Morgunblaðið - 04.06.1997, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D/E
123. TBL. 85. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Eftirmaður Peres kjörinn
EHUD Barak var í gær kjörinn
leiðtogi Verkamannaflokksins í
Israel í stað Shimons Peres, ef
marka má skoðanakannanir ísra-
elskra sjónvarpsstöðva við kjör-
staði. Kannanirnar bentu til þess
að Barak fengi 56-57% atkvæð-
anna og helsti keppinautur hans,
Yossi Beilin, 26-28%. Barak sagði
að þeir gætu báðir vel við unað
yrði þetta niðurstaðan.
Barak hefur líkt sér við
Yitzhak Rabin, fyrrverandi for-
sætisráðherra, sem var myrtur
árið 1995, og þeir höfðu báðir
getið sér góðan orðstír innan
hersins áður en þeir hösluðu sér
völl í sljórnmálunum. Barak varð
innanríkisráðherra árið 1995 og
síðan utanríkisráðherra eftir
morðið á Rabin.
Barak fagnar hér sigrinum
með stuðningsmönnum sínum í
gærkvöldi.
Þýski seðlabankinn hefur betur í deilunni um gullforðann
Stjórn Þýskalands
lætur undan síga
Bonn. Reuter.
RIKISSTJORN Helmuts Kohls,
kanslara Þýskalands, féll í gær frá
áformum um að endurmeta gull-
forða ríkisins til að bæta stöðu ríkis-
fjármála strax á þessu ári. Þýski
seðlabankinn, Bundes-bankinn,
hafði ráðist harkalega gegn þessum
áformum. Eftir að margir þing-
manna Kristilega demókrataflokks-
ins (CDU) tóku afstöðu með seðla-
bankanum lét ríkisstjórnin undan
síga. Gullforðinn verður endurmet-
inn í lok þessa árs en ríkissjóður
mun ekki njóta góðs af því fyrr en á
næsta ári. Samkomulagið náðist á
fundi Theo Waigels fjármálaráð-
herra og Hans Tietmeyers seðla-
bankastjóra í Bonn í gær.
Heimildarmaður innan þýsku
stjórnarinnar sagði við Reuters-
fréttastofuna að einungis væri hægt
að framkvæma áform af þessu tagi
með stuðningi seðlabankans. Þessi
Gullforðinn verður
endurmetinn í
lok ársins
ákvörðun þýðir að líklega mun
stjórnin neyðast til að selja ríkis-
eignir, hækka skatta lítillega og
skera niður ríkisútgjöld til að stand-
ast skilyrði Maastricht-sáttmálans
fyrir þátttöku í Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópusambandsríkj-
anna (EMU).
Samstarfsflokkur CDU í ríkis-
stjórn, flokkur frjálsra demókrata
(FDP), hefur lýst sig andvígan öll-
um skattahækkunum.
„Sá vægir sem vitið
hefur meira“
Michael Glos, formaður þing-
flokks CDU, sagði að það lítið hefði
borið milli sjónarmiða stjórnarinnar
og seðlabankans að ástæðulaust
hefði verið að efna til opinberra
átaka um málið. „Sá vægir sem vitið
hefur meira,“ sagði Glos.
Gullbirgðir þýska seðlabankans
eru samtals 95 milljónir únsa og er
verðmæti þeirra metið á 13,7 millj-
arða marka í ríkisreikningum.
Markaðsvirði gullsins næmi hins
vegar 55 milljörðum marka. Seðla-
bankinn hafði lýst því yfír að hann
væri ekki andvígur endurmati en
mikilvægt væri að það færi ekki
fram fyrr en í fyrsta lagi eftir að
ákveðið hafi verið hvaða ríki taki
þátt í EMU í fyrstu lotu. Sú ákvörð-
un verður væntanlega tekin í maí á
næsta ári. Með samkomulaginu í
gær er tryggt að endurmatið hafi
ekki áhrif á það, hvort Þýskaland
uppíylh Maastricht-skilyrðin á
þessu ári.
Kosningarnar í Kanada
Kloí'ningur
eftir lands-
hlutum
STJÓRN Frjálslynda flokksins í
Kanada hélt naumlega þingmeiri-
hluta sínum í kosningunum á mánu-
dag, fékk alls 155 sæti af 301.
Stærsta blað Kanada, The
Toronto Star, bendir á í forystu-
grein í gær, að úrslit kosninganna
sýni að þjóðin virðist vera að klofna
í pólitískar fylkingar eftir landshlut-
um. Frjálslyndi flokkurinn fékk 101
af 103 þingsætum í Ontario, fjöl-
mennasta fylki landsins, og Um-
bótaflokkurinn, sem hlaut næstflest
sæti, sækir megnið af stuðningi sín-
um til vesturfylkjanna Bresku-Kól-
umbíu og Alberta.
■ Demókratar og/20
Reuter
Páfi hvetur
til einingar
Evrópu
JÓHANNES Páll páfi sagði í gær
að nýr múr efnahagslegrar og póli-
tískrar eigingirni hefði nú tekið
við af Berlínarmúrnum og ógnaði
einingu Evrópu. Páfi lét þessi orð
falla í ávarpi um einingu Evrópu í
Gniezno, fyrstu höfuðborg Pól-
lands.
Um 250.000 manns hlýddu á
ávarp páfa, sem hóf ellefu daga
ferð um Pólland á laugardag.
Myndin var tekin á fundi páfa
með sjö forsetum, sem hlýddu á
ávarpið, en þeir eru, frá vinstri,
Roman Herzog frá Þýskalandi,
Algirdas Brazauskas frá Litháen,
Arpad Goenczar frá Ungverja-
landi, Aleksander Kwasniewski frá
Póllandi, Vaclav Havel frá Tékk-
landi, Michal Kovac frá Slóvakíu
og Leoníd Kútsjma frá Ukraínu.
Gleðigjafi fær
heilsuverðlaun
Ósló. Mor(funbladiö.
NORSKA gamanleikaranum
Artliur Arntzen frá Trornso
voru í gær veitt norsku heil-
brigðisverðlaunin fyrir árið
1997. Dómnefndin gaf þá skýr-
ingu að hláturinn lengdi lífið,
líkt og allir vissu.
í niðurstöðu dómnefndarinn-
ar segir að Arntzen hafi með
hlátri sínum og kímnigáfu lagt
mikið af mörkum til að bæta
heilsu norsku þjóðarinnar um
margra kynslóða skeið. „Gott
skap veldur betri liðan. Verð-
launahafinn hefur glatt og
breitt út menningu og þar með
bætt heilsu Norðmanna,“ sagði
dómnefndin.
„Þetta er ótrúlegt. En ég finn
til gleði og stolts, ekki síst
vegna þess að með þessu eru
viðurkennd áhrif kimnigáfu á
heilbrigði," sagði verðlaunahaf-
inn.
Arntzen hefur um áratuga
skeið verið einn þekktasti gam-
anleikari Noregs og er
þekktasta hlutverkið sem hann
bregður sér í hinn norður-
norski „Oluf fra Rallkattli".
Sænskir jafnaðarmenn vilja að Svíar gangi ekki í EMU 1999
kostum hafnað
Engum
Kaupmannahöfn. Morgunblaöid.
„EKKI núna, en kannski seinna“
var inntakið í yfirlýsingu Görans
Perssons, forsætisráðherra Svía, í
gær, þegar hann sagði stjórn Jafn-
aðarmannaflokksins ieggja til að
Svíar gengju ekki í Efnahags- og
myntbandalag Evrópu, EMU, frá
upphafi ársins 1999. Menn deila
hins vegar um hvort svar hans beri
að túlka sem vinsamlegt nei eða já.
Persson fordæmdi ekki EMU,
en lagði áherslu á að það þjónaði
ekki sænskum hagsmunum að vera
með, bæði vegna þess að mynt-
bandalagið væri ótrygg áætlun og
eins af því að almenningsálitið væri
andvígt Evrópusambandinu og þá
um leið EMU. Með batnandi ár-
ferði sökum góðs árangurs stjórn-
arinnar í efnahagsmálunum myndi
þetta þó vísast breytast. Þrátt fyrir
EMU-vantrú sína býst hann við að
myntbandalagið hefjist samkvæmt
áætlun 1999.
Gætu gengið í EMU síðar
Forsætisráðherrann lagði
áherslu á að Svíar hefðu svigi-úm
til að bregðast skjótt við breyttum
aðstæðum og þá líka til að ganga í
EMU. Engum dyrum væri lokað
og engum kostum hafnað. Eftir
kosningar, sem væntanlega verða
haustið 1998, væri hægt að taka
málið upp aftur. Fræðilega séð
væri hægt að ganga í EMU árið
2000.
Talsmenn Vinstriflokksins og
Hægiáflokksins sögðu afleitt að
Persson hefði ekki lýst skoðun
sinni á EMU. Olof Johansson, for-
maður Miðflokksins, er styður
stjórnina, var mjög óánægður með
tilkynningu Perssons. Jöhansson,
sem er andsnúinn EMU, hefur
haft í hótunum ef stjórnin hafni
ekki EMU og segir nú að aðild geti
hæglega verið á næsta leiti.