Morgunblaðið - 26.06.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 26.06.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 39 AÐSENDAR GREINAR Þjóð án sinfóníu- hljómsveitar er ekki menningarþj óð ÞAÐ var fyrir u.þ.b. einu ári, sem ákveðið var að ég myndi, ásamt Sinfóníuhljóm- sveit íslands og Arn- old Östman hljóm- sveitarstjóra hljóðrita nokkrar óperuaríur á geisladisk. Jafnframt var ákveðið að halda tónleika þar sem nokkrar af aríunum yrðu fluttar, ásamt hljómsveitartónlist úr óperum. Þetta er nú allt um garð gengið. Af því tilefni langar mig að koma á fram- færi þökkum til Sinfó- níuhljómsveitar íslands fyrir frá- bæran leik og ánægjulegt sam- starf. Ég hef sungið með mörgum hljómsveitum erlendis, svo sem óperuhljómsveitunum í Parísaró- perunni, Scala, Munchen, Dresd- en, Hamborg, Berlín, svo nokkuð sé nefnt og get því sennilega bet- Okkur ber að hlúa að Sinfóníuhljómsveit ís- lands, segir Kristinn Sigmundsson, og tryggja í hvívetna fram- gang hennar og vöxt. ur dæmt um gæði hljómsveitar- innar okkar, en flestir íslending- ar. Þess vegna er mér það bæði ljúft og skylt að láta í ljósi ein- læga aðdáun mína á Sinfóníu- hljómsveit íslands. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem hellt- ist yfir mig á fyrstu æfingunni með þeim, án þess að það hljómi hjákátlega eða væmið. Þegar þau voru að æfa milliþáttamúsíkina úr Rósamundu eftir Schubert, sat ég úti í sal og vatnaði músum. Það voru u.þ.b. tíu manns að hlusta á æfinguna. Ég var hálf- skömmustulegur og leit í kringum mig til að athuga hvort nokkur tæki eftir þessari viðkvæmni minni. Þá sá ég að ég var ekki sá eini sem þannig var ástatt um. Ég man ekki eftir að hafa orðið fyrir jafn sterkum tilfinningaleg- um áhrifum á hljómsveitaræfingu og þennan morgun. Þarna var hljómsveit- in okkar að spila und- ir stjórn fyrsta flokks hljómsveitarstjóra og náði þessum frábæru áhrifum. Ég var geysilega stoltur yfir því að við íslendingar skulum eiga svona góða hljómsveit. Hljómsveit sem ekki þarf að skammast sín fyrir neitt, vegna þess að hún stenst sam- jöfnuð við bestu hljómsveitir milljóna- þjóðfélaga. Ég er ekki viss um að hljómsveitarmeðlimir átti sig á því hversu góð hljómsveitin er. Það er erfitt fyrir listafólk að gera sér grein fyrir stöðu sinni án þess að bera sig saman við erlenda starfs- bræður og -systur. Slíkt er að sjálf- sögðu ekki hægt hér vegna land- fræðilegrar einangrunar okkar. Um hitt er ég samt viss að ís- lenska þjóðin gerir sér enga grein fyrir því, hvílíka gersemi hún á í Sinfóníuhljómsveit íslands. Þjóð án sinfóníuhljómsveitar er ekki menn- ingarþjóð. Þess vegna ber okkur að hlúa að hljómsveitinni og tryggja í hvívetna framgang og vöxt hennar. Mér er sagt að fram- lög til hljómsveitarinnar séu skorin niður ár frá ári. Þetta eru slæm tíðindi. Slíkt leiðir aðeins til lakari árangurs sveitarinnar. Ein afleið- ingin af þessu fjársvelti er sú, að ekki er hægt að greiða erlendum stjórnendum og einleikur- um/söngvurum nema brot af því sem þeir fengju erlendis. Þess vegna er erfitt að fá til liðs við hljómsveitina þá sem bestir eru. Arnold Östman kom hingað vegna vináttutengsla okkar. Það voru ekki peningarnir sem drógu hann hingað. Arangur hljómsveitar stendur og fellur með gæðum hljómsveitarstjórans. Þetta vita all- ir sem sótt hafa sinfóníutónleika og hafa átt þess kost að bera sam- an leik hljómsveitarinnar undir stjórn ólíkra stjórnenda. Sinfóníuhljómsveit íslands er úrvalshljómsveit og ætti aðeins að leika undir stjórn hljómsveitar- stjóra sem henni eru samboðnir. Höfundur er óperusöngvari. Kristinn Sigmundsson Hnífapör 6 manria kassí. Verð frá 6.200,- Cý€eimljós Faxafeni (blátt hús), simi 568 9511. Birni Bjarnasyni svarað SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURINN hefur átt menntamálaráð- herra í 12 af síðustu 14 árum. Það hefur verið þjóðinni til ógæfu. Björn Bjarna- son hefur sem menntamálaráðherra fylgt þeirri stefnu Sjálfstæðisfiokksins af kostgæfni að hafa menntamálin annars flokks. Hann vill bera ábyrgð á því eins og fram kom í grein hans í Mbl. 21. júní sl. sem er svar hans við grein minni í Mbl. 19. júní. Björn og Sjálfstæðisflokkurinn verða einnig dregnir til ábyrgðar á ástandi menntamála í næstu kosningum. Langt á eftir í menntamálum Við erum alls staðar á eftir í alþjóðlegum samanburði. Björn viðurkennir það einnig í grein sinni og segir að því miður sé staða okkar oft slæm í slíkum saman- burði! Björn telur Sjálfstæðisflokknum helst til framdráttar í menntamál- um undanfarin ár að hafa skorið niður fjárveitingar til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég vænti þess að námsmenn muni vel stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart LÍN þegar kemur að næstu kosningum, alveg eins og aðrir sem vilja menntamálum vel. Við erum langt á eftir í rann- sóknum og þróun. Við verjum um 1,6% af landsframleiðslu til þess- ara mála en nágrannalöndin um 2,3%. Til að standa hlutfallslega jafnfætis þeim ættu framlög í þennan málaflokk að aukast um 3,5 milljarða á ári. Hérlendis er hlutur fyrirtækja einkum lítill. Rannsóknir og þróun eru lífs- nauðsyn fyrir atvinnulífið, for- senda fyrir frekari uppbyggingu atvinnuvega og bæta úr þörf fyrir menntað starfsfólk. Þær standa undir lífskjörum framtíðarinnar. Það vantar 10 millj- arða árlega S mennta- málin til að standa jafnfætis hinum Norð- urlöndunum, reyndar að Noregi undanskild- um. Þessi samanburð- ur byggist á gögnum frá OECD. Ef við vilj- um veija jafnmiklu og Norðmenn til mennta- mála ættum við að auka framlög okkar um 15 milljarða á ári! Við veijum nú tæplega 20 milljörðum árlega til menntamála þannig að það sést vel hversu langt við höfum dreg- ist aftur úr á stjómartíma Sjálf- stæðisflokksins. Menntamál, byggðastefna og laun kennara Lélega stöðu í byggðamálum má að hluta rekja til menntamála. Allir á landsbyggðinni þekkja hvernig fólk flyst í burtu þegar Það mun taka langan tíma, segir Agúst Einarsson, að bæta fyrír óstjórn og sinnu- leysi Sjálfstæðisflokks- ins í menntamálum. börn komast á skólaaldur, þar sem mjög erfitt er að fá kennara, m.a. vegna launamála. Þó tekur steininn úr hjá Birni þegar hann telur að með síðustu kjarasamningum séu launamál kennara á beinu brautinni. Kennar- ar hrökklast frá störfum vegna launa og nær útilokað er að fá unga, upprennandi vísindamenn til kennslustarfa í Háskólanum. Nú er svo komið að ekki fást kennarar til að kenna tölvunar- fræði á háskólastigi eins og rektor Háskólans og aðrir bentu nýlega á. Hvernig ætlar þessi þjóð að Ágúst Einarsson standast tæknivædda samkeppni hins alþjóðalega upplýsingasamfé- lags ef hún getur ekki menntað tölvufólk? Niðurlæging kennara- starfsins er algerlega á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Nýtt menningarráðuneyti og nýja forystu Það þarf margt fleira í nýja menntastefnu en peninga, m.a. trú stjórnmálamanna á gildi menntun- ar. Það væri vafalítið til bóta, eins og jafnaðarmenn hafa lagt til, að skilja menningarmálin frá mennta- málaráðuneytinu. Þá yrði mennta- málaráðuneytið mun markvissara. Nýtt menningarráðuneyti veitir menningu þá athygli og umgjörð sem hún á skilið. Þessi skipan * þekkist víða. Hjá Sjálfstæðis- flokknum í menntamálaráðuneyt- inu hafa bæði menntun og menn- ing setið á hakanum. Niðurlæging háskóla hérlendis birtist vel í skýrslu menntamála- ráðuneytisins og ætti að leiða til breytinga. Einhæfni íslensks há- skólanáms verður Birni hins vegar tilefni til að gagnrýna samanburð OECD í stað þess að leggja til aukningu á sérskólanámi á há- skólastigi. Skilaboð Bjöms með svargrein sinni eru skýr. Það er engra stefnu- breytinga að vænta hjá Sjálf- stæðisflokknum. í svari Björns við s gagnrýni minni kemur fram að hann er ófær að viðurkenna fram- taksleysi flokks síns og kunngera vilja til nýrrar sóknar. Þetta er athyglisvert í ljósi nýrra strauma erlendis, þar sem alls staðar er lit- ið á menntun sem uppsprettu hag- vaxtar og mikilvægustu auðlind hverrar þjóðar. Erlendis er hlúð að menntamál- um. Björn Bjarnason og Sjálfstæð- isflokkurinn opinbera sig hins veg- ar sem gamaldags flokkur stað-. naðrar hugmyndafræði sem er ófær um að lifa í öðru umhverfi en í fortíðinni. Það mun taka langan tíma að bæta fyrir óstjórn og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins í menntamál- um. Ef gera á úrbætur í mennta- málum þarf nýja pólitíska forystu í landsmálum, forystu jafnaðar- manna. Höfundur er alþingismaður í þingflokki jafnaðarmanna. Blomberg Excellent yrir þá sem vilja jðeins það besta! OFNAR: 15 gerðin í hvítu, svöntu, stáli eða spegilélfenð, fjölkerfa eða Al-kenfa með Pynoíyse eða Katalyse hneinsikenfum. HELLUBORÐ 16 gerðir, með háhitahellum eða hinum byltingarkenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulonku til eldunan. Ný frábær hönnun á ótrúlega góðu verði. Blomberri Hefun néttu lausnina fynin þig! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28-Simi 562 2901 og 562 2900 Tbppuninn í eldunartækjum Blomberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.