Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Veiðimálastofnun Fram- kvæmda- stjóri ráðinn Landbúnaðarráðherra hefur skipað Sigurð Guðjónsson fiskifræðing í stöðu fram- kvæmdastjóra Veiðimála- stofnunar, en frá 1. júní er stofnunin aðskilin frá emb- ætti veiðimálastjóra, sem verður sjálfstætt stjórnsýslu- embætti. Sjö sóttu um stöð- una sem skipað er í til fimm ára, og mælti stjórn Veiði- málastofnunar með þeim Sig- urði Má Einarssyni og Sigurði Guðjónssyni. Sigurður Guðjónsson er fæddur í Reykjavík 5. ágúst 1957. Hann lauk prófi í lif- fræði frá Háskóla íslands 1980, meistaragráðu í líffræði með áherslu á fiska frá Dahlo- usie University, Nova Scotia í Kanada 1983 og doktors- prófi í fiskifræði frá Ríkishá- skólanum í Oregon í Banda- ríkjunum 1990. Sigurður hef- ur starfað samfellt á Veiði- málastofnun frá 1985 og síð- ustu árin hefur hann gegnt stöðu deildarstjóra vistfræði- deildar stofnunarinnar. Flogið með veikan íslend- ing frá Namib- íu til íslands EINKAFLUGVÉL forseta Namibíu lenti á Reykjavíkur- flugvelli í gærmorgun eftir langt sjúkraflug frá Namibíu með millilendingum. Um borð var m.a. alvarlega veikur íslending- ur sem hefur starfað sem ráð- gjafi ríkisstjórnarinnar í Namib- íu. Engar upplýsingar voru veitt- ar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur um líðan mannsins. Ráðgert var að áhöfn flugvélarinnar hvíldi sig hér á landi í einn dag. Morgunblaðið/Halldór Utanríkisráðherra um innlimun Schengen í ESB Ekki ástæða til svart- sýni af hálfu Islands Glæsilegt sumarhús á eignarlóð Glæsilegt sumarhús, byggt 1988 (merkt nr. 53) (Vaðneslandi. Eignin skiptist í 3 svefnherb., stofu, eldhús, baðherbergi með sturtu, einnig geymsla. I einu herberginu er skápur. [ tveimur herb. eru kojur. Spónarparket er á öllu húsinu, grenipanell á veggjum og i lofti. Tveir inngangar. Stór verönd kringum húsið á tvo vegu. Allur frágangur innanhúss og utan er til fyrirmyndar. Heitur pottur er viö husið. 10 fm geymsluhús byggt 1995 er við hlið hússins og er hann mjög snyrtilegur. Lóðin er 1,4 ha gróin eignarlóð. Hitaveita og rafmagn. Húsið er stutt fra ánni. Húsið er klætt að utan með röstuðum krossvið. Fallegt útsýni. Glægileg eign f alla staði á góðum stað. Eigendurverða á staðnum um helgina. Fasteignamiðstöðin ehf. Skipholti 50B, sími 552 6000. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir ekki ástæðu til svartsýni á framhald samstarfs ís- lands við aðildarríki Schengen- vegabréfasamstarfsins. Halldór, sem staddur er á fundi utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess í Portúgal, segir að nýjasta samningsuppkast- ið frá ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins styrki hann í þessari af- stöðu og viðræður hans við starfs- systkin frá ríkjum ESB háfi jafn- framt verið jákvæðar. íslenzk stjórnvöld hafa sett sig upp á móti því að Schengen-sam- starfið verði flutt í svokallaða fyrstu stoð ESB og þar með undir yfirþjóðlegar stofnanir. Halldór segir að Island hafi fyrir hálfum mánuði fengið frá Evrópusamband- inu uppkast að þeim ákvæðunnpnd- urskoðaðs stofnsáttmála sam- bandsins, sem fjalla um innlimun Schengen-samningsins í stofnsátt- málann. Brugðizt hafi verið skjótt við og sendar bréflegar athuga- semdir, sem Danir og Svíar hafi jafnframt komið á framfæri. Þar hafi verið lýst ýmsum erfiðleikum, sem ísland teldi því samfara að færa vegabréfasamstarfíð í fyrstu stoðina. Nýi textinn miklu betri Halldór segir að nýi samnings- textinn, sem íslenzk stjórnvöld fengu sendan á fimmtudag, sé miklu betri en sá fyrri og sýni að tekið hafi verið tillit til sjónarmiða íslands á fundum samningamanna á ríkjaráðstefnu ESB, hvort sem það sé beinlínis vegna bréfs ríkis- stjórnarinnar eða ekki. „Þar kemur fram að Schengen- samstarfið eigi í öllum aðalatriðum að verða milliríkjasamstarf innan þriðju stoðar, en sumir málaflokkar þó færðir í fýrstu stoð, eins og til dæmis reglur um hæli, innflytj- endamálefni og ytri landamæri," segir Halldór. WllimMI Nýjar á söluskrá m.a. eigna: Góð íbúð - gott verð - gott lán Sólrík, rúmgóð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í steinhúsi við Njálsgötu. Parket, sérhiti. 40 ára húsnæðislán kr. 3,5 millj. Lítill bílskúr. Eign sem ýmsir bíða eftir Parhús suðurendi 76,4 fm við Hjallasel við þjónustumiðstöð. Sólskáli, góð geymsla. Húsið er eins og nýtt. Endurnýjuð - Hjallavegur - gott verð 2ja herbergja íbúð lítið eitt niðurgrafinn. Nýjir gluggar og gler. Nýtt eldhús. Ný gólfefni. Nýtt þak á húsi. Sérinng. Laus nú þegar. Vinsæll staður. Reykjavík - Hafnarfj. - hagkvæm skipti Glæsilegt nýlegt einbýlishús á útsýnisstað í norðurbænum í Hafnarfirði. Stór bílskúr. Skipti æskileg á góðri íbúð með bílsk. í gamla austurbænum eða í Hlíðunum. Fjöldi fjársterkra kaupenda á skrá Sérstaklega óskast eignir miðsvæðis f borginni, í vesturborginni, á nesinu og stærri eignir i gamla bænum sem mega parfnast endurbóta. • • • Opið í dag kl. 10-14. Gott verslunarhúsnæði óskast við Laugaveg, Bankastræti, nágrenni. ALMENNA FASTEIGNASALAN UUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Opið hús í Skaftahlíð 16 Til sýnis í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, glæsileg 4ra herbergja íbúð ca 104 fm á 1. hæð til vinstri. íbúðin skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, stofu, eldhús, sjónvarpshol og baðherb. Kristín tekur á móti áhugasömum kaupendum á milli kl. 14.00 og 17.00 um helgina. Áhvílandi húsnl. 3,5 millj. Verð 8,5 millj. FASTEIGNASAIA REYKJAVÍKlíR TIL SÖLU LÓÐIR í SELASNUM Undirritaður hefur til sölumeðferðar eftirtaldar lóðir. Þeir sem áhuga hafa á kaupum sendi skriflegt tilboð til undirritaðs fyrir 15. júní 1997. Viðarás 1 465 m2, raðhús Viðarás 3 465 m2, raðhús Viðarás 5 465 m2, raðhús Viðarás 7 _ 465 m2, raðhús Skógarás18 l: 660 m2, einbýli Skógarás 20 836 m2, einbýli Skógarás 23 677 m2, einbýli Ólafur Axelsson hrl., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík. Sími: 5871211. Bréfsimi: 5671270. Lúxemborg lofar samstarfi Halldór segir að í viðræðum hans við Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, sem tekur við for- sæti ráðherraráðs ESB í byijun júlí, hafi komið fram að menn séu ekki bjartsýnir á að ríkjaráðstefn- unni geti lokið á leiðtogafundinum í Amsterdam um miðjan júní. Ýmis vandamál séu óleyst, þar á meðal staða Schengen-samstarfsins. „Sennilegt er að ríkjaráðstefnunni ljúki ekki formlega fyrr en í tíð Lúxemborgar og reyndar hefur einn utanríkisráðherra ESB sagt mér að hann hafi ekki trú á að ráðstefnunni ljúki fyrr en á næsta ári, í formennskutíð Brettands," segir Halldór. Hann segir að Poos hafi heitið því að halda nánu samstarfi við Island um málefni Schengen og hafa hagsmuni landsins í huga. Bretar og Svíar hlynntir flutningi í þriðju stoð í gær átti Halldór síðan fund með Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, um Schengen-málið. „Bretar og Danir leggjast eindregið gegn því að þessi málaflokkur fær- ist að einhverju leyti inn í fyrstu stoðina og Cook segist vilja að hann verði eingöngu í þriðju stoð,“ segir Halldór. Hann segir að honum hafi borizt til eyrna að Svíar væru þeirrar skoðunar að Schengen-samstarfið ætti heima í fyrstu stoðinni. „Þetta kom mér á óvart og ég átti langt samtal við Lenu Hjelm-Wallén, ut- anríkisráðherra Svíþjóðar, sem sagði að Svíar gætu fallizt á að málið yrði leyst með þeim hætti, sem nú liggur fyrir, en legðu þó enga áherzlu á það,“ segir Halldór. „Svíar vilja alveg eins að samstarf- ið heyri undir þriðju stoðina. Við höfum haft áhyggjur af meirihluta- ákvörðunum í ráðherraráði ESB um málefni vegabréfasamstarfsins, í stað þess að samhljóða samþykki þurfi fyrir ákvörðunum. Wallén sagði mér að jafnvel þótt eitthvað af Schengen-samstarfinu yrði fært undir fyrstu stoðina myndu Svíar ekki geta fallizt á að ákvarðanir þar yrðu teknar með meirihluta." „Mér sýnist eftir þessi samtþl, sem ég hef átt hér undanfarpa daga, að ekki sé ástæða til að vera fullur svartsýni um þetta mál. Hins vegar er ljóst að ýmislegt á eftir að gerast. Samningaviðræður við ísland og Noreg eru ekki hafnar, en gert er ráð fyrir þeim í þeim samningstexta, sem nú liggur fyr- ir,“ segir Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.