Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 24

Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 LISTIR MORGUNBLA.ÐIÐ Dynjandi lófatak einnar handar Bandaríski ríthöfundurínn J.D. Salinger hefur nú heimilað útgáfu á bók eftir sig, eftir 32 ára hlé. Geir Svansson kynnti sér sérkennilega forsögu þessa víðlesna en umdeilda rithöfundar. NÝLEG skopteikning úr bandaríska tímaritinu Esquire sem á að sýna J.D. Salinger borða fábreytilegan uppáhaldsmat sinn. ÞAÐ varð uppi fótur og fit í banda- rísku bókmenntaumhverfi í lok síð- asta árs þegar orðrómur komst á kreik um væntanlega útkomu nýrr- ar bókar eftir J.D. Salinger. (Jú, hann er á lífi!) Og staðfestingin lét ekki á sér standa: Útgáfa bókarinn- ar, sem beðið hafði verið með eftir- væntingu í áratugi, skyldi bresta á í febrúar síðastliðnum og með henni rofin áratuga einangrun dularfulls rithöfundar. Bókmenntaviðburður áratugarins! Fyrirframpantanir tóku þegar að streyma inn og kaf- færðu jafnvel pantanir á nýjustu bók metsölutröllsins Michaels Crichtons. Eitthvað dró úr spenn- ingi þegar upplýstist að um var að ræða endurútgáfu á langri smá- sögu, „Hapworth 16, 1924“, sem birt var í The New Yorker 1965 en síðan þá, eða í 32 ár, þá hefur Salinger ekkert látið frá sér fara. Það hefur svo varla komið Salinger- fræðingum í opna skjöldu þegar útgáfu var frestað um mánuð, síðan annan og, núna fyrir skemmstu, fram í desember. Fögnuðurinn var ótímabær: Salinger hafði tekist að plata alla upp úr skónum, eina ferð- ina enn. Vinsæll rithöfundur Jerome David Salinger (f. 1919) er einn víðlesnasti og vinsælasti rit- höfundur Bandaríkjanna. Hann sló rækilega í gegn með unglinga- og þroskabókinni, The Catcher in the Rye, eða Bjargvætturinn í grasinu eins og hún_ heitir í íslenskri þýð- ingu Flosa Ólafssonar (AB, 1975). Bjargvætturinn hefur verið þýddur á flest tungumál og nýtur enn í dag mikilla vinsælda, einkum meðal unglinga. Ófáir íslenskir lesendur ættu að kannast við gelgjuhremm- ingar Holdens Caulfields. Færri vita ef til vill að Salinger er talinn með betri smásagnahöfundum eftir- stríðsáranna í Bandaríkjunum. Það hefði sjálfsagt dugað Saling- er að skrifa sína einu skáldsögu um togstreitu ungs manns við sjálfan sig og umhverfið, tekjulega og hvað frægðina varðar en hróður rithöf- undarins hvílir líka á smásögum sem flestar birtust fyrst í tímaritum á árunum 1940 - 1965 en síðan í þremur smásagnasöfnum: Nine Stories( 1953), Franny and Zooey (1961) og Raise High the Roof Beam Carpenters (1963). Það veit enginn með vissu hvers vegna Sal- inger lét sig hverfa af sjónarsvið- inu, svo að segja á hátindi frægðar sinnar, eftir að „Hapworth 16, 1924“ birtist 1965. Sumir segja ástæðuna óvægna gagnrýni á allra síðustu sögunum, aðrir að hann hafi einfaldlega verið útbrunninn og enn aðrir segja hann hreinlega hafa orðið innlyksa í barnalegum og þrjóskum leik. Menn eiga alltént bágt með að trúa því, og enn síður að fyrirgefa, að Salinger vilji ein- faldlega fá að vera í friði, að innileg- ur áhugi á zen-búddisma kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun hans, að frægðin sé honum lítils virði. Vill ekki vera frægur Einhverja átyllu verður að finna því nú á dögum, þegar ekkert ger- ist nema á skjánum, er nær óhugs- andi að fólk flýi sviðsljós, frægð og frama, af sjálfsdáðum: Hver getur staðist að láta birta við sig innilegt viðtal í Mannlífi eða Séð og heyrt!? Og kannski flennimynd á forsíðu? Hverjar sem ástæðurnar fyrir einangrun Salingers kunna að vera, er víst að brotthvarf hans hefur ýtt undir magnaða goðsögn um manninn. Nú orðið er hann í raun frægastur fyrir það að vilja ekki vera frægur. Og, hvort sem það var ásetningur eða ekki, er ekki ólíklegt að hann hafi einmitt „selt“ út á þessa goðsögn, jafnvel meira en ef hann hefði tekið þátt í fjölmiðlaleiknum sem rithöfundum jafnt og öðrum ber að gera í dag. Salinger heldur þannig athygl- inni þrátt fyrir, eða sökum þess, að hafa ekki gefið út bók í ára- tugi. Þessi sjálfskipaða og áberandi fjarvera hefur svo auðvitað orðið til að hann hefur engan frið fengið. Bókmenntafræðingar, ævisagnarit- arar, og blaðamenn hafa keppst við að ná viðtalinu dýrmæta, lyklinum að leyndarmálinu Salinger og skrif- um hans. En Salinger hefur haldið fast við sinn keip og tekist að veij- ast öllum ágangi. Engin viðtöl, eng- ar staðfestar ævisögur, ekkert. Eina lífsmarkið eru reglubundnar hótanir lögfræðinga hans þegar ein- hver gerist of nærgöngull heimilis- friðhelgi eða höfundarrétti. Sagan sem nú stendur til að gefa út, „Hapworth 16, 1924“, er að forminu til „bréf“ sem persónan Seymour Glass sendir heim til sín úr sumarbúðum, sjö ára og ákaf- lega, ef ekki yfirgengilega, bráð- þroska. En Seymour þessi, sem gekk reyndar fyrir ætternisstapa í fyrstu sögunni sem hann kom fram í, tilheyrir Glass-fjölskyldunni sem Salinger hefur skrifað mikið um í sjálfstæðum en tengdum smásög- um. I „Hapworth" og öðrum Glass- sögum gefst lesendum kostur á að rýna í brothættan persónuleika Seymours, bakgrunn hans og hugs- anlegar ástæður sjálfsmorðsins. Margir hafa talið Salinger kominn í öngstræti með sjálfhverfar sögur um meðlimi Glass-fjölskyldunnar. Þó ekki séu allir á eitt sáttir um ágæti „Hapworth 16, 1924“ og mörgum þyki það undarlegt uppá- tæki að gefa þessa löngu smásögu út á bók, mætti kannski hugsa sér að með endurupptöku á sjálfum svanasöngnum, sé Salinger að búa sig (og aðra) undir það að taka upp þráðinn á nýjan leik. Það er ef til vill ekki með öllu fráleitt að ímynda sér að hann hyggist í kjölfarið gefa út einhveijar þær sögur sem ku liggja óútgefnar í handraða. Það yrði óneitanlega gaman ef af yrði og líklegt að margir kættust, aðdá- endur jafnt sem gagnrýnendur. En ef til vill er slík útgáfa of mikil áhætta og álag fyrir nær áttræðan rithöfund: samanburður við eldri sögur, og goðsögnina, væri óumflýj- anlegur. Hvað svo sem verður, vonar maður, a.m.k hálft í hvoru, að Sal- inger takist, sem áður, að vernda dýrmætt einkalíf sitt og réttinn til að hlusta eftir einnar handar lófa- klappi í zenískri ró. EIN af grafíkmyndum Ninu Kerola í listhúsinu Listakoti, Laugavegi 70. Ávalt og opið MYNPLIST Listakot GRAFÍK NINA KEROLA Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18. Laugardaga 10-16. Til 14. júní. Aðgangur ókeypis. FINNSKA listakonan Nina Ke- rola (f. 1965), nam við Björneborgs Konstskola á árunum 1986-9, en færði sig yfir til Svíþjóðar að námi Ioknu, þar sem hún lifir og starfar. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga eftir að námi lauk og hald- ið 7 einkasýningar frá árinu 1992. Myndheimurinn sem Kerola vinn- ur helst útfrá að eigin sögn, „eru lítil merki, lítil tákn. Þarna er nátt- úran, fiskarnir og þögn staðanna. þetta ávala og þetta opna“. Hún reynir að segja eitthvað sem aðeins finnst á táknrænu sviði, þar sem blæbrigði litanna og tónaskalans skipta miklu máli. Finnst eftirsókn- arvert að byggja upp myndir sínar upp líkt og klippimyndir og nota ljósmyndir sem innlegg í þær. Myndirnar eiga að lifa, breiða úr sér, tala saman. Vilja eitthvað meira. Segir áskorunina og forvitn- ina vera sköpunarkraft sinn, og að vinna sín á vettvangi myndlistar gefi sér aðra og nýja sýn á tímann og tilveruna. Þetta er svo alveg rétt því lista- konan býr yfir dijúgu næmi fyrir hinu smáa allt um kring og vinnu- brögð hennar með málmplötuna og liti einkennast öðru fremur af fínum grafískum blæbrigðum og opnum eðlisbundnum stígandi. Á þetta einkum við er hún vinnur af fingr- um fram og lætur hugarflugið ráða, en hins vegar gætir meiri ójafn- vægi þar sem hún notar ljósmyndir og klippimyndir og er að mínu mati áskjön við upplag hennar, þótt á einn veg færi það út tæknisvið grafíklistarinnar. Það er þannig dtjúgur munur á litaætingunum „Jakten" (2) og „Flyger í naten" (3) og ætingu- og ljósmyndagrafíkinni (fotopoly- mergravyr) nr. 4-9, sem er veik- asti hluti sýningarinnar að mínu mati. í fyrrnefndu myndunum og öðrum slíkum kemur fram heild- stætt hryn tilbrigða á myndfleti en í hinar eru opnari og lausari í bygg- ingu. Auðsæ er samsemd listakon- unnar með lífinu í hinu smáa í nátt- úrunni og almenna í hvunndeginum, sem hún leitast við að lyfta upp í annað veldi með' brögðum listar, eins og það heitir. Sú hlið grafíklist- ar úreldist aldrei. Bragi Ásgeirsson Franskur hönnuður HÖNNUÐURINN Alain Mikli kemur til Islands í dag, mið- vikudag, í tilefni 25 ára af- mælis gleraugnaverslunarinn- ar Linsunnar og opnar listsýn- ingu í Gallerí Borg, þar sem verða til sýnis á annað hundr- að umgjarðir sem hann hefur hannað sl. 20 ár. Alain Mikli rekur verslanir um allan heim í eigin nafni en umgjarðir hans fást í fimm heimsálfum og 40 löndum. í kynningu segir að hann hanni gleraugnaumgjarðir fyrir heimsþekkta tískuhönnuði og einnig hefur hann fengist við að hanna fyrir kvikmyndir, nú síðast sólgleraugu Glenn Close í Disney-myndinni 101 dalm- atíuhundur. Á síðasta ári hóf hann að hanna og framleiða handtöskur, en í þær notar hann sama grunnefni og í gler- augnaumgjörðunum.. Fimmtudaginn 5., föstudag- inn 6. og laugardaginn 7. júní kynnir hann það nýjasta í hönnun sinni í verslun Lins- unnar, Aðalstræti 9. í Stöðla- koti við Bókhlöðustíg verða til sýnis handtöskur sem hann hefur hannað. Sýning á skúlptúr- verkum VORHUGUR, sýning á skúlpt- úrverkum Þorgerðar Jörund- ardóttur og Mimi Stallborn, stendur yfir í húsnæði Kvenna- listans í Pósthússtræti 7, 3. hæð. Hægt er að skoða sýning- una á þeim tíma sem skrifstof- an er opin, kl. 13-17, alla virka daga. Síðasta sýningar- helgi á skart- gripunum SÝNINGU á skartgripum eftir 56 norræna gullsmiði í sýning- arsal Norræna hússins lýkur nk. sunnudag, 8. júní. Hún er opin daglega kl. 14-19. Fulltrúar íslands eru gull- smiðirnir Katrín Didriksen og Ófeigur Björnsson. Sýningin var fyrst í Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn, opnuð í jan- úar 1996, en síðan hefur leiðin legið til Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og hingað kom sýn- ingin frá Alaborg. Héðan fer hún til Stokkhólms og lýkur í Berlín. í tengslum við sýninguna var gefin út bókin Nordisk Smykkekunst. Hún er 250 síð- ur með 162 litljósmyndum og 42 sv/hv. ljósmyndum. 1 bók- inni eru greinar eftir sérfróða menn um skartgripalist á Norðurlöndum, auk þess eru upplýsingar um listamennina. Bókin er til sölu í Norræna húsinu. Björn R. Einarsson á Sóloni Á GESTAKVÖLDI í Sölvasal Sólons íslanduss á miðviku- dagskvöld verður Bjöm R. Ein- arsson, básúnuleikari, gestur þeirrar Ólafs Stephensens, Tómasar R. Einarssonar og Guðmundar R. Einarssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.