Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 29
r
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 29
Liin-
dgi
og Dimmblárrar.
mér að kenna, þar sem ég sam-
þykkti skilyrðin.
Ef við lítum til framtíðarinnar
finnst mér að við verðum að skilja á
milli íþrótta og vísinda. Ég tel að lið
IBM skuldi bæði skákheiminum og
vísindaheiminum útskýringar á því
hvemig þeir þeim tókst að þróa svo
margbreytilega vél. Þeir verða að
opinbera allar fræðilegar upplýsingar
og leyfa öðrum að dæma afrek sitt.
IBM skuldar mér og öllu mann-
kyni annað einvígi. Eg skora hér
með á fyrirtækið að mæta mér í 10
leikjum, sem fram skulu fara á 20
dögum þar sem teflt er annan hvem
dag. Fyrir einvígið vil ég fá upplýs-
ingar um 10 skákir er Dimmblá tefl-
ir við hlutlausan leikmann eða aðra
tölvu, að viðstöddum fulltrúa mínum.
Ég vil tefla einvígið síðar á þessu
ári þegar ég verð í góðu formi eftir
að hafa haft tíma til hvíldar og undir-
búnings. Ég er reiðubúinn að tefla
upp á allt eða ekkert, þannig að ljóst
sé að þetta snúist ekki um peninga.
Einnig mæli ég með því að IBM víki
úr sæti skipuleggjenda keppninnar
og að hlutlausir aðilar taki við.
Mér sýnist IBM hafa verið sigur-
vegara síðasta einvígis. Fyrirtækið
stórgræddi í auglýsingum og á verð-
bréfamarkaði. Mér finnst fyrirtækið
standa í þakkarskuld við skákina
og það væri stórkostlegt ef það
gæfi fé til skákþróunar, t.d. með
því að stofna styrktarsjóð fyrir hæfi-
leikarík ungmenni.
Einvígið sannaði að það er engin
ákveðin aðferð til, til þess að sigra
tölvur. Til að sigra þær verður ein-
faldlega að tefla vel. Til þess þarf
ég umfangsmikinn undirbúnings,
þar sem farið er ofan í alla þætti,
svo að koma megi í veg fyrir mistök
er gætu ráðið úrslitum Jjegar teflt
er við við Dimmbláa. Ég þarf að
__________ vera í góðu formi líkam-
iláaæti lega og andlega’ hafa
... s .. mikla einbeitingu og vera
SRfSnoD- laug við allar aðrar
rolaun áhyggjur þannig að ég
........ geti einbeitt mér að því
að reikna og reikna og reikna.
Stórkostlegir hlutir eru að gerast
og ég er stoltur af því að vera hluti
af atburðarásinni. Eg vil hins vegar
ekki tapa vegna þess að mér nýtist
einungis helmingur færni minnar
og helmingur sálarstyrks míns.
Fái ég annað einvígi er ég tilbú-
inn að fara á tilraunastofur IBM og
eiga þar vinsamlegt samtal við lið
Dimmblárrar. Þangað til mun ég
hins vegar koma fram við þá sem
mjög fjandsamlega andstæðinga, og
þannig vera undirbúinn undir mestu
áskorun lífs míns.
A-
kUÐVITAÐ vonast allir til þess
^að allt gangi vel og mjúklega
fyrir sig þegar Kínveijar
taka við Hong Kong. Því
er samt ekki að neita að óvissu og
kvíða verður vart,“ sagði dr.
Andrew Niu-Dan Yang, fram-
kvæmdastjóri Stjórnmálarannsókn-
arráðsins í Taipei þegar ég hitti
hann á skrifstofu hans þar fyrir
stuttu. Hann sagði að framtíðina
gæti auðvitað enginn sagt til um
en freistandi væri að spá í spilin.
„Þrátt fyrir að öðru hveiju gefi
stjórnin í Peking frá sér digurbarka-
legar yfirlýsingar tek ég því öllu
með fyrirvara; stundum slær þetta
mig eins og kækur hjá þeim! Ég
hygg að þeir telji mikilvægt að allt
gangi vel. Og í augnablikinu hafa
þeir um annað að hugsa en agnú-
ast út í okkur á Tævan og því hef
ég enga trú á því að við verðum
næstir á „verkefnaskránni“.“ Það
er einmitt ein spurninganna sem
brennur á mörgum í Taipei um þess-
ar mundir. Kínveijar fá Hong Kong
30. júní nk. eins og allir vita og
Portúgalir afhenda þeim Macau
1999. En er þá ekki líklegt að eftir
það færist þeir í aukana og geri
kröfur til Tævan?
Dr. Andrew segir að framvindan
ráðist meðal annars af því hvernig
til tekst með stjórn Hong Kong og
síðan Macau, sem er þó fjarri því
eins merkur viðburður og hið fyrr-
nefnda. „Auðvitað er þetta ekki
sambærilegt," sagi hann. „Hong
Kong hefur verið bresk nýlenda og
Macau portúgölsk nýlenda. Tævan
er á hinn bóginn
sjálfstætt ríki með
sitt lýðræðislega
kjörna þing og for-
seta. Það verða
Kínveijar að hafa
í huga. Hvort þeir
gera það er svo
annað mál.“
Færist
Pekingstjórn í
aukana ef vel
tekst til með
Hong Kong?
Sumir sögðu
mér að það væri
ekki vafi á því að
stjórnin í Peking
mundi færast öll í
aukana gagnvart
Tævan ef vel tæk-
ist til með Hong
Kong. Tævanar
þyrftu samt ekki
að óttast ógn frá
meginlandinu
næstu árin. Sæi
Peking-stjórnin
fram á að þeir réðu
við það sem heitið
hefur verið; að
stjórna einu ríki
þar sem ríktu tvö
kerfi, væri eins sennilegt að þeir
beindu sjónum sínum hiklaust að
Tævan, sem þeir segja að sé hérað
í Kína og líti á það sem slíkt. Dr.
Andrew Yang segir að það sé ekki
sjálfgefið. „Það sem tekur við á
næstu árum varðandi Hong Kong
er að sú tilraun sem er verið að
gera er einstök og þar af leiðandi
verður auðvitað mjög forvitnilegt
að fylgjast með hvernig málin þró-
ast. Ég held að almenningsálitið í
heiminum muni skipta sköpum hvað
snertir Tævan. Mönnum er ljóst að
hér hefur ekki aðeins verið byggt
upp lýðræðisskipulag heldur vita
menn um það efnahagsundur sem
Tævan er. Meðaltekjur fólks eru
með því hæsta sem gerist - ekki
aðeins í þessum heimshluta, fram-
leiðsla og framleiðni er mikil og í
rauninni leikur allt í höndunum á
okkur. Ég vona að þjóðir heims
standi með okkur ef Kínveijar fara
að yggla sig í alvöru. Þar munar
að sjálfsögu mest um Bandaríkja-
menn en allur stuðningur erlendis
frá er þakkarverður og okkur nauð-
synlegur."
Munu Bandaríkjamenn standa
með Tævönum ef á reynir?
Nú er óneitanlega svo að veru-
legrar beiskju gætir hjá mörgum á
Tævanar
lifaekki
lengnr í
fortíðinni
Tævönum er ekki alls kostar rótt vegna
yfírtöku stjómarinnar í Peking á Hong
Kong og sumir bera kvíðboga fyrir því
að Kínverjar á meginlandinu geri næst
kröfu um að innlima Tævan í ríki
sitt. Jóhanna Kristjónsdóttir var á
Tævan fyrir nokkm og hleraði hug
manna til breytinga í næstu framtíð.
Morgunblaðið/Jóhanna Kristjánsdóttir.
FRÁ minnismerki Sjang-kai-sjeks. Þangað kemur fólk ekki lengur uppfullt af lotningu heldur finnst
því skemmtilegt að sjá formföst vaktaskipti.
Dr. Andrew
Yang
Chang
Shu Li
Tævan í garð Bandaríkjamanna.
Þetta fólk bendir á að Bandaríkja-
menn hafi ekki verið lengi að hugsa
sig um er þeir höfnuðu Tævan og
tóku upp samskipti við stjórnina í
Peking á áttunda áratugnum. Því
sé full ástæða til að vera tortygginn
í garð Bandaríkjanna enda hafi það
sýnt sig undanfarin ár að hvað sem
líður harðneskjulegum mannrétt-
indabrotum Peking-stjórnarinnar
gagnvart andófsmönnum hafí
Bandaríkjamenn tekið á því öllu
með silkihönskum. Og víst hafa
menn töluvert til síns máls hvað
þessu viðkemur. Hags-
munir Bandaríkjamanna
í Kína eru langtum meiri
en það sem snýr að
Tævan. En menn leyfa
sér þó að vona að komi
til þessa muni Banda-
ríkjastjórn beita áhrifum
sínum í samningavið-
ræðum.
Menn eru fyrst
Tævanar og síðan
Kínveijar
Chang Shu Li, for-
stöðumaður stofnunar,
sem sér um málefni sem
varða Kína, sagði mér
að segja mætti að Tævan
væri hluti af Kína. En það væri
ekki hluti af kommúnistaríkinu Kina
og yrði það ekki hvað sem Peking-
stjórninni fyndist. Hann sagði áber-
andi hve mikil viðhorfsbreyting
hefði orðið í Tævan síðustu árin.
„Við höfum staðið fyrir ýmsum
könnunum þar sem leitað hefur
verið eftir afstöðu manna. Sumir
vilja ekki kannast við að við séum
hluti af Kína. Þeir segja að við séum
Tævan og ekkert annað. Flestir eru
þó á því að við séum Kínveijar og
ekkert annað en setja ekki sama-
semmerki á milli Kína og Peking.“
Chang sagði að meirihluti fólks
í þessum könnunum væri ljómandi
sáttur við þá stöðu sem væri nú,
Tævan væri lýðræðisríki og vildi
óbreytta stöðu. „En vitanlega verð-
um við einhvern veginn að nálg-
ast,“ sagði hann og benti á að vax-
andi samskipti væru milli Tævan
og meginlandsins, í verslun og við-
skiptum, ferðamannaþjónustu
o.s.frv.
Flóttamenn frá
Kína reknir heim
Það eru ekki nema örfá ár síðan
Tævanar fögnuðu þeim Kínveijum
sem hetjum er flýðu eða struku til
Kína. Þeir voru sæmdir heiðurs-
merkjum og fengu háar fjárhæðir
að launum. Þetta er liðin tíð nú og
sýnilegt að Tævan-stjórn hefur
kúvent algerlega. Ræni menn flug-
vélum og láti þær fljúga til Tævan
eru flugræningjar nú miskunnar-
laust framseldir til meginlandsins
og reyni menn að læðast á land í
skjóli nætur af sjó eru þeir hand-
teknir og yfirleitt sendir til síns
heima.
Það eru ekki nema tíu ár síðan
herlögum var aflétt á Tævan en þau
höfðu verið í gildi frá því herir
Sjang-kai-sjeks flúðu til Tævan
undan sveítum Maó formanns. Al-
gert bann var við ferðum upp á
meginlandið og nafn Tævan „Lýð-
veldið Kína“ benti til þess sem var
skoðun flestra að Tævan væri hiA. -
eina sanna Kína. Á þingi landsins
sátu menn úr einum flokki KMT
og lýðræðishugmyndir áttu ekki upp
á pallborðið. Þessir
svokölluðu þing-
menn voru ekki
fulltrúar svæða
eða héraða á Tæ-
van heldur á meg-
inlandinu. Opin-
bera stefnan var
mjög skýr: við
munum taka Kíní» ’
og allir snúa heim.
En sem árin liðu
og ný kynslóð kom
fram á sjónarsvið-
ið, fædd og uppalin
á Tævan, varð
hæg breyting á
afstöðu manna.
Unga fólkinu
fannst þessi forn-
aldarhugsunar-
háttur fráhrind-
andi og staðhæfði
fullum fetum að
það vildi ekki lifa
í fortíðinni heldur
væri ráð að byggja^
Tævan upp sem
kröftugt lýðræðis-
ríki. Samt eru ekki
nema tíu ár liðin
síðan formleg
breyting varð á
þessu. Gömlu hró-
in sem höfu setið á þinginu sem
fulltrúar meginlands Kína söfnuð-
ust til feðra sinna smám saman og
nýjar hugsjónir ruddu braut til frels-
is og lýðræðis. Það er mjög áber-
andi að unga fólkið telur sínar ræt-
ur að vísu vera í Kína en því finnst
það ekki vera ættjörð sín. Ættjörð
þess er Tævan og svo hvarflar varla
að nokkrum heilvita manni nú aj
Tævanar muni snúa aftur og he:
taka Kína. Það sem er ráðandi á
Tævan er sá veruleiki sem við blas-
ir og þjóðerniskennd þeirra beinist
ekki að meginlandinu heldur land-
inu sem þeir búa í, Tævan.
Samningar og samskipti
en ekki samruni
Mér blandast ekki hugur um eft-
ir veru á Tævan nú á vordögum að
menn vilja meiri samskipti við meg-
inlands-Kínveijana. Menn vilja
einkum aukin viðskipti og fijáls^f’
samgöngur og loftferðasamningur
á milli Tævan og Peking er merkur
áfangi á þeirri leið. Ég hitti ekki
eina einustu hræðu sem heldur í
fortíðarsýnina um Kína en ég hitti
heldur engan sem gat hugsað sér
að Tævan sameinist Kína. Menn
vildu meiri samskipti en ekki sam-
runa og að menn leysi deilumál meö
samningum en ekki hótunum.