Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 29 HEILBRIGÐISUM- RÆÐAN á íslandi hef- ur á undanfömum árum og áratugum ein- skorðast við rekstur sjúkrahúsa og upp- byggingu heilsugæsl- unnar. Hún hefur dreg- ið dám af fjárhags- vanda kerfisins og ósk- um og kröfum um bætta og meiri þjón- ustu. Það hefur hins vegar sáralítið verið rætt hvernig unnt er að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjón- ustuna með því að bæta heilsufar þjóðarinnar. Fyrir nokkrum áratugum ritaði þáverandi landlæknir, Vilmundur Jónsson, blaðagrein þar sem hann ávítaði starfsbræður sína fyrir það, að sökkva sér um of í sjúkdómaum- ræðu í stað þess að ræða meira um heilbrigði og að vera fulltrúar heil- brigðinnar. Fyrir þessi skrif hlaut hann litlar þakkir, en orð hans eiga nú meira erindi til allra fagstétta innan heilbrigðiskerfisins en þegar þau voru rituð árið 1933. Á því leikur enginn vafi, að það verður eitt meginhlutverk stjórn- málamanna og starfsmanna heil- brigðiskerfisins á næstu árum að stemma stigu við eða draga úr ár- legri aukningu útgjalda til heiibrigð- ismála. Stórkostlegar tækniframfar- ir nútíma læknisfræði og áhrifarík, ný lyf, munu auðvelda þetta verk. En það sem mest áhrif mun hafa til að draga úr kostnaði verða breyttir lífshættir al- mennings og vaxandi skilningur á þeirri stað- reynd, að hvert og eitt okkar á að bera ábyrgð á eigin heilsu. Sjúkdóm- um og slysum verður ekki útrýmt, en menn skyldu hafa í huga, að meira en helmingur allra sjúkdóma stafar af einhverskonar óheil- brigðu lífemi. Það er með ólíkindum, að neysla sykurs á Islandi skuli nema liðlega 55 kílógrömmum á hvert manns- barn á ári, og að hver íslendingur skuli svelgja í sig rösklega 130 lítra af gosdrykkjum á ári. Drögum frá kornabörn og aðra, sem ekki neyta þessara vörutegunda, og þá verður neyslan mun meiri. Gífurlegum fjár- munum er varið ár hvert til auglýs- inga, sem hvetja börn og unglinga til að borða sykraðar matvörur, sælgæti og til að belgja sig út af gosdrykkjum. Þá verður hverskonar ruslfæði æ stærri þáttur í mataræði þjóðarinnar með afleiðinum, sem blasa við á götum borga og bæja á hveijum degi. Reykingar eru heil- brigðiskerfinu dýrari en önnur óhollusta, sem skaðar heilsu okkar. Nauðsynlegt er að herða mjög sókn- ina gegn þeim, og að skattleggja framleiðendur, seljendur og notend- ur mun meira en gert hefur verið til að afla tekna til að kosta hvers- konar læknisaðgerðir, sem eru bein- línis nauðsynlegar vegna afleiðinga reykinga. Á síðasta ári var haldið fjölmennt spáþing í Washington í Bandaríkj- unum. Þar komu saman spáfræð- Ráðherrann á heiður skilið, segir Árni Gunnarsson, fyrir að beina umræðunni inn á réttar brautir ingar úr hópum vísindamanna og sérfræðinga á ýmsum sviðum þjóð- mála. Þar var m.a. fjallað um heil- brigðismái. Á þeim vettvangi var spáð miklum breytingum á næstu árum og áratugum. Þar vegur þyngst sú framtíðarsýn, að sjúkra- rúmum muni fækka verulega, jafn- vel um helming, á næstu fimmtán árum og að unnt verði að spara um þriðjung þess kostnaðar, sem nú er við rekstur heilbrigðiskerfa Vest- urlanda. Og af hveiju var þessi ályktun dregin? Jú, það er talið, að yfirvöld og almenningur muni á næstu árum snúa sér að aðgerðum til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Talið er, að dregið verði úr dýrum aðgerðum þegar dauðastund nálg- ast, að miklar framfarir verði í hefð- bundnum lækningum og að sættir takist með þeim, sem stunda hefð- bundnar lækningar og óhefðbundn- ar lækningar, sem hafa sannað gildi sitt. Þá muni heilbrigðisstarfsfólk taka mun meiri þátt í að boða breyttan lífsstíl, þ.e. breytt matar- æði, meiri hreyfingu og að þjálfa almenning í slökun. Á spástefnunni kom fram sú skoðun, að einstaklingurinn verði mun meira ráðandi um þær aðgerð- ir, sem snerta hann sjálfan. Læknir- inn verði ráðgjafinn, og kannski fulltrúi þeirrar heilbrigði, sem Vil- mundur Jónsson gerði að umræðu- efni. Einnig var talið, að læknar muni víkka út svið læknisfræðinnar vegna fyrirbyggjandi aðgerða. Þá verði lögð mun meiri áhersla á heildrænar lækningar og að líta á líkama og sál sem eina heild, en ekki tvö aðskilin fyrirbæri. Einnig að komast að rótum sjúkdómanna, en ekki aðeins að reyna að lækna einkennin. Hin hefðbundna skil- greining á heilbrigði=ekki veikur breytist í heilbrigði=lífsfylling. Niðurstaða þessarar spástefnu um þróun heilbrigðismála er mjög merkileg og hefur vakið mikla at- hygli og umræður víðast hvar. Hér á landi hefur hennar lítt verið getið og umræður um breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu hafa verið sára- litlar. Undirritaður hefur stundum sagt, að réttara væri að kalla heil- brigðisráðuneytið sjúkdómaráðu- neyti. Þar hefur lítið verið hægt að fjalla um hina eiginlegu heilbrigðis- stefnu vegna lítils mannaafla, tak- markaðra ijármuna og mikillar vinnu við hverskonar skyndilausnir, þegar vandamálin hafa hrúgast upp. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur ekki farið varhluta af harðri gagnrýni, sem hefur verið hlut- skipti heilbrigðisráðherra á síðustu árum. En ráðherrann á heiður skil- ið fyrir að beina umræðu um heil- brigðismál inn á þær brautir, sem hér hafa verið gerðar að umræðu- efni, og eiga eftir að verða rauði þráðurinn í þessum málaflokki á næstu árum. Liður í þessari umræðu er ráð- stefna, sem haldin verður á Sauðár- króki dagana 12. og 13. júlí næst- komandi. Þar Koma saman margir kunnir vísindamenn og sérfræðing- ur úr heilbrigðisgeiranum til að tala um heilbrigði og aðferðir til að efla og auka heilbrigði. Það er spá mín, að þessi ráðstefna, sem haldin er í tilefni 50 ára afmælis Sauðárkróks- bæjar og 60 ára afmælis Náttúru- lækningafélags íslands, eigi eftir að marka tímamót í umræðu um heilbrigðismál á íslandi og verða upphaf þeirrar þróunar, sem Vil- mundur landlæknir gerði að um- ræðuefni fyrir mörgum áratugum, og Jónas Kristjánsson, stofnandi náttúrulækningahreyfingarinnar á íslandi, barðist fyrir allt sitt líf, þ.e. að heilbrigði verði meira virt og metin en verið hefur hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. ______________AÐSEMPAR GREIIMAR_ Breyttar áherslur í heil- brigðismálum spara peninga Árni Gunnarsson Að draga ályktanir UNDANFARIÐ ár hef ég búið í smábæ í Þrændalögum, ásamt eiginmanni mínum og yngri sonum okkar tveimur. Mogginn kemur með skilum í póstkassann okkar, að- eins tveimur til þremur dögum eftir útgáfu- dag, og veitir okkur kærkomið tækifæri til að fylgjast með frétt- um og þjóðmálaum- ræðu heima. Meðal þess sem ég hef fylgst með af hvað mestum áhuga er sú umræða um skólamál, sem virð- ist fyrst og fremst sprottin af þeirri undrun og reiði sem gi'ípur okkur íslendinga þegar við erum eitthvað aftarlega á merinni í alþjóðlegum samanburði. Mig hefur reyndar oft- ar en einu sinni langað til að leggja þarna orð í belg, en ekki orðið úr fyrr en nú. En eftir lestur Reykja- víkurbréfs merktu laugardeginum 14. júní sl., þar sem m.a. er vitnað til aðstæðna í norsku skólakerfi, get ég ekki lengur orða bundist. „Noregur er í þriðja neðsta sæti um getu þriðju bekkinga í stærð- fræði, næst fyrir ofan Island. Þar í landi hefur miklum ijármunum verið dælt í skólakerfið og norskir kennarar eru miklu hærra launaðir en íslenskir. Þessi útkoma hlýtur því að vera áfall fyrir Norðmenn ekki síður en íslendinga en undir- strikar jafnframt þau orð mennta- málaráðherra, að það eru ekki bara peningar, sem úrslitum ráða um frammistöðu nemenda." (Morgun- blaðið 15. júní 1997). Málsgreinin hér að ofan inniheld- ur í fyrsta lagi staðhæfingu - að Norðmenn hafi dælt peningum í skólakerfið - og í öðru lagi þá nið- urstöðu, byggða á staðhæfingunni, að laun kennara og fjármunir til skólahalds hafi ekki úrslitaþýðingu varðandi árangur nemenda. Lítum nú aðeins á fullyrðing- una um fjárveitingar til norskra skóla. Hér á eftir fer samantekt úr frétt í norska dag- blaðinu, sem ég las í morgun: „VERDAL: Börnin í bamaskólanum í Ver- dalsöra fengu jólagjöf hálfu ári fyrirfram. Krakkarnir þökkuðu fyrir sig með lófataki þegar yfirmaður tölvu- deildar Akers Maritim gaf skólanum 22 not- aðar tölvur til af- nota ... Bömin í Ver- dal voru þau heppnustu í landinu í gær. Nú hafa þau allt í einu aðgang að tölvum sem þau höfðu aðeins getað látið sig dreyma um fram að þessu. Þegar skólinn hafði einungis þijár tölvur til afnota fyrir næstum 400 nemendur, sagði það sig sjálft að tölvukennslan var ekki upp á marga fiska. - Með þá fjárveitingu sem við höfum úr að spila, hefðum við í mesta lagi getað keypt eina tölvu á ári, sagði skóla- stjórinn." (Adresseavisen, 19. júní 1997). Einkafyrirtæki miskunnar sig yfir skólann og gefur honum gömlu tölvurnar sínar! Eitthvað kemur nú þessi frétt illa heim og saman við þá staðhæfingu að fjármunum sé dælt inn í norska skóla. Því miður er það ekki einsdæmi að tölvukost- ur skólanna sé fátæklegur. Ég fór í vetur á foreldrafund í tilefni af því að 13 ára sonur minn á að byija í unglingaskólanum næsta haust. Þar spurði ég í sakleysi mínu hvernig tölvukennslu yrði háttað á unglingastiginu. Skólastjórinn horfði á mig með vorkunnsemi og tjáði mér að skólinn væri að vonast til að fá fyrstu tölvurnar næsta haust - þijár tölvur til afnota fyrir kennarana! En tölvukostur er auðvitað ekki neinn einhlítur mælikvarði á hversu vel er búið að nemendum. Foreldrar og kennarar eru væntanlega sam- mála um að eðlilegt og sjálfsagt sé að nemendur fái í hendur nothæfar kennslubækur. Ég hef unnið við útgáfu kennslubóka um nokkurra ára skeið og var því sérstaklega forvitin að líta á bókakostinn sem sonurinn fékk í skólatöskuna í haust. Bækurnar voru allt að þijá- tíu ára gamlar! Þá á ég ekki við að bókin hafí upprunalega verið gefín út fyrir þijátíu árum, en síðar enduútgefín í bættu og breyttu formi. Nei, börnin fá í hendur bæk- ur, sem margar hveijar eru þær sömu og foreldrarnir flettu á sínum tíma. Upplýsingar í landafræðinni varðandi fólksfjölda og atvinnumál í Noregi voru löngu úreltar, Sovét- ríkin voru sprelllifandi og Berlín- armúrinn og kalda stríðið enn við lýði í samfélagsfræðinni! Nú hafa að sjálfsögðu verið gefn- ar út nýjar kennslubækur á undan- förnum árum í Noregi. Risaforlögin sem ráða norska bókamarkaðnum gefa út dýrar og glæsilegar kennslubækur á hvetju ári. En fá- tækari sveitarfélög hafa einfald- lega ekki efni á að kaupa þessar bækur og þurfa því að nota gömlu skræðurnar ár eftir ár - og kennar- arnir hamast við að búa til viðbótar- efni og ljósrita fyrir nemendur sína. Eins og ég hef reynt að sýna hér að framan finna norskir nem- endur varla fyrir olíumilljörðum ríkisins í bókakosti eða tækjakosti skólanna sinna. Það er þó satt og rétt að miklum fjármunum verður veitt frá ríkinu til skólanna á næst- unni. Ástæðan er fyrst og fremst „Reform ’97“, breytingar á skóla- kerfinu, þar sem 10 ára grunn- skóli er lögleiddur. Fram að þessu hafa börn hafið skólagöngu 7 ára gömul, en nú, frá og með hausti komanda, byija 6 ára börnin í skóla. Norðmenn eru ekki á eitt sáttir um þetta atriði og á lesendas- íðum dagblaðanna má finna upp- hrópanir áhyggjufullra foreldra, Ragnheiður Gestsdóttir sem finnst að verið sé að taka bemskuna og frelsið af blessuðum börnunum! Skólarnir verða því að taka við viðbótarárgangi og eru í óða önn að byggja við og breyta vegna þessa. Ný og talsvert breytt námskrá tekur líka gildi frá og með haustinu og því reynist nauð- synlegt fyrir skólana að fá nýjar kennslubækur. Þar verður ríkið að hjálpa til, því sveitarfélögin geta mörg hver ekki staðið undir slíkum kostnaði. Það olli mér nokkrum heilabrot- um þegar fram kom í margum- Miklum gármunum hefur verið veitt til skólanna í Noregi, en Ragnheiður Gests- dóttir telur rangt að draga ályktanir byggð- ar á staðhæfingu sem sett er fram án samhengis. ræddri stærðfræðikönnun að norsk börn hefðu staðið sig heldur betur en þau íslensku. Þegar kennsla hófst sl. haust kvartaði sonur minn yfir því að það væri leiðinlegt í stærðfræðinni, hann væri búinn að læra þetta allt áður. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var rétt, námsefnið í stærðfræði fyrir 12 ára börn hér var léttara sem nam u.þ.b. einu námsári, miðað við eðlilega yfirferð á margskömmuðu íslensku námsefni. Þetta er ekki vegna þess að börnin hér í Þrænda- lögum séu tregari en önnur norsk börn, Norðmenn leggja mikið upp úr „enhetsskolen", þ.e. að öll börn í landinu læri það sama á sama námsári. - Yfirleitt þykir okkur mæðginunum námsefnið hér heldur léttara en við eigum að venjast að heiman og kröfurnar ekki eins miklar, t.d. hvað varðar heimanám. í barnaskólanum eru heldur engin próf af neinu tagi. Sú staðhæfing sem vitnað var í hér í upphafi er ekki röng í sjálfu sér. Miklum fjármunum er veitt til skólanna í Noregi. Það er aftur á móti rangt að leyfa sér að draga ályktanir byggðar á staðhæfíngu sem sett er fram án samhengis. Norskir grunnskólar hafa búið við úrelta löggjöf, margir hveijir hafa notast við gamlar og úr sér gengn- ar kennslubækur og verið illa tækj- um búnir. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að sama eigi að vera hvar fólk búi, skólinn eigi alls staðar að vera sá sami, fer það fyrst og fremst eftir fjárhag sveitarfélaganna hvernig búið er að börnunum. Kennararnir, sem geta sem betur fer lifað af launun- um sínum, gera sitt besta. Vanda- mál íslensks skóla, þar sem kennar- arnir þurfa margir hveijir að vinna tvöfalda vinnu til að framfleyta sér og sínum, eru allt önnur. Hvort við þau bætast fjárhagsvandræði vegna mismunandi stöðu sveitarfé- laga - og jafnvel hækkað náms- bókaverð vegna breytinga á fyrir- komulagi námsbókaútgáfu - á svo eftir að koma í ljós. Höfundur er rithöfundur og myndskreytingamaður og hefur unnið við útgáfu námsbðka. SUMARTILBOÐ Falleg gæðahandklæði 20% afsláttur JtíL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, w FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.