Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTR UM.IS AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flugleiðir ganga frá kaupum á 757 vél FLUGLEIÐIR hafa gengið frá samningum um kaup á nýrri Boeing 757 flugvél og fær félagið vélina um næstu áramót. Par með verða Flug- leiðir með fimm 757 vélar í notkun. Félagið hefur auglýst eftir flug- mönnum til starfa á nýju vélina en að jafnaði þarf 18-20 flugmenn á hverja 757 vél. Flugleiðir réðu ellefu flugmenn sl. vor sem hafa ýmist hafið störf eða eru í þjálfun. Jens Bjarnason, flug- reksti’arstjóri hjá Flugleiðum, segir að ætlast sé til þess að þeir flugmenn sem verði ráðnir núna hefji þjálfun síðsumars og verði á námskeiðum næsta vetur. Nýja vélin verður notuð til þess að byggja upp leiðakerfi félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum. Flug- leiðir sjá fyrir aukningu á báðum þessum mörkuðum. Bætt verður við ferðum og áfangastöðum. Félagið hefur m.a. kannað mögu- leika á flugi til Chicago, Detroit, Minneapolis, Philadelpia, Cleveland og Newark í Bandaríkjunum. Rætt er um að bæta Helsinki inn í leiða- kerfið austan hafs og einni borg í Þýskalandi. Einnig þykir koma vel til greina að fljúga árið um kring til sumaráfangastaða í Evrópu. Nýja 757 flugvélin verður keypt beint af verksmiðjunni. Auk 757 vél- anna fimm verða Flugleiðir með fjór- ar 737 vélar í rekstri í millilandaflugi á næsta ári. Flugleiðir áætla að kaupa enn aðra Boeing 757 á næsta ári sem kæmi til landsins um áramótin 1998- 1999. Þá þarf félagið aðra 18-20 flug- Tónlistin flutt MARGIR vegfarendur ráku upp stór augu í gær þegar fjölmenn og hávær skrúðganga þrammaði hjá og veltu fyrir sér hvort þjóðhátíðardeginum hefði verið flýtt. Sú var þó ekki raunin, heldur voru nemendur og kennarar Tónskóla Sigursveins, sem alls eru 700 talsins, að fagna því að skólinn er að flytja í nýtt húsnæði. Gengið var frá Hellusundi upp í nýjar höfuðstöðvar við Engjateig og var blásarasveit skólans í fylkingarbijósti göngumanna sem veifuðu spjöldum til stuðnings tónlistinni. Skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar Alþýðu- bandalag fengi 20% S JÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi mest fylgi stjórnmálaflokkanna ef gengið yrði til þingkosninga nú, eða 36%. Alþýðubandalagið yrði næststærsti flokkurinn, með 20% at- kvæða. Þetta er á meðal niðurstaðna skoðanakönnunar, sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Islands gerði fyrir Morgunblaðið seinni hluta síð- ustu viku og fyrri hluta þessarar. Alþýðuflokkurinn fær nú 17,4% fylgi og Framsóknarflokkurinn 17,3%. Kvennalistinn fær 4,8%, Þjóð- vaki 0,7% og ,jafnaðarmannaflokk- ur“ 3,7%. Miðað er við þá, sem af- stöðu tóku í könnuninni. ■ Sjálfstæðisflokkur fengi/14 -------------- Morgunblaoið/Uom 150 tonn af olíu láku út á Húsavík Mengun minniháttar HUNDRAÐ og fimmtíu tonn af gasolíu láku niður í jarðveg á Húsa- vík síðdegis í gær, þegar verið að dæla olíu frá olíuskipinu Stapafelli í tanka. Dæla átti 300 tonnum af olíu i tank sem tilheyrir Esso og var það ekki fyrr en dælingu lauk sem upp- götvaðist að einungis helmingur þess magns hafði ratað rétta leið. Fyrir skömmu var olíudreifing fyrir Olís og Esso sameinuð og var þá ákveðið að Olís-tankurinn yrði tæmdur, en þegar það var gert hefur gleymst að loka fyrir leiðslur sem lágu að tankinum og því lak olían út. Hreiðar Hreiðarsson varðstjóri segir að hreinsun hafi lokið um klukkan 21 í gærkvöldi. Aðeins sé eftir að fjar- lægja dreggjar eftir olíulekapn og verði það gert innan skamms. Hreið- ar segir að ekki sé talið að eldhætta stafi af lekanum, þótt um svo mikið magn hafi verið að ræða. Mið lunartillaga ríkis- sáttasemjara Um 70% þ citttcikíi ÞÁTTTAKA í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttsemjara hjá verkalýðsfélögunum á Vestfjörðum í gær var á bilinu 66% til 95%, mest , a hjá Álftfirðingi í Súðavík en minnst á Patreksfirði. Þátttaka vinnuveitenda var 70%. Á kjörskrá verkalýðsfélaganna sjö vegna miðlunartillögunnar voru alls 654 félagar og kusu alls 472 eða 72%. Hjá stærsta félaginu, Baldri á Isa- firði, kusu 250 af 364 eða 68,7% en mest þátttaka var hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu Álftfirðingi þar sem 35 af 37 kusu eða 95%. Á Hólma- vík kusu 35 af 47 eða 74,5%, 66% á Patreksfírði eða 33 af 50, 36 af 51 hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu Súg- anda eða 70,6%, 50 af 62 í Verkalýðs- félaginu Skildi á Flateyri sem eru 80,6% og 33 af 43 hjá Brynju á Þing- eyri eða 76,7%. Kjörgögn átti að senda skrifstofu ríkissáttasemjara nú í morgun og er búist við að talningu ljúki laust eftir hádegi. ■ Fólki veitir/4 Tillaga svæðisnefndar um skipulag miðhálendisins kynnt Gildandi tilhögun Fljóts- dalsvirkjunar er hafnað GILDANDI tilhögun Fljótsdalsvirkjunar er hafnað í tillögu að svæðisskipulagi miðhálendis- ins til ársins 2015 á þeim forséndum að gildi Eyjabakkasvæðisins, sem færi undir miðlunar- lón, sé mikið vegna sérstæðs gróðurfars, dýra- lífs og landslags. Fljótsdalsvirkjun var heimiluð með lögum árið 1981 og veitti iðnaðarráðherra virkjana- leyfi árið 1991. í greinargerð um skipulagstil- lögu miðhálendisins, sem kynnt var á vegum Skipulags ríkisins í gær, segir að ástæða sé til að endurskoða tilhögun virkjunarinnar. Gert sé ráð fyrir að skoðaðir verði til hlítar möguleikar á að virkja saman Jökulsá á Fljótsdal og Jök- ulsá á Brú með þeim hætti að Hálslón við Kárahnúka gæti nýst sem miðlun fyrir bæði vatnasviðin. Gísli Gíslason landslagsarkítekt, einn af ráð- gjöfum samvinnunefndar 12 héraðsnefnda um svæðisskipulagið, segir það hafa verið niður- stöðu nefndarinnar að hafna gildandi tilhögun Fljótsdalsvirkjunar en ekki sé lokað fyrir það í skipulagstillögunni að Jökulsá á Fljótsdal verði virkjuð með öðrum hætti. Landsvirkjun hefur gagnrýnt svæðisnefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til áætlana fyrirtækisins. I bréfi sem Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sendi nefndinni segir að stjórn- völd þurfi að hafa fyrir sér óyggjandi rök ef til þess kæmi að breyta þegar samþykktum virkj- unaráformum sem unnið hafi verið að í rúma tvo áratugi og miklum fjármunum varið til. Lands- virkjun telji nefndina bresta vald til að ýta slík- um áformum til hliðar. Slíkt sé aðeins á valdi ráðherra orkumála og þá að viðlagðri bóta- skyldu. Landsvirkjun mótmælir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að sameiginleg virkjun Jökulsáa á Brú og Fljótsdal væri gífurlega stór og hentaði því ekki nema til kæmi mjög stór orkukaupandi. Hún gæti skilað um 4.300 gigawattstundum á ári eða nærri jafn miklu og það vatnsafl sem þegar hefur verið virkjað hér- lendis. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að á skipu- lagstímanum komi til framkvæmda orkuvinnsla sem nemur um 10 þúsund GWS. Ekki er í tillög- unni gert ráð fyrir virkjun í Jökulsá á Fjöllum og ekki heldur Hraunaveitu sem tengist Fljóts- dalsvirkjun en forsenda hennar hefur verið miðlunarlón í Eyjabökkum. Þorsteinn Hilmars- son segir líklegt að Landsvirkjun muni gera at- hugasemdir við þetta. Farið varlega í stórvegagerð Á kynningarfundi um skipulagstillöguna í gær sagði Gísli Gíslason að þar væru tekin frá mun víðfeðmari náttúruvemdarsvæði á miðhá- lendinu en stefnt hafi verið að af hálfu náttúru- vemdaryfirvalda. Þá væri farið mjög varlega í stórvegagerð og megináhersla lögð á sumar- vegi, helstu þjónustusvæði ferðamanna væru hugsuð á jaðarsvæðum hálendisins, vakin væri athygli á vatni sem auðlind, og lagðar línur varðandi mannvirkjagerð. ■ Auðnin/Dl-4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.