Morgunblaðið - 04.06.1997, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Stöðugleikasáttmáli ESB
Hætta á deilum
milli Frakka
og Þjóðverja
FRANSKI sósíalistaflokkurinn, er
vann sigur í þingkosningum um
helgina, hefur lýst því yfir að hann
telji að endurskoða beri Stöðug-
leikasáttmála Evrópusambandsins.
Samkomulag um stöðugleika-
sáttmálann náðist á leiðtogafundi
ESB-ríkjanna í Dublin í desember
á síðasta ári en markmið hans er
að tryggja að aðildarríki standist
þær viðmiðanir um stöðu ríkisfjár-
mála, sem skráðar eru í Maastric-
ht-sáttmálanum. Skilyrði fyrir
þátttöku í Efnahags- og mynt-
bandalaginu (EMU) er að ríki upp-
fylli Maastricht-skilyrðin. Til
stendur að sam-
þykkja sáttmál-
ann endanlega á
leiðtogaráðsfundi
í Amsterdam, síð-
ar í mánuðinum.
Það voru Þjóð-
veijar sem gerðu
kröfu um Stöðug-
leikasáttmálann en í honum felst
að ef fjárlagahalli ríkis fer fram
úr 3% af vergri landsframleiðslu
verði að leggja fram raunhæfa
áætlun um hvernig fjárlagahalla
verði náð innan eðlilegra marka á
ný. Einnig verða ríki að láta ESB
hafa bankatryggingu fyrir hárri
upphæð, 0,2-0,5% af landsfram-
leiðslu. Trygging þessi breytist í
sektargreiðslu ef viðmiðunarmörk-
um er ekki náð innan tveggja ára.
Undir sérstökum kringumstæðum
er hægt að fá undanþágu frá þess-
um greiðslum, t.d. ef ríki hefur
orðið fyrir alvarlegum efnahags-
legum skakkaföllum.
Vilja að ákvæði um
sektargreiðslur falli út
Francois Hollande, talsmaður
franska Sósíalistaflokksins, sagði
á mánudag að hin nýja ríkisstjórn
Frakklands mundi krefjast þess að
ákvæði um sektargreiðslur yrðu
felld úr sáttmálanum. Ekki er þó
víst hversu mikla áherslu Frakkar
muni leggja á þessa kröfu.
Þjóðveijar voru þegar búnir að
draga töluvert í land frá upphafleg-
um hugmyndum sínum um Stöðug-
leikasáttmálann
og nær óhugs-
andi er að þeir
muni fallast á
kröfu af þessu
tagi. Sektar-
greiðslumar eru
að mati flestra
efnahagssér-
fræðinga eitt helsta skilyrði þess
að fjármálamarkaðir öðlist trú á
EMU. Ef reynt yrði að breyta sátt-
málanum gæti það leitt til harðra
deilna milli Frakklands og Þýska-
lands og yrði það í fyrsta skipti
sem ríkin deildu opinberlega um
EMU.
„Það gæti haft mikil áhrif á al-
menningsálitið í Þýskalandi ef svo
virðist sem franskir stjómmála-
menn ætli að taka völdin í EMU
frá bankamönnunum,“ sgaði Mart-
in Brookes, hagfræðingur hjá Gold-
man Sachs í London við Reuters.
*★★★*
EVRÓPA^
Framkvæmdasljórn ESB um alnetið
Stórfyrirtæki vöruð
við að reyna að ná
yfirráðum á netinu
Brussel. Reuter.
TVEIR framkvæmdastjómarmenn
Evrópusambandsins vara stórfyrir-
tæki við að fara of geyst og reyna
að ná yfirráðum á alnetinu. Þetta
kom fram á ráðstefnu Wall Street
Journal Europe um viðskipti á al-
netinu í Brussel í gær.
Á ráðstefnunni var greint frá
spám um stóraukna sölu ýmiss kon-
ar markaðsvöru fyrir tilstuðlan al-
netsins. Talið er að um 1% heimila
í Evrópu kaupi nú vörur í gegnum
netið en þetta hlutfall gæti orðið
um 7% eftir fjögur ár. Vöxtur al-
netsmarkaðarins getur því orðið
gífurlega hraður.
ESB reiðubúið að grípa inn í
„Við höfum orðið vör við tilraun-
ir til að ná yfirráðum á þessum
nýju margmiðlunarmörkuðum,"
sagði Karel van Miert, samkeppnis-
málastjóri ESB. „Ef stórfyrirtæki
reyna að sniðganga reglur og ná
markaðsráðandi stöðu, munum við
grípa inn í.“
Emma Bonino, sem fer með
málefni neytenda í framkvæmda-
stjórninni, sagði að skoða yrði vand-
lega mörg álitamál, sem kæmu upp
þegar fyrirtæki færðu sölustarfsemi
sína að hluta til á netið. Hún nefndi
friðhelgi einkalífsins og eftirlit með
því, sem birt væri á netinu. „Þetta
er meiriháttar tækifæri fyrir fyrir-
tæki og neytendur en það er ekki
áhættulaust,“ sagði Bonino.
Emma Bonino kveðst hafa
áhyggjur af að stjórnlaust al-
net verði nýtt í þágu sprengju-
smiða, glæpamanna og eitur-
lyfjasmyglara
Hún hvatti til umræðu um þessi
mál og sagðist hafa áhyggjur af
að stjórnlaust alnet yrði nýtt í þágu
sprengjusmiða, glæpamanna og eit-
urlyfjasmyglara. „Ég hef svörin
ekki á reiðum höndum, þetta er
flókið vandamál," sagði Bonino.
Reuter
JEAN CHRÉTIEN, forsætisráðherra Kanada, fagnar sigri, þótt naumur væri, ásamt
konu sinni, Aline, í heimabæ sínum, Shawinigan i Quebecfylki.
Ríkisstjórn Kanada hélt meirihluta sínum með naumindum
Demókratar og íhalds-
menn gera strandhögg
hjá sljórnarflokknum
UMBÓTAFLOKKURINN, undir
forystu Prestons Mannings, hlaut
næst mest fylgi og 60 sæti og verð-
ur því í hlutverki hinnar opinberu
stjórnarandstöðu, sem nýtur nokk-
urra forréttinda á alríkisþinginu í
Ottawa.
Flokkur aðskilnaðarsinna í Qu-
ebecfylki, Bloc Quebecois, undir
forystu Gilles Duceppes, tapaði 10
sætum og verður af hinu opinbera
stjórnarandstöðuhlutverki.
Sigur Chrétiens var í alla staði
naumur, ekki einungis að stjórn
hans stæði tæpt, heldur átti hann
líka í vök að veijast í eigin kjör-
dæmi, og sigraði helsta andstæðing
sinn, frambjóðanda Bloc Quebecois,
með einungis 1200 atkvæða mun.
Chrétien getur þó ef tii vill huggað
sig við það að 44 ár eru síðan Fijáls-
lyndi flokkurinn sigraði síðast í
tveim kosningum í röð.
Afhroð á austurströndinni
Flokkurinn beið afhroð í Atlants-
hafsfylkjunum fjórum, og tapaði til
dæmis öllum 11 kjördæmunum sem
hann vann í Nova Scotia í síðustu
kosningum. Af 155 sætum sem
flokkurinn vann nú eru 101 í Ont-
ariofylki, en alls eru 103 kjördæmi
í því fylki.
Chrétien hét því á mánudags-
kvöld að stjórna landinu í þágu allra
Kanadabúa, og ekki bara þeirra sem
kusu Fijálslynda flokkinn. Frétta-
skýrendur eru hins vegar þegar
farnir að velta því fyrir sér hvort
þessi naumi sigur verði til þess að
dagar Chrétiens á stóli forsætisráð-
herra verði brátt taldir.
Chrétien boðaði til kosninganna
hálfu ári áður en stjórn hans hafði
setið þau fjögur ár sem hefðbundin
eru, en eiginlegt kjörtímabil er fimm
ár. Fréttaskýrendur tóku til þess
að forsætisráðherranum virtist
ganga illa að útskýra hvers vegna
hann boðaði til kosninganna svo
fljótt. Sagði hann stjórn sinni hafa
gengið vel að ná tökum á efnahags-
vanda landsins og þyrfti nú nýtt
umboð til þess að endurskipuleggja
félagsmálakerfið.
Tveir ráðherrar í stjóm Chréti-
Ríkisstjórn Frjálslynda
flokksins í Kanada, und-
ir forystu Jeans Chréti-
ens, hélt naumlega
þingmeirihluta sínum í
alríkiskosningum sem
fram fóru þar í landi í
fyrradag. Hlutu frjáls-
lyndir 155 þingsæti af
301, en höfðu 177 sæti
fyrir kosningarnar.
íhaldsflokkurinn og Nýi
demókrataflokkurinn
sópuðu til sín megninu
af því fylgi sem frjáls-
lyndir töpuðu.
ens, heilbrigðismálaráðherrann og
varnarmálaráðherrann, töpuðu sæt-
um sínum í Atlantshafsfylkjunum.
Umbótaflokkurinn, sem á rætur
að rekja til vesturfylkjanna Bresku
Kólumbíu og Alberta, hlaut öll sín
sæti þar og í Saskatchewan og
Manitoba, og tókst ekki að auka
fylgi sitt svo nokkru nam í Ontario-
fylki. í kosningabaráttunni sagði
Manning að það væri eitt megin
markmið flokksins að ná frekara
fylgi í Ontario.
Það var þó enginn bilbugur á
honum þegar úrslitin lágu fyrir og
sagði hann þau vera skýra aðvörun
til stjórnarinnar, um að maður
mætti ekki svíkja gefin loforð og
að maður kæmist ekki upp með
það að ganga gegnum kosningar
án þess að hafa nokkuð að segja
um það sem skipti þjóðina máli,
atvinnusköpun og aðskilnaðarmál-
ið í Quebec.
íhaldsmenn ná sér á strik
Framfarasinnaði íhaldsflokkur-
inn náði sér verulega á strik í kosn-
ingunum nú, og sigraði í 20 kjör-
dæmum. Svo að segja allt fylgi
íhaldsmanna er í Atlantshafsfylkj-
unum og Quebec.
í kosningabaráttunni lagði
flokkurinn megináherslu á leið-
togahæfileika formannsins, Jeans
Charests. í kosningunum 1993
fengu íhaldsmenn heldur betur á
baukinn hjá kjósendum, og einung-
is tvo menn kjörna, eftir að hafa
setið í meirihlutastjórn undir for-
sæti Brians Mulroneys og síðar
Kim Campbells. Mulroney er að
líkindum óvinsælasti forsætisráð-
herra sem nokkurn tíma hefur set-
ið að völdum í Kanada.
Nýi demókrataflokkurinn hlaut
21 sæti, þar af 6 í Nova Scotia,
en flokkurinn hefur ekki átt full-
trúa frá Atlantshafsfylkjunum á
alríkisþinginu síðan 1979. Leiðtogi
flokksins, Alexa McDonough, sem
náði kjöri í Halifax, benti á það,
þegar úrslit lágu fyrir, að Nýi
demókrataflokkurinn væri nú eini
stjórnarandstöðuflokkurinn sem
ekki sækti stuðning sinni til neins
sérstaks landshluta öðrum fremur.
Flokkurinn hafði níu þingsæti fyrir
kosningarnar.
Aðskilnaðarsinnum
fækkar
Flokkur aðskilnaðarsinna í Qu-
ebec, sem einungis býður fram í
því fylki, fékk 44 sæti af 75 í fylk-
inu, og tapaði 10 sætum. Engu að
síður var þessi niðurstaða betri en
skoðanakannanir höfðu bent til,
og Duceppe, leiðtogi flokksins,
sagði á mánudagskvöld að flokks-
menn hefðu staðið sig vel og mestu
skipti að hafa unnið meirihluta
þingsætanna í fylkinu.
Duceppe sagði að kosningabar-
áttan hefði leitt í ljós að ógerning-
ur væri að sætta stjórnarfarsvænt-
ingar Quebecbúa og annarra
Kanadamanna. Eina lausnin á
vandanum væri sú, að Quebec yrði
sjálfstætt ríki.