Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ég kem til að bjóða þér Bítur hann? Kann hann að Hann stendur á
ókeypis hund ... Aðeins ef pizza leika listir? dyrapallinum án
hann heitir Lubbi. ræðst á hann. Hann er að því núna. þess að detta útaf...
BRÉF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Sjúkrahúsprestur
í London
starfi áfram
Frá Val Stefánssyni:
í FRÉTTUM þann 25. júní sl. heyrði
ég að Tryggingastofnun ríkisins
hygðist hætta að greiða með stöðu
sjúkrahúsprests í London en stofn-
unin greiðir um eina milljón á ári
fyrir þessa stöðu.
Astæðan fyrir þessari uppsögn
er fækkun á hjartaaðgerðum en nú
er farið að gera allar hjartaaðgerð-
ir~á fullorðnum
hér heima og
búið að flytja
meirihluta þeirra
aðgerða sem
þarf að gera á
bömum hingað
heim. Víst er það
mjög ánægjulegt
að þessar að-
gerðir hafi flust
hingað heim,
ekki síst fyrir
sjúklingana og aðstandendur
þeirra. Þrátt fyrir að meginhluti
aðgerða á börnum hafi flust hingað
heim eru enn sex til átta börn sem
þurfa að sækja þessar aðgerðir til
London á hveiju ári og eru það
stærstu og erfíðustu aðgerðirnar.
Við hjónin höfum tvívegis þurft
að fara með son okkar til Englands
þar sem hann hefur þurft að gang-
ast undir erfiðar aðgerðir, ekki veit
ég hvernig við hefðum farið að ef
við hefðum ekki haft sr. Jón Bald-
vinsson okkur við hlið. Hann lét
okkur hafa öll símanúmer sem
hægt var að ná sambandi við hann,
í sendiráði íslands, heimasíma og
farsímanúmer og máttum vð hafa
samband við hann á nóttu sem degi
ef drengurinn væri mikið veikur eða
okkur liði illa út af veikindum hans.
Þégar við þurftum að fara út með
drenginn í seinni aðgerðina sl. sum-
ar vorum við búin að bóka hótelher-
bergi áður en við fórum en þegar
við komum á staðinn var herbergið
ekki fólki bjóðandi, eftir sólarhring
var sr. Jón búinn að útvega okkur
fína íbúð og vorum við að borga
minna fyrir heila íbúð en fyrir eitt
lítið hótelherbergi.
Þetta er bara lítið dæmi um hvað
gott er að hafa sjúkrahúsprest í
London svo ég tali ekki um það
fólk sem er að fara í svona ferðir
og talar litla sem enga ensku þá
hlýtur það að skipta öllu máli að
hafa íslenskan prest sem getur
bæði hjálpað á andlega sviðinu og
túlkað fyrir þau þar sem læknamál-
ið er ekki auðskilið hvort heldur
fyrir þá sem kunna ensku eða ekki.
Ef Tryggingastofnun ríkisins
hættir að borga þessa einu milljón
króna fyrir þetta embætti er þá
ekki öruggt að íjárveiting stofnun-
arinnar lækki um sömu upphæð?
Skiptir svona miklu máli hvort pen-
ingarnir eru teknir úr hægri eða
vinstri vasanum?
Ég tel það mikil mistök ef Trygg-
ingastofnun hyggst hætta að greiða
með stöðu sjúkrahúsprests í London
því sr. Jón Baldvinsson hefur sinnt
starfi sínu með miklum sóma og
ekki bara þeim sem þurfa að sækja
læknisaðstoð heldur líka öllum þeim
íslendingum sem vinna eða stunda
nám í Englandi.
VALUR STEFÁNSSON,
Vesturbergi 6,111 Reykjavík.
Valur
Stefánsson
Blínd stefna
Frá Sólveigu Kristjánsdóttur:
VEGNA niðurskurðar í heilbrigðis-
geiranum er nú svo komið að ein-
ungis er ein stofa fyrir bæði kynin
á helstu augndeild íslands.
Undirrituð hefur verið með ann-
an fótinn á deildinni sl. 17 mánuði
og hefur notið þar góðrar um-
hyggju starfsfólks sem haldið hefur
sínum dampi þrátt fyrir stöðuga
flutninga, fyrst innan Landakots
en í des. ’96 fluttist deildin svo á
Landspítalann. Þegar ljóst var að
Landakot stæði uppi sem öldrun-
arspítali og allar aðrar deildir færu
úr húsinu kom upp spurning hvort
augndeildin flyttist í Fossvoginn
eða yfír á Landspítalann. í raun
má segja að töluverð samkeppni
hafí verið þar sem Landspítalinn
hafði betur í lokin. En 6 mánuðum
eftir flutningana þangað er deildin
flutt enn og aftur til og þá fækkaði
legurúmum úr átta í fjögur og eru
þessi fjögur legurúm öll á sömu
stofu og er því um blandaða stofu
að ræða. Mér fínnst að önnur eins
þjónusta við sjúklinga hljóti að vera
vandfundin og sameining kynjanna
á þessari einu stofu er vafalaust
einsdæmi í vestrænum ríkjum að
ekki sé nefnt hve þvingandi þetta
er fyrir sjúklinga og sýnir mikla
lítilsvirðingu að mínu mati. Ég veit
fyrir víst að öll starfsaðstaða er mun
verri í dag en áður og tók það fram
við hluta starfsfólksins að ég væri
fegin því að hafa ekki þurft að upp-
lifa með því þessa síðustu og verstu
niðurlægingu. Ég hefði aldrei unað
því að þurfa að liggja á blandaðri
stofu allan þann tíma sem ég hef
þurft að dvelja á augndeildinni og
þykist þess fullviss að stjórnendur
og ráðamenn spítalans myndu held-
ur ekki láta bjóða sér slíkt.
í frétt í Mbl. hinn 17. júní sl.
segist Einar Stefánsson prófessor
vonast til að þessi ráðstöfun sé
tímabundin. í sömu frétt segir Anna
Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri að
starfsemin verði minnkuð í sumar
en verði aukin aftur í haust en þá
verði dagdeildarrýmum fjölgað.
Hún nefnir hins vegar ekki hvort
legurúmum verður fjölgað aftur né
er hið bagalega ástand með bland-
aða stofu orðað.
Mér finnst kominn tími til að
ráðamenn opni augu sín í þessari
blindu stefnu og taki rétt á málum
og á þann hátt að skömm okkar
sé ekki úthrópuð, ekki bara hérlend-
is heldur einnig erlendis því þar sem
sérfræðingar deildarinnar starfa
töluvert á erlendri grund hljóta
fréttir sem þessar að berast á milli
manna innan stéttarinnar.
SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Sléttahrauni 34, Hafnarfirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.