Morgunblaðið - 04.06.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MORG UNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Gísli Olafsson einn stofn-
enda Flugfélags Akur-
eyrar fyrir 60 árum
Lagði mán-
aðarkaup bíl-
stjóra í flug-
félagið
GÍSLI Ólafsson fyrrverandi yfirlögreglu-
þjónn á Akureyri er að því er best er vit-
að eini núlifandi stofnandi Fiugfélags
Akureyrar en það var stofnað fyrir 60
árum, 3. júní 1937. Félagið varð síðar að
Flugfélagi Islands sem seinna sameinaðist
Loftleiðum í Flugleiðum.
Hann sagði að allir helstu menn bæj-
arins hefðu komið sér saman um að stofna
félagið. „Eg var nú bara bílsljóri hjá hon-
um Krisljáni á BSA en hann var mikill
áhugamaður um stofnun flugfélagsins og
lagði hart að mér að taka þátt,“ segir
Gísli. „Ég lét til leiðast og lagði að mig
minnir fram eitt mánaðarkaup, svona um
300 krónur." Um kvöldið þegar gengið
hafði verið frá stofnun félagsins var efnt
ti! kaffisamsætis á Hótel Gullfoss.
Mikið flogið til Siglufjarðar
Gísli var á þessum fyrstu árum Flug-
félags Akureyrar bílstjóri, annar af tveim-
ur sem hóf áætlunarferðir með bílum milli
Akureyrar og Reykjavíkur „og í þá daga
þóttumst við góðir ef við komumst suður
á tveimur dögum.“
En flugið heillaði Gísla og tók hann á
sínum tíma einkaflugmannspróf. Félagið
keypti í upphafi tvær Waco flugvélar til
að nota í áætlunarflug og var flogið til
ýmissa staða að sögn Gísla. „Það þurftu
margir að komast á Siglufjörð á þessum
árum, enda mikið um að vera þar, allt
vaðandi í síld, en svo var Iíka flogið suður
til Reykjavíkur og austur og vestur á
firði,“ segir Gísli, en Waco vélarnar sem
fyrst voru notaðar tóku fjóra farþega.
Arið 1981 tóku sig saman nokkur fyrir-
tæki og einstaklingar á Akureyri og
keyptu vél af þeirri tegund frá Bandaríkj-
unum og er nú verið að gera hana upp.
Gísli starfaði í lögreglunni á Akureyri í
yfir 40 ár, lengi sem yfirlögregluþjónn.
„Maður notaði frítímann í flugið, ég hafði
alveg óskaplega gaman af þessu, sérstak-
lega kennslunni en við keyptum á sinum
tíma kennsluvélar, stofnuðum Flugskóla
Akureyrar og kenndum á Melgerðismelum."
FLUGFELAG ISLAND.
Morgunblaðið/Kristján
PÁLL HALLDÓRSSON framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, Sigurður Aðalsteinsson
flugrekstrarstjóri og Gísli Ólafsson, eini núlifandi stofnandi Flugfélags Akureyrar
fyrir 60 árum að því er best er vitað.
Flugfélag íslands
tekið til starfa
FLUGFÉLAG íslands hefur
formlega tekið til starfa, en
það varð til við samruna Flug-
leiða innanlands og Flugfé-
lags Norðurlands. Félagið hóf
starfsemi þegar 60 ár voru
liðin frá því fyrsta íslenska
flugfélagið, Flugfélag Akur-
eyrar var stofnað.
Páll Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags ís-
lands, kynnti starfsemi fé-
lagsins á fundi á Akureyri í
gær, en félagið mun stunda
áætlunarflug til allra_ helstu
staða innanlands. Áfanga-
staðir þess eru Akureyri, Eg-
ilsstaðir, Húsavik, Höfn í
Hornafirði, ísafjörður, Kópa-
sker, Raufarhöfn, Sauðár-
krókur, Vestmannaeyjar og
Þórshöfn. Þá mun félagið
fljúga til Þórshafnar í Færeyj-
um, Kulusuk, Narssarssuaq
og Canstable Point á Græn-
landi og Glasgow í Skotlandi.
Auk þess verður boðið upp_ á
leigu- og útsýnisflug fyrir
hópa.
Starfsmenn Fiugfélags ís-
lands eru rúmlega 200 og eru
11 flugvélar í eigu þess. Sá
hluti flotans sem nýttur verð-
ur til reglubundins áætlunar-
flugs er ijórar Fokker 50 vél-
ar sem rúma 50 farþega hver
og þtjár 19 sæta vélar af
gerðinni Metro. Tvær Metro
vélanna eru glænýjar, sú fyrri
kemur til landsins nú í júní-
byijun og hin síðari um miðj-
an mánuð. Að auki hefur fé-
lagið yfir að ráða nokkrum
minni vélum sem notaðar
verða í ýmis önnur verkefni.
Nýir búningar
og merki
Flugfélag íslands hefur
tekið í notkun nýtt merki, en
það er byggt á gömlum
grunni, hesturinn sem var
aðaltákn hins gamla Flugfé-
lags íslands er enn í aðalhlut-
verki en hefur tekið nokkrum
breytingum í tímans rás.
Auglýsingastofan Auk hann-
aði nýja merkið. María Ólafs-
dóttir búningahönnuður sá
um að hanna nýja búninga
fyrir flugfreyjur og flug-
þjóna félagsins og verða þeir
sýndir 17. júní næstkomandi
í fyrsta sinn. Verið er að
setja fyrstu Fokker flugvél-
ina í nýjan búning og kemur
hún til landsins næsta föstu-
dag, en hinar verða málaðar
í haust.
Samkepnnisráð mun að
sögn Páls væntanlega birta
úrskurð sinn ýmis skilyrði
sem sett voru vegna samein-
ingarinnar um miðjan júní og
vildi hann ekki tjá sig um
framhald málsins fyrr en nið-
urstaða lægi fyrir.
Páll Halldórsson er sem
fyrr segir framkvæmdastjóri
Flugfélags íslands, en starf-
semin skiptist niður í fimm
svið, flugrekstrarsvið sem
Sigurður Aðalsteinsson
stjórnar, Hlynur Elísson er
yfír fjármálasviði, Thor Ól-
afsson er yfir sölu- og mark-
aðssviði, Viðar Hjartarson
stjórnar tæknisviði og Skarp-
héðinn Magnússon er yfír
gæðastjórnunarsviði.
Fræðslu-
námskeið
um ræktun
og hirðingu
SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirðinga
gengst fyrir fræðslunámskeiði um
ræktun og hirðingu trjáa og runna
í Gróðrarstöðinni í Kjarna næstkom-
andi laugardag, 7. júní og stendur
það frá kl. 10 til 15.
Eitt af markmiðum félagsins er
að auka fræðslu um skóg- og tijá-
rækt og er námskeiðið þáttur í því,
en ætlunin er á námskeiðinu að veita
almenningi gagnlega fræðslu um
tijá- og garðrækt.
Meðai þess sem fjallað verður um
er gróðursetning, klipping, val á teg-
undum, skýling, áburðargjöf og
fleira. Námskeiðið endar með stuttri
gönguferð þar sem árangur tijá-
ræktarinnar verður skoðaður.
----------.......-—
1. stig kennt
áfram
VERKMENNTASKÓLINN á Akur-
eyri, útvegssvið á Daivík, mun á
næsta skólaári bjóða upp á kennslu
í I. og II. stigi skipstjórnarfræða svo
sem verið hefur.
Fyrirhuguð er breyting á náminu
þannig að framvegis verður tveggja
ára undirbúningsnám af sjávarút-
vegsbraut skilyrði fyrir skipstjórn-
arnámi. Þeir sem lokið hafa 6 mán-
aða sigiingatíma eiga kost á að hefja
nám á I. stigi samkvæmt eldra kerfi
í sípasta sinn næsta haust.
Áhugasamir umsækjendur þurfa
að hafa snör handtök því umsóknar-
frestur um þetta nám rennur út
næstkomandi föstudag, 6. júní.
-----» ♦ »-----
Af hverju ég?
í Dynheimum
VEGNA fjölda áskorana verður leik-
ritið Af hveiju ég? sýnt í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 4. júní og annað
kvöld, fímmtudagskvöldið 5. júní kl.
20.30 í Dynheimum. Það eru ungl-
ingar úr Gagnfræðaskólanum á Ak-
ureyri sem leika, en Aðalsteinn
Bergdal er handritshöfundur og leik-
stýrir jafnframt verkinu.
Framkvæmdastjóri Laxár og bæjarfulltrúi á suðurleið
Ánægjulegur
tími á Akureyri
GUÐMUNDUR Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri fóðurverksmiðjunnar
Laxár lætur af starfi sínu um mán-
aðamótin ágúst-september nk.
Guðmundur og íjölskylda eru á
suðurleið, þar sem hann tekur við
starfí hjá Bændasamtökunum á ný.
Um leið hættir Guðmundur afskipt-
um af bæjarmálum á Akureyri en
hann er bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, ritari bæjarstjórnar, situr
i bæjarráði, er formaður atvinnu-
málanefndar, situr í héraðsnefnd
og er í stjórn lífeyrissjóðs starfs-
manna bæjarins, svo eitthvað sé
nefnt.
Guðmundur flutti til Akureyrar
árið 1986 og tók við starfí fram-
kvæmdastjóra ístess hf. Fóður-
verksmiðjan Laxá var stofnuð í
kjölfar gjaldþrots ístess og var
Guðmundur áfram við stjórnvölin.
Hann hefur auk þess verið virkur
í starfi Framsóknarflokksins, var
Guðmundur
Stefánsson
varaþingmaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra á síðasta kjörtímabili
og starfað í bæjarmálum fyrir
flokkinn á yfirstandandi kjörtíma-
bili.
Guðmundur segist hafa átt mjög
ánægjulegan tíma á Akureyri
ásamt konu sinni og tveimur son-
um. „Ég er ekki frá því að ég hafi
kunnað betur að meta það að búa
hér en heimamenn sem margir
hafa verið ansi uppteknir af alls
kyns metingi. Akureyri er ein með
öllu, hér er allt til alls og íbúar
þurfa ekki að sækja neitt annað.
Það er sama hvar borið er niður,
hér er þjónusta á hvaða sviði sem
er, menning, listir, íþróttir og fjöl-
breytt atvinnulíf."
Heilsugæslustöðin á Akueyri
Nýtt símanúmer: 460 4600
Þann 5. júní 1997 taka gildi ný símanúmer á Heilsugæslustöðinni
á Akureyri. Aðalnúmer stöðvarinnar verður 460 4600, en hægt
verður að hringja beint í flesta starfsmenn á símatímum þeirra.
Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi, sem dreift hefur verið til
allra heimila í umdæmi stöðvarinnar.
Ráðningu skólastjóra nýs grunnskóla
á Suðurbrekkunni vísað til bæjarráðs
Bæjarstjórn hafnar
umsækjendunum
SEX fulltrúar í bæjarstjórn Akur-
eyrar samþykktu á fundi í gær til-
lögu frá Sigurði J. Sigurðssyni,
Sjálfstæðisflokki, þess efnis að
hafna framkomnum umsóknum um
stöðu skólagjóra nýs sameinaðs
grunnskóla a Suðurbrekkunni, sem
til verður úr Barnaskóla Akureyrar
og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Það
var gert vegna athugasemda og
sjónarmiða sem fram komu í um-
sögnum og erindum frá kennara-
og foreldraráðum skólanna. Málinu
var vísað til bæjarráðs til frekari
umfjöllunar. Þrír fulltrúar Fram-
sóknarflokks greiddu atkvæði á
móti tillögunni.
Tveir umsækjendur voru um stöðu
skólastjóra hins nýja skóla, Karl
Erlendsson skólastjóri Þelamerkur-
skóla og Þóra Steinunn Gísladóttir
kennari við Gagnfræðaskólann á
Akureyri. Skólanefnd mælti með því
á fundi í liðinni viku að Karl yrði
ráðinn í starfíð. Fulltrúi Alþýðuflokks
í nefndinni lagði til að báðum um-
sækjendum yrði hafnað en núverandi
skólastjórum falið að vinna að sam-
runa skólanna næsta skólaár.
Foreldrar og kennarar
hafna umsækjendum
í bréfí kennara- og foreldraráða
skólanna til bæjaryfirvalda kemur
fram sú skoðun að hvorugur um-
sækjenda hafi að þeirra-mati nægi-
lega sterkar forsendur til að glíma
við hið nýja starf og er lagst gegn
því að umsækjendur verði ráðnir.
Lagt er til þess í stað að leitað verði
til skólastjóranna, Baldvins Bjama-
sonar og Benedikts Sigurðarsonar,
um að þeir taki að sér að vinna að
sameiningu skólanna næsta skólaár
og staðan auglýst að nýju fyrir
skólaárið 1998-’99.
Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði
á fundi bæjarstjórnar í gær að skipt-
ar skoðarnir væru uppi í málinu og
lagði hann til að það yrði sent til
bæjarráðs að nýju. Fram kom í
máli Hreins Pálssonar, Alþýðu-
flokki, að mikilvægt væri að ná sem
allra bestri sátt um framtíðarskipan
skólans meðal nemenda, foreldra og
kennara. Með því að hafna umsækj-
endum og skoða málið að nýju
mætti fá ákveðna lendingu í málið.