Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 33

Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 33
f MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 33 ^amála á árinu á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni - Morgunblaðið/Amaldur i ásamt görðum kostar 50-60 milljónir króna og verður mannvirkið tilbúið til notkunar síðar í sumar. síðan 1995. Tilboð verktaka í þetta verk nam- 239 milljónum króna. Smíði göngubrúar yfir Miklubraut á einnig að ljúka á þessu ári. Stöpl- arnir voru að mestu leyti byggðir í fyrra og stígakerfið frá brúnni undirbúið. Brúin er 72 metra löng. í Mosfellsbæ verður farið í undir- búning viðamikillar framkvæmdar þar sem áformað er að leggja nýjan veg til hliðar við núverandi veg í gegnum miðbæjarkjarnann. Helgi segir að umferðin sé orðin mjög mikil þarna og Jjröngar innkeyrslur inn á veginn. Aformað er að setja þar þriðja hringtorgið en ein akrein verður í hvora átt. Verkið verður boðið út á þessu ári og verklok eru áætluð á næsta ári. Kostnaðaráætl- un hljóðar upp á um 240 milljónir króna. Helgi bendir á að mun hærri kostnaður fylgi vegagerð innan þétt- býlis en í dreifbýlinu. Ýmsar hindranir eru í grennd við þéttbýlið, eins og t.d. lagnir. Yfirleitt þarf að flytja efni, t.d. til jarðvegsskipta, um langan veg. Einnig eru kröfur um meiri framkvæmdahraða vegna hinnar miklu umferðar. Oft þarf einnig að grípa til dýrra ráðstafana til að greiða fyrir umferðinni meðan á framkvæmdum stendur, t.d. lagn- ing nýrra bráðabirgðavega. „Allt gerir þetta að verkum að slíkar framkvæmdir mælast á allt annan mælikvarða en almenn vega- gerð úti á landi gerir. Hver kíló- metri úti á landi kostar á bilinu 15-30 milljónir króna eftir aðstæð- um en í þéttbýlinu getur þessi kostn- aður orðið hátt í 100 milljónir króna,“ segir Helgi. Vesturland Vegagerðin er ekki aðili að gerð Hvalfjarðarganga en á vegaáætlun ngvegarins á malarvegi SiglufjörðurI 9 km_____|N. Húsafell \^5km . ■ ■' sgum Í997 Kelduhverfi undirbygging 5 km j Mývatn 7 km Hringvegur malbikaður 13 km Hringvegur undirbygging 9 km Fljótsheiði undirbygging 10 km Seyðisfjörður 5 km Skipting fjártil þjóðvega Mim.kr. íýrra 1997 1998 Suðurland 242 201 Reykjanes 106 119 Revkianes og Vesturi. 400 Vesturland 174 240 Vesturl. oq Vestfirðlr 181 356 Vestfirðir 433 211 Norðurl. vestra 159 104 Norðurl. evstra 196 288 Norðurl. e. oq Austurl. 128 194 Austurland 527 395 Höfuðborqarsv. 855 837 Stórverkefni 40 Samtals 3.001 3.385 Reyðarfjörður 10 km Bundið slitlag í árslok 1996 Helstu vegaframkvsemdir árið 1997 Heimild: Vegagerðin færð um ágæti þessarar fram- kvæmdar því stóran hluta þeirra slysa sem verða á Reykjanesbraut- inni má rekja til útafaksturs, eða milli 40-50% af öllum skráðum slys- um. Vegagerðin treysti sér ekki til þess að vernda ljósastaurana með vegriðum vegna mikils kostnaðar og voru þess vegna settir upp staur- ar sem eru sérstaklega hannaðir fyrir árekstur. Staurarnir klippast í sundur niðri við jörðu við árekstur. Höfuðborgarsvæðið Stærstu framkvæmdirnar í Reykjavík eru bygging nýrrar brúar yfir Sæbraut norðan við gömlu brúna. Einnig er verið að fullgera þar gatnamótin í norðvestur- og suðaustui'fjórðungum. Lagðar verða þar slaufur og verða þetta fullþrosk- uð gatnamót og þau stærstu á land- inu. Framkvæmdum lýkur á þessu ári en framkvæmdir hafa staðið yfir Framlög til vegamála árin 1987 til 1997 8 Milljaraar króna —-— á verðlagi ársins 1996 7 • f'S 7,7 7,1 7,2 6 5 5,0 5,5 5,7 5,7 5,9 6,2 - 4 3 2 - ''//V/M - 1 VEGAGERÐIN 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Fækkun einbreiðra brúa HELGI Hallgrímsson vegamála- stjóri segir að undanfarín ár hafi verið lögð sérstök áhersla á það að fækka einbreiðum brúm á land- inu sem eru nokkur hundruð tals- ins. Hann segir að einbreiðar brýr hafi verið talsverðar slysagildrur. Á þessu ári hverfa um tuttugu ein- breiðar brýr, eða heldur fleiri en í fyrra. Alls renna 132 mílljónir á þessu ári til brúargerðar og 145 milljónir kr. á því næsta. Helgi segir að hætt sé að byggja einbreiðar brýr nema á allra fáf- örnustu stöðum. Annað vandamál sem fylgi gömlu einbreiðu brúnum sé að þær skorti það burðarþol sem Evrópusambandið gerir kröfur um vegna þungaflutninga. „Við höfum leyft þungaflutninga á sein allra mestum hluta vegakerf- isins, ekki síst í ljósi þess að íslensk- ur fiskiðnaður, svo dæmi sé tekið, er í beinni samkeppni við fiskiðnað í Evrópusambandinu. Þetta gerum við jafnvel þótt vegirnir séu lélegir en við takmörkum þá þungann á vorin. Það eru hins vegar lélegar brýr sem loka löngum leiðum og eru þær allar einbreiðar. Áætlanir okkar beinast þess vegna að því að útrýma einbreiðum brúm á umferðarmeiri vegum sem hafa fengið bundið slitlag og hins vegar að útrýma burðarlitlum brúm sem standa í vegi fyrir að þungaumferð komist um stóran hluta vegakerfis- ins,“ segir Helgi. Einbreið brú yfir Húsaeyjakvísl við Varmahlíð er ein þeirra brúa sem hverfur í sumar. Onnur ein- breið brú sem hverfur í sumar er yfir Víðidalsá í Steingrímsfirði. Hún liggur í slakka og sést ekki fyrr en komið er að henni. Helsti ókostur hennar er þó sá að hún er burðarlítil og lokar fyrir þungaum- ferð til ísafjarðarsvæðisins. Einnig verður byrjað á brúarsmíði og veg- lagningu á þessu ári um Fossá í Berufirði en verklok eru á næsta ári. er bygging vegtenginga við göngin að sunnan- og norðanverðu sem verða hluti af hringveginum. Þetta er eitt af stóru verkefnum ársins. Vegurinn að norðanverðu var boð- »■ inn út í fyrra og á að vera tilbúinn á næsta ári um leið og göngin verða opnuð. Á þessu ári verður 22 km vegur lagður að norðanverðu en bundið slitlag verður lagt á hann á þessu og næsta ári. Að sunnan- verðu er vegurinn um 2 km og verð- ur honum einnig lokið á næsta ári. Samtals er þetta framkvæmd upp á um 800 milljónir króna, þar af eru 400 milljónir króna fjármagn- aðar með láni sem verður endur- greitt með veggjaldi. í botni Hvalfjarðar er verið að byggja brú yfir fjörðinn sem kemur mörgum eflaust spánskt fyrir sjón- ir. Helgi segir að áður en ákveðið var að gera jarðgöng undir Hval- fjörð hafi verið til skoðunar að smíða brú yfir fjörðinn við Þyriisey og stytta þannig leiðina um Hval- ijörð verulega. Síðan komust Hval- ijarðargöng á dagskrá og í upphaf- legum samningum um þau var kveðið á um að ekki mætti ráðast í meiriháttar styttingar á leiðinni um Hvalfjörð þar sem þær gætu dregið úr samkeppnisstöðu jarð- ganganna. Vegagerðin ákvað því að bíða og sjá hvað sæti með áform um jarðgöng undir Hvalfjörð en , full þörf var talin á því að gera nýja brú um Hvalfjörð. Gamla brú- in í Botnsdal var orðin léleg og mörg slys orðið við hana. Um leið og ákvörðun lá fyrir um að göngin yrðu gerð var ákveðið að ráðast í smíði nýrrar brúar. „Við trúum því að töluverð um- ferð verði um Hvalfjörðinn þrátt fyrir jarðgöngin. í fyrsta lagi vilja ekki allir aka göngin og getur það tengst sálfræðilegum orsökum. Tal- að er um að það séu 7-10% vegfar- * enda sem svo er ástátt um. í öðru lagi ná íbúar í uppsveitum Borgar- fjarðar ekki þeirri hagkvæmni af styttingu leiðarinnar sem gjaldið tekur mið af. í þriðja lagi opnast þarna mjög áhugaverður hringur, að fara göngin í annarri leiðinni og Hvalfjörðinn í hinni,“ sagði Helgi. Til stóð að hefja framkvæmdir við brúna í fyrra og var hún á fjár- veitingum síðasta árs. Brúin og veg- urinn ásamt görðum kostar á milli 50 og 60 milljónir króna og verður mannvirkið tilbúið til notkunar síðar í sumar. Á Hálsasveitavegi, sem liggur austur í Húsafell, verða 8 km lagð- ir bundnu slitlagi sem eykur þæg- T indi þeirra sem fara akandi í sumar- húsabyggðina í Húsafelli. Sömu- leiðis bætist við 6 km kafli af bundnu slitlagi í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi í vesturátt að Fróðárheiði. Norðanmegin á Snæfellsnesi bæt- ast einnig við 6 km í áttina að Búlandshöfða. Vestfirðir, Norðurland V og E og Austurland Á Barðastrandarvegi verða lagðir 3 km af bundnu slitlagi í sumar og aðrir þrír í innanverðum Patreksfirði á Örlygshafnarvegi í áttina að flug- vellinum. 9 km gati sunnan Sauðanesvita << á Siglufjarðarvegi verður lokað með bundnu slitlagi í sumar. 5 km vegarkafli i Kelduhverfi verður boðinn út á þessu ári og undirbyggður en framkvæmdalok, þ.e. bundið slitlag, eru áætluð á næsta ári. Einnig verður síðasti kafli vegarins norðan Mývatns, 7 km, boðinn út í sumar og hann und- irbyggður. Hann verður lagður bundnu slitlagi á næsta ári. Talsverðar framkvæmdir verða á fjarðaleiðinni á Austurlandi. Lagðir verða 10 km af bundnu slitlagi á suðurströnd Reyðarfjarðar í sumar. í raun mætti því segja að hringurinn fengi 10 km til viðbótar af bundnu slitlagi því mun meiri umferð er um firðina en um Breiðadalsheiði, t.d. • öll vetrarumferð að heita má. Þá verður 5 km gati á Seyðisfjarðar- j vegi lokað með bundnu slitlagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.