Morgunblaðið - 04.06.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 25
LISTIR
RUPRECHT Hansel rektor afhendir Svövu Jakobsdóttur Henrik-
Steffens-verðlaunin og Hildi Karítas Jónsdóttur námsstyrkinn.
Henrik-Steffens-verðlaunin
Svövu afhent
verðlaunin
Hannover. Morgunblaðið.
Brúðumyndagerð ekki
metin að verðleikum
„ÞAÐ mætti í raun lílqa breytingunum í Eistlandi frá því það
hlaut sjálfstæði við það að sú þróun sem varð á Islandi á árunum
1955 til 1995 hafi orðið á fimm árum,“ segir Sigurður Orn Brynj-
ólfsson sem hefur starfað við brúðumyndagerð í Eistlandi í þijú ár.
HENRIK-Steffens-verðlaunin voru
nýlega afhent Svövu Jakobsdóttur
rithöfundi við hátíðlega athöfn í
Audinez-sal ráðhússins í Liibeck.
Eins og segir í verðlaunaskjali hlýt-
ur Svava verðlaunin fyrir bók-
menntaverk sín þar sem hún fjallar
á „skapandi hátt um stöðu konunn-
ar í fornbókmenntum og reynslu-
heimi nútímans. I Gunnlaðarsögu
tekst henni að túlka á ný og færa
í nútímabúning eina merkustu goð-
sögn íslenskra miðalda.“ í samtali
við fréttamenn Norður-þýska út-
varpsins og Morgunblaðsins sagði
Svava eitt mikilvægasta viðfangs-
efni bóka sinnar m.a. vera „tilvist
kvenna í þjóðfélaginu á tímum
breyttra þjóðfélagshátta".
Verðlaunahafi hefur möguleika á
að mæla með einstaklingi til að
þiggja styrk til náms við þýskan
háskóla. Svava mælti með Hildi
Karítas Jónsdóttur. Hún lýkur BA-
prófi í þýskum fræðum frá Háskóla
Islands í haust en þá mun hún einn-
ig hefja nám í þýsku við Háskólann
í Heidelberg.
Henrik-Steffens-verðlaunin eru
veitt af Líknarstofnun Alfred Töpf-
er og sér Christian-Albrechts-
háskólinn í Kiel um veitinguna.
Kornkaupmaðurinn frá Hamborg,
Alfred Töpfer, sem stofnunin er
nefnd eftir, var jafnframt stofnandi
hennar árið 1931. Auk Evrópumála
lét Alfred Töpfer mikið til sín taka
á sviði náttúruverndar og að hans
frumkvæði urðu til margir af þekkt-
ustu þjóðgörðum Þýskalands. Verð-
launin, sem kennd eru við danska
náttúruvísindamanninn og rithöf-
undinn Henrik Steffens, eru veitt
einstaklingum frá Norðurlöndunum
sem á einhvern hátt hafa skarað
fram úr á sviði lista og hugvísinda.
Steffens var uppi á árunum 1773-
1845 og ferðaðist mikið milli heima-
lands síns og Þýskalands þar sem
hann starfaði við ýmsa háskóla.
Hann kynntist Göthe og gerði sér
far um að miðla þýskri menningu
til Danmerkur og öfugt.
Henrik-Steffens-verðlaunin hafa
verið veitt frá árinu 1936 en ári
síðar var Gunnar Gunnarsson rit-
höfundur fyrstur íslendinga til að
hljóta verðlaunin. Hlé varð á styrk-
veitingum á árunum 1942-1966 en
árið 1970 hlaut dr. Magnús Már
Lárusson sagn- og guðfræðingur
verðlaunin. Fimm árum síðar, árið
1975, var Hannes Pétursson rithöf-
undur verðlaunaður og 1980 dr.
Hallgrímur Helgason tónskáld og
tónvísindamaður. 1989 hlotnuðust
Sigurði Guðmundssyni myndlistar-
manni Henrik-Steffens-verðlaunin
og í ár fyrstu íslensku konunni,
Svövu Jakobsdóttur.
Sigurður Öm Brynjólfs-
son hefur starfað við
brúðumyndagerð í Eist-
landi síðastliðin þrjú ár.
Þröstur Helgason hitti
hann að máli er hann
var staddur hér á landi
og ræddi við hann um
störf hans í Eistlandi en
þar segir hann betur
búið að þessari listgrein
en hér á landi.
ÞAÐ ER mikil hefð fyrir brúðu-
myndagerð í Eistlandi,“ segir Sig-
urður Orn Brynjólfsson, „og borin
virðing fyrir þessu listformi sem
endurspeglast meðal annars í þeim
styrkjum sem renna til þessarar
listgreinar, en þeir eru hærri en
styrkir sem renna til kvikmynda í
fullri lengd. Hér á landi vissu menn
til langs tíma ekki einu sinni hvort
ætti að telja brúðumyndagerð til
myndlistar eða kvikmyndalistar.
Hér renna líka afar litlir styrkir
til þessarar listgreinar, Kvik-
myndasjóður íslands styrkir hana
til dæmis ekki neitt.“
Unnið með fornsögur
Sigurður hefur starfað í Eist-
landi síðastliðin þrjú ár við gerð
brúðumynda. Hér á landi er hann
sennilega kunnastur á því sviði
fyrir gerð Jóladagatals Sjónvarps-
ins árið 1994 sem hét Jól á leið
til jarðar. Á síðasta ári frumsýndi
hann myndina Hreiðar heimska
sem var gerð eftir Hreiðars þætti
heimska en það er einn íslendinga-
þátta. Til þessa verks naut Sigurð-
ur styrkja frá finnska sjónvarpinu,
dönsku kvikmyndastofnuninni og
íslenska sjónvarpinu. Myndin var
sýnd í Sjónvarpinu í mars síðastl-
iðnum og Námsgagnastofnun hef-
ur keypt hana. Sigurður hefur áður
gert brúðumynd upp úr íslendinga-
sagnaþáttum en hún fjallaði um
Auðunn vestfirska. Einnig hefur
hann gert teiknimynd sem byggð
er á Þrymskviðu en það var jafn-
framt fyrsta teiknimyndin sem
gerð var á Islandi.
„Ég veit ekki hvort ég á eftir
að vinna meira með fornsögurnar,"
segir Sigurður, „það er freistandi
en líka dýrt. Og í raun ætti að
gera meira að þessu fyrir íslensk
börn. Við tölum mikið um þennan
bókmenntaarf okkar en við gerum
afskaplega lítið úr honum á þennan
hátt. Útlendingar hafa kannski
verið duglegri við þetta en við en
gert hefur verið töluvert af teikni-
myndum erlendis upp úr sögunum.
Sjálfur er ég búinn að skrifa hand-
rit upp úr Sneglu-Halla sögu en
það er afskaplega lítill áhugi á því
hér á landi að leggja fé í slík verk-
efni.“
Peningar streyma ekki lengur
frá Kreml
Sigurður segir að gott sé að
starfa í Eistlandi, einkum á því
sviði sem hann sé því mikil hefð
sé fyrir brúðuleikhúsi þar. „Það
er alls staðar erfitt að vera lista-
maður en ég held að það sé ekk-
ert erfiðara í Eistlandi en annars
staðar. Þarna er vel menntað fólk
á sínu sviði. Og kvikmyndagerð
hefur verið í hávegum höfð þarna
um langt skeið.
Áður fengu Eistar alla peninga
frá Moskvu. Kvikmyndahandritin
fóru fyrir nefnd í Kreml og ef þau
fengu alla stimpla streymdu pen-
ingarnir í verkin, eins miklir og
leikstjórarnir þurftu til að Ijúka
þeim. Síðan fóru myndirnar til
Moskvu og þaðan var þeim dreift.
Leikstjórarnir fengu hins vegar
ekki að vita meira. Það voru til
dæmi um eistneskar myndir sem
urðu mjög vinsælar á Vesturlönd-
um án þess að leikstjórinn frétti
nokkuð af því.
En nú þegar skorið hefur verið
á öll tengsl við Moskvu hefur pen-
ingaflæðið líka hætt. Eistar þurfa
því að leita að peningum í alþjóð-
legum sjóðum eins og við hinir.
Þeir hafa þó einkum leitað til
Skandinavíu. Opinberir styrkir eru
einhveijir og reyndar fær brúðu-
myndagerðin meiri styrki en kvik-
myndir í fullri lengd, öfugt við það
sem gerist hér á landi. Að því leyti
er þetta umhverfi mér mjög gott;
hér heima er þessi listgrein ekki
metin að verðleikum."
Sigurður kom í fýrsta skipti til
Eistlands á Sovéttíma. „Ég hef svo
.verið hérna meira og minna síðan
skömmu eftir að landið varð sjálf-
stætt í ágúst 1991. Auðvitað hefur
margt breyst á þessum tíma; það
mætti í raun líkja breytingunum
við það að sú þróun sem varð á
íslandi á árunum 1955 til 1995
hafi orðið á fimm árum. Þróunin
hefur verið mjög hröð í öllum
Eystrasaltsríkjunum en hröðust í
Eistlandi. Breytingarnar hafa yfir-
leitt orðið til góðs en vitanlega verða
einhveijir undir þegar þær verða á
svo stuttum tíma; einkum er það
þó eldra fólkið sem hefur orðið
undir. Laun eru líka tiltölulega lág
en það er hins vegar nóg að gera
og flestir í fleiri en einni vinnu.
Hér hafa líka sprottið upp nýríkar
stéttir, bæði þeir sem hafa auðgast
á eðlilegan hátt og svo þeir sem
komist hafa áfram á svindli. Mafían
er sterk hérna en almennir borgar-
ar verða ekki svo mjög varir við
hana, að minnsta kosti ekki ef þeir
haga sér skikkanlega."
Göfugi stórþjófurinn
KVIKMYNPIR
Háskólabíó, Sainbíó
ABSOLUTE POWER ★ ★
Leikstjóri Clint Eastwood. Hand-
ritshöfundur William Goldman eft-
ir samnefndri skáldsögu Baldacci.
Kvikmyndatökustjóri Jack N. Gre-
en. Tónlist Lenneth Niehaus. Aðal-
leikendur Clint Eastwood, Gene
Hackman, Ed Harris, Scott Glenn,
Laura Liimey, Judy Davis, Dennis
Haysbert, E.G. Marshall. 120 mín.
Bandarísk. Castle Rock 1997.
MEISTARAÞJÓFNUM Lut-
her Whitney (Clint Eastwood)
hefur tekist að smokra sér
framhjá útsmognum aðvörunar-
kerfum alla leið inní leynilega
skartgripageymslu milljóna-
mærings í úthverfi Washington-
borgar. Hann hefur komist í
feitt, enda á þetta að verða síð-
asta afbrotið á glæstum ráns-
ferli. Raðar peningabúntum og
eðalsteinum í skjóðu sína. Þá
heyrist skyndilega mannamál,
einhverjir á ferli í, að hann hélt,
auðu húsinu. Whitney lokar sig
inni í geymslunni og sér þá að
hann getur fylgst með atburða-
rásinni í svefnherberginu gegn-
um gegnsæjan spegil. Sauð-
drukkið par slangrar inn, það
slær í brýnu með þeim áður en
ástarleikirnir hefjast. Konan
gerir sig líklega til að drepa
karlinn þegar skot ríður af og
hún hnígur dauð niður. Karlinn
er semsé enginn annar en Alan
Richmond (Gene Hackman),
forseti Bandaríkjanna, sem
hugðist gamna sér þarna með
eiginkonu besta vinar síns en
lífverðir hans bundu enda á
ævintýrið. Þjófurinn er því í
vondum málum er verðirnir
komast að því að einhver hefur
orðið vitni að atburðunum - og
aukinheldur komist undan með
lykilsönnunargagn í höndunum.
Whitney er nú hundeltur af líf-
vörðunum og FBI, þar sem Bill
Burton (Scott Glenn) fer fyrir
hópnum; lögreglunni, með Seth
Frank (Ed Harris) í fararbroddi
og þá ræður milljónamæringur-
inn sér manndrápara til að stúta
þjófnum sem hefur komist í
hans helgustu vé.
Fram að þessu hefur allt verið
í góðu lagi á tjaldinu. Atburða-
rásin að vísu nokkuð hæggeng
en annað bætt það upp. Eastwo-
od verið að gera góðlátlegt grín
að gráu hárunum þar sem hann
situr ósjálfbjarga og sköm-
mustulegur líkt og öfuguggi bak
við spegilinn og hver aukaleikar-
inn öðrum betri birst á tjaldinu.
Svo fer að halla undan. Hnign-
unin hefst á einkar fávíslegu
dansatriði þeirra Richmonds for-
seta og Gloriu Russell (Judy
Davis), húsbóndahollum starfs-
mannastjóra hans sem stjórnar
yfirhylmingunni. Handritið hans
Goldmans treystir um of á trú-
girni áhorfenda, það dugar ekki
til. Jafnvel tryggustu aðdáendur
Eastwoods komast ekki hjá því
að sjá glompurnar í sögunni,
ófullkomna persónusköpunina
og hlusta á álappaleg tilsvör.
Sjálfur er karlinn í engu stuði
sem leikstjóri og er víðsfjarri
sínu besta. Eru þeir Goldman
m.a. ábyrgir fyrir einu aulaleg-
asta atriði í A-mynd um árabil,
þegar FBI mennirnir hyggjast
drepa dóttur Whitneys og keyra
á brott með aðalskotmarkið svo
gott sem í sigtinu. Richmond er
gerður að slíku fúlmenni að jafn-
vel Hvíta húsið hefði átt að vera
utan hans seilingar. Aðalpersón-
an er þó ólíklegust. Forhertur
krimmi með slíkt gullhjarta að
hann skilar þýfinu (hversvegna
í ósköpunum?), slíkur afburða-
maður í að dulbúast og læðast
að hann er inná hversmanns-
gafli einsog að drekka vatn -
án þess að það sé útskýrt nán-
ar; bijóstumkennanlegur, frá-
skilinn fjölskyldufaðir sem syrg-
ir í einsemdinni. Að maður tali
nú ekki um alla listrænu hæfi-
leikana sem þessi samsetning
býr yfir. Það hálfa væri nóg.
Útkoman verður gjörsamlega
ótrúverðugur og óspennandi að-
alburðarás mislukkaðrar mynd-
ar þar sem ekkert er til sparað
hvað snertir mannskap fag-
mennsku og peninga, annað
virðist hafa átt að koma af sjálfu
sér.
Sæbjörn Valdimarsson