Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR ÓLASON + Gunnar Ólason fæddist á Isafirði þann 30. október 1931. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans að morgni 28. maí sl. Foreldrar hans voru sr. Óli Ketils- son, prestur í Ög- urþingapresta- - ' kalli, N-ísafjarð- arsýslu, fæddur 26. september 1896 á Isafirði, dáinn 25. mars 1954 og kona hans María Tómasdóttir, fædd 4. nóvember 1896 á Isafirði dáin 24. maí 1978. Systkini Gunnars eru: Kristín Álfheiður, fædd 11. april 1919, gift Kol- beini Kristóferssyni lækni; Ingibjörg, fædd 2. september 1920, átti Gunnar Bjarnason sjómann á Akranesi sem lést 1971; Katrín, fædd 12.mars 1926, dáin 29. október 1965, átti Árna Garðar Kristinsson frv. auglýsingasljóra Morgun- * blaðsins sem lést 1987 og Bolli, loftskeytamaður, fæddur 10. mars 1929, kvæntur Kristínu Guðjohnsen fulltrúa sem lést 1990. Gunnar lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1950, Iðnskólanum í Reykjavík 1954, vélvirkjanámi i Vélsmiðjunni Hamri hf. 1955, vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1958 og rafmagnsdeild 1959 auk Tækniskóla ís- lands 1965. Hann starfaði hjá Skipa- deild SÍS 1959-1963 og Vélsmiðjunni Hamri 1963-1964. Árið 1966 réðst hann til starfa hjá Eldvarnareftirliti Reykjavíkurborgar og veitti því umsjón frá árinu 1972. Gunnar kvæntist þann 1. október 1965 Guðrúnu Sigríði Sverrisdóttur meina- tækni, fædd 8. janúar 1933. Hún er dóttir Sverris Samúels- sonar bifreiðaeftirlitsmanns, fæddur 27. ágúst 1906, dáinn 9. maí 1989, og konu hans, Ellenar Eyjólfsdóttur verslun- arkonu, fædd 22. apríl 1911, dáin 7. júni 1994. Börn Gunn- ars og Guðrúnar eru: Katrín, fædd 7. maí 1966 og drengur, fæddur 8. september 1971, dáinn 9. sama mánaðar. Kjör- sonur Gunnars og sonur Guð- rúnar er Ragnar Þórisson raf- virki, fæddur 24. júlí 1958. Dætur Ragnars eru Hrafnhild- ur Lára, Ellen og Guðrún Edda. Utför Gunnars fer fram í dag frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar náinn samferðamaður í lífi manns hverfur skyndilega burt úr ^ þessu lífí vakna ýmsar minningar í huga þess sem eftir stendur. Þann- ig er það nú þegar starfsfélagi minn og fyrrum skólafélagi, Gunnar Óla- son, umsjónarmaður eldvama, kveður þetta líf eftir skammvinn en erfið veikindi. Þá vakna í huga mínum margar góðar minningar og þakklæti fyrir viðkynningu og vin- áttu sem varaði í rúm þrjátíu ár og aldrei bar skugga á. þegar Tækniskóli íslands var settur í fyrsta sinn haustið 1964 hittumst við Gunnar fyrst. Vorum við í hópi 13 nemenda sem hófu þá tæknifræðinám við íslenskan tækniskóla fyrstir allra, en Gunnar er sá fyrsti sem hverfur úr þeim ' -f hópi. Mikið kapp var í okkur nem- endunum að stunda námið og ná sem bestum árangri til að láta ekki rætast hrakspár þeirra er voru van- trúaðir á að slíkt nám væri hægt að stunda í alvöru hér á landi. Fljót- lega kom í ljós að Gunnar bar af okkur hinum hvað varðaði skilning á námsefninu. Var það Iíka svo þegar við lukum prófi að vori 1965 að Gunnar varð langefstur okkar og hlaut það háar einkunnir að aðrir munu ekki hafa fengið þær hærri meðan prófverkefni Tækni- skóla íslands voru sótt til Danmerk- ur. Á þessum vetri tókst góð vin- átta með okkur Gunnari. Fórum við ^ til Danmerkur þá um sumarið til að ljúka tæknifræðináminu þar. Eftir skamma veru þar úti veiktist hann og var lagður inn á spítala um smátíma. Hætti hann þá við frekara nám og fór heim. Var það skaði því hann átti mikið erindi inn í hóp tæknifræðinga eða lengra því í honum bjó andi visindamannsins sem leitar kjarna hvers máls og rasar ekki að niðurstöðum að óyfir- veguðu máli. Það eðli hans kom fram í öllum hans störfum. Eftir heimkomuna var hann ráð- inn til Eldvarnaeftirlits Reykjavík- ■*■** urborgar og varð yfirmaður þess í ársbyijun 1972, og bar starfsheitið umsjónarmaður eldvarna. Haustið 1972 réð ég mig sem tæknifræðing hjá Eldvarnaeftirlitinu og störfuð- um við Gunnar síðan saman í 24 ár eða þar til ég lét af starfí á sl. ári. Vinátta sú er hafði tekist með okkur í skólanum dvínaði ekki þó ~J við yrðum samstarfsmenn í tvo ára- tugi og höfðum stundum ekki alveg sömu skoðun á afgreiðslu mála, en það varð okkur aldrei að sundur- þykkju. Mat ég Gunnar meira eftir því sem ég kynntist honum nánar. Sem embættismaður var hann einstakur. Hann leit ávallt á sig sem þjón borgaranna en ekki hrokafull- an refsivönd laga og reglugerða, en þó kom hann ávallt fram af fullri festu þegar það átti við. Bókstafir reglugerða voru honum ekki heilag- ar kýr. Þegar ráða þurfti úr vanda- málum var það heilbrigð skynsemi sem réð, en af henni átti hann gnótt. Þeir sem til hans leituðu með úr- lausn sinna mála fóru yfirleitt ánægðir af hans fundi því hann var þægilegur í viðmóti við alla og allir nutu réttlætis og úr málum var greitt eftir því sem mögulegt var, stundum svo okkur samstarfsmönn- um hans fannst fulllangt gengið, en ávallt kom í ljós síðar að Gunn- ar sá lengra og fleiri hliðar á hveiju máli en flestir aðrir. Starfsandi inn- an Eldvarnaeftirlits Reykjavíkur- borgar var frábær undir stjórn Gunnars því hann hélt utan um störfin af sérstakri ljúfmennsku sem allir virtu. Svo er sagt að ávallt komi maður í manns stað. Þótt efa- laust séu margir vel hæfir menn færir að setjast í stól Gunnars nú að honum látnum er það víst að vandfundið verður meira ljúfmenni, en þó skapfestumaður þegar við á. Fjórum dögum áður en Gunnar skildi við kom ég til hans á spítal- ann þar sem hann )á. Var hann þá þjáður og átti erfitt um mál. þegar ég stóð upp frá rúmi hans til að fara rétti hann mér höndina og sagði: „Við sjáumst næst þegar þú kemur yfir landamærin." Þessi orð hans lýsa vel æðruleysi hans og gáfum. Ég er líka sannfærður um að við munum hittast þegar ég verð að fara þá sömu braut og hann hefur nú farið og þá endurnýjum við vináttuna. Ég bið Drottin að veita Guðrúnu konu hans og börn- um þeirra styrk í söknuði þeirra og til að lifa í þeirri vissu von að við munum öll hittast seinna þegar far- ið verður yfir „landamærin". Ásmundur J. Jóhannsson. Gunnar Ólason er genginn. Fyrr en okkur starfsfélaga hans varði. Við vissum reyndar að sjúkdómur- inn sem heltók hann sleppir sjaldn- ast taki sínu. Það er svo stutt síð- an hann kom í hinstu heimsókn sína á slökkvistöðina, hress og kátur, en hann hætti að vinna nokkru áður. Við sátum í kaffistof- unni og spjölluðum og áður en leið á löngu var farið að spyija Gunnar út í ýmislegt varðandi eldvarnaeft- irlitið en hann var ótrúlega minn- ugur og margfróður um þau mál. I því fólst meðal annars styrkur hans sem starfsmanns. Hann þurfti aldrei að svara: „Af því það stend- ur í reglugerðinni", því hann gat alltaf leiðbeint með rökum eða dæmum, um lausnir frá fyrri tíð eða þá að hann vitnaði til reynslu sinnar sem stjórnanda á eldstað. Á þeim þijátíu árum sem Gunn- ar starfaði hjá Slökkviliði Reykja- víkur sem yfirmaður eldvarnaeftir- litsins, ávann hann sér virðingu bæði innan liðsins og utan. Þegar hann mætti á eldstað var hann traustur og yfirvegaður. Margir aðalvarðstjórar hafa sagt mér hversu góð áhrif hann hafði á þá á erfiðum stundum á eldstað, þeg- ar hann var kallaður út á bakvakt- inni. Eitt af verkefnum Gunnars var að fara yfir teikningar sem lagðar voru fyrir bygginganefnd Reykja- víkur og einnig sat hann flölda bygginganefndarfunda. Þar var hans minnst á fundi í síðustu viku. Á þeirri stundu fann ég vel það traust sem menn báru til Gunnars. Hann ávann sér einnig virðingu þeirra fjölmörgu hönnuða sem sótt- ust eftir leiðbeiningum hans við brunahönnun húsa. Hann var sann- gjarn og réttsýnn embættismaður, oft í vandasamri stöðu. En það þurfti ekki stjórnsýslulög til að halda utan um embættisverk hans. Jafnræði og fagmennska voru hon- um eðlislæg og með honum fer mikil reynsla og þekking. Ég vil þakka samfylgdina sl. sautján ár og það verður ekki auðvelt að fylla skarð hans innan Slökkviliðs Reykjavíkur. Ég veit að fráfall Gunnars er mikið áfall fyrir Guðrúnu, eftirlif- andi konu hans. Þau hjónin voru samrýnd og votta ég henni og börn- um þeirra innilegustu samúð mína. Megi minning Gunnars Ólasonar lifa meðal okkar og leiðbeina okkur í störfum okkar. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri. Það er með sárum trega og sökn- uði sem þessar línur eru skrifaðar um frábæran samstarfsmann og vin. Fyrstu kynni okkar voru í vél- skólanum þar sem Gunnar var einn besti nemandi sem ég hef kynnst. Sama kom í ljós þegar hann hélt áfram námi í fyrsta árganginum í Tækniskóla íslands. Það var því auðvelt val fyrir mig að ráða hann sem fyrsta starfsmann sem ég réð í slökkviliðið. Gunnar hóf störf í slökkviliðinu aðeins tveim mánuð- um á eftir mér og þegar starf umsjónarmanns eldvarna losnaði fimm árum síðar var jafnauðvelt val að mæla með Gunnari í það starf. Sem umsjónarmaður eld- varna aflaði Gunnar sér virðingar og vinsælda allra sem við hann áttu erindi, hann undirbjó fundi byggingarnefndar í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í meira en aldarfjórðung og lagði á ráðin um brunavarnir allra húsa sem byggð voru eða breytt á þeim tíma. Éinn- ig sat hann marga þessa fundi sem staðgengill slökkviliðsstjóra. Gunnar var einnig annar staðgeng- ill slökkviliðsstjóra sem æðsti yfir- maður á eldstað og ávann sér þar traust og virðingu varðliðsins. Gunnar var fremur hlédrægur en afar hlýr og drenglyndur. Tel ég mig hafa misst einn besta vin minn allt of fljótt og votta ástvinum hans innilega samúð. Rúnar Bjarnason. Ég leyni því ekki að þar sem ég sit hér og minnist góðs vinar er ég með kökk í hálsinum og skamm- ast mín ekki fyrir það. Þegar fregnin kom um að Gunn- ar væri látinn kom það sem sting- ur í hjartastað. Þó við samstarfs- menn hans höfum vitað um nokk- urn tíma að hveiju stefndi, gerðist þetta allt svo hratt, svo hratt. Það var enginn aðdragandi að veikind- unum, þau komu svo snöggt. Á rúmum mánuði var öllu lokið. En aðdáunarvert var hve Gunn- ar tók veikindum sínum af miklu æðruleysi, að minnsta kosti við okkur félaga sína. Hann var sér fullkomlega meðvitandi um að hann ætti ekki langra lífdaga auð- ið úr því sem komið var og talaði um það og undirbjó af stóískri ró. Gunnar var hæglátur, fáorður, en traustur og vinsæll meðal starfs- bræðra sinna. Sagt er oft að allir séu góðir og kostum búnir eftir andlát sitt. Gunnar var það. Það þarf ekki að fegra hann umfram það sem hann var. Við Gunnar kynntumst fyrst í Vélsmiðjunni Hamri árið 1952 þeg- ar ég hóf þar nám í vélvirkjun. Gunnar var þá þegar kominn á síð- asta ár í sínu námi. Og þar kynnt- ist ég fyrst hjálpsemi hans og greiðvikni í garð okkar byrjend- anna er hann sýndi okkur m.a. hvernig ætti að log- og rafsjóða svo vel færi. Að loknu námi hans skildu leiðir okkar um hríð. Hann fór í Vélskólann og þaðan sem vélstjóri á sjóinn. Meðal annars sigldi hann lengi á olíuskipinu Hamrafelli á milli íslands og olíu- hafnarinnar Bakú í Svartahafinu og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja úr þeim ferðum. Árið 1966 lágu síðan leiðir okk- ar saman á ný er hann réðst til starfa hjá slökkvistöðinni í Reykja- vík, þar sem ég hafði ráðið mig nokkru áður og hefur það sam- starf staðið í yfir 30 ár. Árið 1982 fórum við hjónin sam- an með Gunnari og Guðrúnu á ferj- unni „Eddu“ í þriggja vikna öku- ferð um England, allt frá Wales í norðvestri eftir endilangri vestur- ströndinni til Cornwallskaga í suðri og síðan upp með austurströndinni til London og þaðan áfram til New- castle þar sem við tókum feijuna heim á ný. Við bjuggum á „bed and breakfast“-stöðum og nutum þess að vera til. Er þessi ferð okk- ur hjónum ein minnisstæðasta og yndislegasta utanferð sem við höf- um farið. Eftir þessa ferð urðum við Gunn- ar trúnaðarvinir. Fyrir nokkrum árum átti ég í veikindum og bjóst allt eins við því að ég ætti ekki margra ára lífdaga auðið. Um þetta spjölluðum við Gunnar af æðruleysi, m.a. hvernig best væri að tryggja fjárhagslega afkomu ijölskyldna okkar þegar stundin nálgaðist. Skömmu eftir að Gunnar hafði fengið úrskurðinn um veikindi sín og hve alvarleg þau í raun voru, settist hann hjá mér og tjáði mér að nú væri hann búinn að ganga frá sínum málum eins og við höfð- um rætt um á árum áður. Dæmi- gert fyrir þennan trausta mann. Gunnar skilur eftir sig stórt skarð í hópi samstarfsmanna sjnna og verður aldrei gleymdur. Ég kveð mann sem ég bar mikla virðingu fyrir óg þótti vænt um, eins og öllum samstarfsmönnum hans. Guðrúnu og fjölskyldunni send- um við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur. Tryggvi og Aðalheiður. Elsku pabbi. Núna er komið að kveðjustund- inni hjá okkur en þrátt fyrir það verður þú alltaf ofarlega í mínum huga. Sorgin og söknuðurinn er svo óbærilegur núna en ég vona að þú verðir mér við hlið og leiðir mig í gegnum erfiðleikana sem framundan eru. Ég veit að tveir síðustu mánuðir voru ekki auðveldir hjá þér en ég er fegin að þú þurftir ekki að þjást lengi. Síðustu dagana sem þú lifðir var það mikið dregið af þér að ég veit ekki hvort þú vissir af mér. En daginn áður en þú lést sat ég við rúmið þitt og þá opnaðir þú augun þín, horfðir beint á mig, tókst um hendur mínar og brostir til mín. Þú varst að kveðja mig og þetta fallega augnablik á ég eftir að varðveita í huga mínum alla ævi. Betri pabba en þig hefði ég ekki getað hugsað mér. Þú varst alltaf mín hetja, stór og sterkur og vissir allt best. Ekki veit ég hve oft um ævina ég hef sagt: pabbi sagði.. . Alla tíð varst þú minn lærifaðir, hvort sem þú varst að kenna mér nöfnin á öllum fjörðun- um sem við keyrðum á ferðalögum og fjöllunum sem við ókum fram- hjá eða þegar þú varst að aðstoða mig við heimalærdóminn. í seinni tíð, eftir að ég var farin að heim- an, átti ég það til að hringja í þig og biðja þig um að aðstoða mig við það að bora upp ljós, að setja saman skápa og húsgögn eða eitt- hvað annað sem ég kunni lítil skil á. Aldrei stóð á þér að koma og hjálpa mér þegar ég þurfti á þér að halda. Oftast þurfti ég ekki einu sinni að biðja þig því að þú áttir það til að spyija hvort ég þyrfti ekki aðstoð við þetta eða hitt. Stundum gat ég verið óþolinmóð við þig þegar ég vildi drífa hlutina af, en nei, þú vildir hugsa málið til enda, því allt sem þú vannst við og lést frá þér var fullkomið. Mér fannst sérstaklega gaman að fylgjast með þér uppi í sumarbú- stað þar sem þú naust þín best og kom þar berlega í ljós nákvæmni þín og hæfileikar. Sá sumarbústað- ur hefur tekið miklum stakkaskipt- um þau ár sem hann hefur verið í eigu fjölskyldunnar. Alltaf fannst þú eitthvað nýtt til þess að smíða eða dytta að. Osköp verður nú tóm- legt og sársaukafullt að fara upp í bústað og hafa þig ekki fyrir augunum. Elsku pabbi, ég sakna þín svo mikið en ég vona það í hjarta mínu að við eigum eftir að hittast á ný. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir, Katrín. Þá ert þú farinn bróðir, mágur og hollvinur. Megum við sem eftir sitjum ekki lengur njóta samvistar þinnar, hollráða og raunsæis. Þú fórst allt of snöggt og allt of ung- ur því þótt árin væru orðin nokkur hélzt þú algerlega andlegum styrk og óröskuðu tilfinningalegu jafn- vægi þar til yfir lauk, vissir gjörla að hveiju'fór. Enginn má sköpum renna og nú er skarð fyrir skildi. Sjaldan hef ég kynnst jafn heilsteyptum manni og þér, með óbilandi viljastyrk og samkvæmur sjálfum þér, en jafn- framt umburðarlyndur í samneyti við aðra; sannur mannvinur, enda virtur og vinamargur. Þú barst hag systkina þinna og skyldmenna mjög fyrir bijósti og var djúp vinátta á milli ykkar. Jafn- framt varstu bæði glaðlyndur og glettinn en talaðir samt hóflega. Maður með slíka skaphöfn hlýtur að eignast góða konu og það gerð- ir þú og heimili það sem þið bjugg- uð saman var til fyrirmyndar að snyrtimennsku og listrænum smekk. Ekki reyndist þú síður dóttur ykkar og fóstursyni. Missir þeirra og annarra vina við brottfall þitt er mikill og verður vart bættur. Um leið og ég og systir þín send- um þér hinztu kveðjur vottum við Guðrúnu, Katrínu og Ragnari dýpstu samúð. Álfheiður og Kolbeinn. Nú þegar ég sit hér við gluggann og stari út í vornóttina er mér ofar- lega í huga hve vorið hefur verið dimmt og hráslagalegt. Von okkar er samt ætíð sú sama, að við taki sem fyrst sumarið með birtu sinni og yl. Eins og við þreyjum veturinn með vissu okkar um að í kjölfar hans komi sumar með bjartsýni og iðandi lífi, reynum við að yfirstíga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.