Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 4 JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/SJÓNVARP-ÚTVARP
MYMPBÖIMP
Fín félagamynd
Fagmannleg
og óspennandi
Skrautkarlinn
(The Glimmerman)
Spcnnumynd
★ ★'/2
Framleiðendur: Julius R. Nasso og
Steven Seagal. Leikstjóri: John
Gray. Handritshöfundur: Kevin
Brodbin. Kvikmyndataka: Rick
Bota. Tónlist: Trevor Rabin. Aðal-
hlutverk: Steven Seagal, Keenan
Ivory Wayans, Brian Cox, Michelle
Johnson. 87 mín. Bandaríkin. Warn-
er myndir 1997. Útgáfudagur: 26.
júni. Myndin er bönnuð börnum
innan 16 ára.
ÉG VIL byrja gagnrýni mína á
því að minnast á það að álit mitt á
Steven Seagal er ekki mjög gott.
Mér finnst eigin-
lega hann eiga
heima betur í bak-
aríi að hnoða
brauð, en að vera
stórstjarna í has-
armyndaheim-
inum. Vegna for-
dóma minna á
kappanum bjóst
a miklu af mynd-
carlinn og sérstak-
Brúðkaupsraunir
(Vol au vent)_____________
Ganianmynd
★ ★'/2
Framleiðandi: John McKenzie.
Leikstjóri: John McKenzie. Hand-
ritshöfundur: John McKenzie. Kvik-
myndataka: Chrisopher Connel.
Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Julia
McKenzie, Dennis Waterman, Lisa
Coleman, Joanne Engelsman. 90
mín. England. Bergvík 1997. Út-
gáfudagur: 10. júní. Myndin er
bönnuð börnum innan 12 ára.
BRÚÐKAUPSRAUNIR byijar
eins og lítið ævintýri sem á sér stað
í hversdagsleikanum. Kynntar eru
til sögunar hinar
litríkustu persón-
ur, ráðrík móðir,
undirgefinn faðir,
tilvonandi brúður,
hinn fullkomni
einkabílstjóri og
þrír klaufskir þjóf-
ar. Allar þessar
persónur stefna
lega Seagal kom mér virkilega á
óvart.
Söguþráðurinn er þessi gamli
góði um tvo löggæslumenn sem
virðast vera algerar andstæður fyr-
ir utan þá staðreynd að vera hörku-
góðir á sínu sviði. Þessir tveir ólíku
kumpánar þurfa að hafa sig alla
við að hafa uppi á ósvífnum fjölda-
morðingja og ekki nóg með það
heldur kemur í ljós að það eru
ýmsir valdamiklir menn sem eru
viðriðnir málið. Við vitum hvernig
myndin byijar, við vitum hvernig
framvinda hennar er og við vitum
hvernig hún endar. En úrvinnsla
myndarinnar er bara svo skemmti-
leg, að á endanum skiptir það ekki
máli hversu ófrumleg hún var.
Seagal og Wayans eiga þrusugóðan
samleik. Wayans hefur oft áður
leikið í félagamynd af þessu tagi
og sú besta er án efa „The Last
Boyscout“, en sú mynd gerði
Wayans að'stjörnu. Seagal gerir
mátulega mikið grín að ímynd sinni
og sýnir að einhvers staðar inni í
honum leynist lítill leikari. Ég
mæli eindregið með þessari afskap-
lega skemmtilegu afþreyingu.
hraðbyri á einn ruglaðasta brúð-
kaupsundirbúning sem sést hefur.
Þetta er ósköp viðkunnaleg bresk
gamanmynd sem fer afskaplega lít-
ið fyrir á útlitslega sviðinu en inni-
haldið bjargar henni vel frá því að
falla í meðalmennskuna. Handrit
John McKenzie hefði virkað betur
sem klukkutima löng sjónvarps-
mynd, því oft er myndin að teygja
lopann heldur mikið. Kvikmynda-
takan er það versta við myndina
og er eiginlega skömm á, hversu
illa myndin er tekin. Eins og alltaf
stendur myndin eða fellur með
frammistöðu leikaranna og hér eru
réttir menn í hveiju horni. Julia
McKenzie er yndisleg sem hin snob-
baða breska millistéttarkona, sem
vill öllum vel en gerir ávallt hlutina
verri en þeir eru. Dennis Waterman
sem annar helmingur „Minder“-
þáttanna er einnig afbragðsgóður
í hlutverki þjófs sem kann listina
að strauja skyrtur. Góður húmor
og góður leikur er það sem gerir
Brúðkaupsraunir að fínni skemmt-
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Draugurirm Susie
(Susie Q)'kV2
Jólin koma
(Jingle Ali the WayjA ★
Leyndarmál Roan Inish
(The Secret ofRoan Inish)ir k V2
Eigi skal skaða
(First Do No Harm)-k ★ ★
Ótti
(Fear)~k k V2
Jack
(Jack)'k k
Vondir menn í vígahug
(Marshall Law)-k V2
Helgi í sveitinni
(A Weekend in the Country)
kkk
Köld eru kvennaráð
(The First Wives Ciub)~k ★ ★
Ofbeldishefð
(Violent Tradition)-k ★'/2
Óvæntir fjölskyidumeð-
limir
(An Unexpected FamilyjA ★ ★
Flagð undir fögru skinni
(Pretty Poison)~k Vi
Eiginkona efnamanns
(The Rich Man ’s Wife) k Vi
Djöflaeyjan
(Djöfiaeyjan)'k ★ ★ Vi
Plágan
(The Pest)k ★ ★
Krákan: Borg englanna
(The Crow: City of Angeis)-k
Allt fyrir aurana
(IfLooks CouldKiiiyh
IMornaklíkan
(The Craft)k k
Óskastund
(Biue Rodeo)k
Gillian
(To Gillian on Her 37th
Birthday)k k 'h
Plato á flótta
(Platos Run)k Vi
Óendanleiki
(Infínity)k k k Vi
Gleym mér ei
(Unforgettable)k k Vi
James
Bond ekki
seinn
► SÖGUSAGNIR um að nýjasta
Bond-myndin verði ekki tilbúin
til frumsýningar 12. desember
eru ekki réttar, að sögn Guy Laur-
ence, sem sér um alþjóðadreif-
ingu kvikmynda MGM-kvik-
myndafyrirtækisins. Að undan-
förnu hafa kjaftasögur um seina-
gang á tökustað í Asíu skotið upp
kollinum í fjölmiðlum ásamt get-
gátum um að „Tomorrow NeVer
Dies“ missi af jólamarkaðinum í
ár.
„Myndin verður tilbúin og hver
sá sem segir annað hefur rangt
fyrir sér,“ segir Laurence. Hann
viðurkennir þó að vinnuáætlun
myndarinnar sé mjög stíf en engu
að síður viðráðanleg. Breskir
kvikmyndahúsaeigendur eiga að
fá myndina í hendur fyrir 12.
desember, en „Tomorrow Never
Dies“ verður frumsýnd viku
seinna í Bandaríkjunum og öðrum
löndum Evrópu.
Michael Collins
(Michael Collins)_________
Sannsöguleg mynd
★ ★
Framleiðandi: Geffen Pictures.
Leikstjóri og handritshöfundur:
Neil Jordan. Kvikmyndataka:
Chris Menges. Tónlist: Elliot
Goldenthal. Aðalhlutverk: Liam
Neeson, Aidan Quinn, Julia
Roberts, Stephen Rea og Alan
Rickman. 127 mín. Bretland. Warn-
er Bros./Sam Bíó 1997. Myndin er
bönnuð börnum innan 16 ára.
MICHAEL Collins var írsk lýð-
veldishetja. Hann varð fyrstur íra
til þess að setjast að samningaborði
með Englend-
ingum. Olíkt því
sem hann og
Eamon De Val-
era félagi hans
höfðu óskað sér,
fékk hann í gegn
írskt fríríki undir
bresku krún-
unni. Þetta
skipti þeim félögum í tvær ólíkar
fylkingar. Myndin segir frá baráttu
þeirra félaga saman og hvor gegn
öðrum, kraftmiklum persónuleika
Collins og ástum hans. Mikil og vel
gerð mynd að flestu leyti. Ég er
þó ekki þ_að vel að mér um lýðveldis-
baráttu írlands, að ég átti í fullu
fangi með að skilja hvað er að ger-
ast í upphafi myndarinnar. Eftir
að Michael og félagar hafa skotið
niður nokkra karla, að því er manni
finnst, og þá er breska heimsveldið
(sem þá náði yfir % hiuta heims-
ins) komið á knén fyrir framan þá!
PIERCE Brosnan lætur ekki
kjaftasögur trufla sig, enda er
hann að leika hinn svala Bond.
Einhverra hluta vegna kemst um-
fang gjörða þeirra alls ekki til skila,
og dregur það mjög úr áhrifum
myndarinnar og gerir hana rugl-
ingslega. Þar sem Jordan hefur tek-
ið því sem vissu að allir þekktu
sögu írlands, rýrnar á stundum
skemmtanagildi fyrir alþjóðamark-
að. Það hefði jafnvel þurft að ýta
persónunum skýrar út úr sögunni
upp á samúð og innlifun áhorfend-
anna.
Collins hefði mátt vera áhrifarík-
ari persóna. Leikaravalið þykir mér
frekar undarlegt, þó að allir leikar-
arnir standi sig með miklum ágæt-
um. Irarnir Stephen Rea og Liam
Neeson eru standa sig mjög vel.
Neeson er fullkominn í hlutverk
Collins og skemmtir sér greinilega
konunglega. Deila má hins vegar
um ráðningu bandarísku leikar-
anna, þar sem það er augljóst að
hér eftir mun enginn leika eftir
hreiminn hans Brads Pitts í The
Devils Own, þar sem hann lék íra
með miklum tilþrifum. Ég er ekki
viss um að írarnir, sem eru mjög
stolt þjóð með marga góða leikara
innanborðs, hafi verið hrifnir af því
að sjá Juliu Roberts í hlutverki ást-
konu Collins, og Aidan Quinn sem
náins samstarfsfélaga. Þau virka
alls ekki vel, og missir myndin mik-
ið af sínum írska sjarma við það.
Hef ég leikstjórann grunaðan um
að hafa valið leikara eftir því hvort
þeir líktist sannsögulegum fyrir-
myndum sínum í útliti. Fagmann-
lega unnin kvikmynd, en ekki sér-
lega spennandi eða áhugaverð.
Vonbrigði með tilliti til leikstjóra.
Hildur Loftsdóttir.
írsk kvik-
myndahátíð
NÍUNDA Galway-kvikmynda-
hátíðin verður haldin 8. til 13.
júlí á Irlandi. A hátíðinni í ár
verður nýjasta kvikmynd Neil
Jordan, „The Butcher Boy“,
frumsýnd. Auk þess verða all-
ar myndir Jordan frá „Angel“
(1982) til „Michael Collins"
(1986) sýndar.
Yfirskrift hátíðarinnar er
Stríð frá ýmsum sjónarhorn-
um. Opnunarmynd hátíðarinn-
ar er „Bogwoman" í leikstjórn
Tommy Collins, en hún fjallar
um baráttu fólks á Norður-
írlandi. Af öðrum myndum á
hátíðinni má nefna Zimbabve-
myndina Logi í leikstjórn
Ingrid Sinclair. Myndin, sem
fjallar um frelsisstríðið í
Zimbabve, vann fyrstu verð-
laun í ár á Human Rights Int-
ernational kvikmyndahátíð-
inni. Einnig má nefna að á
Galway-hátíðinni eru tvær
myndir frá fyrrverandi Júgó-
slavíu sem hafa vakið athygli
víða að undanförnu, Fallegt
þorp, fallegir logar í leikstjórn
Srdan Dragojevic, og Hinn
fullkomni hringur í leikstjórn
Ademit' Kenovic.
Ottó Geir Borg
a.i/irt, Vinnið gegn fíla-
\ W ' penslum og bólum
SATÍU \’A
$
Æ
silicol skin
Silicol skin
Vilfcirk#fifid lausn við húdvaiidamáium
Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin
í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð.
íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum.
ég ekki við ýkj,
inni. En Skrautl
Ottó Geir Borg
Breskur
millistéttarhúmor