Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 15
Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir
HALLDÓR Blöndal með tónlistarfólkinu og öðrum gestum í matarboði sem haldið var eftir tónleikana.
Fífilbrekkuhóp-
urinn í heimsókn
Grímsey. Morgunblaðið.
HALLDÓR Blöndal samgönguráð-
herra og þingmaður Norðurlands
eystra hafði forgöngu um að á
mánudagskvöld hélt Fífilbrekku-
hópurinn tónleika fyrir Grímseyinga
í félagsheimilinu Múla.
Flutt voru 20 lög í gömlum stíl
eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð
Jónasar Hallgrímssonar og einnig
valsar eftir Schubert. Flytjendur
voru Signý Sæmundsdóttir sópran,
Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu,
Hávarður Tryggvason á kontra-
bassa, Anna Guðný Guðmundsdótt-
ir á píanó og Sigurður Ingi Snorra-
son á klarinett, auk þess sem hann
flutti tölu um Jónas Hallgrímsson
og Schubert.
Grímseyingar fjölmenntu á tón-
leikana og höfðu virkilega ánægju
af. Eftir að tónleikunum lauk hélt
Halldór Blöndal Fífilbrekkuhópnum
og hreppsnefnd Grímseyjar veislu í
Múla sem Kvenfélagið Baugur ann-
aðist. Veður var einstaklega gott
og ekki annað að sjá en gestir
væru ánægðir með Grímseyjar-
heimsókn sína.
Atvinnuleysið
Innan við
100 karlar
á skrá
UM síðustu mánaðamót voru 304 á
atvinnuleysisskrá á Akureyri, 208
konur og 96 karlar. Sigríður Jóhann-
esdóttir hefur starfað á Vinnumiðl-
unarskrifstofunni frá árinu 1993 og
hún segist ekki muna eftir því að á
þeim tíma hafi karlar verið færri en
100 á atvinnuleysisskránni.
Atvinnuástandið hefur verið mun
lakara hjá konum en körlum til langs
tíma og virðist lítil breyting ætla að
verða á því ástandi. í júníbyijun sl.
voru 403 á atvinnuleysisskrá, 137
karlar og 266 konur. Fyrir réttu ári
voru 299 á skrá, 107 karlar og 192
konur.
Gallerí Svartfugl
Þóra Björk
sýnir „Hmv
in og jörð“
ÞÓRA Björk Schram textílhönn-
uður opnar sýningu sína laugar-
daginn 5. júlí kl. 14 í Gallerí Svart-
fugli í Listagilinu á Akureyri.
Fyrir sýninguna hefur Þóra
Björk þrykkt stórar silkislæður
og borðdúka sem unnið hefur
verið út frá yfirskriftinni „Himinn
og jörð“ en í öllum verkunum
notast hún við blandaða tækni og
hvítætingu.
Þóra Björk lauk námi frá Tex-
tíldeild MHÍ 1992, einnig var hún
gestanemi við Staten Hándverks-
og Kunstindustriskolen í Osló og
stundaði almennt hönnunarnám
við Minneapolis College of Art
and Design í USA. Hún rekur eig-
in vinnustofu og haft þar vinnu-
stofusýningar og auk þess tekið
þátt í nokkrum hönnunarsýning-
um.
Sýningin í Gallerí Svartfugli er
opin frá kl. 14-18 frá þriðjudegi
til laugardags og lýkur 19. júlí.
Eins og undanfarin ár verður heilmargt um að vera
þar sem Sumarlestin kemur við hverju sinni.
lok sumars, þar sem meðal annars verður dregið um VW Polo frá Heklu
og Easy-Camp Petit tjaldvagn frá EVRÓ. í Vegabréfinu má einnig finna
ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og miða í Vegabréfspottinn,
en úr honum verður dregið á hverjum föstudegi í tíu vikur í sumar,
í beinni útsendingu á Rás 2.
Ferðamálaráð Islands
Næstu viðkomustaðir eru:
Bensfnstöð ESS0 við Naustagil Húsavík, í dag föstudaginn 4. júlí, kl. 16-18
Bensínstöð ESS0 við Veganesti, Akureyri, laugardaginn 5. júlí, kl. 14-16
Á Akureyri hefst ratleikur kl. 13.30. Gasgrill í vinning. Vertu með!
- Walvinningarni, í St,mpi)leiknuin yerSa sí„is
r *- ^**'4 Emmess,'s
^§0\$mtí frá Mónu - G®s ®» frð Ölgordln^
^ioftkasta/i 0g fieiri leiktæKV posaleikur
Vegabréfið er hœgt aðfá á bensínstöðvum ESSO um allt land
og á upplýsingamiðstöðvum ferðamála.
Aðalvinningur í Stimpilleiknum: VW Polo frá Heklu
2. vinningur: Easy-Camp Petit tjaldvagn frá EVRÓ