Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 51

Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 51 ________FRETTIR_____ Stofnun Samtaka lungnasj úkling’a í LOK síðasta mánaðar var haldinn stofnfundur Samtaka lungnasjúkl- inga. Fundurinn var haldinn að Reykjalundi í Mosfellsbæ og kom á þann fund á annað hundrað manns. Lög samtakanna voru lögð fram og samþykkt og kosin var stjórn en hana skipa: Jóhannes Kr. Guð- mundsson, formaður, Brynja D. Runólfsdóttir, ritari, Dagbjört The- odórsdóttir, gjaldkeri, en með- stjórnendur eru: Björn Magnússon, lungnasérfræðingur, Kolbrún Guð- munsdóttir, húsmóðir, Guðlaug Guðlaugsdóttir, húsmóðir og Magn- ús Karlsson, trésmíðameistari. Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga. Markmiðum sín- um hyggjast samtökin ná með því m.a. að halda uppi öflugu félags- starfi og efla þannig samkennd lungnasjúklinga og aðstandenda þeirra, byggja upp forvarnir hvers konar, efla rannsóknir og koma upp öflugri fræðslu- og upplýsingamiðl- un. Samtökin munu halda sinn fyrsta félagsfund í september og leggja þá fram dagskrá vetrarins. Félagið hyggst hefja útgáfu frétta- bréfs í haust. í fréttatilkynningu segir: „Mikil og vaxandi þörf er fyrir lungna- sjúklinga og aðstandendur þeirra að eiga sér sterkan málsvara. Sjúkl- ingarnir eru oft svo veikir að þeir geta ekki talað máli sínu sjálfir. Sjúkdómurinn sem slíkur er oft ekki sjáanlegur og oft hnjóta lungnasjúklilngar um þá athuga- semd samferðarmanna að þetta sé bara sjálfskaparvíti. Þá er átt við reykingar. En á þessu þarf að verða grundvallabreyting og mun stjórn samtakanna beita sér af alefli fyrir bótum á öllum sviðum heilsuvernd- ar, eins og kemur fram í markmið- um samtakanna. Sjúkdómar í öndunarfærum hafa aukist mikið á undanförnum árum og er mun meiri hluti íslendinga með lungnasjúkdóma en nokkurn órar fyrir. Talið er að allt að 20% reykingamanna fái langvarandi lungnaþembu fyrir utan þá fjöl- mörgu sem þjást af asma og of- næmi ásamt öðrum kvillum í öndun- arfærum. Það gefur auga leið að hópur þessi mun ekki minnka í framtíðinni. Auknar reykingar ungs fólks í dag, aukin mengun og áreiti allskonar efna í andrúmslofti munu því miður vafalítið valda hækkun á þessari tölu í framtíðinni." Myndband um íslenska náttúru og landbúnað LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur í samvinnu við Bændasamtök Islands gefið út kynningarmynd- band fyrir ferðaþjónustuaðila um íslenska náttúru og íslenskan land- búnað. Á myndbandinu, sem er um 12 mínútna langt, er íslenskur land- búnaður og framleiðsla landbúnað- arafurða við íslenskar aðstæður kynntur sem einstakur. Lögð er áhersla á samspil ómengaðrar nátt- úru og hreinleika afurðanna. Með frásögninni er m.a. bent á, að það er ekki einungis ósnortin fegurð náttúrunnar sem dregur ferðamenn til landsins, heldur er full ástæða til þess að heimsækja Island til að kynnast þeim landbúnaðarafurðum sem þar eru framleiddar. Myndbandið er hægt að nálgast í landbúnaðarráðuneytinu og hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins, fyrir þá sem áhuga hafa á því að nota það við kynningarstörf. Myndbandið hefur nú þegar verið sent nokkrum aðilum til kynningar og hafa Flugleiðir hf. ákveðið að sýna myndbandið í flugvélum sín- um, segir í frétt frá ráðuneytinu. stctiiui m á m TOMI í $(ImAI! Peacock turnvél Intel 166 mliz örgjörvi 3S mb innra minni 15" stafrænn litaskjár 1700 mb harður diskur 16 hraða geisladrif Soundblaster 16 S5w hátalarar Lyklaborð <Se mús Windows '95 m/bók U7.900 5 íslenskir nýir leikir BT. Tölvur Grensásvegí 3 -108 Rsykjavík Sírni: 5885900-Fax: 5885905 Opið virka daga frá 10:00 -19:00 Blóm: Blómaval Sundbolir: Útllff njóta sín betur í sólinni! Tími stuttbuxna, sundboia. sandala og sumarkjóla er að ganga í garð. Vertu i fínu formi í sumar og skeiitu þér á árangursríkt og skemmtilegt fitu- brennslunámskeið hjá Stúdíó Ágústu og Hrafns. Njóttu þin í sumar! UttusktWÍ5""' La í Sl^c6 8-vikna fitubrennslu- nánraskeid: • ÞJálfun 3-5x I viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fltumællngar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin „Léttlr rétUr“ 150 frábænar uppskriftir • Nýr upplýsingabæklingur: „f forml til framtfftar" • Mjög mitóð aðhald • Vmníngar dregnir út í hverri viku • Fritt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur Bamagæsla Hefst 30. júní SKEIFAN 1 101 REYKJAVÍK S. 533-3355

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.