Morgunblaðið - 26.06.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.06.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 31 LISTIR Menningarhátíðin í Toronto Islensku kór- unum afar vel tekið í Kanada KÓR Kársnesskóla ásamt stjórnandanum, Þórunni Björnsdóttur. Toronto. Morgunblaðið. KÓRUNUM tveimur frá íslandi, Hamrahlíðarkórnum og Kór Kárs- nesskóla, hefur verið afar vel tekið þar sem þeir hafa komið fram í tengslum við Menningarhátíðina sem enn stendur yfír í Kanada. Hamrahlíðarkórinn Aðaltónleikar Hamrahlíðarkórs- ins voru haldnir í Metropolitan United kirkjunni í Toronto. Tónleik- amir vom einkum ætlaðir til kynn- ingar á íslenskri nútímatónlist og því verk eftir samtíma tónskáld á efnisskránni. í lok tónleikanna risu áheyrendur úr sætum og þökkuðu fiytjendum og stjómanda þeirra, Þorgerði Ingólfsdóttur, með lang- varandi lófataki. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti nokkra af forystumönnum Menningarhátíðarinnar eftir tón- leikana og luku þeir upp einum munni um frammistöðu Hamrahlíð- arkórsins og einn þeirra fullyrti að tónleikar kórsins væm þeir bestu á hátíðinni til þessa. Frá Toronto fer kórinn til Lond- on, Ontario, og heldur tónleika þar áður en haldið verður aftur til ís- lands, en áður en kórinn kom til Toronto var viðkoma í Boston þar sem einnig vora haldnir tónleikar. Þeir tónleikar vora helgaðir Þorkeli Sigurbjömssyni og Mist Þorkels- dóttur, en hún hafði veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu komu kórsins til Boston og London, Ontario. I Boston tók kórinn einnig þátt í miðsumarhátíð, sem Norður- löndin stóðu að saman, og heim- sótti ennfremur elliheimili í Boston og söng þar nokkur lög. í Boston var einnig stuttíslandskynning sem Gunnlaugur Ástgeirsson, farar- stjóri Hamrahlíðarkórsins, sá um. Þorgerður Ingólfsdóttir stofnandi kórsins (1967) og stjómandi frá upphafi, sagði við blaðamann Morg- unblaðsins eftir tónleikana í Tor- onto, að undirbúningur hefði staðið yfír í tæp tvö ár, eða allt frá því boð barst um að taka þátt í hátíð- inni. Gífurleg vinna hefði verið lögð í undirbúninginn og vitað var að ferðin til Kanada myndi kosta tals- verða fjármuni enda kórinn fjöl- mennur. Þess vegna hefði verið lagt til við menntamálaráðuneytið, að ferðin skyldi nýtt sem best og haldnir eins margir tónleikar og við yrði komið og eins víða og unnt væri, og óskað efir fyrirgreiðslu ráðuneytisins í því sambandi. Þor- gerður sagði, að ekki hefði verið áhugi á slíku innan ráðuneytisins. Hún tók hins vegar fram, að íslend- ingafélagið í Toronto ætti miklar þakkir skildar fyrir margvíslega fyrirgreiðslu, t.d. gista kórfélagar á einkaheimilum, þiggja þar máls- verði og gestgjafar aka þeim sjálfir á milli staða. Kór Kársnesskóla Kór Kársnesskóla hefur komið víða fram. Kórinn gerði fyrst stutt- an stans í Halifax, kom síðan til að taka þátt í Menningarhátíðinni í Toronto, síðan lá leiðin til Mon- treal og loks til Ottawa. Það var ferðaskrifstofa í Kanada sem und- irbjó ferðaáætlun Kársnesskóla- kórsins. Báðir komu kórarnir fram í mót- töku sem íslendingafélagið í Tor- onto hélt og sungu nokkur lög hvor um sig og loks íslenska þjóðsönginn báðir saman. Þórann Bjömsdóttir stjómandi kórsins var afar ánægð með góðar viðtökur, sem kórinn hefur hvar- vetna fengið. í kómum era stúlkur á aldrinum 10-17 ára, og tveir strákar. Þau bjuggu öll á einka- heimilum í Toronto og sagði Þórann að það hefði verið alveg sérstök lífs- reynsla fyrir þau og þau hefðu mörg hver haft á orði, að annað kæmi ekki til greina en að fara í framhaldsnám til Kanada þegar þar að kæmi. Kvikmyndir Þessa dagana er verið að sýna fjórar íslenskar kvikmyndir í Tor- onto, Tár úr steini, Ingaló, Bíódaga og Böm náttúrannar. Skólakór Kársness Góð frammi- staða SKÓLAKÓR Kársness fékk góða umsögn á mánudaginn í einu útbreiddasta blaði Kanada, Toronto Star, eftir tónleika ásamt öðrum norrænum kórum í síðustu viku. I umsögninni seg- ir að kórnum takist að hljóma Iíkt og um atvinnutónlistar- menn væri að ræða og að kórinn hefði sungið dásamlega án þess þó að gera um of. í kómum eru 42 börn og stjórnandi hans er Þómnn Björnsdóttir. Lesið á göngii Það er gömul saga og ný að þegar sumrar Bersögiismái í borginni breytast lestrarvenjur fólks — það les minna, .............................—■--------------- sækir meira undir bert loft. I þessari grein telur Kjartan Ámason hljóðbókina einmitt kjöma til að sameina lestur og útiveru, bæði í garðinum og upp til fjalla. SA BUNAÐUR sem þarf til að stunda lestur meðan gengið er um guðsgræna náttúrana eða þegar rót- að er í rósabeðinu undir suðurgaflin- um, er hvorki flókinn né dýr — að- eins einfaldur gönguhrólfur (sem margir kalla „vasadiskó") og batt- erí. Þeir sem era útbúnir slíkum græjum geta notið upplestrar við hinar fjölbreytilegustu aðstæður. Einnig mætti hugsa sér að ferða- langar hlustuðu á íslendingasögur í bílnum eða rútunni, t.d. Eglu ef leið- in lægi uppá Mýrar, Laxdælu ef haldið væri áfram í Dalina og Gísla sögu Súrssonar þegar stefnan er tekin vestur á Firði. Úrval íslenskra hljóðbóka verður æ betra svo þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Guðmundur Andri Thorsson Flosi Ólafsson Fyrir þá sem heldur vilja dvelja_ í borginni Reykjavík, er bókin / Kvosinni, æskumipningar og ber- söglismál Flosa Ólafssonar, e.t.v. betur við hæfi. Bókin segir frá lífi Flosa í Kvosinni frá æsku og frammá vora daga. Hann seiðir fram tíðaranda og bregður upp svip- myndum af samferðarfólki. Einnig segir hann nokkuð af Lilju vini sín- um og eiginkonu; þar eru sögur af togstreitu vegna verkaskiptingar á heimili og í hjóna- bandi, stundum í svip- uðum dúr og hjá þeim ágæta Dana Finn Soe- borg — eða í Helgar- skammti Flosa Ólafs- sonar í Þjóðviljanum sáluga. Öll er bókin hin fyndnasta, þótt suma kafla hefði mátt stytta lítið eitt, t.a.m. glímu höfundarins við ríkis- bákn: skattayfirvöld, Tryggingastofnun og hið andaða Bifreiðaeft- irlit, sem enn lifði 1982 þegar bókin var prent- uð. Sumarregn og ilmur úr lyngi Undir lok síðasta árs kom íslands- förin eftir Guðmund Andra Thors- son, út á snældum hjá Hljóðbóka- klúbbnum um líkt leyti og bókin birt- ist á prenti. Einsog fram hefur kom- ið segir sagan frá ungum enskum aðalsmanni á seinni helmingi 19. aldar, sem tekst ferð á hendur til íslands í því skyni að grafast fyrir um rætur sínar. Með í för eru vinur- inn Cameron og íslenski draumóra- maðurinn Hólm. Þeir stíga á land í þorpinu Reykjavík þarsem umhverfi er hið nöturlegasta og íbúarnir varir um sig. Þar hitta þeir m.a. Jón Sig- urðsson og Matthías Jochumsson. En leikurinn berst víðar. Félagam- ir fara á Njáluslóðir, sjá Bergþórs- hvol og Hliðarenda en nokkrum fölva hefur slegið á þessa sögustaði frá því hetjur riðu um héröð. Einnig ganga þeir á Heklu. Höfundur les söguna sjálfur í umræddri útgáfu og gerir það með ágætum. Reyndar þótti mér um miðja bók sem lesturinn væri svolítið mónótón (eða heitir það ,,einóma“?) en þegar upp var staðið höfðu saga og lestur fallið saman í góða heiid: andinn sem lesari laðar fram hæfir sögunni. Það er andi sem fer vel við íslenskt sumarregn og ilm úr lyngi. Lestur Flosa ýtir undir fyndnina, þar er gamanleikarinn við uppá- haldsiðju sína. Við sjáum gjarna fyrir okkur einstaklinginn sem sak- laus, óforvarandis og óverðskuldað, beint eða óbeint, má sæta aðskiljan- legasta naggi og goggi af hálfu opinberra starfsmanna, eiginkonu, fræðinga eða náungans. Oft kemur svo í ljós að hreint óverðskuldað var það kannski ekki alltaf. Og enn kemur mér Finn Soeborg í hug. Þessari fyndnu bók færi vel að hljóma í gönguhrólfi í Austurstræti, inná Hressó, við Tjörnina eða í Hljómskálagarðinum. Passið ykkur bara á bílunum. ÁTT ÞÚ GOTT LISTAVERK SEM ÞÚ VILT SELJA? ÞÁ ER UPPBOÐ RÉTTA LEIÐIN Gallerí Borg er elsta starfandi uppboðsfyrirtæki landsins og eigandi Gallerí Borgar, Pétur Þór Gunnarsson, hefur 15 ára reynslu í sölu listmuna. Um 2000 manns koma á forsýningu uppboðs- verka og ekki er óalgengt að um 250 til 400 manns sæki uppboðið sjálft. Á undanförnum árum eru mörg dæmi þess að góð myndverk hafi selst yfir matsverði, t.d. Kjarvalsmynd sem metin var á 500-600.000 kr. en seldist á 1.400.000 og mynd eftir, Jón Stefánsson sem metin var á 1.400-1.600.000 en seldist á 2.200.000. Það segir sig sjálft, ef tveir aðilar eða fleiri hafa áhuga á sama verki á uppboði, þá er verðið fljótt að hækka! Erlendis eru yfirleitt öll helstu listaverk stórmeist- aranna seld á uppboðum. Ef þú átt gott verk gömlu meistaranna sem þú selur „beinni" sölu gætir þú verið að tapa umtalsverðum fjármunum. Komum í heimahús og metum. Erum að undirbúa næstu uppboð. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst. BORG Sími 552 4211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.