Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 53
Göngu- og
kynningar-
dagur Ferða-
félagsins
GÖNGUDAGUR Ferðafélagsins er
haldinn í 19. sinn sunnudaginn 1.
júní en að þessu sinni er hann til-
einkaður 70 ára afmæli félagsins.
Farið verður í fjölskyldugöngu
um Esjuhlíðar og er brottför með
rútu kl. 10.30 frá Ferðafélagshús-
inu að Mörkinni 6 en þátttakendur
geta einnig mætt á eigin farartækj-
um á bílastæðið við Mógilsá. Farin
verður 1,5-2 klst. ganga um
göngustíga, þar á meðal skógar-
stíga í hlíðum Esju og höfð áning
með léttum veitingum í skógarreit
við Tilraunastöð Skógræktarinnar.
Þátttakendur munu fá merki
göngudagsins. Áætlað er að koma
til baka í Mörkina kl. 14.
Milli kl. 14 og 17 verður opið hús
í Mörkinni 6 þar sem Ferðafélagið
mun kynna starfsemi sína, nýút-
komna úrbók, sumarferðir og af-
mælisárið en þar munu einnig verða
fyrirtæki er kynna ýmislegt sem
snertir ferðalög og gönguferðir, svo
sem ferðaútbúnað, landakort, rútur,
framleiðslu úr íslenskum fjallagrös-
um o.fl. Skátar munu sjá um leik-
tæki fyrir unga sem aldna á opna
húsinu og kl. 14.30-15 munu félag-
ar úr lúðrasveitinni Svani leika
ættjarðar- og göngulög.
Á göngudaginn verður einnig í
boði gönguferð yfir Esju kl. 9 en
með þeirri ferð verður minnst fyrstu
Esjugöngu félagsins er farin var
árið 1933.
Lessmiðja fyrir
börn í Borg-ar-
bókasafni
í SUMAR verður starfrækt les-
smiðja fyrir börn í Borgarbókasafni
Reykjavíkur. Smiðjan er einkum
ætluð börnum á aldrinum 8-11 ára
og kostar ekkert að taka þátt.
Tilgangur smiðjunnar er að efla
lestur og lestrarskilning og minna á
það fjölbreytta úrval bókmennta sem
söfnin veita aðgang að. Lesnar verða
bækur af ýmsu tagi, spjallað um þær
og ýmis verkefni unnin. Boðið er upp
á þennan sumarlestur í aðalsafninu
í Þingholtsstræti, Borgarbókasafni í
Gerðubergi, Bústaðasafni, Seljasafni
í Hólmaseli og Foidsafni í Grafar-
vogi.
Smiðjan verður á þriðjudögum og
fimmtudögum í júní, eina og hálfa
klst. í senn, og fá þau börn sem
verða með frá byijun afhent viður-
kenningarskjal í lok námskeiðsins.
Viðfangsefni smiðjunnar eru breyti-
leg eftir útibúum; í aðalsafni verður
þemað t.d. Reykjavík í víðu sam-
hengi og verða m.a. lesnar gamlar
og nýjar þjóðsögur úr Reykjavík,
spennusögur úr borginni, Reykjavík-
urljóð og fjallað um náttúru í borg-
inni o.fl. Nánari upplýsingar eru
veittar í hveiju safni fyrir sig og þar
fer skráning einnig fram.
Fyrirlestur um
sjón og sjón-
hverfingar
ÞORSTEINN J. Halldórsson, eðlis-
fræðingur, flytur laugardaginn 31.
maí fyrirlesturinn Sjón og sjón-
hverfingar. Fyrirlesturinn er sá síð-
asti í fyrirlestraröðinni Undur ver-
aldar sem haldin er á vegum Raun-
vísindadeildar Háskóla Islands og
Hollvinafélags hennar.
Fjallað verður m.a. um eðli sjón-
skynjunarinnar. Hvern hluta af
raunveruleikanum við skynjum með
augunum og hvemig sjónin einnig
blekkir. Einnig verður greint frá
nýrri þróun í myndtækni, sýndar-
veruleika og gervisjón.
Fyrirlesturinn hefst kl. 14 í sal 2
í Háskólabíói. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
FRÉTTIR
LANGHOLTSKIRKJA
Kirkjureið til
Langholts-
kirkju
HESTAMENN verða sérstaklega
boðnir velkomnir sunnudaginn 1.
júní í Langholtskirkju. Hestamenn
leggja af stað frá félagsheimili
Fáks kl. 9.30 f.h. og kl. 10.30 frá
hesthúsunum við Bústaðaveg.
Hestamannafélagið Fákur setur
upp rafmagnsgirðingu við kirkjuna
og sér um gæslu hestanna meðan
á messu stendur, Lesarar og hljóð-
færaleikarar verða úr röðum hesta-
manna og Gradualekór Langholts-
kirkju syngur stólvers. Prestur er
sr. Jón Helgi Þórarinsson og organ-
leikari Jón Stefánsson.
Eftir messu gefst kirkjugestum
kostur á að kaupa sér kjötsúpu í
safnaðarheimili kirkjunnar. Tutt-
ugu ár eru síðan þessi siður var
tekinn upp og hefur haldist nær
óslitinn síðan.
Skógræktar-
dagur og stað-
arskoðun í Sól-
heimum
EFNT verður til skógræktardags
á Sólheimum laugardaginn 31.
maí. Kynnt verður starfsemi skóg-
ræktarstöðvarinnar Öiurs auk þess
sem í boði verður ráðgjöf fyrir
sumarbústaðafólk og aðra gesti
sem hug hafa á gróðursetningu í
sumar.
Sólheimar eru vagga lífrænnar
ræktunar á íslandi og skógræktar-
stöðin Ölur vottuð sem lífræn skóg-
ræktarstöð. Stöðin verður opin á
laugardaginn frá kl. 10-18.
Gestum er boðið upp á staðar-
skoðun um Sólheima og hefst
kynningin í íþróttaleikhúsi Sól-
heima kl. 14. Sólheimar hafa verið
útnefndir fyrsta sjálfbæra samfé-
lag á íslandi af alþjóðasamtökun-
um Global Eco-Village Network
og verður gestum kynnt saga stað-
arins og störf aðmmhverfismálum.
Einnig verða verslunin Vala og
Listhús Sólheima opið um helgina
eins og aðrar helgar í sumar.
Allir eru velkomnir.
*
Islandsmót
í handflökun
í dag
OPIÐ íslandsmót í handflökun
verður haldið laugardaginn 31. maí
í hafnartjaldinu á miðbakka
Reykjavíkurhafnar. Mótið hefst kl.
11. Það er nú haldið í fjórða sinn.
Ræsir mótsins að þessu sinni er
Björn Grétar Sveinsson, formaður
V erkamannasambandsins.
Til mótsins var í upphafi stofnað
til að hefja til vegs þá verkþekk-
ingu og verklag sem góðir flakarar
búa yfir. Þátttakendur í ár eru
þegar orðnir 24, en enn er hægt
að skrá sig. Skipt er í hópa og
keppa fimm í einu. Dæmt er eftir
hraða, nýtingu og gæðum. Verð-
laun eru veitt þeim sem skarar
fram úr í hveiju þessara atriða,
en Islandsmeistari er sá Islending-
ur sem er með besta útkomu sam-
anlagt. Þrír efstu keppendur fá
ferðavinninga. Frá upphafi hafa
erlendir þátttakendur verið meðal
keppenda og svo er einnig nú.
Áhorfendur eru velkomnir á
keppnina.
Forsetahjónin
á sjómannadegi
í Grindavík
FORSETAHJÓNIN herra Ólafur
Ragnar Grímsson og frú Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir verða við-
stödd hátíðarhöld sjómannadagins
í Grindavík eftir hádegi sunnudag-
inn 1. júní nk.
Hátíðarhöldin hefjast með sjó-
mannamessu kl. 13, að messu lok-
inni verður lagður blómsveigur að
minnisvarða um drukknaða og
týnda menn. Að því loknu byijar
dagkráin við höfnina. Blásarasveit
Grindavíkur leikur, flutt verða
ávörp, heiðrun aldraðra, viður-
kenning vegna björgunarafreks,
verðlaunaafhending, leikir s.s.
björgunargallasund, koddaslagur,
kararóður o.fl.
Sjómannakaffi er á vegum
Kvenfélags Grindavikur í Festi
milli kl. 15 og 18. Um kvöldið
verður síðan hátíðardansleikur í
Festi. Hljómsveitin Saga-Class
leikur fyrir dansi, veislustjóri verð-
ur Rósa Ingólfsdóttir og Laddi
skemmtir.
Hyundai-sýning
BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar
halda sýningu á 1998 árgerð af
Hyundai Accent. Bíllinn hefur tek-
ið nokkrum breytingum og má þar
nefna rennilegri framhluta með
innbyggðum þokuljósum í stuðara,
breyttan afturstuðara, hlífðarlista
í hurðum og nýja hjólkoppa. Bíllinn
er fáanlegur þrennra, fernra og
fimm dyra með 84 og 89 hestafla
vélum. Allir bílarnir eru með lituðu
gleri og í GS og GLS útfærslum
eru rafknúnar rúðuvindur staðal-
búnaður. Sýningin er frá kl. 10-17
í dag, laugardag, og á morgun
milli kl. 12 og 17. Bíllinn er einnig
sýndur hjá Bílval á Akureyri.
Sumarbúðir
fyrir stráka og
stúlkur
SUMARBÚÐASTARF ÆSKR,
KFUM og K í Ölveri í Borgarfirði
hefst næstkomandi mánudag.
Sumarbúðirnar, sem staðsettar eru
undir Hafnarfjalli í nágrenni
Borgarness, eru fyrir drengi og
stúlkur frá sjö ára aldri.
Börnunum er boðið upp á fjöl-
breytta útiveru, leiki, íþróttir og
gönguferðir. Á staðnum er úrval
nýrra leiktækja svo sem útileiktæki
og heitur pottur til að busla í. Mik-
ið er lagt upp úr uppbyggjandi
samfélagi og eru samverustundir
kvölds og morgna þar sem auk
skemmtiatriða er Biblíulestur og
hugleiðing auk mikils söngs.
Ennþá eru nokkur pláss laus í
sumarbúðirnar sem hefja starfsemi
nk. mánudag hinn 2. júní.
Afmælishátíð
á Hrafnistu
HALDIÐ verður upp á 40 ára af-
mæli Hrafnistu í Reykjavík á sjó-
mannadaginn 1. júní og 20 ára
afmæli Hrafnistu í Hafnarfírði.
Af þessu tilefni verður „opið
hús“ á Hrafnistuheimilinu nk.
sunnudag og þá gefst almenningi
kostur á að kynna sér starfsemina.
Meðal þess sem í boði verður er
sýning og sala á handverki sem
unnið hefur verið af heimilisfólki,
og kaffisala í borðsölum Hrafnistu,
og rennur allur ágóði til velferðar-
mála heimilisfólksins. Harmoniku-
leikarar munu halda uppi tilheyr-
andi stemmningu.
Sjómannadags-
blað Reykjavík-
ur og Hafnar-
fjarðar komið út
SJÓMANNADAGSRÁÐ Reykjavík-
ur og Hafnarfjarðar hefur gefið út
Sjómannadagsblaðið í 59. sinn. Rit-
stjóri þess er Atli Magnússon.
I blaðinu er meðal annars fjallað
um víglu og blessun nýrrar sund-
laugar og endurhæfingarstöðvar
við Hrafnistu í Reykjavík. Þá er
rætt við Rafn Sigurðsson, forstjóra
Hrafnistu, í tilefni 20 og 40 ára
afmælis Hrafnistuheimilanna. Að
venju eru í blaðinu fjöldi frásagna
gamalla sægarpa, sem samþættast
öðrum frásögnum af skipum eða
mönnum liðins tíma. Til að mynda
eru frásagnir sjófarenda af tundur-
duflaháska stríðsáranna.
Minningaröldur við
Fossvogskapellu
Látinna sjómanna á síðasta ári
er minnst og fjallað er um minning-
aröldur Sjómannadagsins sem risið
hafa við Fossvogskapellu en þar
geta ættingjar þeirra sjómanna,
sem ekki hafa komist í vígða mold,
minnst sinna nánustu.
Sjóminjasafn ís-
lands opnað
SJÓMINJASAFN íslands í Hafnar-
firði verður opnað sunnudaginn 1.
júní. Opið verður alla dga frá kl.
13-17 fram til 30. september.
Laugardaginn 31. maí verður i
forsal safnsins opnuð sýning á 20
olíumálverkum eftir Bjarna Jóns-
son. Allt eru þetta myndir um sjó-
mennsku og sjávarhætti fyrri tíðar
en segja má að hér sé um heimildar-
myndir að ræða. Öll verkin eru til
sölu. Einnig sýna gamlir sjómenn
vinnu við lóðir, net, húta og splæs-
ingar. Gestum gefst kostur á að
æfa handtökin. Aðgangur er ókeyp-
is í tilefni af hafnardeginum og
degi ferðaþjónustunnar í Hafnar-
firði. Verkleg sjóvinna hefur verið
fastur liður í starfsemi safnsins
undanfarin sumur.
Á sjómannadaginn 1. júní leikur
Þórður Marteinsson á harmoniku
meðan á opnun stendur en aðgang-
ur er ókeypis. Þriðja hæð safnsins
hefur nú verið opnuð á ný og verða
þar sýndar heimildarkvikmyndir af
myndböndum í sumar.
í safninu eru varðveittir munir
og myndir er tengjast sjómennsku
og siglingum fyrri tíma, þ.á m. tveir
árabátar, loftskeyta- og kortaklefi
af togara, gúmbjörgunarbátur, kaf-
arabúningur, skipslíkön, ýmis veið-
arfæri, áhöld og tæki. Sýning á
annarri og þriðju hæð safnsins hef-
ur verið endumýjuð að mestu og
að nokkm á þeirri fyrstu.
Árbæjarsafn
Nýtt hús tekið í
notkun
í TILEFNI af 40 ára afmæli Árbæj-
arsafns mun húsið Lækjargata 4
verða opnað eftir viðamikla endur-
byggingu sunnudaginn 1. júní.
Þann dag hefst fjölbreytt sumar-
dagskrá með opnun ljósmyndasýn-
ingar sem ber yfirskriftina: Reykja-
vík, ljósmyndir og ljóð. Þar verða
sýndar ljósmyndir frá Reykjavík frá
lokum síðustu aldar og til okkar
daga ásamt ljóðum skálda sem
yrkja um myndir og borgina við
sundin blá. Vegleg sýningarskrá
hefur að geyma ítarlega ritgerð
eftir Garðar Baldvinsson bók-
menntafræðing.
Veitingsala í Dillonshúsi verður
opnuð um leið og safnið, en í sum-
ar mun Árný Hallvarðsdóttir og
aðstoðarfólk hennar bera þar fram
randalínur og ýmsa þjóðlega rétti.
Húsdýr verða á safnsvæðinu í sum-
ar og handverksfólk að störfum
flesta daga auk þess sem sérstök
dagskrá verður alla sunnudaga.
Færeyska sjómannaheimilið.
Færeyska
sj ómannaheimilið
Samkoma á sjó-
mannadaginn
HALDIN verður almenn samkoma
á sjómannadaginn 1. júní í Fær-
eyska sjómannaheimilinu, Brautar-
holti 29, og hefst hún kl. 17.
Þar verða sungnir færeyskir
sálmar en ræðumaður verður Skúli
Svavarsson, kristniboði. Allir eru
hjartanlega velkomnir á samkom-
una.
LEIÐRÉTT
Teigur áfram opinn
í FRÉTT um sumarlokanir sjúkra-
húsanna í Morgunblaðinu í gær,
sagði að Teigur á Flókagötu yrði
lokaður frá 29. júní til 5. ágúst.
Þetta á þó aðeins við um sjúkrahót-
elið þar, en dagdeildinni á Teigi
verður ekki lokað og þar verður
veitt full þjónusta yfir sumarið.
Hlynur Hallsson
Rangt föðurnafn
VIÐ VINNSLU Morgunblaðsins á
samtali Þórarins Stefánssonar við
Hlyn Hallsson myndlistarmann,
sem birtist í blaðinu í gær, misritað-
ist föðumafn Hlyns. Beðizt er af-
sökunar á þessum mistökum.
Flugslysið í Héðinsfírði
ÁSTÆÐA er til að árétta vegna
greinar í blaðinu á fimmtudag um
flugslysið þegar TF-ISI fórst í Hest-
fjalli við Héðinsfjörð að það er
mannskæðasta flugslys sem orðið
hefur á íslandi. Einnig að einkenn-
isstafír vélarinnar voru TF-ISI, en
í frétt í blaðinu voru þeir sagðir
TF-ÍSÍ.
Þá var rangt farið með heimili
Bryndísar Sigurðardóttur sem fórst
í slysinu. Hún var til heimilis í
Reykjahlíð í Mývatnssveit en ekki
Reynihlíð. Em aðstandendur beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
Sendiherrar
í FRÉTT í blaðinu s.l. fimmtudag
um hjálpartæki til Rússlands var
ranghermt að Gunnar Gunnarsson
væri fyrrverandi sendiherra íslandE
í Rússlandi og Ólafur Egilsson nú-
verandi sendiherra. Hið rétta er að
Gunnar en núverandi sendiherra og
Ólafur gengdi embættinu áður. Er
beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Upplýsingamiðstöð
ferðamanna í Hafnarfirði að
Vesturgötu 8
í FRÉTTATILKYNNINGU í Mbl. i
gær var sagt frá Hafnardegi í Hafn -
arfírði sem haldin er í dag. Þar va*
sagt að Upplýsingamiðstöð ferða-
manna væri til húsa að Njálsgötu
8. Hið rétta er að hún er stödd að
Vesturgötu 8 og er beðist velvirð-
ingar á mistökunum.