Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 31
Vinnuskólí
gegn vímu
NÚ 1 sumar starfar
Vinnuskóli Reykjavík-
ur í þriðja sinn eftir
nýjum starfsreglum. í
þeim er m.a. kveðið á
um aukinn þátt
fræðslu í starfi skól-
ans og á það bæði við
um fræðslu til ungl-
inganna sem og leið-
beinenda þeirra. Með-
al nýmælanna í starfi
skólans er að á starfs-
tíma hvers 14 og 15
ára unglings skuli ein-
um degi varið til
fræðslu um áfengis-
og vímuefnavandann.
Fræðslan fer fram á
vegum Jafningjafræðslunnar, en
Jafningjafræðslan er að flestra
dómi sá áróðursaðili sem hefur
skilað hvað bestum árangri hjá
þessum aldurshópi. Með hliðsjón
af því samþykkti borgarstjórn í
apríl sl. 4ra milljón króna aukaíjár-
veitingu til starfs Jafningjafræðsl-
unnar innan vébanda Vinnuskól-
ans nú í sumar. Við það bætist 1
milljón króna af rekstrarfé skólans.
Þannig hefur verið tryggt að
allir unglingar sem starfa hjá
Vinnuskóla Reykjavíkur munu fá
eins dags vímuefnafræðslu í sumar
á vegum Jafningjafræðslunnar.
Ýmislegt er gert til að gera hana
spennandi og skemmtilega og fara
t.d. 16 ára unglingamir í Sel
Menntaskólans í Reykjavík við
Hveragerði þar sem Jafningja-
fræðslan tekur á móti þeim. Jafn-
framt hefur verið komið á sam-
starfi milli Vinnuskólans og SÁÁ
og fá leiðbeinendur í skólanum
fræðslu á þeirra vegum og eru því
betur undir það búnir að ræða við
unglingana um þessi mál og taka
á þeim vandamálum sem upp
kunna að koma. Þetta er meðal
þess sem borgaryfirvöld eru að
gera til að vinna að
því markmiði að
Reykjavík verði án eit-
urlyfja árið 2002. En
til að ná því takmarki
þarf fleira að koma til
og þá fyrst og fremst
samvinna við foreldra
og forráðamenn ungl-
inganna.
I hvað fer
fyrsta kaupið?
Rannsóknir hafa
leitt í ljós að áfengis-
og vímuefnaneysla
hefur færst í neðri ald-
urshópa á undanförn-
um áratugum. í nýjum
könnunum kemur fram að upphaf
áfengisneyslu hjá íslenskum ungl-
ingum er við 14 ára aldur og líkur
eru taldar á að hassneysla og jafn-
vel neysla amfetamíns og E-töfl-
í dag, 4. júlí, fá 15 og
16 ára unglingar 1
Vinnuskólanum útborg-
að. Guðrún Erla Geirs-
dóttir spyr hvort for-
eldrar viti hvernig þeim
peningum sé varið.
unnar sé að breiðast út meðal
grunnskólanema í borginni.
Öll vitum við að skaðlegar af-
leiðingar áfengis og annarra vímu-
efna; aukin hætta á slysum, of-
beldi, félagsleg vandamál, og geð-
rænar truflanir sem jafnvel leiða
til sjálfsvíga. Á síðasta ári komu
t.a.m. 34 einstaklingar 16 ára og
yngri í meðferð á Vogi. Ef erlend-
ar tölur um dauðsföll af völdum
Guðrún Erla
Geirsdóttir
vímuefna eru yfirfærðar má ætla
að um eitthundrað manns látist
árlega hér á landi vegna beinnar
eða óbeinnar vímuefnaneyslu.
En neyslan kostar peninga og
því miður má telja víst að hluti af
launum unglinganna í Vinnuskó-
lanum muni fara til kaupa á áfengi
og jafnvel öðrum vímuefnum.
Unglingar hafa ýmsar leiðir til að
útvega sér áfengi, jafnvel þá að
láta foreldrana kaupa það fyrir
sig. Sumir foreldrar halda því fram
að með því að kaupa bjór eða létt-
vín fyrir börn sín, séu þeir að koma
í veg fyrir drykkju sterkara áfeng-
is. Þetta er rangt. í flestum tilfell-
um er þetta viðbót auk þess sem
hætta er á því að unglingurinn
gangi á lagið og krefjist þess að
meira magn sé keypt og oftar. Að
ekki sé talað um fordæmið sem
slíkir foreldrar gefa börnum sínum
með því að bijóta þannig lög. Eru
foreldrar sem kaupa vín fyrir börn-
in sín tilbúnir til að glíma við þær
afleiðingar sem áfengisneysla get-
ur haft á líf unglingsins? Höfum
það í huga að það munar um hvert
ár sem hægt er að seinka því að
unglingurinn hefji neyslu.
Ef við lítum til þess að áfengis-
neysla hefst hjá mörgum á fimmt-
ánda ári og að einmitt þá vinna
margir þeirra sér inn sín fyrstu
laun, er fuil ástæða til að hafa
varann á. í dag, 4. júlí, er fyrri
útborgunardagur 15 og 16 ára
unglinga hjá Vinnuskólanum og
11. júlí hjá þeim sem eru 14 ára.
Laun þeirra eru lögð inn á banka-
reikning þeirra. Laun unglinga
fyrir sumarvinnu í Vinnuskóla
Reykjavíkur geta orðið um 75 þús-
und krónur hjá þeim sem eru að
ljúka 10. bekk, 47 þúsund hjá 9.
bekkingum og rúm 20 þúsund hjá
yngsta hópnum. í ár eru um 80%
þeirra sem voru að ljúka 8. og 9.
bekk í Reykjavík í vinnu hjá Vinnu-
skólanum og um 60% 10. bekk-
inga. Þetta eru rúmlega 3.000
unglingar.
Vita allir foreldrar hvernig þess-
um launum verður varið?
Höfundur er myndlistarmaður og
formaður sijórnar Vinnuskóla
Reykjavíkur.
Onauðsynlegnr ofur-
kvíði Árna Ragnars
ÁSTÆÐA er til
þess að þakka Árna
Ragnari Árnasyni al-
þingismanni fyrir
grein í Morgunblaðinu
á þriðjudaginn var er
hann gerir að umtals-
efni hina nýju kirkju-
löggjöf er vonandi
leiðir til öflugri þjóð-
kirkju. Hins vegar
gerir Árni ekki grein-
armun á annarsvegar
aðalfundi Prestafélags
íslands þar sem
ákveðin gagnrýni kom
fram á hina nýju lög-
gjöf og þar sem for-
maður Prestafélagsins
geisaði í garð tiltekinna leikmanna
fyrir afstöðu þeirra m.a. til ævi-
ráðningar presta og hins vegar
sjálfri Prestastefnu sem fjallaði um
réttlæti og náungakærleik auk
mála er snerta hagsmuni stétt-
arinnar. Eg ætla ekki að svara
fyrir orð sem féllu á aðalfundi
presta en ég get trúað Árna Ragn-
ari fyrir því að á Prestastefnu var
einkum fjallað um hina nýju kirkju-
löggjöf í yfirlitsræðu biskups og
sé hægt að tala um rödd kirkjunn-
ar á þessum tímamótum í starfi
hennar er hana að finna í þessari
yfirlitsræðu biskups. Biskup fjall-
aði um hina nýju löggjöf og af-
greiðslu Alþingis á henni á mjög
jákvæðan hátt og
sagði síðan: „Nú dugar
lítt að skýla sér bak
kvartana um það, að
Alþingi hafi ekki af-
greitt mál eða ráð-
herra ekki komið þeim
fram.“ Síðan fjallar
biskup um hið mikla
starf sem væri fram-
undan innan kirkjunn-
ar í þá veru að móta
starfsemi hennar á
grundvelli hinnar nýju
kirkjulöggjafar.
Prestastefna er lýð-
ræðisleg samkoma.
Séra Pétur Þorsteins-
son lagði fram tillögu
um það að hvalveiðar yrðu hafnar
hið allra fyrsta. Framsagan með
þeirri tillögu var mjög skondin og
skemmtileg. Prestastefna fer hins
vegar tæpast að samþykkja eða
fella slíkar tillögur en vísaði málinu
til þjóðmálanefndar kirkjunnar. I
því fellst engin afstaða og satt að
segja ofurkvíði í gangi hjá Árna
að hafa áhyggjur af þjóðkirkjunni
vegna þessa máls sem tók sex til
átta mínútur af tíma Prestastefnu.
Meira virði væri að fá álit Árna á
þeirri ályktun sem samþykkt var
samhljóða og snertir sambúð sam-
kynhneigðra. Það mál tók miklu
lengri tíma og gaman væri að fá
smá messu frá Árna um ályktun
Auðvitað ríkir fjöl-
breytni í skoðunum
innan prestastéttarinn-
ar, segir Baldur
Kristjánsson, en
árekstrar urðu engir á
Prestastefnu og engu
slett á aðra eins og
Árni fullyrðir.
sem fjallar um það óréttlæti sem
viðgengst gagnvart öryrkjum í
hjónabandi að þeir eru dæmdir til
fátæktar. Finnst honum ástæða til
að hafa áhyggjur út af slíkum
ályktunum og þannig mætti áfram
upp telja.
Auðvitað ríkir fjölbreytni í skoð-
unum innan prestastéttarinnar en
árekstrar urðu engir á Presta-
stefnu og engu slett á aðra eins
og Árni fullyrðir. Á daginn kom
að prestar gátu náð samkomulagi
um viðkvæm guðfræðileg álitaefni.
Óhætt er að segja að þjóðkirkjan
hafi komið sterk út úr þessari
Prestastefnu.
Höfundur er biskupsritari.
Baldur
Kristjánsson
Hákon konungnr
Hákonarson
afturgenginn?
„Vögum vér og
vögum vér
með vora byrði
þunga
upp er komið það
áður var
í öld Sturlunga
í öld Sturlunga"
Á 19. öld var mjög
vitnað til atburðarásar
Sturlungaaldar í sjálf-
stæðisbaráttunni.
Samkvæmt skoðun
þeirra sem skeleggast-
ir voru í þeim efnum
báru hirðmenn Hákon-
ar konungs Hákonar-
sonar flekkaðan
skjöld. En Hákon konungur átti
mikinn þátt í að magna ófrið hér
á landi sem laukst með Gamla
sáttmála 1262. Konungi var svarið
land og þegnar, en með ákveðnum
skilyrðum.
Nú, árið 1997, glittir í vísi að
endurtekningu starfshátta Hákon-
ar konungs. Reyndar eru spor-
göngumenn hans, forstjórar
Hydro-Elken, lítt konungiegir að
allri gerð, venjulegir hagsmunap-
otarar, tæknikratar að nútíma
gerð. Og sporgöngumenn „hirð-
manna“ konungsins eru að gerð í
þúsund ljósára fjarlægð frá forver-
um sínum hvað snertir heilindi og
skýrleika, minna helst á Bakka-
bræður. En þetta lið virðist nú
impra á því að afhenda íslenskar
orkulindir Hydro-Elken til eignar.
Augljóst er hvað Landsvirkj-
unarmönnum gengur til, þ.e. að
halda einokunaraðstöðu sir.ni til
virkjanaframkvæmda og um leið
að draga úr skuldaaukningu ríkis-
ins vegna sömu framkvæmda, með
því snilldarbragði að „selja, af-
henda eða komast að samkomulagi
um“ að norskt fyrirtæki, sem er
að hálfu í eigu norska ríkisins eign-
ist íslenskar orkulindir.
Þessar „samningaviðræður" eru
mjög svo sérstæðar og lýsa vel
þeim hugarheimi sem íslenskir
samningsaðilar byggja, hugar-
heimur norskra samningamanna
er skiljanlegri frá
þeirra sjónarmiði. Hér
virðist þeim bjóðast
ódýrt rafmagn, hag-
kvæm vinnuafiskaup
og jafnvel enn hag-
kvæmari aðferð til
orkuöflunar, með því
að fá með þægilegum
samningum þ.e. af-
hendingu sjálfra orku-
lindanna til reksturs
stóriðju hér á landi,
jafnvel í formi vinar-
gjafar Landsvirkjunar
á gjöfulustu orkulind-
um þessa lands.
Þetta er freistandi
tilboð til fyrirtækis
sem á nú enga úrkosti um stað-
setningu í Noregi eða í Evrópu og
þeim ríkjum sem krefjast „sið-
menntaðs verksmiðjureksturs" og
þar sem verkalýð finnst það ekki
Sjálfstæðar þjóðir,
segir Siglaugur
Brynleifsson,
standa vörð um
eigin orkulindir.
vera fýsilegur kostur að eyða ævi
sinni í efnaverksmiðjuverum. Auk
þess sjá þeir fram á að óvíða
myndu þeim bjóðast orkulindir
sjálfstæða ríkja gefins.
Óhugnaðurinn eftir hrylling
Sturlungaaldar lifði lengi í meðvit-
und þjóðarinnar eins og hin forna
draumvísa frá því um 1400, í upp-
hafi greinarinnar sýnir. Það sem
fylgdi á eftir þeirri öld var meðal
annars afsal sjálfstæðis þegar
lengra leið. Minningin um þær ald-
ir hefur lifað fram undir þetta í
þjóðarvitundinni, en með einhveij-
um undantekningum eins og
„samningaviðræður og könnunar-
viðræður" við Norðmenn sýna
þessa dagana.
Höfundur er rithöfundur.
Siglaugur
Brynleifsson
VEIGAR Margeirsson, Guðbjörg Glóð Logadóttir, Tinna Ösp
Skúladóttir, sem tók við styrknum fyrir hönd Gylfa Jóns Gylfa-
sonar, Eydis Konráðsdóttir, Jóna Birna Ragnarsdóttir, hún
heldur á syni sínum, Eiði Snæ Unnarssyni, (tók við styrknum
fyrir hönd Önnu Ragnarsdóttur) og Geirmundur Kristinsson
sparisjóðsstjóri.
Námsstyrkir náms-
mannaþjónustu Spari-
sjóðsins í
ÁRLEGUM námsstyrkjum í náms-
mannaþjónustu Sparisjóðsins í
Keflavík hefur verið úthlutað. Eft-
irtaldir námsmenn fengu styrk í ár:
100.000 kr. styrk fengu Anna
Ragnarsdóttir, en hún er að ljúka
BS-námi í næringarfræði í Banda-
ríkjunum, Guðbjörg Glóð Logadótt-
ir, sem er að ljúka BS-námi í sjávar-
útvegsfræðum frá Háskólanum á
Akureyri, Gylfi Jón Gylfason, sem
lýkur prófi í Cand. Psych.-sálar-
Keflavik
fræði við Háskólann í Árósum og
Veigar Margeirsson sem lýkur
BM-gráðu í Bandaríkjunum.
50.000 styrk fékk Eydís Kon-
ráðsdóttir fyrir góðan árangur á
stúdentsprófi frá Pjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Dómnefndina, sem sá um valið
á styrkþegum, skipa eftirtaldir aðil-
ar: Ólafur Ambjörnsson, Guðjón
Guðmundsosn og Friðjón Einars-
son.