust- og vormisseris ár hvert, að
námsárum til stúdentsprófs verði
fækkað um eitt og að breyting verði
gerð á kennslu erlendra tungumála
í grunnskóla.
Enska fyrsta tungnmál
Leggur nefndin til að enska verði
gerð að fyrsta tungumáli og kennsla
í ensku heflist í 5. bekk, þ.e. tveim-
ur árum fyrr en nú er raunin. Aukin
alþjóðasamskipti geri kröfu um góða
tungumálakunnáttu, einkum meðal
smáþjóða. Mörg börn hafí áhuga á
og skilji nokkuð í ensku við upphaf
skólagöngu. Sjálfsagt sé að virkja
þennan áhuga í skólastarfi.
Kennsla í dönsku á ekki að hefjast
fyrr en í 7. bekk. í skýrslunni segir
að endurskipuleggja þurfi dönsku-
kennslu þannig „að heildarstunda-
fjöldi verði sá sami og nú er, en nám-
ið taki færri ár“. Með þessu aukist
líkur á markvissu námi í dönsku. Þá
leggur stefnumótunamefnd til að
tryggja þurfí að fagmenntaðir
dönsku- og enskukennarar beri
ábyrgð á kennslu í grunnskólum.
Samræmd próf tvisvar á ári
Nefndin vill koma til móts við
þann hluta nemenda sem lýkur fram-
haldsskóla á sjö önnum án umtals-
verðs hvata með því að samræmd
próf í grunnskóla verði haldin tvisv-
ar á ári. Með því væri nemendum
gefinn kostur á að ljúka grunnskóla-
námi um áramót og gætu hafið nám
í framhaldsskóla í janúar.
Auk hagræðisins sem fælist í
styttingu námstíma í grunnskóla
væri jafnframt um hvatningu að
ræða fyrir nemendur og nemenda-
fjöldi í framhaldsskólum yrði jafnari
milli anna.
Lagt er til að prófað verði sam-
Leiðin stytt að
stúdentsprófi
Tillögur stefnumotunamefndar um endur-
skoðun aðainámskráa á grunn- og fram-
haldsskólastigi, sem kynntar voru sl. föstu-
dag, fela m.a. í sér breytingar á samræmd-
um prófum og tungumálakennslu. Pétur
Blöndal kynnti sér málið.
Morgunblaðið/J6n Svavarsson
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, alþingismaður, Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, og Stefán Baldursson, skrifstofustjóri
menntamálaráðuneytisins, kynna nýju skýrsluna.
ræmt í tveimur kjarnagreinum, ís-
lensku og stærðfræði, og dregið
verði hveiju sinni, þegar líður að
prófum, um hvort prófað verði úr
ensku eða dönsku annars vegar og
samfélagsgrein eða raungrein hins
vegar. Þá er lagt til að í framtíðinni
verði prófað úr fimm greinum, verk-
eða listgrein bætist við.
Endurskoðun lýkur á næsta ári
Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra, sagði að stefnt væri að því
að ljúka endurskoðun á námskránni
á næsta ári, bæði fyrir grunn- og
framhaldsskólana, enda væri það
eitt aðalverkefni á verksviði ráðu-
neytisins á þessu kjörtímabili. Hann
sagðist hafa kynnt skýrsluna fyrir
ríkisstjórninni í gærmorgun og jafn-
framt lagt fram þríþættar tillögur
sem hefðu fengist samþykktar.
í fyrsta lagi hefði hann fengið
umboð til að vinna að umræðum um
samræmd próf og skipulag á þeim.
Vinna við það myndi heíjast næsta
haust. í annan stað til þess að leita
allra leiða til þess að lækka útskrift-
araldur úr framhaldsskólum um eitt
ár, þannig að útskrifað yrði hér á
landi á svipuðum aldri og tíðkaðist
á nágrannalöndunum.
í þriðja lagi samþykkti ríkisstjórn-
in að kennsla í ensku hæfist í 5.
bekk og kennsla í dönsku í 7. bekk.
Sú breyting er því gengin í gegn og
kemur til framkvæmda með nám-
skránni. Björn Bjamason sagði
ánægjulegt og mikilvægt að full
samstaða hefði náðst um tillögur
nefndarinnar vegna þess að í stefnu-
mótunamefndinni ættu sæti fulltrú-
ar allra stjómmálaflokka.
Námskráin biblía skólanna
„Við leggjum mikla áherslu á að
námskráin verði skýr og aðgengileg
og þannig að skólarnir fari eftir
henni,“ sagði Sigríður Anna Þórðar-
dóttir, formaður starfsnefndarinnar.
„Það hefur viljað brenna við að hún
sé plagg sem sé lítið notað. Hún
þarf að vera þannig úr garði gerð
að hún sé einhvers konar biblía skól-
anna og alltaf í fullri notkun."
Hún sagði að mikil áhersla væri
lögð á samstarf foreldra og skóla í
skýrslunni, á réttindi nemenda, að
skýrar reglur væru um meðferð
álitamála sem kæmu upp í skóla-
starfinu og traust milli allra aðila í
skólastarfinu, þ.e. foreldra, skólans
og nemenda.
Fækkun námsára til stúdents-
prófs úr fjórum í þijú er gífurlega
mikilvæg, að mati Sigríðar Önnu.
Hún segir að margar leiðir séu fær-
ar að því marki. Ein leið sé að lengja
árlegan kennslutíma. Önnur leið sé
að fækka greinum í framhaldsskól-
um og gera meiri kröfur í hverri
grein. Þriðja leið sé að færa hluta
af námsefni framhaldsskóla niður í
grunnskóla. Einnig væri hægt að
blanda þessum leiðum saman.
Nám yfir sumartímann
í tengslum við fækkun námsára
í framhaldsskóla er lagt til að hugað
verði að möguleikum framhalds-
skólanema til náms yfir sumartím-
ann. Einnig er talið mikilvægt að
samfella sé í námi á grunn- og fram-
haldsskólastigi. Áður en að styttingu
kemur telur nefndin nauðsynlegt að
lenging skólatíma í grunnskólum
verði komin að fullu til framkvæmda
og reynsla komin af nýrri aðalnám-
skrá.
í menntamálaráðuneytinu er nú
sem áður segir unnið að lokafrá-
gangi námskrárstefnu fyrir grunn-
og framhaldsskóla og byggist sú
vinna m.a. á tillögum nefndarinnar
en einnig á vinnu forvinnuhópa,
starfi faglegra umsjónarmanna end-
urskoðunarinnar, lögum um grunn-
og framhaldsskóla, núgildandi nám-
skrám, stefnu menntamálaráðherra
og málefnasamningi ríkisstjórnar-
innar.