Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 25

Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 25 i L \ > ! L Reuter Atta látnir af völdum óveðurs Detroit. Reuter AÐ minnsta kosti átta manns hafa látist af völdum óveðurs í suðaust- urhluta Michiganfylkis í Banda- ríkjunum. Skýstrókar og þrumu- veður hafa gengið yfir fylkið und- anfarna daga og ríkisstjórinn, John Engler, lýsti í gær yfir neyðar- ástandi í Detroit og nágrenni. Tveir fullorðnir og þijú börn, sem voru í skógarferð við St. Clair- vatn, létust þegar skýli sem þau höfðu leitað skjóls undir losnaði og fauk í vatnið. Tveir létust þegar skýstrókur fór um hjólhýsahverfi norðaustan við Detroit og maður í bænum Flint dó þegar hann varð undir tré. Flóð trufiuðu umferð, rafmagn fór víða af og heilu húsin losnuðu frá grunni. Bærinn Hamtramck við Detroit varð einna verst úti í óveðr- inu. Á myndinni sést Robin Champieux halla sér upp að heimil- isbílnum, sem fékk að kenna á þrumuveðrinu sem gekk yfir bæinn á miðvikudag. Rannsókn á Kúbustefnu Kennedys Mafían bauðst til að myrða Castro ókeypis BANDARÍSKA maf- ían taidi sig eiga svo mikilla harma að hefna á Kúbu á sjö- unda áratugnum að hún bauðst til að myrða Fidel Castro, ieiðtoga landsins, og það án þess að fá greitt fyrir. Þetta kemur fram í skjali sem leynd var nýlega aflétt af en það er hluti umfangsmikillar skýrslu sem verið er að vinna um John F. Kennedy forseta og afstöðu hans og stjórnar hans til Kúbu. Einn aðalheimildar- maðurinn er Robert Maheu, sem var einka- spæjari á launalista bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, en hann réð glæpamann frá Chicago, Sam Giancana, til að vinna verkið. Maheu er einna þekktastur fyrir að hafa stjórnað spilavít- um auðkýfingsins Howard Hughes síð- ustu árin sem hann Kennedy herra. Þá höfðu banda- rísk stjórnvöld gert misheppnaða innrás- artilraun á Svínaflóa, auk þess sem fjöldi til- rauna til að myrða Castro höfðu runnið út í sandinn. Fram kemur í skýrslunni að yfirmenn CIA samþykktu áætl- un um að láta myrða Castro á tímabilinu ágúst 1960 til maí 1961. Hvíta húsið er ekki nefnt. Að minnsta kosti tvær mislukkaðar morðtilraunir voru gerðar með aðstoð mafíunnar, m.a. út- vegaði CIA eitraðar gillur en ekkert dugði. Áður hefur komið fram við yfirheyrslur bandarískrar þing- nefndar að morðtil- raunirnar voru átta en hann stærir sig af því að þær hafi verið enn- þá fieiri. í áðurnefndu skjali kemur fram að Maheu hafði samband við Giancana og bauð 150.000 dali, um 10 lifði. Segir Maheu að hugmynda- fræðilegt stríð hafi geisað og maf- ían hafi frá upphafi verið reiðubú- in að lífláta Castro. Fjallað er um beiðni CIA til mafíunnar í skýrslu frá árinu 1962 sem gerð var fyrir Robert Kennedy, þáverandi dómsmálaráð- milljónir ísl. kr., fyrir að vinna verkið. Giancana aftók það með öllu en þáði að endingu 11.000 dali til að standa straum af kostn- aði við verkið. Giancana vissi ekki að bandaríska stjórnin vissi af, og samþykkti morðtilraunirnar, en taldi að CIA stæði á bakvið þær. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins Stefnir í hörð átök í Madríd London, Brussel, Bonn, Madríd, Vín. Reuter. ÞAÐ stefnir í hörð átök á milli Bandaríkjanna og stærstu Evrópu- þjóðanna á leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins (NATO) sem haldinn verður í Madríd, 8.-9. júlí um stækkun bandalagsins. Svo virtist sem Þjóðverjar hefðu snúist á sveif með Frökkum, sem krefjast þess að fimm en ekki þremur þjóð- um verði boðin aðild að NATO á fundinum, en Þjóðveijar hafa hins vegar ekki viljað taka skýra af- stöðu til málsins fyrr en í Madríd. Þetta kom fram eftir fund Helm- uts Kohls Þýskalandskanslara og Emils Constantinescus, forseta Rúmeníu, í Bonn í gær. Rúmenar þrýsta mjög á um aðild og njóta m.a. stuðnings Frakka og Itala. Þjóðverjar segjast fylgjandi því að Rúmenar fái aðild „bráðlega" en vilja ekki skilgreina nánar hvað í því felst. Gengið er út frá því sem vísu að Pólveijum, Ungveijum og Tékk- um verði boðin aðild á Madrídar- fundinum en æ fleiri aðildarríki NATO hafa krafist þess að Rúmen- um og Slóvenum verði bætt í hóp- inn. Ríki í Suður-Evrópu sjá mest- an hag í aðild þeirra þar sem slíkt myndi tryggja öryggi í næsta ná- grenni þeirra og auka vægi suður- evrópskra ríkja í NATO. Gruna Bandaríkjamenn um að hætta við frekari stækkun Bandaríkjamepn eru þessu and- vígir, og raunar íslendingar einnig, að því er fram kom í viðtali við Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hér í blaðinu fyrir skemmstu. Sandy Berger, ráðgjafi Banda- ríkjaforseta í öryggismálum, orð- aði afstöðu Bandaríkjamanna svo að svarið væri „ekki nei, heldur nei enn um sinn“. Vilja Bandaríkja- menn að Rúmenar og Slóvenar bíði annarrar umferðar stækkunar NATO. Kvaðst Berger búast við „líflegum umræðum" á Madrídar- fundinum en að nást myndi sam- staða um málið. Komið hafa fram kröfur um að verði aðeins þremur ríkjum boðin aðild í Madríd, eigi bandalagið að skuldbinda sig til að bjóða fleiri ríkjum aðild eftir tvö ár þegar það heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Hafa mörg Evrópuríki Banda- ríkjamenn grunaða um að ætla að taka fyrir frekari stækkun eftir Þi'óðverjar hafa kveðið upp úr með það að þeir muni ekki taka ákvörð- un um hvort þremur eða fimm ríkjum verði boðin aðild að NATO fyrr en á sjálfum fundinum að Tékkar, Pólveijar og Ungveijar hafi fengið aðild, þar sem þeim finnist þeir þar með hafa greitt fyrrnefndu ríkjunum tveimur þá sögulegu skuld að hafa skilið þau eftir í klóm nasista í heimsstyijöld- inni síðari og svo Sovétríkjanna. Enn efasemdir um stækkun Skoðanir eru ekki aðeins skipt- ar um hversu mörgum ríkjum eigi að bjóða aðild að NATO, því enn eru margir mjög efins um hvort stækkun bandalagsins sé af hinu góða. Þeir sem eru fylgjandi henni segja að jafnvel það að bjóða að- eins þremur ríkjum muni gera að engu þau skil sem mynduðust í kalda stríðinu og að stöðugleiki og öryggi Vestur-Evrópu muni færast austar í samræmi við það. Verði ríkjum í Mið- og Austur- Evrópu ekki boðin aðild, séu þau skilin eftir í nokkurs konar dauðadái. Þeir sem eru ósammála þessu segja hins vegar að þau ríki sem ekki verði boðin aðild, séu þau sem mesta þörf hafi fyrir slíkar örygg- istryggingar; t.d. Rúmenía og Búlgaría, sem liggja að Svarta- hafi, Slóvenía sem sé á Balkan- skaga og Eystrasaltsríkin sem eigi landamæri að Rússlandi. Með því að bjóða þremur ríkjum aðild, fær- ist lína aðskilnaðar aðeins lengra í austur. Ríkin sem lendi austan línunnar verði eftir í tómarúmi sem Vesturlöndin geti ekki fyllt upp í. Frakkar draga lappirnar En stækkun bandalagsins verð- ur ekki eina málið á dagskránni í Madríd og er viðbúið að sú ákvörðun Frakka að gerast ekki fullgildir aðilar að hernaðarsam- starfi NATO að nýju, verði gagn- rýnd. Þeir drógu sig út úr sam- starfinu árið 1966 en síðasta ríkis- stjórn ákvað að taka það upp að nýju. Eftir að sósíalistar tóku við stjórnartaumunum í maí sl. ákváðu þeir hins vegar að ekki væri timabært. að ganga til hern- aðarsamstarfsms. Að sögn talsmanns franska ut- anríkisráðuneytisins vilja Frakkar „halda áfram viðræðum um hvern- ig ná megi betra jafnvægi á milli ábyrgðarinnar sem Bandaríkin og Evrópuríkin bera í NATO.“ Banda- ríkjamenn eru sagðir ósáttir við hversu seint og illa Evrópuríkjum hefur gengið að yfirtaka ábyrgð á vörnum sínum úr höndum Banda- ríkjanna og vilja þvi ekki gefa þeim aukið vald eftir. Frakkar vilja auka völd Evrópu- ríkjanna í bandalaginu og hafa m.a. gert kröfu um að næsti yfir- maður Suðurflota NATO verði franskur en á það geta Bandaríkja- menn ekki fallist. Hins vegar er jafnvel búist við því að Spánveijar, sem gengu í NATO árið 1982, muni gerast formlega aðilar að hernaðarsam- starfi bandalagsins á fundinum en þing landsins samþykkti það í nóv- ember sl. Afvopnunarviðræður í fullum gangi Fundurinn í Madríd hefur orðið til þess að allt er nú gert til að ljúka breytingum á sáttmála um fækkun hefðbundins herafla í Evr- ópu. Samningaviðræður við Rússa standa nú yfir en Bandaríkjamenn og Rússar féllust í desember á að endurnýja sáttmálann, svo að hann endurspeglaði nýja stöðu í öryggis- málum Evrópu eftir upplausn Sov- étríkjanna og endalok Varsjár- bandalagsins. Helsta ágreiningsefnið er að NATO vill að einstökum ríkjum verði sett takmörk hvað varðar vopnaeign og herafla, en ekki svæði eins og nú er. Rússar eru hins vegar lítt hrifnir af þessari hugmynd. Þeir gáfu hins vegar nýlega í skyn að þeir sæu enga þörf á því að hækka markið fyrir einstök ríki ef til þess kæmi og að þeir væru jafnvel til viðræðu um að lækka það. Er búið að reka þig nýlega ? J Mitac 166 Intel 166 mhz örgjörvi 16 mb innra minni 15" stafrænn litaskjár 1700 mb harður diskur 16 hraða geisladrif 16 bita hljóðkort 25w hátalarar Lyklaborð & mús Windows '95 & bók 6 íslenskir nýjir leikir Alfræðiorðabók á CD Corel 4 teikniforrit 116.990 kr Þá ættir þú að hafa nægan tíma til að takast á við þau verkefni sem f v<| bjóðast í Fifa Manager '97. Þessi | 1 1 frábæri fótboltaleikur er nú kominn á PC tölvu og er JHHJHHHL. raunverulegasti framkvæmdastjóraleikur sem ' framleiddur hefur verið. Kepptu í ensku knattspyrnunni og reyndu að ná sem bestum árangri því 'HHHPBHHI^r annars er stjórn knattspyrnu- félagsins að mæta. Enþúgeturjú alltaf endurræst tölvuna. ( BT. Tölvur - Grensásvegi 3 -108 Reykjavík - S:5885900)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.