Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 17
AKUREYRI
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
Fána-
stöngin fín
fyrir sjó-
mannadag
SJÓMANNADAGURINN er á
sunnudag og verður að venju
mikið um dýrðir um land allt.
Guðmundur Ólafsson, skipstjóri í
Óiafsfirði, var í óða önn að mála
fánastöngina sína þegar fréttarit-
ara bar að garði en hann vildi
fyrir alla muni hafa hana fina á
þessum hátiðisdegi. Guðmundur
er gamall sjómaður og var á sjó-
mannadaginn í fyrra heiðraður
fyrir áralöng og farsæl störf á
sjónum.
Húsbíla-
sýning við
Hrafnagil
FLAKKARAR - félag húsbíla-
eigenda efna til sýningar á
húsbílum við Hrafnagil á morg-
un, sunnudaginn 1. júní frá kl
12 til 19.
Þar gefst gestum tækifæri
til að skoða mismunandi gerðir
húsbíla að innan sem utan.
Flakkarar er 10 ára gamali
félagsskapur fólks sem hefur
það sameiginlega áhugamál að
ferðast heima og erlendis á bíl-
um sínum sem eru í raun nokk-
urs konar sumarbústaðir á hjól-
um.
Félagar eru um 340 og 170
bílar skráðir. Markmið Flakk-
ara er að ferðast, skoða landið
og hafa gaman af. Þeir bera
fulla virðingu fyrir umhverfinu,
ganga vel og snyrtilega um
landið og leggja metnað sinn í
að hvergi sjái á þegar áningar-
staður er yfirgefinn.
Nonnasafn
opnað
FJÖRUTÍU ár eru liðin frá því
Zontaklúbbur Akureyrar stofn-
aði minningarsafn um rithöf-
undinn og jesúítaprestinn Jón
Sveinsson, Nonna, sem þekktur
er um allan heim fyrir frásagn-
ir af ævintýrum sínum á Is-
landi.
Nonnahús við Aðalstræti
verður opnað næstkomandi
sunnudag, 1. júní og verður það
opið daglega frá kl. 10 til 17
fram til 15. september.
Zontaklúbbur Akureyrar
hefur látið merkja gönguleið
frá Nonnahúsi upp á Höfðann
að „Nonnasteini" en kort ásamt
leiðarlýsingu fæst í Nonnahúsi
og er göngugörpum að kostn-
aðarlausu.
Byggingímefiid
Akureyrar 140 ára
BYGGINGANEFND Akureyrar
varð 140 ára í gær, föstudag. Frið-
rik konungur sjöundi gaf út opið
bréf 6. janúar 1857 um að á versl-
unarstaðnum Akureyri skyldi stofna
bygginganefnd en í því kom einnig
fram hvetjir ættu að skipa nefnd-
ina, sýslumaður, tveir íbúar sem
áttu lóð á verslunarstaðnum og tveir
aðrir sem amtmaður áliti til þess
hæfa, en öðru fremur átti að til-
nefna menn er bera skyn á húsa-
smíði, ef til væru.
Fyrsti fundur nefndarinnar var
29. maí 1857 og var fyrsta mál á
dagskrá að úthluta fjórum mönnum
lóðum, þeim Jens Stæhr, garð-
yrkjumanni, Jóni Jónassyni, snikk-
ara, Jóni Jónssyni, járnsmið og
Jóni Sigurðssyni vaktara.
Bygginganefnd hefur haldið
2402 fundi og sitja í henni nú Há-
kon Hákonarson, formaður, Hall-
grímur Ingólfsson, Sigurður
Ringsted, Oddur Halldórsson og
Guðmundur Friðfinnsson en bygg-
ingafulltrúi er Jón Geir Agústsson.
EÐALJEPPINN
krafturinn, getan og traustið
kemur innan frá
SUZUKI
• Hann kemur þér þangað sem þú vilt komast,
með stíl. Sameinar þægindi, úthald og kraft.
• Hann eykur vellíðan þína. Veitir þér örugga stjórn
og aksturseiginleika þegar mest á reynir.
• í honum er gott pláss fyrir fylgihluti í útivist og
veiðitúrinn.
• Ekta jeppi að sjálfsögðu, með háu og lágu drifi
- upphækkanlegur, sterkbyggður á grind,
með feikilega stöðuga fjöðrun og gott veggrip.
• Verðgildið er í eðalklassa. Hann er byggður
til að endast.
4ra kambása 24 ventla
H20A vélin 6 strokka,
4 ventlar á strokk
með íjölinnsprautun.
136 hö.
SUZUKI
AFL OG
ÖRYGGl
Jafnvel þó vélitt sé einstaklega kraflmikil, er hann ekki bensínhákur. *
Og hann er á verði sem aðrir jeppar eiga ekkert svar við. **
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
, Sími 568 51 00.
SUZUKI SOLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00.
Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grxnukinn 20, simi 5S5 15 50.
Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 3700.
*Við 90 km á klst. 8,2/8,5 litrar á 100 km. **SUZUKI VITARA V6:2.390.000 kr.
IVITARAV6