Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C
148.TBL.85.ÁRG.
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Spenna vegna kosninganna í Albaníu
Konungssinn-
ar í átökum
við lögreglu
Tirana. Reuter, The Daily Telegraph.
TIL skotbardaga kom milli albanskra konungssinna og lögreglumanna í
miðborg Tirana í gær þegar stuðningsmenn Leka, sonar síðasta konungs
Albaníu, gengu að byggingu albönsku yfirkjörstjómarinnar til að mót-
mæla meintum kosningasvikum sósíalista.
Enn ein
bilunin
í Mír
ENN eitt vandamálið kom upp
um borð í rússnesku geimstöð-
inni Mír I gær þegar allir snúð-
vitar hennar biluðu. Snúðvitarn-
ir eru hluti af siglingakerfi sem
stillir afstöðu rafhlaðna geim-
stöðvarinnar gagnvart sólu
sjálfkrafa og bilunin þýðir að
geimfararnir þurfa sjálfir að
hnika stöðinni til með sérstökum
eldflaugum. Talsmenn rúss-
nesku geimferðastofnunarinnar
sögðu að ekki væri vitað hvað
olli biluninni.
Á morgun verður skotið á loft
birgðafari með búnað til að gera
við gat á byrðingi eins hluta
geimstöðvarinnar og skemmdir
sem urðu á sólrafhlöðum hennar
í vikunni sem leið.
Á myndinni er starfsmaður
geimferðastofnunarinnar að
skoða líkan af Mír með tilliti til
viðgerðarinnar.
■ Snúðvitar Mír bila/24
Hermt var að a.m.k. einn maður
hefði beðið bana og nokkrir særst í
skothríðinni, sem stóð í 15 mínútur.
Að minnsta kosti fjórar hand-
sprengjur sprungu á torgi við bygg-
inguna.
Göngumennirnir mótmæltu úrslit-
um þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnu-
dag um tillögu þess efnis að Alban-
ía yrði konungdæmi að nýju. Taln-
ingunni er ekki lokið en samkvæmt
bráðabirgðatölum fékk tillagan að-
eins stuðning 35% kjósendanna.
Stuðningsmenn Leka segja hins veg-
ar að tillagan hafi verið samþykkt
með 60% atkvæða.
Mótmælagangan var friðsamleg
þar til Leka birtist í herbúningi,
vopnaður tveimur skammbyssum,
og gekk með stuðningsmönnum sín-
um að skrifstofu kjörstjórnarinnar.
Konungssinnar sögðu lögreglu-
mennina hafa skotið fyrst en lög-
regluyfirvöld vísuðu því á bug.
Göngumennirnir sökuðu yfirvöld
um kosningasvik og hrópuðu vígorð
gegn Fatos Nano, leiðtoga sósíalista
sem unnu stórsigur í fyrri umferð
kosninganna á sunnudag.
Sali Berisha forseti skoraði á Al-
bani að sýna stillingu og virða úrslit
kosninganna. Berisha hefur sagt að
Reuter
LEKA I, sonur Zogs, sem var konungur Albaníu á árunum 1928-39, gengur að byggingu albönsku
yfirkjörstjórnarinnar í Tirana. Leka var í herbúningi og vopnaður tveimur skammbyssum. Skömmu
síðar hófst skothríð við bygginguna og Leka hélt á brott í bifreið.
Hart tekist á um stækkun NATO
hann ætli að láta af embætti þegar
sósíalistar myndi nýja ríkisstjórn.
Pólitísk íhlutun sögð
tefja talninguna
Franz Vranitzky, sendimaður
Evrópusambandsins, sagði í gær að
hætta væri á að ekki yrði hægt að
ljúka talningu atkvæðanna í fyrri
umferðinni vegna þess að nokkrir
þeirra, sem eiga sæti í yfirkjörstjórn-
inni, væru hættir að mæta á fundi
hennar, að öllum líkindum vegna
póiitísks þrýstings. „Auk þess hefur
kjörstjórnin ekki enn fengið tölur frá
20 kjördæmum, að því er virðist
vegna pólitískra afskipta," bætti
hann við.
Formaður kjörstjórnarinnar,
Kristaq Kume, sagði ekkert hæft í
ásökunum Vranitzkys. „Nefndin
lætur ekki þrýsting frá flokkum eða
öðrum hafa áhrif á störf sín,“ sagði
hann.
Skýrsla um spillingu á breska þinginu
Fj órir íhalds-
menn átaldir
London. Reuter, The Daily Telegraph.
TVEIR ^ fyrrverandi ráðherrar í
breska íhaldsflokknum, Tim Smith
og Neil Hamilton, sæta alvarlegri
gagnrýni fyrir að hafa þegið greiðsl-
ur frá kaupsýslumanni fyrir að bera
upp fyrirspurnir á þingi, í skýrslu
sem gefin var út í gær.
Höfundur skýrslunnar, sir Gordon
Downey, formaður siðánefndar
þingsins, segir að Smith hafí þegið
að minnsta kosti 18.000 pund, sem
nemur 2,1 milljón króna, frá Mo-
hammed Al-Fayed, egypskum eig-
anda Harrods-verslananna. Ekki sé
vitað hversu mikla fjárhæð Hamilton
hafi fengið frá kaupsýslumanninum,
en líklegt sé að hann hafi ekki feng-
ið minna en Smith.
Tveir aðrir fyrrverandi þingmenn
íhaldsflokksins, sir Andrew Bowden
og sir Michael Grylls, voru einnig
gagnrýndir fyrir að hafa þegið
greiðslur frá fulltrúa þrýstihóps og
látið hjá líða að gera grein fyrir
þeim eins og reglur þingsins kveða
á um.
Samkvæmt skýrslunni hafa ekki
verið færðar sönnur á svipaðar ásak-
anir á hendur sex fyrrverandi þing-
mönnum til viðbótar.
Hamilton hafnar
niðurstöðunni
Skýrslan verður nú lögð fyrir siða-
nefnd þingsins, en þar sem enginn
fjórmenninganna var endurkjörinn i
þingkosningunum 1. maí er svigrúm
hennar til að refsa þeim mjög tak-
markað. Ásakanirnar eru svo alvar-
legar að líklegt þykir að þeir hefðu
verið sviptir þingsætum sínum ef
þeir væru enn á þingi.
Hamilton kvaðst ekki geta fallist
á niðurstöðu skýrslunnar. „Sir Gord-
on hefur ekki getað tilgreint hvenær
féð var greitt, hversu mikið það
var, hvers vegna það var greitt og
hvert peningarnir fóru.“
Reuter
Þjóðverjar neita
að skuldbinda sig
Bonn. Reuter.
ÞJÓÐVERJAR eru fylgjandi aðild
Rúmeníu að Atlantshafsbandalaginu
(NATO) en þeir neita hins vegar að
setja henni tímamörk. Talsmaður
Helmuts Kohls Þýskalandskanslara
sagði í gær að Þjóðvetjar myndu
ekki taka afstöðu til þess hvort bjóða
ætti þremur, fjórum eða fimm ríkjum
aðild fyrr en á leiðtogafundi NÁTO
í næstu viku.
Emil Constantiniescu, forseti
Rúmeníu, ræddi við Kohl og reyndi
til þrautar að fá hann til að skuld-
binda sig til að kreijast aðildar
Rúmeníu í fyrstu umferð. Kvaðst
Kohl vera fylgjandi aðild Rúmeníu
„bráðlega", en talsmenn hans tóku
skýrt fram að ekki bæri að skilja
orðið svo að kanslarinn ætti við fund-
inn í Madríd.
■ Stefnir í hörð átök/25
Feit börn
sæltil
æviloka?
London. Reuter.
FEITIR hvítvoðungar eru ekki
eins líklegir til að þjást af þung-
lyndi síðar á ævinni og grennri
börn, samkvæmt breskri rann-
sókn sem kynnt var í gær.
„Því feitari sem smábörnin
eru þeim mun færri verða
þunglyndisköstin," sagði breski
geðlæknirinn Ian Rodie á ár-
legri ráðstefnu geðlækna í
Bournemouth.
Þetta er niðurstaða rann-
sóknar, sem náði til 882 karla
og kvenna er fæddust á árun-
um 1911-30 í ensku sýslunni
Hertfordshire. „Líklegt er að
þyngd fóstursins í móðurkviði
geti haft áhrif á þróun hormóna
sem geta gert menn næma fyr-
ir þunglyndi á fullorðinsár-
unum,“ sagði Rodie.