Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KLIFLTR-
PLÖNTUR
Forsæla í garðskálum
og skraut í görðum
Ljósmynd/Heiðrún
BJARMABERGSÓLEY (Clematis
tangutica) sem vex upp eftir
stofni gamajs ilmreynis (Sorbus
aucuparia). í forgrunni vaxa spo-
rasóleyjar (Aquilegia sp.) og
fleiri fjölærar jurtir. Myndin er
tekin í garði við Eyrarlandsveg
á Akureyri sumarið 1995.
KLIFURPLÖNTUR eru enn
sem komið er ekki mikið
ræktaðar í görðum á Is-
landi, þótt skilyrði til rækt-
unar þeirra séu fyrir hendi.
Þó má finna í stöku görðum
klifurplöntur og hugvitsam-
lega notkun þeirra til að
hylja og skreyta mannvirki
sem annars væru ekki til
mikillar prýði.
Klifurplöntur eiga heim-
kynni sín í skógum, en þær
eru þeim eiginleika búnar
að geta vaxið hratt og leita
upp í laufþakið til að fanga
sem mest ljós. Klifurplöntur
geta einnig vaxið á jörðu
niðri og eru þá kallaðar
skriðular, en margar klif-
urplöntur eru ágætis þekj-
uplöntur. Mest er fiölbreytni
klifurplantna í hitabeltinu,
en einnig vaxa þó nokkrar
tegundir í tempraða beltinu,
en helst er að finna skriðul-
ar, jarðlægar plöntur í heim-
skautabeltinu.
Klifurplöntur má eins og
áður sagði rækta á ýmsum
mannvirkjum eins og veggj-
um, húsum, girðingum,
hleðslum, upp eftir súlum
og staurum og á jörðu niðri. Þær
má einnig rækta í laufskálum, en
þeir eru til komnir vegna skugg-
sælla áhrifa þeirra. Laufskálar eru
fomaldar fyrirbrigði sem Grikkir
og Rómvetjar uppgötvuðu þegar
þeir ræktuðu vínvið í röðum, en
fyrstu laufskálarnir voru samsíða
raðir af vínviði sem bundnar voru
saman í toppinn. Við þetta mynd-
aðist lokað, skuggsælt og svalandi
rými, sem síðar var þróað í ald-
anna rás í það form
sem við þekkjum í
dag; burðarvirki úr
jámi eða timbri og
plöntur látnar vaxa
upp eftir burðarvirk-
inu. Hérlendis mætti
vel hugsa sér að nota
klifurplöntur á burð-
arvirki gróðurskála
og gróðurhúsa og
eins mætti hreinlega
byggja laufskála inni
í gróðurskálum. Gott
dæmi um slíka notk-
un klifurplantna get-
um við séð í gróður-
skálanum í Grasa-
garðinum í Laugar-
dal og í garðskála
Garðyrkjuskóla ríkisins. Plönturn-
ar koma á þennan hátt í stað venju-
iegra skyggingartjalda, sem eru í
raun til lítillar prýði.
Klifurplöntur era einnig
skemmtilegar í samplöntun með
öðram piöntum. Hægt er að setja
súlu í runnabeð sem klifurplanta
er síðan gróðursett við og látin
vaxa upp eftir. Einnig má gróður-
setja klifurplöntur við veggi sem
þær vaxa upp eftir og planta síðan
rannum eða fjölæram blómum
framan við. Klifurplöntur era mjög
viðkvæmar fyrir ofþornun, því er
mikilvægt að sói nái aldrei að skína
beint á jarðveginn yfir rótum
þeirra.
Klifurplöntur er hægt að nota
í alla garða, því til eru plöntur sem
aðlagaðar eru flestum ræktunar-
skilyrðum, svo sem sterkri sól,
léttum skugga eða miklum
skugga. Það er einna helst að klif-
urplöntur eigi erfitt áveðurs, en í
eðli sínu eru þær skógarplöntur;
aðlagaðar léttum skugga og skjóii.
Einu kröfurnar sem klifurplöntur
gera til umhverfisins eru grindur,
net, vírar eða því um líkt til að
styðja sig við, kant til að vaxa
fram af, kaðal til að vaxa eftir
eða jarðveg til að þekja.
Umhirða klifurplantna vill vefj-
ast fyrir garðræktendum. Þær
þurfa reglulegt eftirlit allan vaxt-
artímann, en binda þarf þær upp
jafnóðum og þær vaxa, klippa til
og móta vöxtinn á þann hátt setn
óskað er eftir. Klippa þarf burtu
þær greinar sem ekki er óskað
er eftir að vaxi og greinarnar fest-
ar við burðarvirkið með vírlykkj-
um sem hægt er að kaupa tilbún-
ar. Ekki þarf að binda allar klif-
urplöntur upp. Bergfléttur (Hed-
era sp.) og klifurhortensía (Hydr-
angea anomala ssp.
petiolaris) líma sig
fastar við burðar-
virkið með sérstök-
um heftirótum.
Sumar tegundir
hafa snertinæma
vafþræði eins og
klifurvínviður
(Partehnocissus) og
ilmertur (Lathyrus),
aðrar vefla blaðstilk-
um utan um greinar,
víra og net eins og
bergsóleyjar (Cle-
matis) og skjald-
fléttur (Tropaeolum)
gera. Svo eru aðrar
tegundir sem hafa
hreinlega sérstakar
ummyndaðar hliðargreinar og
toppsprota til að vefja sig um stoð-
grindur og burðarvirki.
Nokkrar tegundir sem hægt er
að rækta á íslandi:
Bergfléttur, ýmsar sortir. (Hedera
sp.); Klifurhortensía (Hydrangea
anomala ssp. petiolaris); Humall
(fjölær og einær) (Humulus lupul-
us, H. japonicus); Heiðabergsóley
(Clematis montana); Fjallabergsól-
ey (Clematis alpina); Síberíuberg-
sóley (Clematis macrosepala);
Bjarmabergsóley (Clematis tang-
utica); Tijásúra (Polygonum
baldschuricum); Skógartoppur
(Lonicera periclymenum); Vaftopp-
ur (Lonicera caprifolium); Viðar-
vingull (Celastras scandens); II-
mertur (Lathyras odoratus);
Þrenningarklukka (Convolvulus
tricolor); Vafkofri (Codonopsis con-
volvulaceae); Klukkuvafningur
(Ipomoea sp); Dvergflétta (Tropae-
olum peregrinum); Skjaldflétta
(Tropaeolum majus); Logaskjald-
flétta (Tropaeolum speciosum).
Nánari umfjöllun um klifurp-
löntur er að finna í 4. kafla í Stóru
garðblómabókinni, sem Forlagið
gaf út 1996, en höf. þýddi og stað-
færði þann kafla.
Samantekt: Heiðrún Guðmundsdóttir,
garðyrkju- og líffræðingur, Gróðrarstöð-
inni Birkihlíð, Kópavogi.
BLOM
VIKUNNAR
359. þáttur
Umsjón Ágústa
B j ö r n s d ó 11 i r
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Vantar eintök
af blaðinu Ýr
NANNA hafði samband
við Velvakanda og er hún
að leita eftir 2 eintökum
af Pijónablaðinu Ýr. Blöðin
eru númer 9 og 11. Ef
einhver hefur þessi blöð
undir höndum sem getur
séð af þeim eða selt henni
þau er viðkomandi beðinn
um að hringja í Nönnu í
síma 555-3041.
Þakkir fyrir
góða grein
EIGINKONA sjómanns á
frystiskipi hafði samband
við Velvakanda með eftir-
farandi: „Ég vil þakka
Óskari Skúlasyni, fulltrúa
hjá Fiskistofu, kærlega
fyrir grein hans í Morgun-
blaðinu 2. júlí. Hann veit
greinilega hvað hann er
að tala um. Maðurinn
minn er búinn að vera I 5
ár á frystiskipi. A þeim
tíma er hann búinn að taka
sér frí tvisvar. Ég get ekki
séð að við vöðum í
peningum. Við eram fímm
manna fjölskylda sem er
að reyna að koma þaki
yfir höfuðið. Haldið þið að
það sé gaman fyrir
sjómann að fara frá
þremur litlum börnum út
á sjó í fjórar til sex vikur?
Ég held að það séu fáir
sjómenn sem fara út á sjó
með tilhlökkun. Yfirleitt
eru þeir með kvíða og
magaverk þegar stundin
nálgast að fara. Eins og
allir vita lifir enginn á
70-80 þús. kr. launum við
vinnu í landi. Þess vegna
fara menn á sjó í von um
betri laun sem ekki gengur
alltaf upp. Berum virðingu
fyrir sjómönnum og þökk-
um þeim fyrir að halda
þjóðinni uppi.“
Eiginkona
sjómanns.
Strætisvagna-
bílstjóri
til skammar
HULDA Vatnsdal hringdi
og sagðist hún hafa þurft
að taka strætisvagn, leið
112, þriðjudaginn 1. júlí
klukkan 16.30, á horni
Lönguhlíðar og Miklu-
brautar. Hún segir að bíl-
stjórinn sem var að keyra
þann vagn hafi greinilega
ekki verið með þroskastig
nema á við þriggja ára því
hann var að varna því að
einhver unglingspiltur ca.
10 ára kæmist út úr vagn-
inum. Hann opnaði og lok-
aði hurðinni og mátti hún
þakka fyrir að klemmast
ekki á milli. Bílstjórinn
skildi hana eftir frekar en
að hleypa drengnum út.
Hulda segist hafa talað við
vaktstjóra hjá SVR sem
tók mjög vel í þetta mál
en hún telur að það sé
tímabært að viðkomandi
bílstjóri fari í eilífðar sum-
arfrí.
Hyrnan
í Borgarfirði
EFTIRFARANDI barst
Velvakanda: „Ég hef verið
að ferðast um landið og á
ferðum mínum hef ég
þrisvar sinnum komið við
í Hymunni í Borgarfirði.
Þetta er skemmtilegur
staður til að stoppa á -
en það er einn galli á
staðnum og það eru kló-
settin. Sóðaskapurinn á
kvennaklósettinu var yfír-
gengilegur, fötur yfírfullar
og það vantaði klósett-
pappír. Ég skora á eigend-
ur staðarins að gera eitt-
hvað í þessum málum því
þetta skemmir fyrir á ann-
ars mjög skemmtilegum
stað.“
Ferðalangur.
Tapað/fundið
Karlmannshjól
fannst á Holtinu
KARLMANNS-gírahjól
fannst á Holtinu í Hafnar-
firði. Uppl. í síma
565-3397.
Dýrahald
Kisa og kettlingar
fást gefins
ÞRJÁ þriggja mánaða
kettlinga og tveggja ára
læðu vantar góð heimili
vegna ofnæmis á núver-
andi heimili. Upplýsingar í
síma 554-5737.
Kisa hvarf
í Grafarvogi
GRÁBRÖNDÓTT læða
hvarf að heiman frá Viðar-
rima 34 í Grafarvogi laug-
ardagskvöldið 28. júní. Hún
er með rauða ól og
eymarmerkt R 5104. Þeir
sem hafa orðið varir við kisa
láti vita í síma 567-1596.
Tvær kisur
óska eftir heimili
TVÆR svartar kisur,
kettlingur og mamma hans
(2ja ára), fást gefíns sam-
an eða hvort í sínu lagi.
Áhugasamir hringi í síma
435-1211.
SKAK
llmsjón Margcir
Pctursson
STAÐAN kom upp í úrslita-
einvígi þeirra Ánands og
Karpovs á hraðmóti í
Frankfurt um síðustu helgi.
Þeir tefldu fjórar skákir.
Anand vann þá fyrstu, en
þessi staða kom upp í ann-
arri skákinni. Karpov
(2.760) var með hvítt í þess-
ari stöðu en Anand (2.765)
hafði svart og átti leik.
Karpov virðist standa vel
að vígi en Indveijinn er
brögðóttur:
21. - Rxc5! 22. Bf4?!
(Lætur peð af hendi
baráttulaust. Eftir 22.
Hxc5 - De7 23. Hf4 -
Bg6 24. Da5 - Hc8
vinnur svartur mann-
inn til baka og stendur
betur.) 22. - De7!
(Hótar bæði 23. - Hel
og 23. - Rxd3!) 23.
Hbbl - Rxa4 24. Hal
- Rb6 og með tveimur
peðum meira vann An-
and um síðir. Tveimur
síðustu skákunum lauk
með jafntefli og hann
sigraði því 3-1 í einvíginu.
Þeir Karpov og Anand
hefja keppni í dag á geysi-
öflugu skákmóti í Dort-
mund. Þá er að sjá hvort
FIDE heimsmeistaranum
vegnar betur með meiri
umhugsunartíma.
HÖGNIHREKKVÍSI
« /VtW ER FUÍ.L AF &EITV.' ~
Víkverji skrifar...
EGAR Víkverji ók sem leið lá
norður í land fyrir skömmu
gat hann ekki varizt þeirri hugsun
að umferðarmenning okkar væri
komin á hærra stig en var fyrir
tveimur árum, þegar hann fór í
sams konar langferð. Bílar óku á
jöfnum og þægilegum hraða og
þeir ökumenn sem kusu að aka
hægt sýndu mikla tillitssemi við
framúrakstur. Auðvitað kemur til
greina að samferðamenn Víkveija
í umferðinni hafi þennan dag ver-
ið einstaklega kurteisir og tillitss-
amir en hann vill trúa hinu, að
umferðarmenningin fari batnandi.
Hvergi varð Víkverþ var við
glannaakstur jafnvel þótt hann
gæti farið fram átölulaust að því
er virtist, því ekki sá Víkveiji lög-
regluþjón á ferðalaginu, fyrr en
komið var til Akureyrar. Getur
verið að svo mikið sé sparað í fram-
lögum til vegalögreglu að lítil sem
engin gæzla sé á hinni fjölförnu
leið milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar?
xxx
VÍKVERJI átti einkar ánægju-
lega dvöl á Akureyri. Sú
stöðnun og sá doði sem ríkti í
bænum fyrir nokkrum árum er á
bak og burt og kraftur og bjart-
sýni hafa tekið völdin. Meira líf
hefur færzt í bæinn og greinilegt
að mannlífið blómstrar sem aldrei
fyrr.
Víkveiji brá sér á golfvöllinn til
þess að fylgjast með Arctic Open
golfmótinu og var það ógleyman-
leg heimsókn. Tugir manna voru
við golfleik í miðnætursólinni og
allir í sjöunda himni, jafnvel þeir
sem voru að leika illa! Útlendingar
sem tóku þátt í mótinu áttu vart
orð til að lýsa hrifningu sinni.
Vart er hægt að hugsa sér betri
kynningu fyrir ísland og Akureyri.
Meðal þátttakenda voru banda-
rískir auðkýfingar sem hafa komið
á mótið ár eftir ár á einkaþotum
sínum. I þeirra augum er heim-
sóknin til Akureyrar einn af há-
punktunum í lífi þeirra ár hvert.
Höfðu þeir á orði að skipulag móts-
ins væri framúrskarandi og mót-
tökur hlýlegar.
xxx
HELGINA sem Víkveiji var á
Akureyri var íslandsflug að
kynna fyrirhugað áætlunarflug
þangað og mikla lækkun á flugfar-
gjöldum. Þessi fargjaldalækkun
var mikið umtöluð meðal fólks sem
vonlegt var. Hún er mikil kjarabót
fyrir það fólk, sem oft á erindi til
Reykjavíkur. Ekki er efamál að
verði lækkunin varanleg bæði hjá
íslandsflugi og Flugfélagi íslands
muni það hafa stórfjölgun farþega
í innanlandsflugi í för með sér. Því
er mikið í húfi fyrir flugfélögin og
farþegana að svo verði.