Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 27 LISTIR EITT verka Jóhanns. Olíumálverk í sparisjóði JÓHANN Kr. Gunnarsson opnar sína fyrstu einka- og sölusýningu á málverkum sínum í Sparisjóðnum í Garðabæ, laugardaginn 5. júlí kl. 14-17. Sýnd verða 32 olíuverk sem hafa verið unnin á síðustu árum. Mynd- efnið er að mestu úr náttúru lands- ins. Sýningin verður opin á af- greiðslutíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30-16. Karl Schulze í Slunkaríki ANDREAS Karl Schulze opnar sýn- ingu í Slunkaríki á ísafirði laugar- daginn 5. júlí kl. 16. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16—18 og lýkur þann 20. júlí. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Virkni lita er meginviðfangsefni Andreas Karl Schulze. Á síðustu þremur árum hefur hann unnið við gerð óvenjulegra málverka. Bó- mullarstrigi er skorinn í litla fern- inga 5x5 sm sem eru gegnlitaðir mað akryllit. Þessir litlu ferningar eru síðan límdir beint á vegg með sérstöku lími. Við uppröðun þeirra er tekið mið af því rými sem notað er í hvert skipti. Það er því í sýning- arsalnum sjálfum sem meginsköp- unin fer fram. Ferningur er notaður vegna þess að hann er auðþekkjan- legur og hlutlaus en ekki vegna formfræðilegra forsendna. Hann ber litinn og stærð hans er næg til að sjást og virkja rýmið. Listamað- urinn hefur komið sér upp lager 400 ólíkra lita en hefur að þessu sinni meðferðis 25. Þó litur sé bara litur má segja að litir hans séu sprottnir úr umhverfi nútímaborg- armenningar. Samsetning og stað- setning litanna skapar hreyfingu og óstöðugleika." Yfirlitssýning á Akranesi YFIRLITSSÝNING á verkum í eigu Akranesbæjar hefst laugardaginn 5. júlí í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, og eru þau eign Menning- arsjóðs og Bæjar- og héraðsbóka- safns. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir og grafíkverk eftir marga listamenn og má þá nefna verk eftir Svein Björnsson, Jóhönnu Bogadóttur, Vigni Jóhannsson, Sossu, Hrein Elíasson, Ragnar Lár., Guðbjart Þorleifsson, Erlu Sigurð- ardóttur, Gunnar Öm o.fl. í kaffistofunni sýnir Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir tólf mynda seríu sem hún nefnir í fylgsnum hafsins. Ragnheiður lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1995 frá textíldeild og hefur nú nýlokið framhaldsnámi í myndlist frá textíl- deild Kunsthogskolen í Bergen í Noregi. Sýningunin lýkur 1. ágúst og er Listasetrið opið daglega frá kl. 15-18. Sýningum lýkur í SÝNINGARSÖLUM í kjallara Nor- ræna hússins stendur yfir sýningin Sögn í sjón og þar eru til sýnis myndlýsingar í íslenskum fornrita- útgáfum á 20. öid sem helstu lista- menn þjóðarinnar hafa gert. Einnig er sýning á grafíkverkum eftir danska listamanninn Lars Munthe og sækir hann myndefnið sitt m.a. til handritanna. Sýningin er opin daglega kl. 13- 19 og henni lýkur sunnudaginn 6. júlí. -------» ♦ ♦------ TEXTÍLSÝNINGU Philippe Ricart í Gallerí Stöðlakoti lýkur sunnudaginn 6. júlí. Sýningin er opin daglega kl. 14- 18. -------♦—♦—♦------ ÞREMUR sýningum lýkur nú um helgina í Listasafni Kójjavogs. Þetta er í fyrsta lagi sýning Asu Ólafsdótt- ur í austursal sem ber yfirskriftina Brot af fornum arfi og á eru útsaum- uð teppi og verk með blandaðri text- íl. í öðru lagi er um að ræða mál- verkasýningu Sigurbjörns Jónssonar í vestursal. I þriðja lagi er síðan á neðri hæð sýning írisar Elfu Frið- riksdóttur á lágmyndum unnum úr steypu, blúndum, flísum og perlum. Fyrstu Sumartónleikar í Skálholtskirkju FYRSTA tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju verður 5. og 6. júlí. Kári Bjarnason flytur erindi um síra Einar Sigurðsson í Eydölum kl. 14 í Skálholtsskóla. Kl. 15 hefjast fyrstu tónleikar sumarsins en þá leikur Rut Ing- ólfsdóttir, fiðluleikari, einleiks- verk eftir Jón Leifs, Tryggva M. Baldursson, Atla Heimi Sveinsson og færeyska tónskáldið Kristian Blak. Rut er nýkomin heim úr tónleikaferðalagi til Færeyja þar sem verk Tryggva M. Baldvins- sonar var frumflutt þann 25. júní sl. Messa frumflutt Kl. 17 verður frumflutt messa eft- ir Oliver Kentish, staðartónskáld sem nefnist Messa vorra daga. Flytjendur eru Voces Thules ásamt Kjartani Guðnasyni slagverksleik- ara og Hilmari Erni Agnarssyni, orgelleikara. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson. Á sunnudaginn verður síðan Messa vorra daga endurtekin kl. 15. Tónlistarmessa verður í Skál- holtskirkju kl. 17 og hefst tónlist- arflutningur Rutar Ingólfsdóttur, fiðluleikara, í kirkjunni kl. 16.40. í messunni verður flutt stólvers eftir síra Einar Sigurðsson í Eydöl- um í útsetningu Hildigunnar Rún- arsdóttur, tónskálds. Barnagæsla Boðið er upp á barnagæslu í skólanum og kaffiveitingar seldar í skólanum á milli tónleika. Að- gangur er að venju ókeypis. Morgunblaðið/Sig. Jóns. UNNIÐ við uppsetningu sýningar á verkum Ásgríms, Hildur Hákonardóttir með tvö af verkunum á sýningunni. Sýning á verkum Ásgríms opnuð á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. SÝNING á verkum Ásgríms Jóns- sonar verður opnuð á laugardag, 5. júlí, klukkan 14.00 í nýuppgerð- um húsakynnum Listasafns Árnes- inga að Tryggvagötu 23 á Sel- fossi. Sýningin er sett upp í tilefni 50 ára afmælis Selfossbæjar í sam- vinnu við Listasafn íslands. Sýn- ingin sem fengið hefur nafnið I ljósi landsins, verður opin alla daga fram til 31. ágúst. Á sýningunni eru 26 myndir eftir Ásgrím Jónsson og er þessi sýning sú stærsta sem Listasafn íslands hefur sent út á land. Endurbættur sýningarsalur Sýningin er á efri hæð Lista- safnsins við Tryggvagötu þar sem gerðar hafa verið endurbætur til sýningahalds með því að opna á milli tveggja sala og þannig gert mögulegt að taka á móti viðameiri sýningum en til þessa hefur verið hægt. Sýningin á verkum Ásgríms er fyrsta sýningin eftir lagfæring- arnar á húsakynnum safnsins og má segja að það sé vel til fundið þar sem Ásgrímur var Flóamaður, fæddur í Suðurkoti í Rútsstaða- landi, nánast við bæjardyrnar á Selfossi. að hann sé látinn svífa í lausu lofti líkt og kuskið sem Ryksafnarar Helga á einum vegg salarins sjá um að hirða til sín. Engu að síður varpar sýningin óvæntu ljósi á sam- band myndlistar og vopnaviðskipta, þessi elífu átök milli tilbúnings og tortímingar sem fólgin eru í sjálfu sköpunarverkinu. “ Helgi Hjaltalín fæddist í Reykja- vík árið 1968 og hefur hann sótt listmenntun sína víða. Að loknu námi við listabraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti fór hann í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands en þaðan lá leið hans til Kunstaka- demie í Dússeldorf. Helgi stundaði einnig nám í tvö ár við Akademie vor Beeldende Kunst í Hollandi og eitt ár við listaakademíuna í San Fransisco. Sýning Helga á Sjónar- hóli er sjöunda einkasýning hans og samanstendur hún af alls 74 verkum sem skiptast í fimm einingar. Sýn- ingunni lýkur þann 27. júlí. Sjónar- hóll er opinn fimmtudaga til sunnu- daga kl. 14-18. Kirschner í Hafnarborg SÝNING á verkum þýska myndlist- armannsins Wulfs Kirschners verður opnuð í dag í Hafnarborg, menning- ar-og listastofnun Hafnarfjarðar. Kirschner hefur sýnt verk sín víða um heim síðan 1979 en síðustu þrett- án árin hefur hann lagt mikla rækt við málmsuðu. Þau verk sem eru í Hafnarborg byggjast á einföldum formum með ásoðnum rafskautum. Tuttugu krakkar á leikhúsnámskeiði MÖGULEIKHÚSIÐ, barna- og unglingaleikhús, hefur staðið í þriðja sinn fyrir leikhúsnám- skeiði í samvinnu við ÍTR fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Lokasýning námskeiðsins, sem hefur hlotið heitið Alveg satt.verður sýnt í dag, föstudag, kl. 14 fyrir börn á leikjanám- skeiðum ÍTR og kl. 17 fyrir aðstandendur barnanna sem þátt taka í sýningunni. Námskeiðið fór fram í Mögu- leikhúsinu við Hlemm. A nám- skeiðinu var unnið með flest þau atriði sem tengjast hefð- bundinni leikhúsuppsetningu segir í kynningu, en fjöldi þátt- takenda var 20. Leiðbeinendur voru leikhúslistamenn sem reynslu hafa af vinnu í barna- leikhúsi. Meðal þess sem fengist var við má nefna gerð handrits, æfing- ar, leikmynd og búninga og lýs- ingu og voru allir þessir þættir svo nýttir við gerð leiksýning- arinnar. Biiai fSu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.